Föstudagur, 15. júní 2012
Hveralyktin góða í Hveragerði...
Brennisteinsvetni (H2S) er lofttegund sem oftast gengur einfaldlega undir nafninu hveralykt", en þannig lykt þekkja flestir Íslendingar. Þessa lykt má finna nánast alls staðar á hverasvæðum og þar sem jarðhitinn er virkjaður, í mismiklu magni þó. Lykt af brennisteinsvetni má finna af eggjum og jökulárhlaupum. Hveragerði er fallegur bær sem dregur nafn sitt af fjölda hvera inni í bænum og umhverfis hann. Íbúar hafa lengi notað gufu og heitt vatn til að hita upp gróðurhús sín og íbúðarhús. Ferðamenn koma til að njóta hins fallega umhverfis og þefa af hveralykt. Kort þar sem sjá má m.a. hverina í bænum er að finna hér. Inni í miðjum bænum er jafnvel Hveragarður eða Geothermal Park þar sem má sjá ýmsar gerðir hvera, heitt vatn sjóða og hvæsandi gufu streyma. Sjá myndir hér. (Myndin efst á síðunni er fengin þar að láni). Um Hveragarðinn í Hveragerði má lesa hér á Virtual Tourist. Á vef Hveragerðisbæjar www.hveragerði.is er nábýlinu við hverina lýst. Þar stendur meðal annars: Fá bæjarfélög á Íslandi hafa upp á jafn fjölbreytta möguleika til útivistar að bjóða og Hveragerði. Í bænum sjálfum eru einstakar náttúruperlur á borð við hverasvæðið þar sem fræðast má um mismunandi tegundir hvera, og Varmá sem liðast í gegnum miðbæinn..." Reykjadalurinn er sannkölluð útivistarperla en þarna er ein sú flottasta gönguleiðin í Hveragerði. Volgar laugar og litrík hverasvæði gera landsvæðið að einstakri náttúruperlu sem enginn útivistarmaður ætti að láta fram hjá sér fara. Sundföt eru nauðsynleg með í för en heiti lækurinn er helsta aðdráttaraflið í dalnum en hægt er að baða sig í læknum, tekur u.þ.b 1 1/2 - 2 klukkustundir að ganga að honum. Gönguleiðin er vel merkt og má sjá falleg hitasvæði á leiðinni en varast má að fara ekki útaf af gönguleiðinni."
Mjög fróðleg grein um hverina í Hveragerði og hverasvæðið í miðbænum er á vef Lands og sögu, sjá hér. --- Það kemur bloggaranum því ekki á óvart að hveralykt eða lykt af brennisteinsvetni finnist í Hveragerði. Svo hefur alltaf verið og verður vonandi áfram um ókomna tíð. Án hveranna fallegu væri bærinn ekki svipur hjá sjón. Það eru ekki margir bæir í veröldinni sem státað geta af Hveragarði eða Geothermal Park með sjóðandi vatni, hvæsandi gufu og yndislegri hveralykt inni í miðjum bænum. Svo ekki sé minnst á alla hverina í fjallshlíðunum umhverfis, blásandi borholur og gufuskiljur þar sem jarðvarminn er virkjaður til húshitunar og matvælaframleiðslu. Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á mælingar, hvort sem þær eru skynrænar gerðar með nefinu eða með dýrum mælibúnaði.
|
Fólkið verði ekki tilraunadýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Ferðalög, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt 24.6.2012 kl. 07:55 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Nú ætla ég að stunda málefnaleg andsvör Ágúst minn.
Sem verkfræðingur ættir þú að vita að "Brennisteinsvetni eða vetnissúlfíð (H2S), er litlaus eitruð gastegund. Megn lykt er af brennisteinsvetni þó magn þess sé lítið í andrúmsloftinu, það er brennisteinsvetni sem veldur lykt af fúleggjum og jöklafýlu sem gjarnan fylgir hlaupum í jökulám. Lyktin hverfur hins vegar þegar styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti eykst og það verður lífshættulegt (leturbr. mín). Það eykur einnig á hættu að brennisteinsvetni er þyngra en andrúmsloftið og getur því lagst í dældir eða safnast fyrir í botnum á geymum og tönkum. (http://is.wikipedia.org/wiki/Brennisteinsvetni)
Einnig:
"Áhrif brennisteinsvetnis á heilsu
Í miklum styrk er brennisteinsvetni skaðlegt heilsu. Það eru helst augu, lungu og öndunarvegur sem eru viðkvæm. Lægsti styrkur sem talinn er valda skaða er u.þ.b. 15 000 míkrógrömm í rúmmetra en það er meira en 100 sinnum yfir þeim styrk sem mest hefur mælst hefur í Reykjavík.
Hveralykt
Margir finna lykt af brennisteinsvetni þó styrkur þess sé mjög lítill. Í Kaliforníu hafa umhverfismörk verið miðuð við næmni fólks fyrir lykt, þar eru mörkin 42 míkrógrömm í rúmmetra sé miðað við klukkustundarmeðaltal, en rannsóknir sýna að við þann styrk skynji um 80% almennings lyktina. Mælingar frá því í febrúar 2006 til miðjan febrúar 2007 sýndu að styrkur brennisteinsvetnis í Reykjavík fór samtals 48 sinnum yfir umhverfismörk Kaliforníu í mislöngum tímabilum, þar af urðu 45 skipti eftir 1.september 2006. Vegna þessa hefur meira borið á hveralykt í Höfuðborginni eftir að Hellisheiðarvirkjun var gangsett." (http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/brennisteinsvetni/)
Og að lokum:
"Eiturefnafræðileg áhrif brennisteinsvetnis á heilsu manna og þau samfélög sem búa við viðvarandi mengun brennisteinsvetnis.
Ein af grundvallarreglum eiturefnafræðinnar felur í sér að annars vegar er talað um svokölluð skammtímaáhrif eða bráðaáhrif á menn (acute poisoning), og hins vegar er talað um langtímaáhrif á þá menn og þau samfélög (communities) sem búa við mengun árum eða jafnvel áratugum saman (long-time exposure). Þessum tveimur hlutum má alls ekki rugla saman. Annars vegar getur t.d. starfsmaður jarðhitavirkjunar orðið fyrir miklu magni brennsteinsvetnis í stuttan tíma, sem getur þá valdið honum óþægindum eins og ógleði, svima, höfuðverk o.s.frv. Hins vegar getur verið um það að ræða að íbúar sem búa í samfélögum nálægt jarðhitavirkjunum, verði stöðugt fyrir áreitni mun minna magns bernnisteinsvetnis stöðugt, 24 klst. á sólarhring, allt árið um kring, janvel árum saman. Við þær aðstæður getur miklu minna magn brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu haft neikvæð áhrif eins og seinna verður bent á. Því miður vill það gerast að einungis sé rætt um bráðaáhrif brennisteinsvetnis þegar verið er að ræða almennt um áhrif efnisins á fólk, og þá gleymist að einnig verður að líta til þeirra áhrifa sem tiltölulega lítið en viðvarandi magn brennisteinsvetnis getur haft á heilsu fólks sem býr við návist efnisins árum eða áratugum saman.
Flest gögn um áhrif brennisteinsvetnis á menn byggja á bráðeitrunum, þar sem slík tilik koma oftast fyrir í verksmiðjum og á vinnustöðum og þau er aðuveldast að greina. Þó hafa einnig verið framkvæmdar nokkrar mikilvægar rannsóknir (community studies) á samfélög, sem búa við viðvarandi lágan styrk brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu og verður greint nánar frá þeim hér á eftir.Almennt um áhrfi brennisteinsvetnis á menn er rétt að taka fram að efnið telst vera eiturefni og svipar því til kolmónoxíðs og blásýru að því leyti að það veldur dauða með köfnun. Reynslan hefur sýnt að menn láta lífið komist þeir í snertingu við 700 mg/m3 af brennisteinsvetnisgasi. Ólíklegt er að rekast á slikt magn efnisins nema í lokuðum rýmum, eins og í haughúsum eða brunnum fráveitukerfa.
Hins vegar framkvæmdu Bates et. al (1997) rannsókn á heilu bæjarfélagi (community study) í bænum Rotorua á Nýja-Sjálandi, en bærinn er nálægt jarðhitavirkjunum. Þeir báru saman dánartíðni vegna ákveðinna sjúkdóma hjá íbúum Rotorua og íbúum annarsstaðar á Nýja-Sjálandi sem ekki búa við langvarandi áhrif jarðhita. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að dánartíðni vegna vadamála í öndunarfærum (respiratory system) var marktækt hærri í Rotorua (SMR= 1.18;P<0.001) en annarsstaðar á Nýja-Sjálandi (leturbr. mín). Gögnin voru síðan leiðrétt með tilliti til þess að flestir íbúar í Roturua eru Maóríar, þ.e. frumbyggjar Nýja-Sjálands. Þá kom í ljós að dánartíðni einkum meðal maóríakvenna í Rotorua var marktækt hærri heldur en annarsstaðar á Nýja-Sjálandi (SMR= 1.61;P<0.001). Hins vegar var ekki tekið tillit til reykinga í rannsókninni, en spurningin er einnig hvort að það skiptir máli, þar sem ólíklegt er að maóríar í Rotorua reyki meira en maóríar annarsstaðar á Nýja-Sjálandi (Sjá skýrslu WHO: Hydrogen Sulfide: Human Health Apects).
Niðurstöður rannóknarinnar í Rotorua sýna þó svo ekki verður um villst að alls ekki er hægt að útiloka að brennisteinsvetnismengun frá nálæmum jarðhitavirkjunum hækki dánartíðni í þeim samfélögum sem búa við viðvarandi brennisteinsvetnismengun alla daga ársins (leturbr. mín)." (http://www.natturan.is/greinar/5266/)
Finnst þér enn viðeigandi að fjalla um málið í hálfkæringi Ágúst?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 09:41
Ágæti Hilmar.
Ég verð að biðja þig margfaldlega afsökunar á því að ég sà ekki athugasemd þína fyrr en rétt áðan. Hún hafði legið ósamþykkt í athugasemdakerfinu allan tíman, en ég treysti à að fá tilkynningu um athugasemdir með tölvupósti, en það bràst í þetta sinn.
Nú er orðið svo langt um liðið að ég var búinn að skrifa annan pistil um brennisteinsvetni og væntanlega af meiri alvöru.
Eins og fram kemur í seinni pistlinum hef ég í starfi m.a. verið að kljàst við vandamàl tengd brennisteinsvetni, líklega frà því um 1975 og er því màlefnið nokkuð hugleikið. Vissulega eru vandamàlin mörg en alls ekki óyfirstíganleg. Ég hef kynnst þessum màlum af eigin raun í öllum virkjununum í Svartsengi, à Reykjanesi, í Kröflu, Guadeloupe og Kenía, en minna komið að Nesjavöllum og Hellisheiði.
Fyrirgefðu enn og aftur Hilmar og þakka þér gott innlegg í umræðuna.
Ágúst H Bjarnason, 24.6.2012 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.