Hvers vegna hefur hnatthlýnunin staðið í stað það sem af er þessari öld...?

 

 

montserrat-ahb.jpg

 

Vísindamenn spyrja: 

"Hvernig i ósköpunum stendur á því, að þrátt fyrir síaukna losun manna á koltvísýringi, þá hefur hlýnun jarðar nánast staðið í stað á þessari öld ???"

 

Þetta er spurning sem brennur á vörum margra vísindamanna.  Paul Voosen, sem margir þekkja af góðu, en hann hefur skrifað fjölda góðra greina, m.a. í Scientific American, skrifaði nýlega skemmtilega og fróðlega grein sem hann nefnir  Provoked scientists try to explain lag in global warming. Greinina má lesa í heild sinni hér. Greinin er nokkuð löng og hefur Dr. Roger Pielke Sr. prófessor tekið saman úrdrátt þar sem aðalatriði greinarinnar eru feitletruð. Það auðveldar lesturinn. Sjá Candid Comments From Climate Scientists á vefsíðu Pielke. Dr. Judith Curry pófessor í loftslagsfræðum fjallar um greinina hér á bloggi sínu og er með ýmsar góðar athugasemdir, ábendingar og spurningar til nokkurra þessara visindamanna. Hún veitir forstöðu School of Earth and Atmospheric Sciences við Georgia Institute of Technology.

Í þessari löngu grein Paul Voosen fjallar hann um hvernig fjölmargir þekktir vísindamenn hafa reynt að útskýra þetta hik, en ljóst er að allir eru þeir meira og minna ósammála og engin einhlít skýring á þessu hefur fengist. Það er greinilegt að um þetta fyrirbæri er ekki neitt samdóma álit vísindamanna eða "scientific concensus" eins og það heitir á fínni útlensku.

Það er óþarfi að endursegja það sem stendur í umræddri grein, en vísindamennirnir sem koma við sögu eru þessir (mynd af nokkrum þeirra er neðst á síðunni):


John Barnes
Jean-Paul  Vernier
Kevin Trenberth
Susan Solomon
Jim Hansen
John Daniel
Ben Santer
Judith Lean
Graeme Stephens
Robert Kaufmann
Martin Wild
Daniel Jacobs

Þeir hafa  reynt, hver á sinn hátt, að kenna ýmsu um þessa stöðnun sem varð strax í byrjun aldarinnar. Meðal annars hafa þeir nefnt til sögu möguleikann á loftbornum ögnum frá nokkrum meðal öflugum eldgosum, þar á meðal frá eldfjallinu MontSerrat sem prýðir pistilinn, en þessa mynd tók ég í desember síðastliðnum þegar ég var við störf á eyju þar skammt frá í Vestur-Indíum eða Karabíska hafinu, þ.e. Guadeloupe.  Síðar beindu menn sjónum að kolaorkuverum í Kína, fyrribærum í hafinu, sérstaklega Kyrrahafi, og jafnvel sólinni sem er jú uppspretta hitans. Menn hafa lagt höfuðið í bleyti og hugsað stíft, en allt kemur fyrir ekki eins og lesa má um í greininni Candid Comments From Climate Scientists.

Kannski er þetta bara hik og kannski mun hitastig lofthjúpsins taka að hækka á nýjan leik innan skamms, en getur verið að hámarkinu sé náð og hitinn taki að lækka aftur? Auðvitað má ekki hugsa svona, því það er víst samdóma álit vísindamanna að lofthjúpurinn muni halda áfram að hitna um ókomin ár...      


Á myndinni hér fyrir neðan, sem fengin er að láni hér hjá Ole Humlum prófessor við Oslóarháskóla, má greinilega sjá þetta hik sem varð eftir hraða hækkun hitastigs á tveim áratugum fyrir aldamótin.

 

 

hadcrut3_globalmonthlytempsince1958_andco2.gif

Rauði ferillinn er aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu. Blái ferillinn sýnir breytingar í lofthita frá því er mælingar á koltvísýringi hófust á Mauna Loa fjalli á Havaí eyjum árið 1958. Gráa strikaða línan afmarkar þrjú tímabil þar sem hitinn fer aðeins lækkandi, síðan hækkandi og að lokum sést hikið frá síðustu aldamótum (eða 2002) sem kemur mönnum í opna skjöldu.

 

 "Indeed, many of the scientists sorting out the warming hiatus disagree with one another -- in a chummy, scholarly way. Judith Lean, the solar scientist, finds Kaufmann's work unpersuasive and unnecessarily critical of China. Kaufmann finds Solomon's stratosphere studies lacking in evidence. Hansen and Trenberth can't agree on a budget" stendur neðarlega í grein Paul Voosen.

 

 

                                         Þá vitum vér það... eða öllu heldur, vitum ekki.  
                             Skiljum hvorki upp né niður, enda varla von þegar þessir
                                           hámenntuðu vísindamenn standa á gati
.
                                                                     Errm

 

 

 


 aerosols_650cream_1118279.jpg

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ætli þetta gangi ekki þannig fyrir sig að fyrir tvö skref áfram er tekið eitt afturábak.

En ef við horfum á línuritið og handveljum þá má jafnvel í Positive tímabilinu finna sambærileg tímabil þar sem ekkert hlýnar, eins og t.d. 1980-1990.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.10.2011 kl. 10:16

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þú segir nokkuð, ætli jörðin sjái ekki sjálf að mestu um sínar breytingar.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.10.2011 kl. 12:40

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Emil: Það verður fróðlegt að fylgjast með þróuninni á næstu árum. Svona sveiflur virðast ganga í rykkjum sem gæti bent til þess að ástæðurnar séu fleiri en ein.   Ég þori ekki að spá neinu um framhaldið, enda veit ég miklu minna um þessi mál en vísindamennirnir sem eru að reyna að ráða í gátuna.

Ásdís: Hver veit.   Við getum lítið gert annað en fylgst með...

Ágúst H Bjarnason, 29.10.2011 kl. 13:08

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er eitt, sem mér finnst sárlega vanta í alla þessa umræðu um losun. Af hverju talar enginn um upptöku koldíoxíðs, sem er gífurleg og hefur staðið allt frá því fyrstu bakteríurnar og síðan jurtirnar urðu til fyrir ekki milljónum, heldur milljörðum ára. Upphaflega var koldíoxíð andrúmsloftsins a.m.k. 20-30% en ekkert súrefni. Koldíoxíðið var hins vegar þegar á dögum risaeðlanna orðið svipað og nú, langt innan við eitt prósent vegna upptöku jurtalífsins. Úrgangsefni frá jurtunum, óbundið súrefni, var þá þegar orðið um 20%. Þessi gífurlega upptaka gleymist alltaf. Þegar hlýnar eykst að sjálfsögðu upptaka og úbreiðsla jurtanna á landi í höfum og vötnum. Ekki má gleyma hafinu. Þörungarnir þar éta kannski helming eða meira af koldíoxíðinu. Þetta er nefnilega hringrás, ekki bara einhver „losun“. Margar bakteríur éta koldíoxíð auk jurtanna. Sveppagróður og sumar aðrar bakteríur gleypa hins vegar súrefni og gefa frá sér koldíoxíð eins og dýr og menn.

Þetta atriði er eitt af mörgum, sem gróðurhúsamenn virðast alls ekki geta skilið, heldur tala þeir í síbylju um „losun“, en ná því ekki að hér er um að ræða geysflókna hringrás í náttúrunni og lífríkinu.

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.10.2011 kl. 14:27

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mig rennur í grun að Höski og Svatli séu með þetta á hreinu

Mín skýring er sú að þetta sé allt tómur misskilningur, byggður á því að þeir sem mæla hitann hafi ruglað sama Farenheit og Celsius

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2011 kl. 17:25

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ef forsendurnar eru rangar - þá er ekki óeðlilegt að menn komist að rangri niðurstöðu. Spurningin í fyrirsögninni er nefnilega röng - hnatthlýnunin hefur ekki staðið í stað þessa öld - þótt "efasemdamenn" hamri á því.

Ég get ekki skilið afhverju "efasemdamenn" þráast við að nota HadCRU gögnin til að sýna hnattrænan hita - sérstaklega í ljósi þess hversu mikið menn hafa gagnrýnt þau gögn í gegnum tíðina - og komið hefur í ljós nýlega með nýrri rannsókn að þau gögn eru síðri en önnur (meðal annars vegna þess að þau taka ekki á þeirri hlýnun sem er t.d. á Norðurskautinu).

Maður skilur reyndar vel ásetninginn með því, þ.e. þegar maður skoðar muninn á helstu hitaröðunum - en HadCRU sýnir einmitt minnstu hlýnun síðasta áratuginn og ýkir best þá hlýnun sem varð vegna El Nino 1998. 

BEST

 

Höskuldur Búi Jónsson, 29.10.2011 kl. 17:46

7 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

P.S. til Gunnars:

 Fyrir nokkrum dögum þá sagðirðu þetta (feitletrun mín):

Já tilheyri svonefndum "efasemdarmönnum", en þær efsemdir hafa aldrei snúist um það hvort eitthvað hafi hlýnað á undanförnum árum. Ég hef hins vegar efasemdir um að hysteríukennd umræða um þátt mannsins og viðbrögð við því í formi skattahækkana, muni leiða eitthvað gott af sér. Reyndar þvert á móti, það mun skaða mannkynið með skelfilegum afleiðingum.

Þeir sem efast um það það hafi hlýnað, finn ég hvergi.

Nú virðistu síðan taka undir að það hafi ekki hlýnað - eða hvað?

Höskuldur Búi Jónsson, 29.10.2011 kl. 17:56

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir athugasemdina Höskuldur.

Greinin sem pistillinn fjallar um heitir Provoked scientists try to explain lag in global warming.

Ein másgreinin í henni er svona: The question itself, while simple sounding, is loaded. By any measure, the decade from 2000 to 2010 was the warmest in modern history. However, 1998 remains the single warmest year on record, though by some accounts last year tied its heat. Temperatures following 1998 stayed relatively flat for 10 years, with the heat in 2008 about equaling temperatures at the decade's start. The warming, as scientists say, went on "hiatus."

Það er einmitt þetta sem greinin fjallar um og tilraunir vísindamanna til að skýra þetta hik, eða "hiatus". Svo má velta fyrir sér hvernig best sé að þýða orðið "hiatus".  Það þýðir eiginlega hlé í mínum huga, t.d. þegar sýning kvikmyndar er stöðvuð vegna auglýsinga.  Það skiptir þó ekki máli. Vísindamennirnir sem koma við sögu virðast þó vera sammála um að um sé að ræða fyrirbæri sem vert sé að skoða nánar og reyna finna skýringu á.

Ég valdi myndina sem er í pistlinum þar sem hún nær yfir allt tímabilið sem nákvæmar reglubundnar mælingar á CO2 hafa verið framkvæmdar, þ.e. frá árinu 1958.  Auk þess kemur þar einnig fram annað hik sem endar um 1975.

Á vefsíðunni  http://www.climate4you.com/GlobalTemperatures.htm má sjá alla helstu hitaferlana sem eru reglulega uppfærðir. Þar er auðvelt að bera þá saman.  Meðal annars er mynd sem hér er birt í aðeins smækkaðri útgáfu, en þar má sjá 5 hitaferla, meðal annars tvo samkæmt gervihnattamælingum: UAH MSU og RSS MSU.  Gervihnattamælingar hófust ekki fyrr en árið 1979 og því nær þetta ferlaknippi ekki aftar í tíma.

HadCRUT3 ferillinn sem er í pistlinum er þarna á meðal og er hann grænn, en nær aðeins aftur til 1979 hér.

Það er svo auðvitað matsatriði hvaða ferill er réttastur, en þeir virðast vera nokkuð samhljóða.

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/allcompared_globalmonthlytempsince1979-600w.jpg

 Stærri útgáfa af þessari mynd,  sem síðast var uppfærð í gær, er á þessari síðu: http://www.climate4you.com/GlobalTemperatures.htm       Þar eru einnig skýringar. Þar á meðal eru þessar hugleiðingar: "All five global temperature estimates presently show stagnation, at least since 2002. There has been no increase in global air temperature since 1998, which was affected by the oceanographic El Niño event. This does not exclude the possibility that global temperatures will begin to increase again later. On the other hand, it also remain a possibility that Earth just now is passing a temperature peak, and that global temperatures will begin to decrease within the coming 5-10 years. Only time will show which of these possibilities is the correct".

Hér er aðalsíðan sem Ole Humlum prófessor hjá Oslóaarháskóla sér um: http://www.climate4you.com

Ágúst H Bjarnason, 29.10.2011 kl. 19:44

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Gunnar minn sæll! Mig rennir hins vegar í grun að þeir Svatli og Höski Búi viti þetta alls ekki. Þeir, eins og aðrir gróðurhúsamenn virðast telja að það sé einungis vatnið í höfunum sem gleypi koldíoxíð. Til dæmis sá ég á Loftslag.is langa „vísindalega“ úttekt eftir einhverja stúlku á svokallaðri „súrnun sjávar“, þar sem alls ekkert var sagt um upptöku þörungagróðursins á koldíoxíði. Hann er þó gífurlegur og  í rauni ein undirstaða alls lífs í höfunum og á jörðinni yfirleitt. Það er vissulega alveg rétt að vatn tekur til sín koldíoxíð að vissu marki, í hlutfalli við loftþrýsting, en það mettast fyrr eða síðar. Þörungarnir eru hins vegar, sem fyrr sagði hluti af koldíoxíðhringrás gufuhvolfsins.

En fáfræði gróðuhúsaliðsins um undirstöðuatriði í almennri náttúrufræði kemur ekki á óvart. Það er nefnilega alveg ljóst að fjölmargir, jafnvel flestir þeir „vísindamenn“ sem hæst hafa um „hlýnunina“ voðalegu vita alls ekki að hér er einungis um að ræða smávægilegt afturhvarf til loftslags fyrri alda og árþúsunda. Þessir menn skreyta nöfn sín með akademískum bókstöfum og titlum, en hafa augljóslega aldrei haft spurnir af t.d. rannsókun Blytt og Sernander fyrir meira en hundrað árum sem síðan hafa margsinnis verið staðfestar. Hér er aðeins um að ræða smávægilega „endurhlýnun“, ekki eitthvað nýtt og voðalegt. Viðurkenni þeir yfirleitt að einhvern tíma hafi verið hlýrra fara þeir aldrei lengra aftur en til miðalda, þótt það sé alveg óumdeilt, að loftslag hefur verið að kólna, jöklar að vaxa og eyðimerkur að skrælna í ca. sjö þúsund ár.

Dálítil endurhlýnun væri einungis jákvæð. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.10.2011 kl. 19:57

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst:

Hlýnun jarðar hefur ekki staðið í stað á þessari öld (hvað þá kólnað eins og ýjað er að í línuritinu í pistlinum) - sjá t.d. línuritið hjá Höskuldi og einnig línuritið í athugasemd Ágústar (númer 8). Klárlega leitni upp á við, þó svo að einhver hafi tekið sig til og skellt einhverri reglustiku á línuritið sem þú (Ágúst) sérvelur í sjálfan pistilinn - Smá spurning, veist þú (Ágúst) hvaða aðferðafræði liggur á bak við línurnar sem eiga að sýna kólnun á síðustu árum í línuritinu í pistlinum? Ég kannast ekki við að hafa séð svona vinnubrögð í alvöru rannsóknum...enda tel ég ekki að hægt sé að staðhæfa um kólnun eins og gert er þar... Hitt er svo annað mál að það er engin (nema kannski "efasemdamenn" að snúa hlutunum á hvolf) sem hefur haldið því fram að það sé línulegt samhengi á milli hlýnunar og losunar CO2...

Smá vangaveltur í lokin; finnst þér passandi, Ágúst, að bæta inn teikningu þar sem er gert grín að og gert lítið úr ákveðnum persónum í pistil þinn? Ég er forvitin um hvort svona rúmast það innan ritstjórnarstefnu þinnar? Mér þykir það jaðra við skæting (ad hominem) á viðkomandi einstaklinga...svona svipað og að hleypa í gegn athugasemdum sem koma efninu ekkert við sem virðast fjalla um t.d. okkur Höska og einhverjar fabúleringar um hvað við "höldum" eða um "fáfræði gróðurhúsaliðsins"...en svona léttar uppnefningar eru kannski látnar óátaldar ef þær koma úr "réttu" áttinni að þínu mati Ágúst? Ég er viss um að þú hefðir gert athugasemd ef við Höski hefðum kallað ykkur "efasemdamennina" afneitunarliðið eða eitthvað álíka "gáfulegt"...sem við gerum að sjálfsögðu ekki ;)

Mbk.

Sveinn Atli Gunnarsson

Ritstjóri á loftslag.is

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.10.2011 kl. 23:41

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli:

1) Í byrjun pistilsins stendur greinilega:
Vísindamenn spyrja:
"Hvernig i ósköpunum stendur á því, að þrátt fyrir síaukna losun manna á koltvísýringi, þá hefur hlýnun jarðar nánast staðið í stað á þessari öld ???" 
Taktu eftir orðinu sem ég hef litað með grænu. Hvað merkir það?

2) Í athugasemd númer 8 standa ummæli frá Prófessor Ole Humlum:  "All five global temperature estimates presently show stagnation, at least since 2002. There has been no increase in global air temperature since 1998, which was affected by the oceanographic El Niño event. This does not exclude the possibility that global temperatures will begin to increase again later. On the other hand, it also remain a possibility that Earth just now is passing a temperature peak, and that global temperatures will begin to decrease within the coming 5-10 years. Only time will show which of these possibilities is the correct". Hvað þýðir þetta? Hvað þýðir orðið stagnation? Etv. stöðnun?

3) Það þarf ekki að nota reglustiku til að draga svona línu. Við getum sjálf látið tölvuna gera það:

 

 Þessi mynd er teiknuð með gagnagrunni sem er á vefnum WoodForTrees.org.  Það geta allir sem ekki sjá skóginn fyrir trjánum látið tölvu teikna ferla úr hinum ýmsu gögnum sem eru "oinline".  (Myndin hér að ofan er beintengd frá WoodForTrees síðunni, en ég vona að hún birtist samt).

http://www.woodfortrees.org/plot/hadcrut3vgl/from:2001/plot/hadcrut3vgl/from:2001/trend

Við sjáum alveg það sama á þessari mynd sem er frá vefsíðunni  http://climate4you.com/
Rauða leitnilínan  hallar líka niðurávið.

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/hadcrut3_10yeartrendanalysis-600w.jpg

Nú og svo er hér ferill sem sýnir samspil CO2 og HadCRUT3 frá 1958 til 2011.  Við sjáum hér breytinguna sem verður síðustu 10 árin:

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/hadcrut3_globalmonthlytempsince1958_versusco2-600w.jpg

 Ástæðan fyrir að ég valdi HadCRUT3 kemur fram í athugasemd minni #8:

 "Ég valdi myndina sem er í pistlinum þar sem hún nær yfir allt tímabilið sem nákvæmar reglubundnar mælingar á CO2 hafa verið framkvæmdar, þ.e. frá árinu 1958".

 XXXX

4) Myndina af vísindamönnunum fékk ég að láni hjá Dr. Judit Curry prófessor. Hún veitir forstöðu School of Earth and Atmospheric Sciences við Georgia Institute of Technology.

Mér þykir myndin af vísindamönnunum vera þeim síður en svo til minnkunar. Það ættir þú að skilja vel ef þú hefur raunverulega lesið greinina sem pistillinn fjallar um: Provoked scientists try to explain lag in global warming 

Þar kemur fram að fjölmargir vísindamenn hafa gert sér grein fyrir þessari stöðnun sem átt hefur sér stað undanfarin ár og eru að leita skýringa. Þetta vefst þó enn fyrir þeim, enda málið vafalítið margslungið. Mér finnst það þó mjög virðingavert að þeir skuli ekki vera í afneitun eins og sumir ónefndir virðast vera. Sem betur fer eru þetta klárir menn og konur sem þarna er verið að fjalla um, fólk sem hugsar og leitar skýringa. Myndin af vísindamönnunum sem er neðst í pistlinum sýnir einmitt fimm karlmenn og eina konu sem koma við sögu, í þungum þönkum. Finnst þér Svatli virkilega eitthvað lítilækkandi að sjá fólk hugsa?  Munum að loftslagsvísindin eru ekki trúarbrögð. Sem betur fer hefur þetta hik (eða hvað við viljum kalla það) verið það greinilegt að vísindamenn eru farnir að leita skýringa. Það hefur orðið til þess að menn eru hættir að einblína á CO2. Vonandi leiðir það til einhvers.

Svatli minn kæri. Hve oft hefur þú skrifað neikvætt um fólk í athugasemdum á minni síðu og ég hleypt því í gegn? Finnst þér ummæli Vilhjálms verri en það?

  ---

Takk fyrir athugasemdirnar. Þær hafa gefið mér kærkomið tækifæri til að skýra málið.

 

 

 

Ágúst H Bjarnason, 30.10.2011 kl. 08:38

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég ætla að leyfa mér að bæta við einni mynd, þó svo að ýmsum kunni að finnast að verið sé að bera í bakkafullan lækinn.

Myndin sýnir nefnilega orkuinnihald sjávar mælt í einingunni GJ/m2  (Giga Joule á fermetra), þ.e. orkuinnihaldið (heat content) í eins fermetra vökvasúlu sem nær frá  yfirborði sjávar niður í 700 metra dýpi.

Granna línan er mánaða-gildi, en þykka línan er 3ja ára meðaltal.

Takið eftir að eftir árið 2003 verður greinileg breyting. Ferillinn byrjar að fletjast út. Hann hættir nánast að breytast.

Eiginlega segir okkur þessi ferill miklu meira en ferlarnir sem sýna breytingu í lofthita. Sjórinn er miklu meiri varmageymir en andrúmsloftið og hitaflökt villir okkur því síður sýn.


 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/nodc_globaloceanicheatcontent0-700msince1979_with37monthrunningaverage-600w.jpg

Myndin er fengin hér.

Undir myndinni er þessi texti:

Global monthly heat content anomaly (GJ/m2) in the uppermost 700 m of the oceans since January 1979. The thin line indicate monthly values, and the thick line represents the simple running 37 month (c. 3 year) average. The starting month (January 1979) is chosen to enable easy comparison with global air temperature estimates within the satellite period. Data source: National Oceanographic Data Center (NODC). Last month shown: June 2011. Last diagram update 18 September 2011.

  • Click here to download the entire series of monthly oceanic heat content anomalies since January 1955 (select heat content 1955-now).

  • Click here to read about data smoothing.

Ágúst H Bjarnason, 30.10.2011 kl. 09:27

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, með því að draga línurnar eins og gert er í línuritinu í pistlinum, þá er verið að sérvelja gögn sem passa við þann málatilbúnað sem er í gangi í hvert og eitt sinn... Það hefur greinilega hlýnað það sem af er öldinni, t.d. eru árin 2005 og 2010 þau heitustu síðan mælingar hófust - samkvæmt gagnaröð NASA-GISS og NOAA (ef ég man rétt).

Í öðru lagi þá er nafn pistilsins þannig að hægt er að misskilja það sem svo að hnatthlýnun hafi staðið í stað - hvað sem líður einhverjum litlum lýsingarorðum í textanum...og það fer ekki á milli mála að "efasemdamenn" sem lesa texta þinn eru ekki í vafa um meinta stöðnun (kólnun samkvæmt línuritinu í pistlinum)...

Ég gerði athugasemd við athugasemdir Vilhjálms og Gunnars þar sem þú virðist að eigin mati hafa keyra eftir ritstjórnarstefnu sem ekki líður það að t.d. sé persónulegar árásir á nafngreinda menn eða uppnefningar, en hleypir því þó í gegn þegar Gunnar Th. og Vilhjálmur eiga í hlut (fyrir utan svo kjánalegu teikninguna efst þar sem gert er kjánalegt grín að nafngreindum vísindamönnum) - það er ekki mín stefna - heldur þín... Það væri fróðlegt að sjá hvað þú ert að vísa til varðandi sjálfan mig - ég get ekki séð að það sé sannleikanum samkvæmt að ég hafi oft talað neikvætt um fólk, en ég hef þó marg oft bent á umræðu hina svokölluðu "efasemdamanna" á beinskeittan hátt og hvernig hún á það til að vera byggð á sérvöldum gögnum og á stundum beinum rangfærslum...

Mbk.
Sveinn Atli Gunnarsson
Ritstjóri á loftslag.is

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 11:18

14 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Einhverntíma sagði ég einhversstaðar í athugasemd sem ég finn ekki núna, að næstu ár eða jafnvel áratugir gætu orðið erfið fyrir þá sem boða hlýnun jarðar. Þá var ég með það í huga að framundan sé tímabil sem einkennist af lítilli hnattrænni hlýnun sem margir munu auðvitað (mis)túlka þannig að allt tal um hnattræna hlýnun af mannavöldum væri allsherjar misskilningur.

Ég fer ekki mikið út í það hér, en gjarnan er ég þó með hugann við úthöfin. Meðaldýpt þeirra er um 4,3 km, en ekki 700 metrar sem er sú dýpt sem línuritið í athugasemd 12 hér að ofan nær til. Einkenni hinnar köldu La Nina er að þá sogast upp kaldur sjór neðan úr undirdjúpum í meira mæli en venjulega við Kyrrahafið og kælir. La Nina hefur haft yfirhöndina á þessari öld miðað við El Ninjo sem afturámóti var meira áberandi síðustu áratugi fyrir aldamót.

Hiti djúpsjávar er ekki nema 3° sama hvar er á hnettinum þannig að miklu hlýtur að skipta hversu greiða leið hann á að yfirborði, sérstaklega við miðbaug.

Þetta er allavega mín sýn á málið - eða a.m.k. hluti hennar.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.10.2011 kl. 11:27

15 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já, það þarf að sérvelja gögn til að komast að þeirri niðurstöðu að það sé einhver stöðnun í hlýnuninni. Á ensku heitir það Cherry Picking og er mikið notað af þeim sem vilja koma á framfæri einhverri skoðun - þ.e. skoðun sem stenst ekki ef gögn eru skoðuð í heild. 

Höskuldur Búi Jónsson, 30.10.2011 kl. 17:31

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 30.10.2011 kl. 18:53

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Höskuldur, gastu fundið þetta út úr minni stuttu athugasemd hér? Ert þú líka gjörsneiddur kímnigáfu eins og Svatli?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 20:40

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Meira ad hominem hleypt í gegn Ágúst? - sjá athugasemd Gunnars...virðist vera að félagar þínir úr "efasemdakórnum" fái að sleppa í gegn með margt, þrátt fyrir ritstjórnarstefnu þína, Ágúst H Bjarnason, sem hljómar svo:

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt [stafsetningarvillan er þín Ágúst] við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar.

En eins og ég sagði fyrr, það virðist sleppa margt í gegn ef að það er úr "réttri" átt að þínu mati ;)

En hey, þú getur alla vega gert flautandi "broskarl" - það reddar ábyggilega öllu...

Mbk.

Sveinn Atli Gunnarsson

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 22:36

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli:

Er þetta athugasemd Gunnars sem þú gerir athugasemd við og kallar ad hominem?

#17: "Höskuldur, gastu fundið þetta út úr minni stuttu athugasemd hér? Ert þú líka gjörsneiddur kímnigáfu eins og Svatli?"

Eða er það kannski athugasemdin í #5: "Mig rennur í grun að Höski og Svatli séu með þetta á hreinu" ?

Ágúst H Bjarnason, 30.10.2011 kl. 22:46

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vilja þeir nú líka ráða hverju ritstjórinn hleypir inn á síðuna sína  

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 22:46

21 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ætli það sé ekki hálf kjánalegt að tala um kímnigáfu annarra, nema hún skipti máli vegna innihalds pistilsins - í fyrri athugsemdinni(nr. 5) er verið að fabúlera um hvað við Höski "höldum" - eitthvað sem engu máli skiptir Ágúst...svona svipað og sú númer 20, sem virðist vera álíka "gáfuleg"... En ekki að mér sé ekki sama - vildi bara benda þér á að þetta virðist vera á svig við þínar eigin reglur - svona svipað og að Vilhjálmur getur kallað þá sem eru honum ósammála "gróðurhúsaliðið". En þetta er að sjálfsögðu þín síða, þú ræður hvaða ómálefnalegu athugsemdum þú hleypir í gegn. Ég vildi bara vera vinsamlegur og benda þér á misræmið í þessu hjá þér - þú ræður hvernig þú notar það Ágúst - ekki truflar það mig, þó ég vilji þó vinsamlega benda þér á það ;)

Hitt er svo annað mál að það er engin fótur fyrir í því að hnatthlýnunin hafi staðið stað - eða þá efni sérvalins grafs sem gert er til að sýna fram á kólnun sem ekki er til staðar...

Mbk.

Sveinn Atli Gunnarsson

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband