Erindi Vaclav Klaus forseta Tékklands um loftslagsmál, Evrópusambandið o.fl. á fundi Blaðamannafélags Ástralíu...

 

 


klausvaclavczechpresident-b.jpgFyrir fáeinum dögum hélt Vaclav Klaus forseti Tékklands erindi hjá National Press Club of Australia. Hann fjallaði fyrst og fremst um loftslagsmálin svonefndu frá sjónarhóli hagfræðinnar, en sleppti því að fjalla um loftslagsvísindin. Vaclav Klaus er með doktorspróf í hagfræði og því málið skylt.

Vaclav Klaus sem er nýorðinn sjötugur hefur lifað tímana tvenna, og varð því í erindinu oft hugsað til tímabils kommúnismans í Tékklandi.  Auk loftslagsmálanna fjallaði hann einnig smávegis um Evrópusambandið og Evruna. Eftir fyrirlesturinn svaraði forsetinn fyrirspurnum fundarmanna.

Hvort einhvert sannleikskorn er í því sem Vaclav Klaus hefur fram að færa er svo annað mál. Það verður auðvitað hver og einn að meta fyrir sig. Auðvitað getur vel verið að skoðanir hagfræðingsins stuði einhverja, en þannig er bara lífið. Sem betur fer er frelsi til að tala og skrifa. Frelsi sem Vaclav Klaus, sem búið hefur og starfað þar sem frelsið var ekki mikils virði, kann vel að meta.  - Hvað sem öðru líður, þá er öllum hollt að sjá hlutina frá fleiru en einu sjónarhorni. Það er nauðsynlegt að skoða í upphafi hvaða afleiðingar vanhugsaðar aðgerðir, jafnvel vel meintar, geta haft varðandi efnahag þjóða, ekki síst hinna efnaminni. Þær geta nefnilega hæglega orðið mjög afdrifaríkar.

Hér er kynning á fyrirlesaranum á vefsíðu National Press Club of Australia.  Hann er höfundur bókarinnar A Blue Planet in Green Shackles þar sem fjallað er um hliðstæð mál.

Það er vel þess virði að kynnast sjónarmiði Vaclav Klaus. Það er rétt að ítreka að hann fjallar um loftslagsmálin frá sjónarhóli hagfræðinnar og reynslu sinnar sem stjórnmálamanns, en ekki loftslagsvísindanna.  Fyrirlesturinn sjálfur er um hálftíma langur, en síðan svarar hann fyrirspurnum.

 


 

Athugsemdakerfið verður óvirkt í þetta sinn.

 

Njótið vel helgarinnar og frídags verzlunarmanna.... GetLost

 

 

 

 

What is at stake is not environment. It is our freedom.

                                                                                                                              Václav Klaus


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband