Flug-glannaskapur, eða er þetta framtíðin...?

 

 

 

 

ikarus2-600w.jpg

 

 

Lengi hefur menn dreymt um að smíða sér vængi eða flugham og fljúga frjálsir sem fuglar himinsins. Sumir hafa látið drauminn rætast, eins og Íkarus Dædalusson hinn gríski sem flaug of nærri sólinni og Hinrik Hinriksson frá Iðu sem smíðaði sér flugham og flaug yfir Hvítá fyrir þrem öldum.

 

Ofurhugar nútímans sem sýna listir sínar í myndböndunum hér fyrir neðan kunna að láta þennan draum rætast. Þotuflug og svifflug. Það liggur við að maður öfundi þá dálítið og fái smá fiðring í magann...

 

 

 

 

 

 

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íkarus

 

 
  Fyrir um 300 árum, eða snemma á 18. öld var unglingspiltur á Iðu í Skálholtssókn, sem Hinrik Hinriksson hét.  Hann var frábær að hagleik og hugviti.  Hann reyndi að búa sér til flugham, og voru vængirnir úr fuglavængjum.  Honum tókst þetta svo vel, að hann gat hafið sig á loft í hamnum og flogið stuttan spöl.  En jafnvæginu átti hann erfitt með að halda, höfuðið vildi snúa niður, en fæturnir upp.  Samt áræddi hann að fljúga yfir Iðu frá Skálholtshamri, en þar er áin mjó,  og tókst honum það.  Nú fundu menn sér skylt að stemma stigu fyrir fífldirfsku hans, og var hamurinn tekinn af honum og eyðilagður, en honum harðbannað að búa til annan.

 

Sagan er sögð skráð af Brynjúlfi Jónssyni (1838-1914) fræðimanni frá Minna-Núpi eftir aldraðri konu.

 

Gamalt íslenskt handrit:
Um Dædalum og Ikarum hans son

 

Volare Necesse Est

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir.  Bæði myndböndin eru hreint frábær.  Ég er ekki alveg viss um hvort að "I wish I was there" eigi við eða ekki.  En bæði myndböndin bjóða upp á hreint stórkostlegt sjónarhorn.

G. Tómas Gunnarsson, 11.12.2011 kl. 01:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Er rennilfugmaðurinn svona alveg ofan í trjánum af því hann kemst ekki ofar eða viljandi? Ef þetta er ekki viljandi þá er þetta svakalegt og ekkert í afgang. Þotumaðurinn er frábær, þvílíkt afrek.

Halldór Jónsson, 12.12.2011 kl. 20:22

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Ágúst frændi, eru til einhverjar frekari heimildir um Hinrik Hinriksson. Hvað er þetta langt og hver er hæðarmunurinn? Eða er þetta lygi frá rótum?

Halldór Jónsson, 12.12.2011 kl. 20:24

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi

Hér er fjallað um Hinrik: http://sagnagrunnur.razorch.com/index.php?target=myth&id=4957

  Svo er sagt að snemma á 18. öld væri unglingspiltur í Skálholtssókn, á bæ þeim er heitir að Iðu, er Hermann hét Hermannsson (sumir segja þó Hinrik Hinriksson), hinn mesti hugvitsmaður og hagur vel. Hann gerði sér flugham. Voru vængirnir úr fuglafjöðrum og stældir eftir fuglavængjum. Þessi hamur var svo fullkominn að hann hóf sig á loft í honum og flaug nokkurn spöl. Hann flaug yfir Hvítá á Skálholtshamri, þar er áin sögð örmjó. Þegar menn sáu hve fífldirfskulega hann freistaði drottins þótti sem hann segði sig í ætt við fjölkyngismenn og kuklara. Náðu menn þá hamnum frá honum og brenndu hann og kváðust selja hann undir lög og dóm ef hann byggi til annan. Þetta hafði, með fleiru, svo ill áhrif á unglinginn að hann dó litlu síðar.

 Og svo er blogg hér: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/388145/

Sjá athugasemd #28 þar, og reyndar fróðleikinn í öðrum athugasemdum.

Hinrik á Iður var sem sagt langt á undan sinni samtíð og langt á undan Otto Lilientahl og Wright bræðrum.

Hér er grein frá árinu 1927 í Morgunblaðinu (sem aldrei lýgur), bls 5 og 6 um Hinrik frá Iðu. Greinin nefnist "Fluglistin 300 ára á Íslandi".

Fyrir mörgum árum (vorið 2005) stakk ég upp á því við Ragnar Ragnarsson sem var þá sveitastjóri í Bláskógabyggð að halda upp á 300 ára afmæli flugsins með flugkomu á svipuðum slóðum og Hinrik flaug. Hann tók mjög vel í það, en svo fórst það fyrir í dagsins önn.

Ágúst H Bjarnason, 12.12.2011 kl. 21:30

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er greinin sem birtist í Mogganum 21. des. 1927 bls 5-6:

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/hinrik-idu-mbl-1927-1.jpg

 http://agbjarn.blog.is/users/fa/agbjarn/img/hinrik-idu-mbl-1927-2.jpg

Ágúst H Bjarnason, 12.12.2011 kl. 21:45

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hef haft flug Hinriks í huga þegar ég hef farið yfir Hvítá hjá Laugarási.

Það er ekki fráleitt að hægt sé að svífa milli árbakkanna með því að fara upp á hólinn.

Alla vega með svifdreka. Það mætti láta Jón Hákon prófa það :-)

Ágúst H Bjarnason, 12.12.2011 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband