Sól ég sá, sanna dagstjörnu, drjúpa dynheimum í --- Sólvirknin nálgast hámark sem er mun lćgra en hiđ fyrra...

 

 



solarlag_des2012.jpg


Sól ég sá, sanna dagstjörnu, drjúpa dynheimum í...  Ţannig byrjar eitt erindiđ af 83 í hinum fornu Sólarljóđum sem komu mér í hug fyrir skömmu ţegar ég sá myndina sem myndavélin mín fangađi í uppsveitunum fyrir fáeinum dögum. Sólarljóđin eru eftir óţekktan höfund líklega frá ţví nokkru eftir áriđ 1200, en ljósop myndavélarinnar myndađi ţessa fallegu stjörnu og bjó óbeđiđ til ţessa fallegu sólargeisla.

Í dag á vetrarsólstöđum er sólin lćgst á lofti. Hún rétt nćr ţví ađ komast um 3 gráđur yfir sjóndeildarhringinn á höfuđborgarsvćđinu um hádegisbil. Skammdegiđ er í hámarki, en á morgun fer daginn ađ lengja aftur, fyrst um eitt hćnufet og síđan um tvö, og svo skref fyrir skref...

Í ţessum sólarpistli er fjallađ um fortíđ, nútíđ og framtíđ...

Hin sanna dagstjarna, sólin, sem viđ búum í nábýli viđ og veitir okkur birtu og yl, er svokölluđ breytistjarna. Viđ verđum ekki vör viđ ţađ dags daglega, en ţegar grannt er skođađ sjáum viđ ađ ásjóna hennar breytist nokkuđ reglulega. Hún kćtist og verđur freknótt og sprćk međ um 11 ára millibili, og ţá prýđa sólblettir ásjónu hennar. Ţess á milli hverfa blettirnir og sólin verđur ekki eins virk. Međ mćlitćkjum má sjá ađ birtan frá sólinni breytist örlítiđ á ţessu tímabili, ekki mikiđ, en nóg til ţess ađ hćgt sé ađ nefna hana breytistjörnu eđa "variable star".

Ţađ er ekki nóg međ ađ sólin breytist međ svonefndri 11 ára sveiflu, heldur má greina lengri sveiflur, 90 ára, 200 ára, o.s.frv.  Ţađ veldur ţví ađ fjöldi sólbletta í hámarki 11-ára sveiflunnar er breytilegur. Stundum stundum er sólblettatalan vel á annađ hundađ, stundum minna en hundrađ og jafnvel hefur komiđ fyrir ađ nánast engir sólblettir hafa sést. Svo eru sveiflurnar mislangar, síđasta sólsveifla var óvenju löng eđa 12,6 ár.

Viđ erum nú ađ nálgast hámark 11-ára sólsveiflu sem hefur rađnúmeriđ 24. David Hathaway hjá NASA gefur reglulega út spádóma ţar sem hann reynir ađ spá fyrir um hćđ sólsveiflunnar. Nú er hámarkinu nćstum náđ eins og sjá má á fallegu myndinni hér fyrir neđan sem fylgir nýjustu spá hans:

 

hathaway_sunspot_prediction_dec2012.gif

 

Eins og sjá má myndinni hér fyrir ofan, ţá stefnir sólvirknin í hámark "11-ára sólsveiflunnar" á allra nćstu mánuđum.   Sólblettatalan verđur nú um 70 en var um 120 viđ síđasta hámark.  Ţađ er töluverđur munur, en ţađ getur veriđ fróđlegt ađ bera ţessa sólblettatölu viđ fyrri sólsveiflur.

 

 

sidc_dailysunspotnumbersince1900.gif

Hér sjáum viđ sólsveiflur aftur til ársins 1900 og blasir ţá viđ ađ núverandi sólsveifla ćtlar ađ verđa sú veikasta í 100 ár. Ađeins sólsveiflan sem var í hámarki um ţađ bil 1905 var lćgri.

 

 

600px-solar_cycle.gif

 

Hér sjáum viđ sólsveiflur aftur til ársins 1600 er menn byrjuđu reglubundiđ ađ fylgjast međ sólblettum, reyndar ekki kerfisbundiđ fyrr en síđar. Ţađ var einmitt fyrir rúmum 400 árum ţegar Galileo Galilei beindi sjónauka sínum til himins sem menn fóru ađ fylgjast međ hinum furđulegu sólblettum af áhuga. Sólsveiflu 24, sem nú nálgast hámark, vantar á myndina.

En hvađ gerist á tímabilinu 1650 til 1700, sjást engir sólblettir ţá? Ţeir voru víst sárafáir sem prýddu ásjónu sólar ţá. Sólblettalausa tímabiliđ nefnist Maunder Minimum, eđa Maunder lágmarkiđ í virkni sólar og er kennt viđ stjörnufrćđinginn Edward Walter Maunder sem rannsakađi ţetta tímabil, en af einhverjum ástćđum fellur ţađ saman viđ kaldasta tímabil Litlu Ísaldarinnar. Ţetta tímabil hefur einnig ţađ virđulega nafn Grand Minimum.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá annađ lítiđ virkt tímabil viđ sólsveiflur 5 og 6, en ţađ kallast Dalton lágmarkiđ, en ţá var líka af einhverjum ástćđum frekar svalt.  Viđ tökum einnig eftir ađ sólsveiflan sem var í hámarki 1905 og minnst var á fyrr í pistlinum hefur rađnúmeriđ 14.

Nú vaknar auđvitađ áleitin spurning; heldur sólvirknin áfram ađ minnka? Er hćtta á ađ sólvirknin stefni í annađ Grand Minimum á nćstu árum? Enginn veit neitt um ţađ, en vísindamenn reyna auđvitađ ađ sjá lengra en nef ţeirra nćr.

 

 

livingston_and_penn.png

Efri myndin: Birta sólbletta hefur fariđ vaxandi undanfarin ár. Ţeir verđa ţví ekki eins svartir og hverfa síđan ađ mestu ef heldur fram sem horfir.


Neđri myndin: Styrkur segulsiđs innan sólbletta hefur fariđ lćkkand.

 

Myndin hér ađ ofan er fengin úr grein tveggja vísindamanna ţeirra Livingston og Penn, sjá tilvísun í greinar neđst á síđunni. Reyndar er ţetta uppfćrđ mynd sem inniheldur nýjustu mćlingar, allt til ţessa dags.  Ţeir hafa um árabil fylgst međ sólinni á óvenjulegan hátt. Ţeir hafa nefnilega veriđ ađ fylgjast međ ţví hvernig birta sólblettanna breytist međ tímanum, svo og styrkur segulsviđsins inni í ţeim. Ţađ er auđvitađ tiltölulega einfalt ađ mćla birtuna, en til ţess ađ mćla segulsviđiđ hafa ţeir notađ svokölluđ Zeeman hrif sem valda ţví ađ litrófslínur klofna í fleiri línur í segulsviđi.

Á neđri myndinni sjáum viđ hvernig styrkur segulsviđsins í sólblettunum hefur fariđ minnkandi. Ţeim félögum Livingston og Penn reiknast til, ađ ţegar styrkurinn er kominn niđur í 1500 Gauss ađ ţá verđi birtuskilin (contrast) milli sólblettanna og umhverfis ţeirra orđinn svo lítil ađ blettirnir verđa ósýnilegir og munu ţví hverfa sjónum okkar ađ mestu međan ţetta ástand varir. Er nýtt Grand Minimum á nćsta leiti?  Daufa bláa línan sem sker lóđrétta ásinn viđ 1500 Gauss sýnir okkur ţessi mörk og línan sem hallar niđur til hćgri sýnir okkur hver tilhneigingin er í dag.

Ef fram heldur sem horfir, ţá munu ţessar linur skerast eftir  fáein ár. Lesendur geta reynt ađ finna út hvenćr ţađ verđur...

Auđvitađ er ekki víst ađ ferillinn sem sýnir styrk segulsviđsins inni í sólblettunum haldi áfram ađ falla, en líklegt má telja ađ nćsta sólsveifla, sólsveifla númer 25, muni verđa öllu lćgri en núverandi sem er sú lćgsta í yfir 100 ár.

 

sunspots_earth_size_big-486w.jpg

 

                                                Sólblettur getur veriđ gríđarstór

 

Ţessi minnkandi virkni sólar mun ţó gefa okkur kćrkomiđ tćkifćri til ađ meta áhrif sólar á  hitafar jarđar. Ef ţau áhrif eru óveruleg ţá mun halda áfram ađ hlýna međ auknum styrk koltvísýrings í loftinu, en hćtti ađ hlýna og fari síđan ađ kólna...   -  Viđ Frónbúar skulum bara vona ađ ekki kólni, ţví ţađ yrđi fćstum okkar hér á klakanum kćrkomiđ.

 

Hvađ um ţađ, hátíđ fer í hönd og ţví tilefni til ađ enda ţennan Sólarpistil á ţeim hluta hinna merku  Sólarljóđa sem ljóđin eru kennd viđ. Ţetta eru erindi númer 39-45 af 83:

 

 





...

Sól ek sá,
sanna dagstjörnu,
drúpa dynheimum í;
en Heljar grind
heyrđak ek á annan veg
ţjóta ţungliga.

Sól ek sá
setta dreyrstöfum;
mjök var ek ţá ór heimi hallr;
máttug hon leizk
á marga vegu
frá ţví sem fyrri var.

Sól ek sá,
svá ţótti mér,
sem ek sćja göfgan guđ;
henni ek laut
hinzta sinni
aldaheimi í.

Sól ek sá,
svá hon geislađi,
at ek ţóttumk vćttki vita;
en gylfar straumar
grenjuđu annan veg,
blandnir mjök viđ blóđ.

Sól ek sá
á sjónum skjálfandi,
hrćđslufullr ok hnipinn;
ţví at hjarta mitt
var harđla mjök
runnit sundr í sega.

Sól ek sá
sjaldan hryggvari;
mjök var ek ţá ór heimi hallr;
tunga mín
var til trés metin,
ok kólnat at fyrir utan.

Sól ek sá
síđan aldregi
eftir ţann dapra dag,
ţví at fjalla vötn
lukđusk fyrir mér saman,
en ek hvarf kallađr frá kvölum.

...

 

Sólarljóđ eru talin vera frá tímabilinu 1200-1250. Höfundur er óţekktur. Í Ţjóđsögum Jóns Árnasonar stendur: „Sćmundur andađist 1133, en međ hverjum atburđum höfum vér eigi heyrt; ţó segja menn, ađ hann ţrídagađur hafi úr líkrekkjunni risiđ og ţá kveđiđ ţá drápu, er hans Ljóđa-Eddu er vön ađ fylgja og kallast Sólarljóđ".  Ţessu  trúum viđ rétt mátulega, en ţjóđsagan ekki verri fyrir ţađ.

Í Sólarljóđum  birtist kristinn og heiđinn hugarheimur og ţar birtist fađir syni sínum í draumi og ávarpar hann frá öđrum heimi.

Sólarljóđ má t.d. lesa hér ásamt enskri ţýđingu sem Benjamin Thorpe gerđi 1866. Tilvísanir í ţýđingar á önnur tungumál má finna hér.

Ţađ er vel ţess virđi ađ lesa Sólarljóđ í heild sinni.  

 

 
 
 
jkort2.jpg
 
 
 
 
 
Krćkjur:
 
 
 
 
Livingston & Penn: Sunspots may vanish by 2015
 

Dr. Leif Svalgaard (fyrirlestur): Livingston & Penn Data and Findings so Far
 
 
 
 
 
 
 
 

Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Takk fyrir ţessa fćrslu, minn uppáhaldsdagur, takk fyrir áriđ sem er ađ líđa og gleđilegt nýtt ár.

Ásdís Sigurđardóttir, 21.12.2012 kl. 11:59

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sama hér Ásdís.  Ég held mikiđ upp á ţennan dag og liggur viđ ađ ég fari jafnvel ađ hlakka til vorsins um leiđ og daginn fer ađ lengja...  Gleđilega hátíđ og takk fyrir áriđ sem er ađ líđa.

Ágúst H Bjarnason, 21.12.2012 kl. 19:00

3 identicon

Mér lćt nú stundum út úr mér ađ ţađ sé komiđ vor um leiđ og vetrasólstöđur eru liđnar.Og ekki sízt núna ţegar Ragnarök voru framundan ađ sumra áliti .
 Gleđilega jól Ágúst  og vona ađ ţessi nýbyrjađa  hringferđ um sólina verđi ánćgjuleg hjá ţér.  

Sigurbjörn Ólafsson (IP-tala skráđ) 24.12.2012 kl. 03:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Des. 2024
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband