Hörfar lúpínan þegar hún hefur unnið sitt verk...?

 

 

 Lúpína Haukadalsheiði


 

Skógræktarritið er eitt af þeim tímaritum sem hafa tilhneigingu til að að safnast fyrir á náttborðinu og vera lesin aftur og aftur. Hvað er líka notalegra en svífa inn í iðagræna draumheimana eftir lestur þessa góða og vandaða rits?

 

Í Skógræktarritinu, seinna hefti 2011, er fróðleg grein „Hörfar lúpínan? Dæmi úr Heiðmörk", eftir Daða Björnsson landfræðing.   Daði hefur fylgst með útbreiðslu lúpínunnar í Heiðmörk í tvo áratugi, bæði með samanburði loftmynda og vettvangsskoðun.

Hákon Bjarnason skógræktarstjóri flutti lúpínuna til Íslands árið 1945 en nokkrar plöntur voru settar niður í Heiðmörk árið 1959 þar sem hún breiddist hratt út næstu árin.

Lúpínan er einstaklega öflug landgræðslujurt, en er umdeild. Sumir líkja henni  við illgresi og aðrir við þjóðarblómið. Hún er vissulega ágeng og fyrirferðarmikil, en hvernig hagar hún sér? 
 - Hörfar hún af þeim svæðum sem hún hefur lagt undir sig og víkur fyrir öðrum gróðri?
 - Hefur hún tilhneigingu til að fara inn á gróin svæði?

Svör við fyrri spurningunni má lesa í grein Daða „Hörfar lúpínan? Dæmi úr Heiðmörk" sem aðgengileg er á vef Skógræktarfélags Íslands með því að smella hér.  Myndir Daða með skýringum er að finna hér,  en þar má m.a. sjá svar við seinni spurningunni.

Þar sem lúpinunni var plantað fyrir hálfri öld í ógróna mela er nú komið gras og blómlendi ofan á um 10 cm moldarlagi. Lúpínan hefur unnið sitt verk og hörfar nú hratt.

Önnur áhugaverð grein um lúpínu er í þessu sama riti. Nefnist hún „Misheppnuð tilraun til að eyða lúpínu með sauðfjárbeit" og er eftir  eftir Þröst Eysteinsson sviðsstjóra þjóðskóganna hjá Skógrækt ríkisins. Greinina má nálgast með því að smella hér.

 

Myndin efst á síðunni er tekin sumarið 2010 á Haukadalsheiði. Utan landgræðslugirðingarinnar hefur lúpínan ekki náð sér á strik. (Tvísmella á mynd til að stækka).

Höfundur þessa pistils hefur í hálfa öld af áhuga fylgst með lúpínunni á Haukadalsheiði, í Heiðmörk og við Hvaleyrarvatn og þekkir vel hvernig hún hörfar með tímanumm og hve lítinn áhuga hún hefur á grónu landi.  

 


 

 Eldri pistlar um lúpínuna:

Lúpínufuglar...

Aldingarður á hálendinu með hjálp lifandi áburðarverksmiðju...


Lúpínan á Haukadalsheiði - Myndir...

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef líka tekið þátt í að horfa á lúpínuna og reynt að dreifa henni. Ég hef ekki hvikað í þeirri trú að hún á að vera útnefnd ein af þjóðarblómum Íslands.

Halldór Jónsson, 19.1.2012 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband