Föstudagur, 6. janúar 2012
Lúpínufuglar...
Lúpínufuglar er nafn á grein sem birtist 4. janúar á vef Landgræðslu ríkisins. Greinin fjallar um rannsóknir Brynju Davíðsdóttur á fuglum og smádýrum. Sumarið 2011 fór fram viðamikil rannsókn á fuglum og smádýrum á 26 landgræðslusvæðum víðsvegar um land. Bornar voru saman þrjár landgerðir, óuppgrædd svæði, lúpínubreiður og endurheimt mólendi. Niðurstaðan var að bæði fuglar og smádýr reyndust flest í lúpínubreiðum.
Greinin á vef Landgræðslu ríkisins er afrituð hér fyrir neðan:
Sumarið 2011 fór fram viðamikil rannsókn á fuglum og smádýrum á 26 landgræðslusvæðum víðsvegar um land. Þessi rannsókn er meistaraverkefni Brynju Davíðsdóttur við Landbúnaðarháskóla Íslands. Bornar voru saman þrjár landgerðir, óuppgrædd svæði, lúpínubreiður og endurheimt mólendi. Fuglar reyndust vera flestir í lúpínubreiðum; 6,3 á hektara, næstflestir í endurheimtu mólendi; 3,4 á hektara og fæstir á óuppgræddu landi; 0,3 á hektara. Meðalfjöldi tegunda var mestur í mólendi; 0,5 tegundir á hektara, lítið eitt minni í lúpínu og minnstur á óuppgræddum svæðum; 0,1 tegund á hektara. Í lúpínu voru þúfutittlingur og hrossagaukur langalgengustu tegundirnar og komu fyrir í 96% og 77% tilvika. Í mólendi voru þúfutittlingur, heiðlóa, spói og lóuþræll algengastir og komu fyrir í 81%, 77%, 73% og 65% tilvika. Fáir fuglar fundust á ógrónum svæðum. Tegundafjölbreytni fugla var mest í mólendi en þar fundust alls 16 tegundir fugla, 14 í lúpínu og 10 á óuppgræddu landi. Ekki var marktækur munur á tegundafjölda í mólendi og í lúpínu en tegundafjöldi var marktækt lægri á lítt grónu landi en í hinum vistgerðunum. Fjölbreytileikastuðull Shannon var reiknaður fyrir vistgerðirnar en hann tekur tillit til þess hversu mikið finnst af hverri tegund ásamt fjölda tegunda. Stuðullinn var hæstur fyrir endurheimt mólendi, þá lúpínu og lægstur fyrir óuppgrætt land. Stuðullinn var marktækt hærri fyrir mólendi en óuppgrætt land en ekki var marktækur munur milli mólendis og lúpínu. Smádýr voru veidd í háf á öllum rannsóknarsvæðum en einnig í fallgildrur á völdum svæðum á Suðurlandi. Í báðum tilvikum reyndist fjöldi smádýra mestur í lúpínu, næstmestur í mólendi og minnstur í óuppgræddu landi. Sterk fylgni var á milli fjölda dýra sem veiddust í háf og í fallgildrur. Marktæk fylgni var á milli heildarfjölda smádýra sem veiddust í háf og heildarfjölda fugla.Þetta er fyrstu heildarrannsóknir á áhrifum landgræðsluaðgerða á fuglalíf hér á landi, en árið 2008 rannsökuðu Guðný H. Indriðadóttir og Tómas G. Gunnarsson áhrif landgræðslu á fuglalíf á Mýrdals- og Skógasandi. Niðurstöður þessara rannsókna eru mikilvægt innlegg í þekkingu á áhrifum landgræðslu og endurheimtar vistkerfa á fuglalíf á Íslandi.
Greinina má lesa hér á vef Landgræðslu ríkisins.
Sem sagt, það eru 20 sinnum fleiri fuglar í lúpínubreiðum en óuppgræddu landi. Við vitum að lúpínubreiður vaxa fyrst og fremst upp úr ógrónu landi þannig að niðurstaða Brynju er mikið gleðiefni.
Vinir lúpínunnar á Fésbók |
Vinur lúpínunnar
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt 19.1.2012 kl. 17:40 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Öfga-umhverfisverndarfólk hefur farið með ofstopa gegn þessari frábæru landgræðslujurt og vilja leggja í kostnaðarsama útrýmingarherferð gegn henni. Sumir úr þessum hópi vilja líka útrýma því sem þeir kalla framandi trjágróður úr íslenskri náttúru og eiga þá við greni, furu, ösp, lerki ofl. sem ekki á uppruna sinn hér.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hyggst banna útplöntun þessara trjátegunda, nema með sérstök leyfi hennar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2012 kl. 19:52
Gunnar
Það gleymist stundum að eitt sinn óx sumt af þessum "framandi" gróðri hér á landi. Þá var hann alls ekki framandi heldur íslenskur, þó svo að landið hafi ekki fengið núverandi nafn þá. Mér þykir þessi gróður því alls ekki framandi.
Þetta veist þú væntanlega betur en ég, enda fagmaður á þessu sviði.
Sjá Vísindavefinn hér.
"Líkan af plöntusamfélögum í Selárdal, Botni og við Ketilseyri fyrir 15-13,5 milljónum ára. Í elstu íslensku gróðurfélögunum ber mikið á plöntum sem eru náskyldar núlifandi plöntum á heittempruðum miðjarðarsvæðum".
Ágúst H Bjarnason, 6.1.2012 kl. 20:34
Raunar þarf ekki að fara aftur á tertíertíma fyrir meira en þrem milljónum ára til að finna hlýviðrisjurtir hér. Þegar Ísland var að kalla jöklalaust, t.d. á dögum Forn- Egypta, uxu hér margar jurtir, sem nú geta ekki þrifist vegna kulda. Í mógröfum má sjá, að enn síðar, t.d. á dögum Grikkja og Rómverja var hér hávaxinn skógur. En lúpínan er mikil blessun fyrir allt lífríkið hér og þetta tal um „útrýmingu“ á henni er í hæsta máta undarlegt, þótt ekki sé dýpra í árina tekið.
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.1.2012 kl. 20:45
Skyldu ekki gilda sömu lögmál á hafsbotni,(fiskimiðum Íslendinga) en miðin eru að
gefa þjóðinni aðeins 1/3 af eðlilegum afla vegna notkunar á dregnum veiðarfærum
sem brjóta og slétta út botninn.
Sæust svona aðferðir á grónu landi, yrði því líkt við stórkostlegar náttúruhamfarir.
Aðalsteinn Agnarsson, 6.1.2012 kl. 20:50
Já... og svo vill þetta fólk hafa vit fyrir þeim sem nýta svartfuglinn í landinu, vit fyrir fólkinu sem einmitt er best treystandi til þess að hafa nýtinguna sjálfbæra. Frekar vilja þeir efla eftirlitsiðnaðinn til að farið sé eftir lögunum og bönnunum sem þeir koma á.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2012 kl. 22:28
LÚPÍNAN - ÖFLUGT UPPGRÆÐSLUTÆKI
LÚPÍNAN - ÖFLUGT UPPGRÆÐSLUTÆKI
SVEINN Runólfsson landgræðslu stjóri hefur mikið haft með lúpínu að gera í sínu starfi. Mér líkar illa þessi neikvæða umræða sem hefur spunnist um alaskalúpínuna sem landgræðslujurt," sagði Sveinn í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Lúpínan er hvorki góð né vond, hún er bara jurt. Hún er notuð til landgræðslu af því að hún framleiðir sinn eigin áburð og er kröftugur landnemi sem gerir hana að ódýrasta og öflugasta uppgræðslutæki sem við höfum í dag. Nýting lúpínu til ýmissa annarra nota býður upp á geysilega möguleika og við eigum að nýta okkur eiginleika lúpínunnar....
MEIRA hér
Ágúst H Bjarnason, 17.1.2012 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.