Einn höfunda BEST skýrsunnar í loftslagsmálum ásakar aðalhöfundinn um að villa um fyrir fólki...

 

 

 

 400px-curry_2006_200dpi.jpgrichard_muller.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ja hérna hér... Sá fáheyrði atburður hefur gerst að einn höfunda svokallaðrar BEST greinar sem kennd er við Berkley háskóla hefur ásakað aðalhöfundinn um að hafa vísvitandi beitt blekkingum þegar skýrslan var kynnt. (BEST = Berkley Earth Surface Temperature).

Um þessa greinar hefur verið fjallað  hér á bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar og hér á bloggsíðu Loftslag.is.  Sjálfur fjallaði ég aðeins um málið í athugasemdum #6, #12, #13 og #18 í bloggpistli Einars hér.

Aðalhöfundur skýrslunnar er prófessor Richard Muller sem er eðlisfræðingur mað áhuga á stjarnelisfræði og starfar sem prófessor hjá Berkeley háskóla.  Einn höfunda er prófessor Judith Curry sem er loftslagsfræðingur og veitir forstöðu Department of Earth and Atmospheric Sciences hjá Georgia Institute of Technology.  Vefsíða Dr. Curry, Climate Etc.

 

Sjá grein sem var að birtast á vefsíðu Daily Mail, Mail Online:

 

Örstuttur úrdráttur úr greininni sam nauðsynlegt er að lesa í heild sinni með því að smella á fyrirsögnina:

Scientist who said climate change sceptics had been proved wrong accused of hiding truth by colleague

By David Rose

Last updated at 5:41 AM on 30th October 2011


It was hailed as the scientific study that ended the global warming debate once and for all – the research that, in the words of its director, ‘proved you should not be a sceptic, at least not any longer’.

Professor Richard Muller, of Berkeley University in California, and his colleagues from the Berkeley Earth Surface Temperatures project team (BEST) claimed to have shown that the planet has warmed by almost a degree  centigrade since 1950 and is warming continually....

...

But today The Mail on Sunday can reveal that a leading member of Prof Muller’s team has accused him of  trying to mislead the public by hiding the fact that BEST’s research shows global warming has stopped.

Prof Judith Curry, who chairs the Department of Earth and Atmospheric Sciences at America’s prestigious Georgia Institute of Technology, said that Prof Muller’s claim that he has proven global warming sceptics wrong was also a ‘huge mistake’, with no  scientific basis.

Prof Curry is a distinguished climate researcher with more than 30 years experience and the second named co-author of the BEST project’s four research papers....

...

Prof Muller also wrote an article for the Wall Street Journal. It was here, under the headline ‘The case against global warming scepticism’, that he proclaimed ‘there were good reasons for doubt until now’.


Media storm: Prof Muller's claims received uncritical coverage in the media this week:

best_media_storm.jpgThis, too, went around the world, with The Economist, among many others, stating there was now ‘little room for doubt’.

Such claims left Prof Curry horrified.

‘Of course this isn’t the end of scepticism,’ she said. ‘To say that is the biggest mistake he [Prof Muller] has made. When I saw he was saying that I just thought, “Oh my God”.’

In fact, she added, in the wake of the unexpected global warming standstill, many climate scientists who had previously rejected sceptics’ arguments were now taking them much more seriously.

...

 
 
 
 

 

 

 

 

 

Sjá einnig grein um málið eftir Dr. David Whitehouse:
Best Confirms Global Temperature Standstill

 

Það er rétt að árétta að þetta mál fjallar um þá aðferð sem notuð var til að kynna niðurstöður BEST og endurspeglast m.a. í fyrirsögnunum sem myndin er af hér fyrir ofan, en málið fjallar ekki um þau gögn sem notuð voru. Þau eru aðgengileg á netinu hverjum þeim sem vill nota þau til að skoða raunverulegar niðurstöður.    Dr. Curry er sem sagt að gagnrýna kynninguna, sem hún telur hafa gefið ranga mynd, sérstaklega þar sem gefið er til kynna " “end of skepticism” og “We see no evidence of global warming slowing down.”  Það er ekki verið að gagnrýna aðferðafræðina sem vissulega er áhugaverð.

Bloggsíða Dr. Judith Curry Climate Etc.

 ---

 

Mynd úr greininni í Mail Online í gær:

 

best_-_mail_online.jpg
 

 

                 (Takið eftir að efri ferillinn nær yfir 100 ára tímabil, en sá neðri 10 ára tímabil)

 

 

Þessi mynd fylgdi BEST kynningunni um daginn:

 Etv. mætti kalla svona mynd BEST Propaganda Wink

 

 best-propaganda.jpg

 

 Greinarnar umræddu eru hér:

 Um BEST á Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Berkeley_Earth_Surface_Temperature

 

---

 

Uppfært klukkan 13:00,  30. október.

Dr. Judith Curry fjallar um greinina í Mail Online hér. Hún skrifar:

Last week I spoke with David Rose of the Mail about the BEST publicity and PR, and Richard Muller’s public statements.  The resulting article is [here].

I discussed some concerns I had about the BEST PR on this previous thread.

In David Rose’s article, the direct quotes attributed to me are correct.

To set the record straight, some of the other sentiments attributed to me are not quite right, I will discuss these here.

“Hiding the truth” in the title is definitely misleading, I made it pretty clear that there was uncertainty in the data itself, but the bigger issues are to analyze the data and interpret it.  I made it clear that this was not a straightforward and simple thing to do.

I told Rose that I was puzzled my Muller’s statements, particularly about “end of skepticism” and also “We see no evidence of global warming slowing down.”

I did not say that “the affair had to be compared to the notorious Climategate scandal two years ago,” this is indirectly attributed to me.  When asked specifically about the graph that apparently uses a 10 year running mean and ends in 2006,  we discussed “hide the decline,” but I honestly can’t recall if Rose or I said it first.  I agree that the way the data is presented in the graph “hides the decline.”  There is NO comparison of this situation to Climategate.  Muller et al. have been very transparent in their methods and in making their data publicly available, which is highly commendable.

My most important statement IMO is this: ‘To say that there is detracts from the credibility of the data, which is very unfortunate.’  My main point was that this is a very good data set, the best we currently have available for land surface temperatures.  To me, this should have been the big story:  a new comprehensive data set, put together by a team of physicists and statisticians with private funds.  Showing preliminary results is of course fine, but overselling them at this point was a mistake IMO.

I arrived in Santa Fe yesterday.  More on the Conference in a forthcoming post.  Muller and Rohde will be at the conference, I will be meeting them for the first time and I will try to understand what is going on here.

And finally, this is NOT a new scandal.  An important new data set has been released.  Some new papers have been posted for comments, which are not surprisingly drawing criticism and controversy.   The main issue seems to be Richard Muller’s public statements.   All this does not constitute a new scientific scandal in any way.

My continued collaboration on this project will be discussed this week with Muller and Rohde.  My joining this group was somewhat unusual, in that I did not know any of these people prior to being invited to join their team (although I very quickly figured out that they were highly reputable scientists).  I thought the project was a great idea, and I still do, but it currently has a tarnish on it.  Lets see what we can do about this.

Nánar  hér

 

 

 

 


Ja hérna hér, er eitthvað mikið deilumál í uppsiglingu?...   

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Þessi skýrsla ætlar greinilega að valda "efasemdamönnum" höfuðverk. Kannski erfitt að sætta sig við að hlýnunin er veruleiki og er yfirstandandi. Ég get ekki betur séð en að t.d. síður eins og WUWT hafi logað í árásum á Muller. Það var kannski ekki á öðru að búast - það kemur mér heldur ekki mikið á óvart að David Rose (á Daily mail) hafi tekið þetta upp á þennan hátt, enda frægur "efasemdamaður" sem sjálfsagt langar til að eitthvað sé til í tilhæfulausum vangaveltum um að hnattræn hlýnun hafi stoppað, eða eins og hann orðar það "global warming has stopped"

Já ekkert nýtt undir sólinni í þeim málatilbúnaði hjá David Rose og Daily Mail - sjá t.d. <a href="http://www.loftslag.is/?p=12098">Vísindi í gapastokk</a> þar sem m.a. er farið yfir tilhæfulausan málatilbúnað og rangtúlkanir Daily Mail varðandi hnattræna hlýnun frá 1995...

Sveinn Atli Gunnarsson, 30.10.2011 kl. 14:50

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli:

Ef þú ferð á vefsíðu BEST...

http://www.berkeleyearth.org/analysis.php

sækir þar gögnin sem eru öllum aðgengileg...

lætur síðan Excel teikna feril fyrir síðasta áratug,  þá sést það sem flestir vita, en margir eru samt í afneitun yfir, þ.e. að hitastigið hefur staðið í stað allan þennan tíma, þ.e. í svosem áratug.

Það má auðvitað deila um frá hvaða tíma er rétt að miða við, en maður er nokkuð öruggur ef miðað er við árið 2002, þó svo sumir nefni 1998. Það finnst mér þó varla sanngjarnt vegna El-Nino/L-Nina sveiflunnar miklu.

Þetta er í samræmi við ferlana sem við deildum um í síðasta pistli, þ.e. hvort stöðnun eða hik hafi orðið í breytingu á hitastigi það sem liðið er af 21. öldinni.

Feril sem gerður er svona má sjá hér fyrir neðan.  Það þarf ekki neina reglustiku til að sjá hver leitnin er. (Letrið er smátt, en ferillinn nær frá 2001 til ársins í ár).

Öllu sæmilega sómakæru fólki hlýtur að blöskra hvernig Richard A. Muller kynnti niðurstöðurnar fyrir skömmu og hvernig fjölmiðlar gleyptu það gagnrýnislaust. Hvað gekk prófessor Muller eiginlega til? Þetta er auðvitað verst hans sjáfs vegna.

Einum meðhöfunda hans, Dr Judith Curry, var greinilega einnig misboðið, enda er hún mjög sómakær vísindamaður.

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/best-whitehouse-600w.jpg

--- --- ---

Meðal annarra orða Svatli. Vissir þú að prófessor Richard Muller er margt til lista lagt. Meðal annars á hann fyrirtæki sem nefnist Muller & Associates. www.mullerandassociates.com

Power and Energy, Climate Change, Profitable Sustainability - Impartial Expertise for Government and Business
"We know that in order to be effective, solutions must be sustainable&#133; and we know that for businesses, sustainable solutions must be profitable as well".

Auðvitað er ég ekkert að amast við þessu framtaki hans...

  ---

Muller kom fyrir þingnefd Bandaríkjaþings s.l. vor (The Science, Space and Technology Committee of the House Of Representatives) og hafði þá meðal annars þetta fram að færa:
&#147;Without the efforts of Anthony Watts and his team, we would have only a series of anecdotal images of poor temperature stations, and we would not be able to evaluate the integrity of the data. This is a case in which scientists receiving no government funding did work crucial to understanding climate change. Similarly for the work done by Steve McIntyre. Their &#147;amateur&#148; science is not amateur in quality; it is true science, conducted with integrity and high standards.&#148;

Vinur okkar Antony Watts hafði látið Muller fá ýmis gögn í trúnaði sem drög í vinnslu varðandi Surfacestations.org verkefnið og sendi Muller bréf  Response_to_Muller_testimony og einnig Clarification on BEST submitted to the House. Þetta skýrir kannski ýmislegt.

 ---

Sómakær maður eins og þú ert Svatli, þá hlýtur þú að sjá að einhvers staðar er maðkur í mysunni. Hvað hékk á spýtunni þegar Muller kynnti niðurstöðurnar? Hvers vegna lá honum svona mikið á? Hvers vegna kynnti hann niðurstöðurnar með öfugum formerkjum, þannig að meðhöfundi hans Dr. Curry brá illilega?

 Sjálfum þykir mér þetta mál hið undarlegasta. Niðurstöðurnar koma mér hreint ekkert á óvart, eins og fram hefur komið áður, enda staðfesta þær það sem vitað var um hækkun hitastigs á síðustu öld og síðan stöðnun sem varð fyrir áratug og stendur enn.

Því miður er nokkrum spurningum enn ósvarað, eins og til dæmis hve stór þáttur náttúrunnar annars vegar og mannsins hins vegar er. 

Einhver líkti niðurstöðum BEST á þann veg, að þetta væri hliðstætt því að sett hefði verið á laggirnar nefnd til að rannsaka Vatíkanið og hún, eftir miklar og flóknar rannsóknir, komist að þeirri niðurstöðu að Páfinn væri kaþólskur. 

Ágúst H Bjarnason, 30.10.2011 kl. 16:53

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

"Efasemda"maskínan er komin af stað að sverta Muller - manninn sem "efasemdamenn" héldu að væri með þeim í liði - þetta er í raun fyndið og skrítið að þú skulir sjá þig knúinn til að taka þátt í þessu Ágúst.

Höskuldur Búi Jónsson, 30.10.2011 kl. 17:37

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eina sem ég hef út á Muller að setja er kjánaleg framsetning hans þegar hann kynnti BEST. Ruglaði blessaða fréttamennina í ríminu, og þar með fleiri.   Skemmdi mest fyrir sjálfum sér.


Þar sem hann hefur birt gögnin, nokkuð sem aðrir mættu taka til fyrirmyndar, er nú hægt að sjá svart á hvítu hvað felst í BEST. Það er alls ekki það sama og kom fram í kynningunni um daginn.     

Gögnin og aðferðafræðina hef ég ekkert út á að setja. Það er margt jákvætt í BEST, annað en það sem ég skrifaði í upphafi þessarar athugasemdar.

Ágúst H Bjarnason, 30.10.2011 kl. 19:00

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Hefur nokkur tekið eftir því að Muller þessi er alls ekki veðurfræðingur eða loftslagsfræðingur, heldur stjarneðlisfræðingur eins og James Hansen?

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.10.2011 kl. 22:19

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það lítur út fyrir að Curry hafi bara verið með kjánaskap og skilji ekki tölfræði - sjá t.d. færslu frá Tamino: Judith Curry Opens Mouth, Inserts Foot 

Höskuldur Búi Jónsson, 31.10.2011 kl. 08:58

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Rangtúlkunum "efasemdamanna" virðist ekki lokið varðandi þetta mál, eins og kemur fram í greiningu Tamino, þá eru punktar þarna inni sem ekki ættu að vera það. Kannski erfitt fyrir "efasemdamenn" að skilja að síðasti áratugur var sá hlýjasti síðan mælingar hófust og að það virðist engin kólnun vera í spilunum (hvað sem líður hugsanlegum náttúrulegum sveiflum, sem virðast vera að rugla "efasemdamenn" í ríminu). Ef útreikningurinn er gerður fyrir rétt rúman áratug í stað ca. 9 ára (sem er gert í grafinu frá Daily Mail og Ágúst endurbirtir hér að ofan) og 2 síðustu gildunum sleppt (þau eru væntanlega villur í gögnunum hvort sem er - alla vega apríl 2010), þá kemur út gildið 0,27°C hækkun hitastigs á áratug - sjá nánar tengilinn sem Höski setti inn. En það er hækkun hitastigs, en ekki kólnun eða stopp í hnatthlýnuninni eins og "efasemdamenn" vilja vera láta...sjá grafið hér undir:

Sveinn Atli Gunnarsson, 31.10.2011 kl. 18:20

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eins og ég skrifaði í athugasemd #6 hér, þá "held ég að það sé best að bíða með að dæma þessa rannsókn þar til greinarnar hafa verið ritrýndar. Mér finnst það hafa verið fljótfærni af prófessor Muller að rjúka með þetta í fjölmiðla strax áður en niðurstöður ritrýni liggja fyrir". Við það ætla ég að standa og tek því ekki þátt í þessum umræðum.

Tamino sem þú nefnir veit ég ekki deili á.  Er þetta dulnefni?   Hann er þó  vafalaust ekki sá sami Tamino og ég kannast við og er skotinn í sætri stelpu sem heitir Pamina   ;-)

Ég efast ekki um hæfileika Dr. Judith Curry prófessors við Georgia Institute of Technology. Hún veitir þar forstöðu (chair) School of Earth and Atmospheric Sciences. Þess má geta að Georgia Tech er metinn sem 24. besti háskóli á heimsvísu. Ég held að ritaskrá Dr. Curry sýni okkur hún veit sínu viti: http://curry.eas.gatech.edu/onlinepapers.html

Sem sagt, mér þykir það í hæsta máta óvenjulegt að kynna niðurstöður þetta viðamikilla rannsókna með miklu brambolti og húllumhæ, áður en greinarnar hafa verið ritrýndar, og án þess að láta meðhöfund (Dr. Curry) vita. Það er mikill amatörabragur á þessu öllu saman. Ég hef orðið þess var að Höskuldur og Sveinn Atli hafa iðulega gert kröfur til þess að vitnað sé til ritrýndra vísindagreina, og held ég rétt sé að fara þannig að nú og bíða þar til rykið sem þyrlað hefur verið upp hefur náð að setjast.

(Það er rétt að það komi fram að ég fylgist ekki með bessari bloggsíðu á vinnutíma, eða ca milli kl. 8 og 18).

Ágúst H Bjarnason, 31.10.2011 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband