Verkís 80 ára: Óvenjuleg ljósasýning í kvöld og næstu kvöld - Videó...

 

Ljósasýning Verkis

Verkís verkfræðistofa fagnar 80 ára afmæli á árinu og lýsir af því tilefni upp starfstöðvar sínar á nýjan og spennandi hátt. 

Leikurinn hófst í Reykjavík í gær en þá varð framhliðin á Suðurlandsbraut 4 að svokölluðum "tómum striga listarinnar" þar sem listamenn sýndu Pixel Art verk og notuðu til þess lýsingu í gluggum.

Í kvöld tekur við margbreytileg lýsing sem framkallar ýmis konar áhrif og mun lifa áfram í skammdeginu.

Verkís hefur á sínum snærum marga af færustu lýsingarhönnuðum landsins og mun lýsingin því án efa vekja athygli og gleði meðal íbúa.  Frímann Freyr Kjerúlf Björnsson, sem útskrifaður er úr Listaháskóla Íslands,  sá um listræna útfærslu lýsingarinnar í samvinnu við myndlistarmennina Friðrik Svan Sigurðarson og Geir Helga Birgisson

Tengja saman verkfræði, list og tækni

„Með þessu viljum við sýna fram á að þó að Verkís sé orðið 80 ára að þá erum við hágæða þekkingarfyrirtæki sem er í góðum tengslum við þróun og tækninýjungar á öllum sviðum. Þetta sýnir einnig fram á að hægt sé að tengja saman verkfræðiþekkingu, tækni og list “, segir Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís.

 „Verkfræðistofur bjóða upp á mun meira heldur en margir gera sér grein fyrir og er þetta einn liður í að sýna fram á það. Þetta opnar einnig möguleikann á áframhaldandi samstarfi við listamenn og með uppsetningu ljósanna á Suðurlandsbraut má segja að við séum komin með stóran skjá þar sem fleiri listamenn gætu komið með sínar útfærslur“, heldur Sveinn áfram.

Textinn hér að ofan er fenginn af vefsíðunni www.verkis.is

Myndina hér að ofan tók Skarphéðinn Þráinsson starfsmaður Verkís.

Þess má geta að öll lýsingin er með ljóstvistum eða LED, og auðvitað stjórnað með tölvu.

Kaldir fingur og rok gerðu pistlahöfundi erfitt að halda myndavélinni réttri, en myndbandið gefur hugmynd um herlegheitin. Vindhljóðið leynir sér ekki. Myndin er tekin á Canon 95 vasamyndavél.

Fyrri hluti myndbandsins sýnir Suðurlandsbraut 4, en aftast er myndskeið sem sýnir mjög sérstaka lýsingu á vegg Ármúla 4, en Verkís er til húsa á báðum þessum stöðum, auk starfsstöðva víða um land. Starfsmenn Verkís eru rúmlega 300 talsins.



afmaelismerki_upphleypt_liggjandi_verkfraedistofa.jpg

Fyrsta Gangverk afmælisársins

Verkís fagnar 80 ára afmæli í ár og af því tilefni verður fréttabréfið Gangverk gefið oftar út en endranær. Fyrsta tölublað ársins hefur litið dagsins ljós og inniheldur bæði sögulegar greinar sem og nýjar fréttir.
Helstu greinar eru:
  • Fyrstu ár Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen
  • Viðtal við Björn Kristinsson stofnanda Rafagnatækni
  • Byggingarævintýri Viðlagasjóðshúsanna
  • Jarðvarmaverkefni í Kenía

Hægt verður að nálgast Gangverkið á öllum starfsstöðvum Verkís en einnig er rafræna útgáfu að finna hér:

Smella hér:  Gangverk 1.tbl 2012

 

 

 

 www.Verkís.is

 1932 - 2012

80 ár

 

 

S4---ljosadaemi2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Stórglæsilegt Ágúst. Til hamingju með þetta.

Björn Geir Leifsson, 11.2.2012 kl. 09:50

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Glæsilegt listaverk. Til hamingju.

Marta B Helgadóttir, 12.2.2012 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband