Apollo-15: Ferðin til tunglsins fyrir 40 árum...

 

 

 

Apollo15

 


Í þessum mánuði eru liðin 40 ár frá ferð Apollo-15 til tunglsins. Það var 26. júlí árið 1971  sem 12 daga ferðalagið  hófst.  Í þessari fjórðu mönnuðu ferð til tunglsins höfðu ferðalangarnir með sér bifreið og óku henni um yfirborð mánans... 

Um svipað leyti og menn voru að ganga um yfirborð tunglsins voru miklar framfarir í flugi. Hljóðfráa farþegaþotan Concorde flaug sitt fyrsta flug árið 1969 svo og Boeing-747 júmbó-þotan sem enn er í notkun. Breska Harrier herþotan sem getur tekið sig á loft lóðrétt flaug fyrst árið 1967...

Á þessum tíma voru menn stórhuga og létu draumana rætast. Hvernig er það í dag, snýst öll tækniþróun um að smíða GSM síma með stærri og stærri skjá og forrita öflugri tölvuleiki með enn meira blóði og hryllingi? Eru menn hættir að hugsa stórt?

 

Heimildarmyndin hér fyrir neðan fjallar um Apollo-15.

(Þar sem myndin er byggð á Adobe Flash ræður Apple iPad ekki við að birta hana).

 

 


 

 

374176main_young-duke640x480--b.jpg
 
Geimfarar Apollo áætlunarinnar komu m.a. til æfinga á Íslandi.
Gæti þessi mynd verið tekin nærri hinu fræga Nautagili?
 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það hafi ekki sést vel til stjarnanna á tunglinu? 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.7.2011 kl. 10:19

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Geimfararnir hafa væntanlega bara séð kolsvartan himininn. Þeir hafa þó séð reikistjörnuna sem kölluð er Jörð.

Á tunglinu er jafn bjart eða jafnvel eilítið bjartara en hér á jörðinni að degi til. Augu geimfaranna voru aðlöguð þessari birtu þannig að væntanlega hafa þeir ekki séð daufar stjörnurnar. 

Ágúst H Bjarnason, 27.7.2011 kl. 10:38

3 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Blessaður Ágúst.

Þróunin innan flugsins virðist nánast öll snúasat um UAV þessa dagana, Unmanned Aerial Vehicle systems.

USA hefur ekki lengur efni á að reka geimferðaprógram og ávinningurnn er lítill. Hins vegar eru

ómönnuð loftför talin geta leyst mörg vandamál framtíða hernaðar og borgaralegs flugs.

Að losna við að þjálfa flugmenn og leggja þá í hættu í návígi við stríð og aðrar hættur sparar væntanlega gífurlegar fjárhæðir. Miklu ódýrara að láta flýgildin sjálf ráða ferðinni með eftirliti stjórnenda sem sitja kannski makindalega, jafnvel hinum megin á hnettinum í þægilegum stól.

Gífurlegt kapphlaup er um að þróa bestu og hagkvæmustu flygildin og heilu kerfin til margvíslegra nota ekki bara í hernaði heldur einnig til eftirlits, leitar, loftmyndatöku, eldvarna, slökkvistarfs og svo framvegis.

Jafnvel módeldelluflugmenn eins og við eru margir farnir að prófa sjálfstýringar.

Björn Geir Leifsson, 27.7.2011 kl. 15:23

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Björn

Þar sem þú minnist á fjarstýrðar og sjálfstýrðar flugvélar, þá er ekki úr vegi að minnast Maynard Hill sem er nýlátinn. Ég veit að þú þekkir vel sögu hans.

Maynard var orðinn aldraður nánast blindur og heyrnarlaus þegar hann tilkynnti þá ákvörðun sína að smíða litla fjarstýrða og sjálfstýrða flugvél og láta hana fljúga þvert yfir Atlantshafið. Enginn annar en hann trúði því að það væri hægt. Það tókst árið 2002.  Flugið tók rúmar 38 klukkustundir, en vélin skilaði sér á nákvæmlega fyrirfram ákveðnum stað. Vegalengdin var um 3000 km, og eldsneytið aðeins um 3 lítrar.

Maynard fæddist árið 1926 og því orðinn hálf níræður er hann lést. Um hann má lesa hér í The Telegraph.   Hér er grein eftir Maynard Hill: Two Sunsets and Still Flying.  Myndir o.fl. hér.

Það eru einmitt svona síungir brautryðjendur sem heimurinn þarfnast

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/maynard-hill.jpg

Ágúst H Bjarnason, 27.7.2011 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband