Sjávarborð hefur farið lækkandi undanfarið ár...

 

 

 

Sjávarborð

 

 

Það kemur auðvitað nokkuð á óvart að sjávarborð skuli hafa lækkað undanfarið, í stað þess að hækka. Sjálfsagt er ekkert óeðlilegt við það og eru þetta bara duttlungar náttúrunnar.

Bloggarinn hefur áður fjallað um þessi mál hér og hér fyrir tveim árum og kominn tími til að birta nýjustu mæliniðurstöður. Ekki skulu dregnar neinar ályktanir, en tölurnar tala sínu máli.

Myndin hér fyrir ofan er unnin eftir gögnum frá University of Colorado, og fengin að láni frá vefsíðu þeirra. Um er að ræða síðustu gervihnatta-mæligögn sem birt hafa verið opinberlega.

 

Myndin hér fyrir neðan er unnin úr sömu mæligögnum, en hún sýnir breytinguna frá ári til árs.

Við getum látið tölvuna bera saman mælingar milli ára. Fundið mismuninn á sjávarstöðu t.d. fyrir júní í ár og júní í fyrra, maí í ár og maí í fyrra. Koll af kolli, ár fyrir ár.  Þannig getum við á einfaldan hátt látið t.d. Excel sýna árlega hækkun (eða lækkun) sjávarborðs í tæpa tvo áratugi.

Meðal breytingin (hækkun) yfir allt tímabilið er um 3 mm á ári.  Í augnablikinu er þó ferillinn kominn vel niður fyrir núllið, þ.e. töluverð lækkun síðasta árið, sem í augnablikinu nemur 4 mm árlegri lækkun.

Ef að líkum lætur, þá á ferillinn eftir að snúa við einhvern tíman. Tíminn einn mun leiða það í ljós.

 

dealevelchangeoct2011.gif

 

Takið eftir ferlinum lengst til hægri.
Hann er kominn vel niður fyrir núllið.

 

Myndin er fengin af síðunni www.climate4you.com, kaflanum Oceans. Pófessor Ole Humlum við Oslóarháskóla sér um síðuna. 
 
Útskýringarnar hér fyrir neðan fylgja myndinni.  Menn geta sjálfir sótt frumgögnin og endurtekið teiknun ferlanna með Excel ef þeir vantreysta þessum myndum.

Annual change of global sea level since late 1992 according to the Colorado Center for Astrodynamics Research at University of Colorado at Boulder. The data have been prepared by Dr. R. Steven Nerem (nerem@colorado.edu) and Dr. Eric W. Leuliette (leuliett@colorado.edu), and are described by Leuliette et al. (2004). The annual global sea level change is calculated as the difference between the average global sea level the last 12 months and the previous 12 months. The thick line represents the simple running 3 year average. The data shown above include the seasonal signal, and have been prepared using the inverted barometer technique (Inverted Barometer = -9.948 * (1013.3 - global average pressure). The inverted barometer does not have much apparent effect on the global mean sea level because the ocean as a whole is not compressible. Data from the TOPEX/Poseidon mission have been used before 2002, and data from the Jason-1 mission (satellite launched December 2001) after 2002. Time is shown along the x-axis as fractions of calendar years. Last diagram update: 9 October 2011.

The 12-month global sea level change display significant variations over an aproximate 4 year period. These variations are superimposed on a general falling trend. Overall, since initiation of these satellite measurements, the 12-month sea level rise has decreased from about 4 mm/yr to about 3 mm/yr.

 

Hér er svo mynd frá sömu vefsíðu sem er sambærileg myndinni sem er efst á síðunni:

 

 

usealeveloct2011.gif

 

Breyting á sjávarstöðu undanfarna tvo áratugi.
Ferillinn er farinn að sveigja niðurávið lengst til hægri.

 

Sjá Wikipedia: Current Sea level Rise.  Þar má sjá ferla sem ná yfir lengri tíma.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er alltaf gaman að fá svona fréttir. Þær fylla mann vissri Þórðargleði. Nú þarf bara að fá nokkra almennilega kalda vetur í „gömlum stíl“, þannig að hafísinn fari aftur á þann stað sem gróðurhúsamenn miða við, nefnilega frostaveturinn mikla 1979. Sá vetur, þegar hafís lagist að Íslandi, er hvarvetna hafður sem eins konar „eðlilegt ástand“ hjá þessu fólki.

Yfirborð sjávar er í rauninni geysiflókið mál . Þar, eins og víðast í náttúrunni koma við sögu fjölmargir þættir, sem virka hvor á annan á margvíslegan hátt. Fjöldamargt í náttúrunni jafnt í þessu efni sem mörgum öðrum, hefur alls ekki verið kortlagt eða skilið nægilega vel. Þetta geta „umhverfisverndarsinnar“ þó yfirleitt alls ekki skilið.

Vilhjálmur Eyþórsson, 9.10.2011 kl. 15:57

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Mér er í minni mjög kalt vor 1968. Þá í maí fór ég ásamt fleirum mikla svaðilför á 3 rútum frá Reykjavík austur í Hornafjörð. Frá Núpsstað og austur yfir sandana var allt óbrúað nema að komin var brú á Jökulsá á Breiðamerkursandi. Þá var hafís fyrir utan við Breiðamerkursand og jökulís inni á lóninu. Seinna um vorið 1968 kom ég til Siglufjarðar. Þá var hafís inni á firðinum og höfnin var full af hafís. Það þarf enginn að reyna að telja mér trú um að slíkir vetur og köld vor eigi ekki eftir að koma aftur.

Magnús Óskar Ingvarsson, 9.10.2011 kl. 21:48

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Kannski fær kenningin um "expanding Earth" byr undir báða vængi, enda finnst manni að það hafi verið óvenju mikið um stóra jarðskjálfta síðust 2 - 3 árin.... því varla hefur losnað um "tappann" og lækkað í sjónum við það...

 En án gamans þá á örugglega ýmislegt eftir að koma fram við frekari rannsóknir í tímans rás og sem betur fer hafa ekki allar gátur um hegðun jarðar eða andrúmsloftsins verið leystar og því nóg verkefni framundan fyrir áhugasama vísindamenn og vísindasamfélag.....

Ómar Bjarki Smárason, 9.10.2011 kl. 21:58

4 Smámynd: Loftslag.is

Ágúst: Það koma alltaf annað slagið upp tímabil þar sem náttúrulegar sveiflur sýna minnkandi hækkun sjávarstöðu - gott ef þú hefur ekki einmitt bloggað um þau tímabil líka

NASA hefur minnst á þetta á heimasíðu sinni, væntanlega ágætis heimild sjá hér, http://www.jpl.nasa.gov/news/news.cfm?release=2011-262

Þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

So what's up with the down seas, and what does it mean? Climate scientist Josh Willis of NASA's Jet Propulsion Laboratory, Pasadena, Calif., says you can blame it on the cycle of El Niño and La Niña in the Pacific.


Willis said that while 2010 began with a sizable El Niño, by year's end, it was replaced by one of the strongest La Niñas in recent memory. This sudden shift in the Pacific changed rainfall patterns all across the globe, bringing massive floods to places like Australia and the Amazon basin, and drought to the southern United States.


En eins og áður segir, þá er svo sem ekkert nýtt í þessu, það hafa komið svona tímabil áður, sem þú hefur m.a. bloggað um Ágúst.

Mbk.
Ritstjórn Loftslag.is
Sveinn Atli og Höskuldur Búi

Loftslag.is, 9.10.2011 kl. 22:34

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna ágætu ritstjórar með meiru. Það er mikill heiður að fá svona virta menn í heimsókn.

Í upphafi pistilsins hér fyrir ofan stendur reyndar:  "Sjálfsagt er ekkert óeðlilegt við það og eru þetta bara duttlungar náttúrunnar".

Auðvitað skulum við ekkert vera að hafa áhyggjur af svona náttúrulegum sveiflum, en það er þó sjálfsagt, og ekki bannað, að veita þeim athygli. Það er svo margt í náttúrunni sem gaman er að fylgjast með.

Reyndar er hvergi minnst á loftslagsmál í pistlinum, eingöngu verið að fjalla um hafið.  Um hafið og ekkert annað snýst pistillinn.

Með góðri kveðju,



Ágúst H Bjarnason, 9.10.2011 kl. 22:50

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er mynd þar sem einnig má sjá nýjan feril frá Envisat, (guli ferillinn) en á myndinni sem er efst eru aðeins mæligögn (punktar) frá gervihnöttunum Topex, Jason-1 og Jason-2. Auk þess má sjá á þessari mynd eldri ferla frá ERS2 og GFO. Envisat ferillinn sýnir mesta breytingu.

http://www.aviso.oceanobs.com/fileadmin/images/news/indic/msl/MSL_Serie_ALL_Global_IB_RWT_NoGIA_Adjust.gif

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/envisatsealevel.jpg

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2011 kl. 07:25

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Að segja að þessi pistill sé ekki um loftslagsmál heldur eingöngu um hafið, er líkt og að segja að umfjöllun um Landeyjahöfn sé ekki umfjöllun um samgöngumál Vestmannaeyinga. 

Eins og svo oft áður, þá er umfjöllunarefnið hér hjá Ágústi náttúruleg sveifla í kerfi þar sem undirliggjandi er leitni sem er nátengd hinni hnattrænu hlýnun af mannavöldum. Í þessu dæmi er Ágúst að fjalla um sjávarstöðubreytingar sem sýna tímabundna náttúrulega niðursveiflu í annars stöðugri hækkun sjávarstöðu. Ekki reikna með að hér verði fjallað um uppsveiflu þegar (eða ef) hún verður næst.

Höskuldur Búi Jónsson, 10.10.2011 kl. 12:31

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Í pistlinum stendur eftirfarandi:

 "Það kemur auðvitað nokkuð á óvart að sjávarborð skuli hafa lækkað undanfarið, í stað þess að hækka. Sjálfsagt er ekkert óeðlilegt við það og eru þetta bara duttlungar náttúrunnar.
...
Ef að líkum lætur, þá á ferillinn eftir að snúa við einhvern tíman. Tíminn einn mun leiða það í ljós".

Mér dettur ekki hug að þessi forvitnilega dýfa sem pistillinn fjallar um sé af mannavöldum. Ég tek það beinlínis fram að um sé að ræða náttúrulega niðursveiflu sem muni líklega snúa til baka.

Pistillinn fjallar að mínu mati um fyrirbæri í hafinu, smávægilega dýfu, fyrirbæri sem er alls óskylt meintri hlýnun af mannavöldum.

Vonum  bara að hlýnun undanfarna áratugi gangi ekki til baka. Þá verð ég ánægður.

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2011 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband