Þriðjudagur, 29. mars 2011
Sáraeinföld áhættugreining vegna ICESAVE...
Fátt er eins mikilvægt þessa dagana og að velja "rétt" í ICESAVE kosningunni. Hvað er rétt er svo auðvitað mat hvers og eins, en vandamálið er að þetta er flókin milliríkjadeila og afleiðingarnar af röngu vali geta orðið afdrifaríkar fyrir land og þjóð. Því miður er málið það flókið að fæstir hafa yfirsýn. Sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Fyrir nokkrum dögum var kynnt aðferð sem mikið er notuð við áhættugreiningu og áhættumat. Sjá pistilinn Icesave og áhættugreining - Eða rússnesk rúletta...? Hér kynnt sáraeinföld aðferð sem oft er mjög mikil hjálp í þegar meta skal hvað óljós framtíðin ber í skauti sér, til dæmis þegar ákvarðanir eru teknar í fjármálum, svo sem við kaup á fyrirtæki, íbúð eða jafnvel bara bíl. Auðvitað er ICESAVE enn stærra og flóknara mál, en valið er sett í hendur almennings svo nauðsynlegt að hver og einn sé sáttur við hvort valið sé Já eða Nei, og taki síðan yfirvegaða afstöðu. Þessi aðferð kallast á Ensku SWOT analysis. (Strength, Weakness, Opportunity, Threat). Á Íslensku nefnist aðferðin SVÓT greining. (Styrkur, Veikleiki, Ógnun, Tækifæri). SVÓT greiningu er hægt að nota á mismunandi hátt. Hér er ætlunin að beita henni á ICESAVE vandamálið þannig að við fáum yfirsýn. Sjáum skóginn fyrir trjánum. Það á væntanlega eftir að koma á óvart hve auðvelt það er. Hugmyndin er að greina núverandi ástand og ástandið í framtíðinni með því að fylla út einfalt eyðublað. Þar sem möguleikarnir eru í stórum dráttum tveir, hentar vel að nota tvö eyðublöð, annað fyrir valið ICESAVE: JÁ og hitt fyrir ICESAVE: NEI. Eyðublöðin má sækja neðar á síðunni. Þegar eyðublöðin hafa verið fyllt út er myndin orðin mun skýrari og valið auðveldara. Margt sem í byrjun virtist óljóst og þokukennt blasir nú við. Ekkert brjóstvit eða "af því bara" stjórnar okkur lengur. Valið er yfirvegað og við erum sátt við ákvörðun okkar. --- Örstuttar leiðbeiningar: Við byrjum á að fylla út efri hluta blaðsins sem lýsir núverandi ástandi, þ.e. styrkleikum og veikleikum samfélagsins eins og það kemur okkur fyrir sjónir núna. Síðan fyllum við út neðri hluta eyðublaðsins sem lýsir ástandi samfélagsins nokkrum mánuðum eða árum eftir að úrslitin liggja fyrir. Við reynum að sjá fyrir tækifæri sem bjóðast og ógnir sem kunna að bíða okkar.
Þar sem framtíðin ræðst af því hvort niðurstaða kosninganna verður Já eða Nei notum við tvö eyðublöð, annað fyrir Já og hitt fyrir Nei. Efri hlutinn verður eins, en neðri hlutinn mismunandi.
Mikilvægt er að nota stuttar lýsandi setningar, jafnvel stikkorð eða upptalningu. Engar langlokur. Gott er að hafa hvert atriði í sinni línu, því þannig verður yfirsýnin betri. Það má til dæmis geyma skjalið á skjáborði tölvunnar og fylla það út þar, eða einfaldlega prenta það út og nota blýant.... Um er að ræða söfnun hugmynda til að setja í reitina. Myndin efst á síðunni sýnir hvernig gott er að vinna verkefniðí hóp, en þá er beitt hugarflugsaðferðinni (brain storm) og byrjað að skrifa hugmyndir á límmiða sem settir eru á stórt SVÓT blað. Við verðum að skoða málið frá ýmsum sjórnarhornum og jafnvel klífa upp á sjónarhóla til að fá yfirsýn. Fyrr sjáum við ekki skóginn fyrir trjánum. Dæmi um atriði sem mætti hafa í huga við vinnsluna:
Þetta er ekki flókið, en kostar smá umhugsun. Þegar við höfum lokið við að fylla út eyðublöðin, þá sjáum við framtíðina mun betur fyrir okkur og þurfum ekki að velta lengur fyrir okkur hvernig við kjósum.
Vonandi hefur þessi pistill komið einhverjum að gagni við að rata um refilstigu Icesave málsins. Okkur hefur verið falið að skera úr um það með atkvæðagreiðslu hvor leiðin sé öruggari og áhættuminni fyrir samfélagið, JÁ=samningsleiðin eða NEI=dómstólaleiðin. Það er því eins gott að hugsa málið gaumgæfilega og kjósa "rétt".
Eyðublað fyrir SVÓT greiningu er hér sem Word skjal
Pistillinn Icesave og áhættugreining - Eða rússnesk rúletta...?
Upplýsingasíða Fjármálaráðuneytisins Vilhjálmur Þorsteinsson: Icesave sett fram myndrænt
|
Framtíð Íslands og fjöregg þjóðarinnar er í okkar höndum
Látum skynsemina ráða
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Fjármál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Breytt 30.3.2011 kl. 20:45 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 5
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 764535
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll. Af hverju vísarðu bara í vefsíður ráðuneytis Steingríms J. (Icesave-I-, Icesave-II- og Icesave-III-manns) og Vilhjálms Þorsteinssonar (Icesave-I-, Icesave-II- og Icesave-III-manns)?
Hér er mótvægi: vefsíða Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave (gríðarmikið efni þar, allt frá marz á liðnu ári);
og hér: vefsíða Samstöðu þjóðar gegn Icesave (Kjósum.is).
Jón Valur Jensson, 30.3.2011 kl. 02:12
Maður gerir áhættugreiningu og veðjar samkvæmt henni. En maður tapar líka því að greiningin skilaði ekki endilega réttri niðurstðu.
Mér er sagt að api sem var látinn henda pílum í skífu hafi haft álíka hundraðshluta af réttum svörum og aðspurðir spekingar.
Skyldi áhættugreining duga við makaval?
Færi maður framúr ef maður áhættugreindi daginn framundan?
Halldór Jónsson, 3.4.2011 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.