Sjónarspil á himni um jólin - og Álfadansinn...

 

 

Júpiter og tunglið á jóladag

 



 
Það sakar ekki að gjóa augum til himins að kvöldi jóladags.

Þar mun Karlinn í Tunglinu spóka sig með Júpiter sjálfum á suðaustur himninum.
 
Óríon verður skammt undan og tekur þátt í gleðskapnum ásamt Systrunum sjö.
 
Hver veit nema öll syngi þau saman Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár...



 

Myndin er tekin úr tölvu-stjörnukortinu Starry Night Pro og sýnir hvernig afstaða Tunglsins og Júpiters verður klukkan 9 að kvöldi  25. desember. Máninn verður þar örskammt frá hinni björtu reikistjörnu.  Það sakar ekki að hafa með sér sjónauka, jafnvel venjulegan handsjónauka.

Nú er bara að vona að ekki verði skýjað...

Vefsíða NASA Christmas Sky Show.

 

 

 ...en þar sem við erum að fjalla um Mánann:

 

 

                                                             Álfadansinn

jon_olafsson_ritstjori.jpgNú er ekki nema vika til áramóta og allir kunna að syngja Máninn hátt á himni skín...   Hvernig varð Álfadansinn til?

Langafi minn, Jón Ólafsson ritstjóri, átti auðvelt með að yrkja og var fljótur að því. Eftirfarandi birtist í Iðunni - Tímarit til skemmtunar, nytsemdar og fróðleiks árið 1916 sem lesa má hér. Umfjöllunin um Jón Ólafsson hefst á blaðsíðu 82.

 

 

Eftirfarandi úrklippa er frá blaðsíðum 84-85, en þar er fjallað um Álfadansinn:

 

"... Piltar léku þá oft sjónleika um miðsvetrarleytið
og höfðu það til siðs að syngja eitthvert ný-ort kvæði
undan leiknum. í þetta sinn (1873) höfðu þeir fengið
loforð hjá Jóni um að yrkja kvæðið, en hann var
þá á einhverju slarki, og svo rann upp dagurinn,
að ekki fengu þeir kvæðið. Kristján Eldjárn og annar
maður til fóru þá heim til Jóns kl. 2 um daginn,
en hann bjó þá eins og síðar á horninu á Laugavegi
og Skólavörðustíg.

Þegar þeir koma inn til Jóns,
sefur hann svefni hinna réttlátu. Kristján veður þá
að honum, dregur hann harkalega fram á rúmstokk-
inn og heimtar af honum kvæðið; en Jón hafði
ekkert kvæði ort. Lofar samt að gera það svo tíman-
lega, að þeir geti sungið það um kvöldið, og það varð:


          Halló, halló!
     Á bylgjandi bárum
     nú beitið ei árum,
     en seglið pér greiðið,
     því gott er nú leiðið
og látum nú klofinn hinn löðrandi sjó,
því leiðið er inndælt. Halló!


-

Annað kvæði, sem Jón var að eins eina »matmáls-
stund« að yrkja, var hið þjóðkunna kvæði »Máninn
hátt á himni skín«
. Þeir höfðu komið sér saman um
það ungir mentamenn í bænum, ég held að undirlagi
Valdemars Briems, að halda álfadans á gamla-árs-
kvöld 1871.

Verkum var þannig skift niður, að Ólafur
sá, sem nefndur var »HvítaskáId« í skóla, síðar
prestur  að Ríp,   skyldi yrkja upphafskvæðið,   er álf-
arnir komu á svellið, Jón Ólafsson sjálfan álfadans-
inn og Valdemar Briem um brautförina af svellinu.

Jón varð hugfanginn af hugmyndinni og gekk um
kvöldið heim með Eiríki Briem, sem þá bjó í Hjalte-
steðshúsi. Þar var matur á borðum, hangikjöt og
annað góðgæti og bauð Eiríkur Jóni að borða. Sett-
ust þeir niður sinn hvoru megin við borðið, en Jón
sinti ekki matnum, heldur tók að yrkja, og það stóð
heima, þegar Eiríkur var búinn að borða, hafði Jón
lokið kvæðinu. Daginn eftir kom Valdemar Briem
svo sínu kvæði á hann líka, og hann var eittkvað
álíka fljótur að yrkja það..."

 

- - -


Álfadansinn  (Eins og hann birtist í Þjóðólfi 23. janúar 1872):

 

BLYSFARARDANS
[Sungið við „Álfadansinn" á Reykjavíkurtjörn (— með
færeyska Vikivaka-laginu: „Góða skemtan gjöra skal þars eg
geng í dans),  —   í blysför eðr við  blysburð   stúdenta og
skólapilta á gamlárskvöld 31. Desember 1871].

 

1.  Máninn hátt á himni skín
            hrímfölr og grár.
     Líf og tími Iíður,
           og liðið er nú ár.


K ó r : Bregðum blysum á lopt
           bleika lýsum grund;
           glottir tungl, en hrín við hrönn,
           og hraðfleig er stund.


2.  Kyndla vora hefjum hátt,
           horfið kveðjum ár.
     Dátt vér dansinn stigum,
           dunar ísinn grár.


Bregðum blysum á lopt o. s. frv.


3.  Nú er veðr næsta frítt
           nóttin er svo blíð.
     Blaktir blys í vindi,
           blaktir líf í tíð.


Bregðum blysum á lopt o. s. frv.


4.  Komi hver sem koma vill,
           komdu nyja ár.
     Dönsum dátt á svelli,
           dunar ísinn blár.


Bregðum blysum á lopt o. s. frv.


5. Færðu unað, yndi' og heill
           öllum vættum lands.
     Stutt er stund að líða,
           stígum þétt vorn dans.


Bregðum blysum á lopt o.s.frv.


6. Færðu bónda' í búið sitt
           björg og heyja-gnótt.
     Ljós í lopti blika,
           líðr fram á nótt.


Bregðum blysum á lopt o.s.frv.


7. Gæfðir veittu', en flýi frost,
           fiskinn rektu' á mið.
     Dunar dátt á svelli,
           dansinn stígum við.


Bregðum blysum á lopt O.s.frv.


8. Framför efldu, fjör og líf
           færðu til vors lands.
     Stutt er stund að líða,
           stígum þétt vorn dans.


Bregðum blysum á lopt o.s.frv.


9. Máninn hátt á himni skín
           hrímfölr og grár.
     Líf og tími líður,
           og liðið er nú ár.


           Bregðum blysum á lopt
           bleika lýsum grund.
           Glottir tungl, en hrín við hrönn
           og horfin er stund.

 

Jón var fæddur 1850 og því 21 árs þegar hann orti Álfadansinn eða Blysfarardansinn skömmu fyrir gamlársdag 1871.

 

 

 

Gleðileg  jól !

 
 

tungl.jpg

 

 

Hrímfölur og grár...

Gleymið ekki Tunglinu og Júpiter á jóladagskvöld.

Svona verður afstaðan um miðnætti.

Reynið að koma auga á tungl Júpiters með sjónauka!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk Ágúst, ég mun líta til himins.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.12.2012 kl. 14:27

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Gleðileg jól, Ágúst og enn einu sinni þökk fyrir þína aldeilis frábæru síðu og allan þann fróðleik sem þú dregur saman og færir okkur letingjunum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.12.2012 kl. 17:33

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðileg jól Ágúst og takk fyrir ævinlega skemmtilega og fróðlega síðu.

Marta B Helgadóttir, 24.12.2012 kl. 23:31

4 identicon

Takk fyrir allan fróðleikinn sem þú hefur veitt mér, Gleðileg Jól.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 23:38

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ásdís, Vilhjálmur, Marta og Rafn.  Ég óska ykkur sömuleiðis gleðilegra jóla.

Ágúst H Bjarnason, 25.12.2012 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband