"Sáning birkifræs - Endurheimt landgæða" - Myndband...

 

 

 

Nú er einmitt rétti tíminn til að safna birkifræi. Síðan má sá því í haust og upp vex fallegur skógur!

 

 

 

 


Bloggarinn rakst á þetta fróðlega myndband á netinu.  Sjá hér.

 

Eftirfarandi texti fylgir myndbandinu:

 

Fræðslu- og kennslumyndband: Söfnun, verkun og sáning birkifræs.

Birki hefur vaxið á Íslandi frá örófi alda og það vex um allt land milli fjalls og fjöru. Birki er eina innlenda trjátegundin sem myndar samfellda skóga. Frá landnámi hefur birki verið nytjað, skógarnir beittir og viðurinn nýttur. Stærstu og fallegustu tréin hafa verið felld og lakari tré staðið eftir og æxlast saman. Líklegt er því að birkið hafi eitthvað úrkynjast.

En hvernig getum við skilað Náttúrunni því sem frá henni var tekið?

Við getum safnað og sáð birkifræi út í náttúruna. Ekki ætti að flytja fræ á milli landshluta vegna þess að birkið hefur lagað sig að staðbundnum vaxtaraðstæðum í aldanna rás.

Velja skal heilbrigð falleg birkitré til frætöku, hávaxin, beinstofna og ljós á börk. Ákjósanlegur tími til fræsöfnunar er í þurru veðri frá miðjum ágúst fram að lauffalli á haustin, eða svo lengi sem frækönglarnir tolla saman. Stórir og vel þroskaðir frækönglar eru bestir. Þeir mega vera grænir að utan en fræið á milli fræhlífanna inni í könglinum verður að vera svolítið brúnt á lit. Gott era ð farið sé að losna um fræið í könglinum.

Könglarnir þorna við stofuhita á einni viku. Þegar hægt er að mylja könglana milli fingranna er tímabært að sá. Stundum er hægt að sá fræinu í sömu ferð og því er safnað. Þurfi að geyma fræið, verður að þurrka það vel og geyma í bréfpoka í kæliskáp. Vel þurrkað birkifræ getur geymst í kæli í nokkur ár.

Best er að sá fræinu á hálfgróið land sem verður að vera friðað fyrir beit. Gott er að ífa upp jarðveginn með garðhrífu eða róta jarðveginum til með fætinum áður en sáð er.

Birkifræ er örsmá vængjuð hneta sem ekki má hylja með jarðvegi, heldur er nóg að stíga það niður með fæti til þess að fræið nái jarðvegsbindingu. Þetta er grundvallar atriði. Sumstaðar gefst vel að sá í litla bletti með nokkurra metra bili. Á gróðurvana landi, á melum og í moldarflögum er frostlyfting og næringarlítill jarðvegur. Við slíkar aðstæður ætti bera á svolítið af grasfræi og áburði með birkifræinu.

Þegar birkið vex upp í fyllingu tímans sér náttúran sjálf um að græða upp landið.

Umsjón, handrit og tónlist: Steinn Kárason
http://steinn.is/

Kvikmyndataka og klipping: Steingrímur Erlendsson


Myndband þetta var framleitt af AXA ehf
http://axa.is

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband