Vindmyllur eða vindrafstöðvar...?

 

vindmyllur.jpg

 

Þegar rætt er um vindmyllur koma mér í hug fallegar myllur sem notaðar voru til að mala korn. Vindknúnar kornmyllur.  Eitthvað fallegt og næstum rómantískt eins og á myndinni hér fyrir ofan.

Vindrafstöðvar eru ekki vindmyllur í mínum huga. Þær eru allt annars eðlis og ættu að kallast vindrafstöðvar, eða vindorkuver ef mönnum finnst orðið rafstöð ekki nógu merkilegt.

 

energy_windmills_california_1121719.jpg

Vindrafstöðvar í Banning Pass, nærri Palm Springs, Kaliforníu.

 

 

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember.

Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar.


mbl.is Vindmyllur á Íslandi innan árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Orðið "sammála" er ekki einu sinni viðeigandi. Þetta er einfaldlega rétt.

Ég verð nú að segja að "skógur" af því taginu sem er á myndinni, er ekkert sérlega aðlaðandi. Það þarf að vanda staðsetningar á þessum fyrirbærum. Reyndar ekki einvörðungu vegna sjónmengunar, heldur einnig vegna fugla. Mér skilst að töluverð afföl verði á þeim í kringum svona mannvirki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2011 kl. 00:47

2 identicon

Já það er í sjálfu sér rangnefni að kalla fyribærið vindmyllu, því ekki malar þetta neitt, nema kannski fugla sem hætta sér of nálægt spöðunum. En nóg um það. ég get hinsvega ekki gert að því að ég á erfitt með að fatta hvað þetta uppátæki hjá landsvirkjunarmönnum á að þýða. Einhvers konar tilraunamennska geri ég ráð fyrir, en ég hef ekki mikla trú á að þessi háttur á raforkuframleiðslu geti staðið undir sér fjárhagslega, reyndin hingað til frá útlöndum virðist mér vera sú að til þessa að standa undir byggingar , rekstrar og fjármagnskostnði , þurfi vindorkuver að fá þetta sirka 40 kr per kílóvattstund  í kassann (við stöðvarvegg) þegar best lætur og allt upp í 100 kallinn á kílówattatund þegar illa árar.  Og það þykir líka gott ef ekki fara meira en sjö hektarar af landi undir hvert megatt af nafngetuafli ( sem kannski svarar til  300 kílówtta  raunafls afkastgetu), algengara er þó að 10 hektarar liggi undir.  Og ég sé fyrir mér  sér að þessar tölur eigi eftir að skána mikið í framtíðinni,  á meðan ekki er hægt að safna upp og geyma orkuna, sem þessir don kíkótí-drekar  skila þegar þeir eru á annað borð í gangi , á einhvern sæmilega skynsamlegan og hagkvæman máta. En hver veit kannski luma landsvirkjunarmenn á einhverri endurbættri tegund af farsímabatterí sem þeir geta fyllt eins og 100 kw.stundir ( eða þannig  ).     

Sigurbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 06:36

3 identicon

Ætli það þurfi ekki ca. allt suðurlandsundirlendið þéttskipað af þessum forljótu ferlíkjum til að réttlæta eina fluttningslínu til t.d. Reykjavíkur. Viðhaldið er geypilega dýrt á þessu og svokallaður "break-even" tími er mjög langur og misjafn allt eftir vindi og veðrum á staðnum. Síðast en ekki síst hefur sandur og jarðvegur í vindi sérlega vond áhrif. Mengunin er líka mikil, sjónmengun, hávaðamengun og svo er hætt við að stórt skarð verði hoggið í fuglastofna sem fljúga í gegnum slíka skóga í myrkri og vindi. Sem sagt ef menn vilja raða þéttum skógi af þessu meðfram Þjórsánni í stað þess að vatnsaflsvirkja þá eru náttúruverndarsinnar vitlausari en ég hélt að þeir gætu verið. Það vita allir að hér er eingöngu verið að tefja fyrir nausynlegum framkvæmdum, hagkvæmnissjónarmiðin halda ekki vatni né vindi.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 10:45

4 identicon

Landsvirkjun á nokkrar svona rafhlöður; þær kallast lón....

kv.

ls (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 15:30

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þeir Gunnar, Sigurbjörn og Sveinn hafa í rauninni sagt flest það sem þarf að segja um þessi forljótu ferlíki. Því má bæta við að íbúar í nágrenni þeirra, t.d. í Danmörku kvarta mjög, bæði vegna hvins og hve óþæglegt sé að horfa á þetta snúast og hvína allan sólarhringin. Dæmi munu vera um að menn hafi beinlínis geggjast. 

En víkjum að öðru. Nú virðist vera farið að framleiða bílaeldsneyti úr koldíoxíði hér á landi. Þetta er stórfrétt, sem fjölmiðlarnir láta lítið með sem sýnir enn einu sinni dugleysi fjölmiðlamanna. Þetta kann að verða framtíðin fyrir okkur Íslendinga a.m.k. Betra að nýta koldíoxíðið en að láta það streyma út í gufuhvolfið beint upp úr jörðinni eins og það hefur gert í milljónir og milljarða ára, (en er samt ekki nema 0.038% þess, jurtirnar éta mestallt). Þetta er í rauninni heimsfrétt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 16.11.2011 kl. 15:37

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Mér finnst reyndar svona nútíma vindmillurafstöðvar dálítið fallegar. Menn eru væntanlega ekki að tala um heilu skógana með afköst á við stóra vatnsaflvikjun, en það mætti samt alveg prófa hvernig þetta reynist og öðlast smá þekkingu í leiðinni. Nóg er allavega af vindorku hér á landi. Í Danmörku eru vindmillur á landi óhjákvæmilega oft ofaní byggð eða bændabýlum - á Íslandi ætti hinsvegar enginn að þurfa að geggjast.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.11.2011 kl. 20:13

7 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hverju ertu sammála Gunnar? - Ég sé ekki að Ágúst sé með neina sérstaka skoðun á vindmyllunum ("vindrafstöðvunum"), en það er kannski misskilningur hjá mér... Hann veltir upp orðinu vindmylla og telur það rangnefni - sem getur alveg verið rétt hjá honum...

En allavega, þá er hægt að velta því fyrir sér hvort "vindrafstöðvar" eru fallegar, eða hvað..? En þeir sem fullyrða um mikin fjölda fugla sem eiga það til að fljúga í "vindrafstöðvar", ættu kannski að spá í hversu mikið af fuglum drepst í borgum og bæjum almennt og líka vegna umferðar, ég hugsa að það sé nú margfalt meira en það sem "vindrafstöðvar" hugsanlega gera...held það sé stórkostlegur munur þar á...

Hér eru svo tvær myndir sem menn geta velt fyrir sér:

Picture showing Horse Drawn Wagon

Fallegir fararskjótar sem ekki menga nokkuð að ráði...var mikið notaður fararskjótar þegar alvöru vindmyllur voru notaðar sem mest...

Vandamál með mengun sem þarf að taka á, jafnvel með "vindrafstöðvum"...en þær eru kannski of ljótar að einhverra mati..?

Hitt er svo annað mál að það má líka spyrja sig hvort þau raforkuver sem við erum með í dag séu nú alltaf falleg, en það er náttúrulega ekki til umræðu hér, en höfum samt eina mynd með:

Risastórt manngert vatn...og miklar breytingar á lífríki, sem ekki er öllum að skapi (ég er ekki að taka nokkra afstöðu til vatnsorkuversins á myndinni - tek það fram)...

PS. Er einhver með heimildir um það að vindorka sé svo óáreiðanleg að hún teljist vart nothæf á Íslandi (Sveinn Úlfarsson), þar sem nóg virðist vera af vindinum...eða var það bara fullyrðing út í loftið... Annars hefur engin verið að skoða það að "raða þeim meðfram Þjórsánni"... Kannski væri ljómandi hugmynd að hafa þær einhvers staðar á hafi úti - eins og gert er víða erlendis, sjá mynd:

"Vindrafstöðvar" á hafi

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.11.2011 kl. 20:17

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einhvern veginn kemur mér það ekkert á óvart Svatli, að þú skiljir ekki neitt í neinu, Svatli.

Verð að hrósa þér fyrir flottar myndir

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2011 kl. 22:34

9 identicon

Mér er sagt að mastur sem reist var í sumar austan Þjórsár á móts við inntaksmannvirki Búrfellsvirkjunar sé frá Landsvirkjun til mælinga á vindi . . Heyrði nefnda fjóra mæla í mismunandi hæð frá jörð og verður fróðlegt að sjá niðurstöður mælinganna.

Olgeir (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 22:35

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hvað skildi ég ekki Gunnar? - Þú segist sammála Ágústi, en talar um hversu ljótar "vindrafstöðvarnar" eru og hversu mikil afföll eru á fuglum - hvorugt er innihald pistilsins hjá Ágústi...veit því ekki hvort að hægt sé að vera Ágústi sammála um það? Hitt er svo annað mál, að hann gæti verið sammála þér, þó ekki komi það fram í pistlinum.

Reyndar verðum við nú að henda fleiru fyrir róða ef við eigum að spá í afföll fugla, eins og ég bendi á þá er mun meira sem drepst af fuglum í borgum og bæjum og umferð í heiminum almennt - þannig að ekki tel ég að rök varðandi mikin dauða fugla við "vindrafstöðvar" haldi - alla vega þegar það er borið saman við aðra þætti...sem við verðum að gera í svona tilfellum, en ekki bara fullyrða um mikin fugladauða sem ekki er meiri en gengur og gerist miðað við aðra þætti.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.11.2011 kl. 08:10

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hélt að þetta væri ekki svona flókið, Svatli. Skoðaðu bara hvað Ágúst segir í pistlinum... ég er sammála því sem hann segir þar. Ef ég á að mata þetta ofan í þig eins og ungabarn, þá er það einhvern veginn svona:

"Vindmyllur" er rangnefni í fréttinni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.11.2011 kl. 14:58

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gott að fá það á hreint Gunnar, sem er í samræmi við það sem kom fram hjá mér í minni fyrstu athugasemd. Orðið vindmylla og notkun þess er einmitt það sem Ágúst var að fjalla um, ekki dauða fugla eða ljótleika vindmylla (eða "vindrafstöðva)...þess vegna nefndi ég þetta...

Þannig að þín orð um dauða fugla og ljótleika "vindrafstöðva" eru bara þínar viðbætur, sem koma orðaleikjum um "vindmyllur" eða "ekki vindmyllur" lítið sem ekkert við og heldur ekki því við sem þú virðist vera sammála Ágústi um (sem er orðið vindmylla og röng notkun þess að ykkar mati) - vildi bara hafa það á hreinu Gunnar...enda varstu ekki mjög skýr varðandi þessi atriði sem þú bættir við...

Hitt er svo annað mál að við þekkjum öll orðið vindmylla (bæði í nútíð og fortíð) sem ákveðið fyrirbæri með spaða sem er knúnið áfram með vindi. Það skilja flestir, hvað um er rætt þegar talað er um vindmyllur...þannig að hugsanlega eru orðaleikir varðandi svoleiðis skilgreiningar léttvægar í umræðunni...og skipta kannski ekki höfuðmáli í sjálfu sér.

En hvað um það, alltaf fróðlegt að velta hlutunum fyrir sér...

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.11.2011 kl. 16:06

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason



Ég var eingöngu með orðin vindmylla, vindrafstöð og vindorkuver í huga þegar ég skrifaði pistilinn.  Ekki neitt um tæknina, það geri ég í vinnunni ;-)

Við tölum um t.d. sjávarfallavirkjun, vatnsaflsvirkjun, vatnsorkuver, jarðvarmavirkjun, gufuvirkjun,  raforkuver, rafstöð, sólarorkuver, o.s.frv.

Meðal annars þess vegna finnst mér orðið vindmylla dálítið á skjön, en vindrafstöð eða vindorkuver betra.

Við þekkjum vel myllustein, vitum hvernig hann lítur út og hvernig hann er notaður til að mala korn. Til að snúa steininum var notað handafl, vatnsafl eða vindur, eins og t.d. var gert á 19. öld í kornmyllunni í Bankastræti. 

Sem sagt, orðið mylla er notað fyrir hugtakið kvörn til að mala korn, óháð því hvort notað var handafl, vatnsafl eða vindafl.

Þess vegna tengi ég orðið vindmylla frekar við kornmyllu en rafstöð.

Gamla myllan ur grein Freyju Jonsdottur 2002

                                                                                Íslensk vindmylla

Ágúst H Bjarnason, 17.11.2011 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband