Flúrperur eða sparperur - hver er munurinn...? --- Hversvegna er verið að banna blessaðar glóperurnar hans Edisons...?

 

 

edison_600w.jpg

 

 

Flúrperur eru sparperur og sparperur eru flúrperur. Munurinn er því í raun enginn annar en sá, að það sem við köllum í daglegu tali sparperur er minna um sig og með innbyggða svokallaða straumfestu eða ballest. Svo er auðvitað skrúftengi í öðrum endanum eins og á glóperum.

Þegar ég stóð í því að koma þaki yfir höfuðið fyrir rúmum þrem áratugum gerði ég strax ráð fyrir sparperum og hef því notað þær jafn lengi.  Ég kom þeim yfirleitt fyrir þannig að þær veittu milda óbeina lýsingu. Ég var ekki að hugsa um orkusparnaðinn, heldur var þægilegt að koma sparperunum fyrir til dæmis bak við gardínukappa og undir skápum í eldhúsinu. Lausleg talning í huganum segir mér að ég hafi notað "sparperur" á 15 stöðum í þessi 33 ár. 

Auðvitað á ég við þessar aflöngu perur sem ganga undir nafninu flúrperur. Það sem við köllum sparperur í dag er nánast sama fyrirbærið, aðeins minna. Það er jafn rétt að tala um smáflúrperur eða Compact Fluorecent Lamp (CFL) eins og sagt er og skrifað í útlöndum.

Aðvitað hef ég einnig töluvert notað þessar nýju litlu flúrperur. Í reynd hafa venjulegar glóperur verið í minnihluta á heimilinu undanfarið, en samt haft sinn tilgang. Stundum hef ég bölvað þessum nýju perum í sand og ösku, en kannski oftar hrósað þeim.

Mér er illskiljanlegt hvers vegna verið er að banna hinar sígildu glóperur með lögum. Hvers vegna ekki að leyfa fólki að ráða.  Ef smáflúrperurnar eru betri og hagkvæmari, þá mun almenningur smám saman skipta yfir í þær. Eingin þörf á skipunum frá misvitrum sjálfvitum.

Menn tala um að flúrperum fylgi minni mengun eð glóperum. Er það nú alveg víst? Ekki er ég viss um það. Í þessum nýtísku smáflúrperum er bæði flókinn rafeindabúnaður og kvikasilfur. Í glóperunum er bara vír sem hitnar í lofttæmdri glerkúlu. Ekkert annað.   Minni koltvísýringur myndast þegar rafmagn er framleitt fyrir flúrperur, segja menn. En á Íslandi þar sem kolakynnt orkuver þekkjast ekki?    Hve mikil orka fer í að framleiða eina smáflúrperu  með flóknum rafeindabúnaði? Hve mikil losun á koltvísýringi fylgir því ferli?   Svo er það allt annar handleggur, er koltvísýringur, sem er undirstaða alls lífs á jörðinni, mengun?   Kannski í huga sumra, en ekki allra.     Kvikasilfur frá þessum perum er auðvitað hrein mengun ef það sleppur út. Óhrein mengun er víst réttara hugtak.

Í sumar hef ég keypt alls fimm sparperur og notað til þess æði marga þúsundkalla. Á umbúðunum var lofað tíu ára endingu.   -   Ein þeirra lýsti ekkert frá byrjun nema með daufu flökatndi skini og enn ein dugði í um 10 klukkustundir þar til hún gaf upp öndina með látum og sló út öryggi í rafmagnstöflunni.  Afföllin voru tvær perur af fimm eða 40%.
Sussum svei...

 

 

Eftirfarandi upptalning er byggð á reynslu bloggarans af hinum gömlu góðu glóperum og flúrperum af ýmsum gerðum. Þetta er ekki því nein vísindaleg greining...

Kostir glópera

  • Mild og notaleg birta
  • Ljós "hreint" og laust við birtutoppa sem einkenna flúrperur.
  • Ódýrar
  • Auðvelt að farga
  • Lítil mengun
  • Notalegur hiti frá glóperum
  • Einfaldar í framleiðslu.

 

Ókostir glópera

  • Mikil orkunotkun
  • Tiltölulega stuttur líftími (Lengja má líftíma verulega með því að nota dimmir)

 

 

Kostir smáflúrpera ("sparpera")

  • Langur líftími
  • Lítil orkunotkun
  • Minni breyting í ljósstyrk við breytingar á veituspennu

 

Ókostir smáflúrpera ("sparpera")

  • Dýrar
  • Ljós "óhreint"sem gerir m.a myndatöku erfiða. Lósmyndir oft með grænleita slikju.
  • Nokkur útgeislun á útfjólubláa sviðinu.
  • Flókin smíði með dýrum innbyggðum rafeindabúnaði
  • Kvikasilfur inni í perunum
  • Erfitt að farga á vistvænan hátt
  • Radíótruflanir stafa frá  perunum, sérstaklega á langbylgju og stuttbylgjusviðum.
  • Ljósið frá flúrperum dofnar verulega með aldrinum
  • Tiltölulega lengi að  ná fullri birtu eftir að kveikt hefur verið á þeim
  • Illmögulegt að nota dimmi
  • Flökt á ljósi stundum sýnilegt. 
  • Flúrperur henta illa þar sem oft þarf að bregða upp ljósi í skamma stund, t.d. á salernum.

 

Sem sagt, í mínum huga er aðalkosturinn við flúrperur langur líftími og  minni orkunotkun. Ókostirnir eru þó allnokkrir.

 


 

sparpera.jpg

 Flókinn rafeindabúnaður er í sökkli perunnar

 

 

 naturalwhite fluorecent lamp

 


Ljósið frá flúrperum er miklu "óhreinna" en ljósið frá hefðbundnum glóperum. Takið eftir toppunum á efri ferlinum og hvernig ljósið er mun bjartara (neðri myndin) þar sem topparnir eru.  Jafnvel er um nokkra útgeislun á útfjólubláa sviðinu að ræða. Það gerir það að verkum að erfitt getur verið að taka myndir innanhúss þar sem lýsingin kemur frá flúrperum, hvort sem þær eru stórar eða litlar. Margir kannast við grænleita slikju á þannig myndum. Konur verða að gæta sín þegar þær eru að farða sig í ljósi frá flúrperum - útkoman getur komið á óvart Wink.

 

Nánar um litrófið frá flúrperum þar sem sjá má m.a. toppana frá kvikasilfri (mercury) hér.

 




halogen.png



 Á næstu árum  verður búið að banna allar glóperur, þar meðtalið halógenperur sem vinsælar eru m.a. í baðherbergisinnréttingum.   Thomas Alva Edison, faðir lósaperunnar, sem myndin er af efst á síðunni, mun þá örugglega snúa sér við í gröfinni.

 

 

Til umhugsunar: Þetta er skrifað að kvöldi dags við ljós frá hefðbundnum vistvænum glóperum í sumarhúsi sem er hitað með raforku og hitanum frá glóperunum.  Hér er nákvæmlega sama hvaðan hitinn kemur og rafmagnsreikningurinn nákvæmlega hinn sami hvort sem notaðar eru flúrperur eða glóperur. 

Ef skipt væri yfir í flúrperur eða "sparperur" þá hækkað hitastillirinn á ofnunum rafmagnsnotkun þeirra nákvæmlega jafn mikið og flúrperurnar spöruðu!    Er það ekki makalaust?    Hér myndi ég því ótvírætt menga náttúruna mun meira með því að skipta yfir í flúrperur eða smáflúrperur.  Það er mér mjög á móti skapi.

 

 

Der Spiegel: 
'Dictatorship of the Bureaucrats'   -    Light-Bulb Ban Casts Shadow over EU Democracy

 

 

Nokkur ábyrgðarlaus orð í lokin:

Nú hafa evrópskir sjálfvitar bannað gömlu góðu góðarperuna með lögum og auðvitað apa íslenskir hálfvitar það eftir og gleyma því að hér á landi tíðkast ekki að framleiða raforku með jarðefnaeldsneyti. Þykjast vera að bjarga heiminum, en það er víst bara byggt á misskilningi eins og margt annað á landi hér.

Hvers vegna mátti ekki leyfa markaðinum einfaldlega að ráða. Hvers vegna þurftum við íslendingar að apa þessa vitleysu eftir, erum við bara svona miklir hugsunarlausir aftaníossar? Ef smáflúrperurnar eru miklu betri og hagkvæmari en glóperur þá mun fólk auðvitað nota þær. Sjálfur notar bloggarinn þær víða. Í stöku tilvikum kýs maður þó að  nota hinar umhverfisvænu kvikasilfurslausu glóperur. Það má þó ekki lengur.

Jæja, kannski var þetta skrifað áf eintómu ábyrgðarleysi í hita leiksins...


 

edison_patent.jpg
 
 
 
 
 
 
Umhverfisvæn upphitun:
Heatballs eða hitakúlur með 95% nýtni fást hér
 
!
 
 A HEATBALL® is not a light bulb, but fits into the same socket!
 
 
 
 
Og svo í blálokin:
Samsæriskenning frá Norska Sjónvarpinu NRK2:
 

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Smávæglegar athugasemdir: Glóperureru eru fyltar inaktivri lofttegund nú til dags, eingin hvellur þegar þær brotna.

Það sem vegur þyngra er að glóperur hafa samhangandi litróf sem er margfallt betra fyrir sjónina og til annara hluta.

Sparperur eru með band, jafnvel línu litróf og því ónothæfar til margra hluta.

Leifur Þorsteinsson, 2.9.2012 kl. 13:21

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta var alveg ágætt þakka þér fyrir.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.9.2012 kl. 16:36

3 identicon

Sæll!

Ég held að eftir verði á markaði í EU glærar hitaperur, 75 og 100 W, með þeirri aukagetu að gefa frá sér milt glóperuljós. Kveðjur Þorgeir

Þorgeir Þorsteinsson (IP-tala skráð) 2.9.2012 kl. 17:07

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þessi afbragðsgóða úttekt segir í rauninni allt sem segja þarf um þetta mál, sem er enn eitt dæmið um það sambland af ofstæki og heimsku, sem gætir svo oft í málflutningi svonefndra „umhverfisverndarsinna“. Eins og þú segir: Leyfið mönnum að ráða því sjálfir hvaða perur þeir nota!

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.9.2012 kl. 23:48

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mjög fróðlegt. Takk.

Var einmitt að fá mér fallegan borðlampa, fékk mér sparperu með sem var svo bara ónýt þegar heim var komið.

Marta B Helgadóttir, 3.9.2012 kl. 00:15

6 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Það er ótrúlega algengt að sparperur séu ónýtar í pökkunum. Ég hef lent á slíkum perum oftar en einu sinni. Ég fékk líka sparperu sem var beinlínis brotin í pakkanum. Endingartími sparperanna er hvergi nærri því þau sex ár (á móti einu ári glóperanna) sem framleiðendur hafa haldið fram. Það þarf að taka með í dæmið þær perur, sem eru ónýtar þegar þær eru keyptar, þeirra endingartími er núll. Þar með lækkar meðaltalið strax verulega.

Magnús Óskar Ingvarsson, 3.9.2012 kl. 17:21

7 identicon

Hér er sagt frá stöðu þessara mála almennt á jörðinni núna:

http://en.wikipedia.org/wiki/Phase-out_of_incandescent_light_bulbs

Þorsteinn Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 23:42

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég gekk um íbúðina og bílskúrinn í morgun og taldi 38 flúrperur af ýmsum stærðum. Nennti ekki að telja glóperurnar.

Ágúst H Bjarnason, 5.9.2012 kl. 07:50

9 identicon

Ég hef búið í stórri gamalli íbúð með mörgum skrúfgangsljósastæðum. Fyrstu árin kostuðu sífelld peruskipti talsverða fyrirhöfn en smám saman skipti ég yfir í flúrperur og það varð allt annað líf. Núna bý ég í nýrri íbúð þar sem lýsingin er byggð upp með svonefndum 'halopin' smáperum sem þola deyfingu umyrðalaust og virðast njóta vaxandi vinsælda hjá kaupmönnum og neytendum. Þær eru að vísu bara í nýtniflokki C í stað A hjá flúrperunum. En þetta er afar þægilegt og enginn hefur enn kvartað um litrófið.

Edison snýr sér sjálfsagt við í gröfinni, en ætli framleiðendur olíulampa og gaslýsingar hafi ekki líka gert eitthvað álíka þegar ljósaperan kom fram?

Ég á líka sumarbústað sem hefur hingað til verið rafhitaður og kannast við það sem þú segir um það. En nú erum við að fá (jarð)hitaveitu í bústaðinn og þá snýst það dæmi við eins og það gerir raunar nú þegar hjá yfir 90% af ljósanotendum í landinu.

Ég held ekki að rót þessara breytinga sé hjá einhverjum stjórnvöldum, hvorki í einstökum ríkjum eins og Bandaríkjunum né hjá ESB. Þetta er einfaldlega tækniþróun eins og við höfum upplifað oft áður. Rökin með og móti banni sem aðferð eru flókin en svo mikið er víst að við "veljum" ekki lengur að setja blýbensín á bílana okkar eða nota asbest í hús. Þar sem Íslendingar geta ekki framleitt glóperur sjálfir munu þeir þurfa að fylgja heimsmarkaðnum í þessu, enda getum við vel nýtt orkuna sem sparast í margt annað, sem betur fer!

Þorsteinn Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 10:55

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Þorsteinn

Sjálfum er mér ekki illa við þessar perur og hefur þeim sífellt fjölgað hjá mér. Í upphafi fyrir um 30 árum notaði ég um 15 langar perur heima, síðan bættist við slatti þegar ég komst yfir nokkra flúrlampa sem ég setti í bílskúrinn, og smám saman fjöldi af smáflúrperum sem ég hef sett þar sem pláss hefur verið.  Sum ljósastæðin eru þó þannig að ekki hefur verið pláss fyrir þessar nýju perur sem hingað til hafa verið heldur fyrirferðameiri en smáflúrperur. Stundum hef ég þó haft ástæðu til að nöldra yfir þeim, en það ristir ekki djúpt.  Verð spældur þegar þær endast illa. Það er þó mikill kostur hve vel þær endast að jafnaði.   Ég get þó ekki annað en viðurkennt að ég mun sakna þess að geta ekki keypt faéinar glóperur í framtíðinni, en ég á þó til allnokkrar ónotaðar  í geymslunni. 

Ágúst H Bjarnason, 5.9.2012 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband