Ný grein breskra vísindamanna spáir köldum vetrum á Bretlandseyjum...

 

 

hungurvofan.jpg

 Hungurvofan?



 

Í dag 5. júlí birtist í tímaritinu Environmental Research Letters grein sem vekur nokkurn hroll. Greinin nefnist "The solar influence on the probability of relatively cold UK winters in the future". Tíamritið er gefið út af IOP-Institute of Physics www.iop.org  

Greinin, sem er eftir prófessor Mike Lockwood hjá Reading háskóla o.fl., er aðgengileg hér: http://iopscience.iop.org/1748-9326/6/3/034004

virðist vera ljóst að virkni sólar verður öllu minni næstu áratugina en hún hefur verið undanfarna áratugi. Í þessari nýju grein eru líkur á köldum vetrum á Bretlandseyjum næstu áratugina reiknaðar út.

Sami hópur vísindamanna hjá University of Reading tengdi á síðasta ári kalda vetur í Bretlandi á undanförnum öldum við litla sólvirkni, og spáði þá að á næstunni gæti minnkandi sólvirkni leitt til kaldari vetra, jafnvel eins kaldra og voru meðan á Maunder lágmarkinu stóð frá um 1645 til 1715, en þá var verulega kalt í Evrópu, svo kalt að þykkur ís var iðulega á ánni Thames.

Í þessari nýju rannsókn hafa vísindamennirnir litið til virkni sólar síðastliðin 9300 ár. Vísindamönnunum reiknast til að líkurnar á kuldaskeiði í Bretlandi sem er sambærilegt við það sem var meðan á Maunder lágmarkinu stóð séu 1:10 eða 10%.

Sjá frétt frá því í dag hér á vefsíðu IOP - Institute of Physics: "...Over the next 50 years, the researchers show that the probability of the Sun returning to Maunder minimum conditions is about 10 per cent, raising the chances that the average winter temperature will fall below
2.5 oC to around 1 in 7, assuming all other factors, including man-made effects and El Niño remain constant. ..."


Í vísindagreininni er fjallað um hitafar næstu áratugina í Bretlandi.  Greinin fjallar ekki um hugsanleg hnattræn áhrif og ekki um áhrifin á Íslandi.    Þar verðum við að láta ímyndunaraflið duga... Við getum þó rifjað upp að mjög víða í heiminum var mjög kalt meðan á Maunder lágmarkinu stóð, og einnig á Íslandi:

Þór Jakobsson fjallaði um þetta í erindi sínu á Oddastefnu 1995 "Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags" og vitnaði í annála:

"1695. Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".

 

Nú, hvernig í ósköpunum stendur á því að aðeins er reiknað með kólnun á Bretlandseyjum í takt við minnkandi virkni sólar? Er blessaðri sólinni svona illa við Breta?  Varla. Líklega er skýringin sú að hitaferillinn sem þeir notuðu nær eingöngu til Englands, en það er hinn margfrægi Central England Temperature (CET) hitaferill sem nær aftur til ársins 1659, en hann sýnir lofthita mældan með mælitækjum samfellt allt aftur til ársins 1659, og er því sá hitaferill hitamæla sem sem nær yfir lengst tímabil. Það er einfaldlega ekki kostur á sambærilegum mælingum utan Bretlands.

-

Af þessu máli hljóta allir skynsamir menn að hafa nokkrar áhyggjur. Aðrir brosa bara í kampinn. Við munum eftir áhrifunum sem harðir vetur t.d. í Bretlandi höfðu á samgöngur síðastliðna tvo vetur. Það voru þó bara smámunir. Verði sumur einnig köld, þá er auðvitað hætt við uppskerubresti með hærra verði á matvælum, þannig að hinir efnaminni gætu liðið skort og hungurvofan etv. ekki langt undan...    Skynsamt fólk hefur alltaf Plan-B og gerir ráð fyrir að málin geti snúist mönnum í óhag. Treystir ekki bara á guð og lukkuna. Siglir ekki í einhverri sæluvímu að feigaðrósi... "Þetta reddast einhvernvegin", - er það nú alveg víst?  Við skulum þó vona hið besta og ekki leggjast í þunglyndi alveg strax...  Ekki er þó ólíklegt að bresk stjórnvöld hafi þennan möguleika á kólnun í huga, sérstaklega eftir ástandið þar í landi tvo undanfarna vetur.

 

 

Í samantekt greinarinnar stendur:


Recent research has suggested that relatively cold UK winters are more common when solar activity is low (Lockwood et al 2010 Environ. Res. Lett. 5 024001).

Solar activity during the current sunspot minimum has fallen to levels unknown since the start of the 20th century (Lockwood 2010 Proc. R. Soc. A 466 303–29) and records of past solar variations inferred from cosmogenic isotopes (Abreu et al 2008 Geophys. Res. Lett. 35 L20109) and geomagnetic activity data (Lockwood et al 2009 Astrophys. J. 700 937–44) suggest that the current grand solar maximum is coming to an end and hence that solar activity can be expected to continue to decline.

Combining cosmogenic isotope data with the long record of temperatures measured in central England, we estimate how solar change could influence the probability in the future of further UK winters that are cold, relative to the hemispheric mean temperature, if all other factors remain constant. Global warming is taken into account only through the detrending using mean hemispheric temperatures. We show that some predictive skill may be obtained by including the solar effect.

Nánar hér: http://iopscience.iop.org/1748-9326/6/3/034004
Greinin öll er þar aðgengileg sem pdf og html.

 

 

 

thames-5-b_527654_1096017.jpg
 
Ísilögð Thames í London árið 1677

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, það eru aldeilis svartar horfur fyrir blessaða Bretana... Hungurvofur og annað slæmt virðist vofa yfir þeim, ef marka má skrif þín Ágúst.

Ég tók mig nú til og las eitthvað af sjálfri grein Lockwood og félaga, sjá hér. Í lokaorðunum er nú ekki hægt að lesa um slíkar hörmungar sem Ágúst  boðar hérna, sem dæmi stendur:

By combining the results of these two probability analyses, we find that the solar effect on the probability of relatively cold winters is that they are likely to increase in frequency during the next century, if all other factors remained the same.

Þarna er nú m.a. eitt mikilvægt atriði, þ.e. ef allir faktorar séu eins og áður. Og svo:

However, as stressed above, this analysis assumes that all other factors which can modulate UK winter temperatures remain the same, which is unlikely to be a valid assumption. In addition to giving global-scale warming (e.g., [58]), anthropogenic climate change yields regional changes [20] rising from the dynamical response of the climate system[59], such as changes in ocean circulation [60], sea-ice loss [61, 62] or stratospheric circulation [63].

Já það virðist þurfa að taka tillit til hækkandi hitastigs á heimsvísu, sem þeir koma að í greininni:

We stress that we have studied the winter UK temperatures relative to the hemispheric means, δTDJF, rather than the absolute temperatures δTDJF. Thus our results show how the postulated solar effects might contribute to an increase in the number of anomalously cold UK winters in times when global mean temperatures are rising.

Annað mikilvægt atriði kemur fram þarna, það er s.s. ekki verið að ræða um altækt hitastig, heldur hitastig miðað við meðaltal hvelsins (norðurhvelið), sem er aðeins annað, fyrir forvitna má benda á greinina. Að lokum segir undir lok greinarinnar:

climate models predict that by 2050, (when figure 9 predicts that the probabilities of solarinduced relatively cold winters will peak), the global mean air surface temperature (GMAST) will have risen by about 1.3 ± 0.4 ◦C.

Já, það er ýmislegt hægt að læra með því að lesa svona greinar...ekki virðast þeir nú boða þau mögru ár kulda, eymdar og volæðis, eins og Ágúst virðist telja líkleg, ef marka má orð hans:

Verði sumur einnig köld, þá er auðvitað hætt við uppskerubresti með hærra verði á matvælum, þannig að hinir efnaminni gætu liðið skort og hungurvofan etv. ekki langt undan...(tilvísun í færslu Ágústar hér að ofan)

En það er ágætt að hafa svona rannsókn varðandi mögulega kaldari vetur á Bretlandseyjum (miðað við meðaltalið), þannig að þeir geti m.a. kannski keypt nokkra snjóplóga fyrir flugbrautirnar sínar og verið tilbúnir - bara hið besta má, enda lentu þeir í tómu tjóni með vöntun á þess háttar tækjum síðasta vetur. En að fara að spá hörmungum og hungurvofum, er kannski full djúpt í árina tekið, ef miðað er við sjálfa greinina.

Sveinn Atli Gunnarsson, 5.7.2011 kl. 23:07

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll Ágúst. Það var ágætis grein um minnkandi virkni sólarinnar í 1.tbl. Lifandi vísinda 2011 þar sem einmitt er vitnað í Michael Lockwood. Þar kemur fram eftirfarandi um áhrif minnkandi sólvirkni:

"Á grundvelli umfangsmikilar tölfræði hefur Lockwood komist að því að kaldir vetur í Evrópu tengjast lágri virkni sólar – síðasta dæmið er veturinn 2009-10.

Kaldir vetur eru einungis staðbundið fyrirbæri sem stafa af breytingum í vindröstunum en þær hindra heitt loft frá Atlantshafi í að komast áfram svo að í stað þess fáum við kalda vinda frá Síberíu. Loftslag jarðar sem slíkt breytist ekki. Reyndar virðist 2010 verða afar hlýtt ár á heimsvísu. Lockwood telur þó einnig að virkni sólar hafi minnkað undanfarin 100 ár og að hún kunni að vera á leiðinni inn í langvarandi tímabil án sólgosa."

Annarstaðar kemur fram að þetta eigi aðallega við veturinn því búast megi við mildum sumrum áfram. Við hér á Íslandi höfum sem betur fer sloppið við vetrarkulda undanfarna vetur enda er veðrið hér gjarnan í öfugum fasa miðað við norður-Evrópu. Mér finnst þó sjálfum ekki ólíklegt að langvarandi vetrarkuldar í Evrópu skili sér að lokum víðar um norðurslóðir.

Emil Hannes Valgeirsson, 5.7.2011 kl. 23:38

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gleymdi víst að skrifa undir áðan, með fullu nafni, er hér með gert:

Með bestu kveðju,
Sveinn Atli Gunnarsson

Sveinn Atli Gunnarsson, 6.7.2011 kl. 00:01

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir athugasemdir ykkar drengir. Auðvitað er ég ekki annað en boðberi válegra tíðinda sem þeir félagar Lockwood og félagar hans sendu okkur. Ég leyfði mér reyndar að láta hugann reika og velta fyrir mér hugsanlegum afleiðingum., en við vitum allir hve áhrif lækkun hitastigs getur haft á matvælaframleiðsluna.

 Auðvitað getur aukið magn kolsýru í loftinu orðið mótvægi og það væri auðvitað mjög jákvætt. Vonandi verða þetta bara staðbundin áhrif.

Í fréttinni frá IOP sem ég vísaði á stendur m.a. eftirfarandi þar sem fjallað er um Grænland": "It is stressed, however, that these results do not have any implications for global climate change, which is concerned with average temperatures for all parts of the world and all times of year.  The reported changes only apply in winter and are regional – for example, when the winter is colder in Europe it tends to be warmer in Greenland so that there is almost no effect on the global mean".

Annars eru fleiri að velta fyrir sér næstu áratugum. Sænski haffræðingurinn Nils-Axel Mörner var að skrifa ritgerð sem hann nefnir Arctic Environment at the Middle of this Century. Hef ekki lesið hana ennþá.

Við vonum það besta fyrir okkar hönd og frændur okkar á Bretlandseyjum.

Ágúst H Bjarnason, 6.7.2011 kl. 06:52

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Það er full ástæða til að það komi fram að um hvað næstu ár og áratugir bera í skauti sér hvað viðkemur veðri og vindum veit enginn neitt um.

Það hafa þó sést greinileg merki um hratt minnkandi virkni sólar og hafa menn spáð því að það ástand muni vara í nokkra áratugi.

Orsaksambandið milli virkni sólar og hitafars er lítið þekkt og því erfitt að fullyrða nokkuð um afleiðingar minnkandi virkni.

Það er svo annað mál að á undanförnum öldum virðist hafa verið töluverð fylgni milli virkni sólar og hitafars, að minnsta kosti á norðurslóðum. Dýpsta lægðin í virkni sólar (1650-1710) fellur nokkurn vegin saman við kaldasta tímabil síðustu 1000 ára. Aðrar lægðir svo sem Dalton virðast hafa skilað sér, en ekki eins áberandi þó.

Ef einhver meiriháttar fylgni er milli virkni sólar og veðurfars þá ætti það að koma í ljós innan áratugar. Vonandi sleppum við, en mér þykir full ástæða til þess að menn fylgist vel með. Það er líka ástæða til að skoða hvað vísindamenn eru að spá og spekúlera. Ekki bara sumir, heldur allir. Mér þykir líka full ástæða til að gera ráð fyrir nokkurri kólnun og jafnvel hafísárum. Ekki taka því sem gefnum hlut að siglingaleiðir sem nú eru ófærar vegna ísa fari að opnast á næstu áratugum.     Og svo framvegis ...

Vonandi verða vetur mildir áfram með litlum snjó og engum hafís nærri landinu okkar .

(Ath.  Ég fylgist lítið sem ekkert með þessu bloggi á vinnutíma...).

Ágúst H Bjarnason, 6.7.2011 kl. 07:24

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta innlegg þitt er skynsamlegt og fróðlegt, eins og alltaf. Grein Mörners er einkar áhugaverð, en hann er einn þeirra, sem ekki hlustar á gróðurhúsahjalið, m.a. talið um yfirborðshækkun sjávar, sem sýnist vera ímyndun ein að mestu eða öllu leyti. Þetta ætti líka að vera skyldulesning fyrir þá sem ímynda sér að siglingaleiðir til Asíu muni opnast á næstu árum. Því miður bendir fátt til slíks, en vissulega væri frábært ef loftslag færðist aftur til bórealska tímans, þegar Ísland var jöklalaust og Sahara algróin eins og aðrar eyðimerkur. Það sem allt of sjaldan kemur fram í þessari umræðu er, að þrátt fyrir allar sveifur og sveiflur innan í öðrum sveiflum hefur loftslag farið hægt kólnandi og þornandi í sex- sjö þúsund ár. Þótt þetta hafi verið vitað og rækilega fullsannað í meira en hundrað ár, virðast flestir þeir sem um loftslagamál fjalla á „vísindalegan“ hátt alls ekki vita þetta. Ótrúlegt en satt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 6.7.2011 kl. 14:43

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Við bíðum rólegir í nokkur ár Vilhjálmur.  Kannski  vitum við eitthvað meira þá.

 Þangað til getum  við lesið vanagveltur og fróðleik eins og t.d. þennan eftir Nicola Scaffetta hjá Duke háskóla: http://www.fel.duke.edu/%7Escafetta/pdf/scafetta-JSTP2.pdf

Greinin nafnist "Empirical evidence for a celestial origin of the climate oscillations
and its implications". Scaffetta fjallar þar m.a. um 60-ára sveifluna velþekktu og lítur til sólarinnar.

Páll Bergþórsson sendi mér um daginn áhugaveða grein sem hann nefnir  "Northern Hemisphere Multidecadal Climate Oscillation" þar sem einnig er fjallað um þessa sveiflu. Páll lítur aftur á móti til hafíssins.

Þetat er alla vega mjög áhugavert mál :-)

Ágúst H Bjarnason, 6.7.2011 kl. 17:35

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, þú segir:

Auðvitað er ég ekki annað en boðberi válegra tíðinda sem þeir félagar Lockwood og félagar hans sendu okkur.

Þeir félagar Lockwood o.fl. hafa ekki boðað þau válegu tíðindi sem þú boðar (hungurvofur og þess háttar), þannig að þetta er nú undarleg nálgun hjá þér. Spurning hvort þú þyrftir ekki að líta betur á greinina og vísa í hvar í greininni þessi meintu válegu tíðindi sem Lockwood og félagar eru að boða að þínu mati? Ég get ekki séð að greininn innihaldi þvílíkar tilvísanir. En ég benti á ýmislegt úr niðurstöðum greinarinnar, í athugasemd hér að ofan og ekki virðist það styðja mál þitt Ágúst...

Mbk.
Sveinn Atli Gunnarsson

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.7.2011 kl. 10:55

9 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég tek undir það að grein Mörners er áhugaverð. Ég hef oft haft þær grunnsemdir að áhrifin af mismikilli virkni sólarinnar felist að talsverðu leyti í því hvernig sjávarstraumar bregðast við. Ef golfstraumurinn fer sunnar við minnkandi sólvirkni hefur það augljós áhrif hér hjá okkur. Hafís mun aukast og jöklar stækka.

Hinsvegar á eftir að koma í ljós hvaða áhrif hlýnun vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa mun hafa, sé þetta reyndin. Reyndar á þetta dæmi auðvitað allt eftir að rætast.

Emil Hannes Valgeirsson, 7.7.2011 kl. 23:54

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sveinn Alli minn.

Þessi grein fjallar auðvitað um meira en grein Lockwood. Að sjálfsögðu reyna menn að gera sér grein fyrir afleiðingum lækkaðs lofhita. Ef afleiðing minnkandi virkni sólar verður eitthvað sambærileg við Maunder minimum sólar, eins og minnst er á í umræddri grein, þá finnst manni það meira en líklegt að stærra svæði en England verði fyrir barðinu.

Um svipað leyti og Maunder lægðin í sólinni stóð yfir á árunum um 1650-1710 varð uppskerubrestur  og hungur um stóran hluta Evrópu, og jafnvel víðar. Fólk beinlínis dó beint og óbeint af þeim sökum. Ekki er óeðlilegt að það geti endurtekið sig verði kólnunin mikil. Við vitum vel, að tiltölulega lítil breyting í hitafari getur haft veruleg áhrif á uppskeru. 

Ekki þarf nema litla hækkun á matarverði til þess að það komi illa niður á þeim sem eiga varla til hnífs og skeiðar. Það vitum við vel.

Reyndar er það ekki eingöngu óhagstætt veðurfar sem hefur áhrif til hækkunar á matarverði, heldur er það líka hin ótrúlega heimska að vera að breyta matvælum í eldsneyti fyrir bifreiðar eins og gert er í stórum stíl, en það er ein af ástæðum þess að matarverð hefur hækkað á undanförnum árum.

Svo er það annað. Lækkandi hitastig hefur í för með sér aukna eftirspurn eftir orku. Verðið hækkar. Fátækt fólk hefur ekki efni á að hita húsakynni sín og og þarf að búa við kulda og trekk. Veikist og jafnvel króknar. Ekki bætir úr skák hin furðulega ráðstöfun undanfarinna mánuða og ára að vera að loka orkuverum. Við erum lánsöm þjóð að eiga næga orku, rafmagn og hita, en jafnvel hér er ekki víst að fátækt fólk muni eiga auðvelt með að greiða orkureikninginn. Að minnsta kosti þeir sem þurfa að standa í löngum biðröð eftir matarúthlutun.

Ég starfaði um tíma í Afríku fyrr á þessu ári.  Þar kynntist ég því hve hækkun matarverðs í heiminum undanfarið kom illa niður á þessu blessaða fólki þar em lífsbaráttan snýst um næstu máltíð. Fólkið sem þar býr mun ekki verða vart við breytingu á hitastigi, því hitinn er að jafnaði svo mikill, en það mun skynja það á annan hátt. Með maganum. Svo megum við ekki gleyma því að á norðurslóðum búa margir langt undir fátæktrarmörkum...

Í pistlinum, sem fjallar um meira en grein Lockwood, skrifaði ég eftirfarandi. Ég vona að menn skilji nú hvers vegna ég hef áhyggjur af hungurvofunni og setti mynd af henni efst á síðuna:

 "Af þessu máli hljóta allir skynsamir menn að hafa nokkrar áhyggjur. Aðrir brosa bara í kampinn. Við munum eftir áhrifunum sem harðir vetur t.d. í Bretlandi höfðu á samgöngur síðastliðna tvo vetur. Það voru þó bara smámunir. Verði sumur einnig köld, þá er auðvitað hætt við uppskerubresti með hærra verði á matvælum, þannig að hinir efnaminni gætu liðið skort og hungurvofan etv. ekki langt undan...    Skynsamt fólk hefur alltaf Plan-B og gerir ráð fyrir að málin geti snúist mönnum í óhag. Treystir ekki bara á guð og lukkuna. Siglir ekki í einhverri sæluvímu að feigaðrósi... "Þetta reddast einhvernvegin", - er það nú alveg víst?  Við skulum þó vona hið besta og ekki leggjast í þunglyndi alveg strax...  Ekki er þó ólíklegt að bresk stjórnvöld hafi þennan möguleika á kólnun í huga, sérstaklega eftir ástandið þar í landi tvo undanfarna vetur".

 

Ágúst H Bjarnason, 8.7.2011 kl. 06:51

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Emil.

Ég hef oft séð þetta nokkurn vegin þannig fyrir mér:

Í náttúrunni er mörg kerfi sem geta haft áhrif á veðurfar, svo sem hafís, hafstraumar, vindar, sólin, ...

Sum þessara kerfa geta verið aðeins sveiflukennd með períóðu sem talin er í áratugum. Períóðan eða sveiflutíminn þarf ekki að vera sú sama, en gæti verið lík. Þannig geta kerfin haft töluverð áhrif hvert á annað, þ.e. ef þau eru nærri hvort öðru í resónans eða ómun. Jafnvel getur sveiflutími eins kerfis verið t.d. 1/2 eða 1/3 af sveiflutíma annars kerfis og það samt haft áhrif á sveiflu hins kerfisins. Þetta þekkjum við allt vel úr eðlisfræðinni, bæði í mekaniskum fyrbærum og rafrænum.

Tenging milli svona kerfa getur verið ljós eða óljós. Stundum örvar eitt kefið annað með beinni tengingu, eins og t.d. tveir lauslega samtengdir pendúlar vinna saman. Stundum er örvunin óljósari, eins og í svokölluðum parametriskum mögnurum. 

Eitt einfalt dæmi um þessi bæði tilvik er róla eða pendúll. Við getum haldið sveiflunum við með því að ýta við lóðinu (eða barninu í rólunni) annað slagið. Við getum ýtt við því í t.d. þriðja hvert skipti, þ.e. með 1/3 sveifluíma pendúlsins. Eða í annað vert skipti, þ.e. með helmingi lægri tíðni. Sveiflutíðni áreitisins þarf ekki að vera alveg í taktvið pendúlinn. Það nægir að það sé bara nokkurn vegin.

En, við getum einnig viðhaldið sveiflunni á annan hátt, sem er ekki eins ljós. Við getum jafnvel gert það þannig að menn taki vala eftir því. Við getum breytt einum parameter taktbundið. Hvað gerist ef við styttum bandið reglulega á skamma stund á réttu augnabliki? Getum við viðhaldið sveiflunni þannig? Er hægt að gera það þannig að enginn taki eftir því? Þetta er auðvelt að prófa.

Svona parametiska magnara notuðu menn fyrir nokkrum áratugum til að magna upp hátíðnimerki, t.d. á svipaðri tíðni og þráðlaus tölvunet eru í dag. Það var áður en transistorar réðu við svona háa tíðni. Í sveiflurás magnarans þar sem að jafnaði eru spólur og þéttar (resónansrás svipað og rólan) var komið fyrir svokallaðri varicap díóðu, þ.e. að segja þétti úr hálfleiðara þar sem hægt var að breyta rýmdinni með rafspennu. Á þann hátt var hægt með utanaðkomandi merki, jafnvel á lægri tíðni, að magna upp merkið sem fór í gegn um þennan parametriska magnara. Það er eftirtektarvert, að í báðum þessum tilvikum, pendúlnum/rólunni og rafeindamagnaranum erm við að örva kerfið með því að breyta taktvíst parameter sem hefur áhrif á resónantíðnina, þ.e. lengd pendúlsins eða rýmd þéttisins.

Í mínum huga geta þessi kerfi; hafstraumar, hafís, vindar, sólin, ...   verið samtengd sveiflukerfi sem eru lauslega tengd, ýmist beint eða óbeint eins og ég reyndi að útskýra hér fyrir ofan. Tengingin getur verið bein og augljós eins og þegar ýtt er við rólunni annað slagið, en hún getur einnig verið mjög óljós þegar einhverjum parameter, eins og lengd pendúlsins eða rólunnar er breytt.

Menn hafa samt mikla tilhneigingu til að skoða bara einn þáttinn, án þess að líta til þess að öll þessi samtengdu kerfi hafa  áhrif sem heild, og skila sér t.d. sem breyting í hitafari.   Þess vegna verður umræðan svo einstaklega ruglingsleg og skemmtileg

Ágúst H Bjarnason, 8.7.2011 kl. 07:30

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst þú segir:

Ef afleiðing minnkandi virkni sólar verður eitthvað sambærileg við Maunder minimum sólar, eins og minnst er á í umræddri grein

En umrædd grein segir ekkert um að afleiðingar verði sambærilegar við þær afleiðingar sem voru á Maunder tímanum, það er kannski kjarni málsins hjá mér, þ.e. að greinin styður ekki þennan málflutning hjá þér, eins og ég benti á í minni fyrstu athugasemd.

Ég hef ekki lesið grein Mörners í þaula, en skoðanir hans virðast nú almennt vera all langt frá því sem rannsóknir annarra á sömu málum (t.d. varðandi sjávarstöðubreytingar) benda til... Hann heldur því meðal annars fram að sjávarstaða hafi ekki hækkað á undanförnum áratugum, sem er í hróplegu ósamræmi við það sem t.d. mælingar gervihnatta segja okkur. Ég á t.d. erfitt með að sjá að fullyrðingar hans um sjávarstrauma og sólvirkni hangi saman á þann hátt sem hann telur. Mér þykir margt í þessari ritgerð Mörner's vera nokkuð vafasamt, t.d. fullyrðingar hans um að það sé ekkert undarlegt í gangi með hafísinn á Norðurskautinu o.fl. Tilvísanir hans virðast líka vera að miklu leiti í aðrar vafasamar greinar sem ekki teljast meðal  bestu fræðigreina í faginu, en OK, ef það á að skoða jaðarskoðanir í þessum málum, þá er þetta sjálfsagt ágætis byrjun...

Ég tek undir með Ágústi að það eru margir ólíkir þættir sem líta þarf til í þessum fræðum og ekki má líta á aðeins einn þátt, t.d. sólar, sjávarstrauma, CO2 o.fl. til að sjá samhengið, sem er jú það sem vísindamenn í faginu reyna að gera eftir fremsta megni. Ég tel þó að kerfin séu ekki eins verkfræðilega niðurnjörvuð í períóður eða sveiflutíma eins og Ágúst virðst færa rök fyrir, þó svo að náttúrulegar sveiflur eigi sér stað eins og þekkt er.

Mbk.
Sveinn Atli Gunnarsson

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.7.2011 kl. 10:14

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Breska veðurstofan Met Office og sólin:
24. júní 2011
 
 
"...Behind the scenes the Met Office has an intensive programme to make its seasonal and other long-range forecasts accurate enough for presentation to the public again in the future. Adrian Scaife, who is in charge of the research, points to several improvements in the pipeline..."
 

"...Third, scientists at the Met Office and elsewhere are beginning to understand the effect of the 11-year solar cycle on climate. When sunspots and other solar activity are at a minimum, the effect is similar to that of El Niño: more easterly winds and cold winter weather for Britain.

“We now believe that [the solar cycle] accounts for 50 per cent of the variability from year to year,” says Scaife. With solar physicists predicting a long-term reduction in the intensity of the solar cycle – and possibly its complete disappearance for a few decades, as happened during the so-called Maunder Minimum from 1645 to 1715 – this could be an ominous signal for icy winters ahead, despite global warming..."

Ágúst H Bjarnason, 9.7.2011 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband