Laugardagur, 24. nóvember 2012
Ég nota kjarnorku fyrir hita og ljós í kofanum mínum...
Ég nota kjarnorku til að hita upp kofann minn í íslensku sveitinni og einnig til að lýsa hann upp í skammdeginu. Enn sem komið er eru það ekki nema 5% raforkunnar sem ég nota sem koma frá kjarnorku og 6% frá kolum og olíu. Ég get þó verið sæmilega ánægður því heil 89% koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Humm... Er átt við jarðvarmann sem á uppruna sinn að rekja til kjarnorkunnar í iðrum jarðar? Það hélt ég fyrst, en málið er ekki svo einfalt. Þetta kom mér á óvart, en ég hlýt að trúa upplýsingum frá opinberum aðilum, þó ótrúlegar séu. Myndin hér að ofan er úr skjalinu Uppruni raforku - Stöðuð yfirlýsing fyrir árið 2011 sem skoða má hér á vef Orkustofnunar.
|
Ég er aldeilis hlessa... Skýringuna er að finna hér á vef Orkustofnunar. Reyndar er svona hringavitleysa langt fyrir ofan minn skilning. Tengist þetta beint eða óbeint kaup og sölu á kolefniskvóta? Ef svo er, hversvegna eru menn að standa í þessu? Hvað sem þessu líður, þá er Ísland ekki lengur grænt í huga útlendinga. Það er ekki lengur hægt að markaðssetja íslenska orku sem græna. Uppruni orkunnar er ekki lengur endurnýjanleg samkvæmt opinberum gögnum, heldur einnig kjarnorka og jarðefni Þeir ferðamálafrömuðir sem vilja selja Ísland sem land þar sem öll orka til húshitunar og lýsingar er endurnýjanleg geta ekki lengur fengið vottorð um að svo sé, jafnvel þó allir viti mætavel að hvorki kjarnorka né jarðefnaeldsneyti sé notað í íslenskum orkuverum. Kerfið segir annað og við skulum bara gjöra svo vel og trúa því, þó það sé endemis vitleysa. Hverslags kjánaskapur er þetta eiginlega?
¿¿¿ ...Skilekki... ???
Ef einhver skilur hvað er á seyði, þá er pláss hér fyrir neðan til að skýra það út á mannamáli fyrir okkur hin sem ekki skiljum... |
Markmiðið er að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum
og spyrna þar með gegn auknum gróðurhúsaáhrifum."
Koldíoxíð 42,25 g/kWh
Geislavirkur úrgangur 0,15 mg/kWh"
Hverjir hafa verið að selja Fjallkonuna?
Uppfært í júní 2013: Hlutur kjarnorku og jarðefnaeldsneytis hefur verið aukinn frá því í fyrra.
"Losun koldíoxíðs og kjarnorkuúrgangs í hlutdeild raforkusölu á Íslandi 2011 er því þannig: Koldíoxíð 159,05 g/kWh
|
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt 8.7.2013 kl. 13:17 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
Olíuverðið í dag:
|
||||||||
|
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 12
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 112
- Frá upphafi: 766552
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
-
majab
-
ragu
-
amadeus
-
andres08
-
apalsson
-
asabjorg
-
askja
-
astromix
-
baldher
-
biggibraga
-
bjarkib
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
bjorn-geir
-
blindur
-
bofs
-
brandarar
-
daliaa
-
darwin
-
duddi9
-
ea
-
egillsv
-
einari
-
einarstrand
-
elinora
-
elvira
-
emilhannes
-
esv
-
eyjapeyji
-
fhg
-
finder
-
finnur
-
fjarki
-
flinston
-
frisk
-
gattin
-
geiragustsson
-
gillimann
-
gretaro
-
gthg
-
gudmbjo
-
gudni-is
-
gummibraga
-
gun
-
gutti
-
haddi9001
-
halldorjonsson
-
halldors
-
hlini
-
hof
-
hordurhalldorsson
-
hreinsamviska
-
hronnsig
-
hugdettan
-
icekeiko
-
ingibjorgelsa
-
jakobbjornsson
-
jakobk
-
johannesthor
-
johnnyboy99
-
jonaa
-
jonasgunnar
-
jonmagnusson
-
jonpallv
-
jonthorolafsson
-
juliusvalsson
-
karljg
-
katrinsnaeholm
-
kikka
-
kje
-
klarak
-
kolbrunb
-
krissiblo
-
ksh
-
kt
-
lehamzdr
-
liljabolla
-
lillagud
-
lindalea
-
lucas
-
maeglika
-
maggij
-
maggiraggi
-
marinomm
-
martasmarta
-
marzibil
-
mberg
-
midborg
-
minos
-
morgunbladid
-
mosi
-
mullis
-
naflaskodun
-
nimbus
-
nosejob
-
omarbjarki
-
ormurormur
-
palmig
-
perlaoghvolparnir
-
peturmikli
-
photo
-
possi
-
prakkarinn
-
raggibjarna
-
rattati
-
ravenyonaz
-
redlion
-
rs1600
-
rynir
-
saemi7
-
sesseljamaria
-
sigfus
-
sigurgeirorri
-
sjalfstaedi
-
sjerasigvaldi
-
skari60
-
skulablogg
-
sleggjudomarinn
-
stebbix
-
steinibriem
-
steinnhaf
-
stinajohanns
-
stjornuskodun
-
storibjor
-
straitjacket
-
summi
-
tannibowie
-
thil
-
thjodarskutan
-
throsturg
-
toro
-
tryggvigunnarhansen
-
valdimarjohannesson
-
valdinn
-
vefritid
-
vey
-
vidhorf
-
vig
-
visindin
-
vulkan
-
kristjan9
-
arkimedes
-
kliddi
-
eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hvað var það nákvæmlega sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði undir í Kaupmannahöfn fyrir einum 2 árum? Hún afsalaði vissulega réttmætum kolefniskvóta þjóðarinnar - en ætli það þurfi líka að falsa tölurnar til þess að það afsal gangi upp?
Kolbrún Hilmars, 24.11.2012 kl. 15:56
Á vef Orkuveitu Reykjavíkur http://www.or.is/Umhverfiogfraedsla/Umhverfismal/Upprunaabyrgdir/ er góð skýring á þessu makalausa fyrirbæri.
Þar stendur meðal annars: "...Upprunaábyrgðir raforku koma til í kjölfar Kyoto bókunarinnar og þeirrar ákvörðunar ríkja að láta loftslagsmál sig varða. Markmiðið er að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum og spyrna þar með gegn auknum gróðurhúsaáhrifum.
Um markaðinn í Evrópu.
Evrópu er ákveðinn hluti raforkunotenda sem af umhverfisástæðum vill einungis kaupa vottaða endurnýjanlega orku. Áður en markaður fyrir upprunaábyrgðir var settur á laggirnar var það ekki í boði í mörgum ríkjum þar sem gas og kjarnorka eru aðal orkugjafarnir.
Því hefur skapast markaður fyrir upprunaábyrgðir raforku sem virkar þannig að þeir sem framleiða endurnýjanlega orku geta selt græn skírteini til orkusölufyrirtækja í öðrum löndum sem síðan bjóða upp á sérstakan grænan taxta til sinna viðskiptavina. Stærsti hluti grænna skírteina á markaðnum kemur í dag frá norskum vatnsaflsvirkjunum, en þau geta komið frá hvaða „græna“ orkuframleiðanda sem er í Evrópu.
Það er því búið að markaðsvæða raforkuna. Ákveðinn hluti kaupenda vill frekar kaupa endurnýjanlega orku og nú er búið að gera þeim kleift að kaupa hana. Vinsældir grænu orkunnar umfram kjarnorku og gas skilar sér nú í því að hún er meira virði fyrir framleiðendur hennar en áður..."
Þá vitum við það. Verið er að selja græna ímynd Íslands til þess að friðþægja einhverja útlendinga sem vilja greiða hærra verð fyrir að kaupa einhverja græna platorku. Allt í nafni náttúruverndar og til að sporna við auknum gróðurhúsaáhrifum!
Jahérnahér. Ekki er öll vitleysan eins. Til hamingju Ísland að vera komið í hóp ríkja sem framleiða raforku með kjarnorku, að minnsta kosti sýndarorku. Er hægt að leggjast lægra?
Ágúst H Bjarnason, 24.11.2012 kl. 19:45
Á vefsíðu Orkuveitu Reykjavíkur sem nefnist Umhverfi og fræðsla er fjallað um þetta mál. Sjá hér.
---
Upprunaábyrgðir - Spurt og svarað
Hver stendur fyrir þessu?
Yfirvöld ásamt orkuframleiðendum, Landsneti og Orkustofnun.
Hvert er markmiðið með þessu?
Að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í heiminum og sporna þar með gegn aukningu gróðurhúsaáhrifa. Markmið erlendra orkusala sem kaupa græn skírteini er að þjóna kröfum viðskiptavina sinna sem sumir vilja kaupa vottaða græna orku. Bætir stöðu grænna orkuframleiðenda á kostnað mengandi orkuframleiðenda (gas, kjarnorku).
Hver er hagur Orkuveitunnar?
Tekjur af sölu á upprunaábyrgðum geta orðið þónokkrar þegar fram líða stundir.
Er Orkuveitan að selja kjarnorku?
Kjarnorka og gas eru hluti af samsetningu uppruna raforkunnar. En við framleiðum hvorki kjarnorku né brennum gas. Ástæðan fyrir því að við sýnum kjarnorku og gas er að þegar grænt skírteini er selt til Evrópu þá flyst upprunaleg orkusamsetning frá kaupanda í Evrópu til Íslands til að forðast tvítalningu á uppruna. Sem dæmi er hlutfall kjarnorku og gass mun hærra í samsetningunni í Noregi, þar sem þeir selja mun meira af grænum skírteinum en Íslendingar.
Get ég valið um að kaupa bara vottaða endurnýjanlega orku?
Það verður sérstakur taxti fyrir það í nánustu framtíð.
Er samsetningin misjöfn milli raforkusala á Íslandi?
Nei, allir orkusalar á Íslandi selja samkvæmt þessari samsetningu frá 1. júní 2012 – 1. júní 2013. (Þetta breytist um leið og einhver viðskiptavina orkufyrirtækjanna kaupir sína raforku með upprunaábyrgðum)
Lækkar rafmagnsverðið við þetta?
Ekki til skamms tíma en til lengri tíma bætir þetta stöðu íslenskra orkuframleiðenda.
Af hverju er miðað við árið 2011?
Tölurnar eru uppfærðar í júní á hverju ári fyrir næsta heila almanaksár á undan.
---
Ágúst H Bjarnason, 25.11.2012 kl. 10:20
Þessi "græna" orka er algjör svikamylla. Þessi tilvitnun frá Orkuveitunni er t.d. alveg stórkostleg lygi svo maður fari fínt í hlutina:
"Vinsældir grænu orkunnar umfram kjarnorku og gas skilar sér nú í því að hún er meira virði fyrir framleiðendur hennar en áður"
"græna" orkan er nú ekki meira virði fyrir framleiðendurnar en svo að vindorkuver hafa verið rekin með bullandi tapi í meira og minna allt haust hér í Svíþjóð vegna þess að raforkuverð er svo lágt að það stendur ekki undir kostnaði við rekstur vindorkunnar, þrátt fyrir að raforka framleidd í kjarn-, vatns, kola- og gasorkuverum sé að niðurgreiða vindorkuna um talsverðar upphæðir. Svo ekki sé minnst á sólarorkuna sem á seint ef nokkurn tíma eftir að vera annað en peningasuga.
Gulli (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 10:55
Miðað við að skráning orkusamsetning flytjist frá kaupanda til seljanda, mætti setja dæmið þannig upp að selji íslensk orkufyrirtæki 39% grænt "yfirskin" í viðbót, þá yrði einungis 50% íslenskrar orkuframleiðslu skráð græn. Hin 50% mengandi.
Samt hefur ekkert breyst í raunveruleikanum. Þetta er ljótur blekkingarleikur.
Kolbrún Hilmars, 25.11.2012 kl. 12:36
Hér er greinilega verið að blekkja neytendur, ekki satt?
Græn-fíknir orkukaupendur í Evrópu merkja við að þeir vilji borga meira fyrir raforkuna gegn því að hún sé vottuð frá endurnýjanlegum lindum. Orkusalarnir kaupa "vottorð" frá okkur og í staðinn eru framleiðslutölur hér falsaðar.
Orkusalarnir selja svo þessa falskvottuðu "grænu" orku enn dýrara en því nemur sem við fáum borgað fyrir vottorðin. Orkusalarnir græða, neytendurnir fá orku úr kolum og kjarnorku og við erum í raun þjófsnautar!
Hvað var Íslendingum greitt fyrir þessi fölsuðu vottorð?
Hversu mikil var álagning orkusalanna ofan á kostnaðinn að kaupa þessi vottorð af okkur?
Svandís mætti ljúka sínum ferli með því að finna þessar upplýsingar fyrir okkur.
Björn Geir Leifsson, 25.11.2012 kl. 12:50
Svo má spyrja í framhaldinu - þar sem okkar orkusalar eru (a.m.k. á pappírunum) að kaupa kjarnorkuúrgang í skiptum fyrir okkar "grænt og vænt", hvort við verðum síðan í framtíðinni skikkuð til þess að greiða fyrir eyðingu hans?
Svandís má gjarnan svara því líka.
Kolbrún Hilmars, 25.11.2012 kl. 15:27
Kolbrún. Það er ómögulegt að segja kvað framtíðin ber í skauti sér. Hver veit nema við verðum, sem framleiðendur raforku með kjarnorku, skikkuð til að greiða fyrir förgun úrgangsins, þó svo það virðist fráleitt.
Til skamms tíma (mælt í mánuðum) getum við haft einhvern smá hagnað af sölu svona syndaaflátsbréfa til orkusóðanna á meginlandinu, en til lengri tíma litið (mælt í áratugum) getur þetta valdið okkur gríðarlegu tjóni, m.a. vegna þess að með þessari aðgerð er búið að valda gríðarlegu óafturkræfu tjóni á ímynd landsins, sem mun koma niður á ferðaþjónustu og markaðssetningu erlendis á íslenskum vörum og orkutengdum iðnaði.
Ágúst H Bjarnason, 26.11.2012 kl. 06:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.