Hugsanleg skýring á blæðingu þjóðvega...?

 

 

653991.jpg

 

 

Hvað var það sem vann sem gikkur og hleypti ferlinu af stað nánast samtímis á hundruð kílómetra kafla, nokkrum mánuðum eftir að klæðningin var lögð? Blæðingin fór skyndilega af stað og hætti jafn skyndilega. Nánast samtímis alls staðar.

Getur verið að skýringin á þessu sé eftirfarandi fyrirbæri sem við gætum kallað "frostdælingu"?

Hugsum okkur að hitastig sé að sveiflast umhverfis bræðslumark vatnsins, sem er 0°C ef það er hreint, en lægra ef það er blandað óhreinindum eða salti. Þannig hefur veðurfar líklega verið undanfarið, en við vitum ekki hve hreint vatnið hefur verið og þekkjum því ekki vel við hvaða hitastig það frýs/þiðnar.  Munum eftir því að vatn þenst  skyndilega út um 8% um leið og það frýs og breytist í klaka.

 

 - Sprunga hefur myndast í yfirborðið.

 - Hugsum okkur til einföldunar að frost sé að nóttu en þíða að degi til. 

 - Vatn seitlar niður um sprunguna og safnast fyrir undir klæðningunni meðan frostlaust er.

 - Hitastig fer niður fyrir frostmark vatnsins að nóttu. Vatnið þenst út og þrýstist frosið upp um sprunguna ásamt olíu/biki sem undir klæðningunni er.

 - Næsta dag fer hitinn upp fyrir frostmark vatnsins. Ísinn bráðnar og sprungan ásamt holrúminu undir klæðningunni fyllist aftur af vatni.

 - Næstu nótt er frost, vatnið/ísinn þenst út um 8% og þrýstir meira af olíu/biki upp um sprunguna ásamt krapi.

 - Daginn eftir þiðnar og sprungan fyllist aftur af vatni.

 - O.s.frv., aftur og aftur. Gumsið mjakast upp um sprunguna með hjálp þessarar "frostdælu" sem er sífellt að vinna þegar hitastigið sveiflast umhverfis frostmark vatnsins...  Meira og meira gums þrýstist upp...

 

 

Það er svo annað mál hvers vegna svona mikil olía eða bik er undir klæðningunni. Skýringin á því liggur kannski í því hvernig staðið er að verki þegar klæðningin er lögð.

 

(Myndin er úr frétt Morgunblaðsins).

 



 

 

 

 


mbl.is „Svakalegt að lenda í svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir voru eitthvað að tala um repjuolíu

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2013 kl. 12:18

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta gæti mjög hugsanlega verið skýringin.Annað sem mér hefur dottið í hug er útfelling vegna ofþjöppunar.Þekkt er þegar fylling er þjöppuð getur of mikil þjöppun losað efnið að nýju og þá þarf að byrja allt upp á nýtt.Við malbikun er fyrirskrifað hvað eigi að fara margar umferðir með valtarann.En þegar þungir bílar aka síðan á þessu malbiki virkar það eins og völtun.Nú á þetta væntanlega ekki að gerast með fullharðnað malbik en við verðum að athuga að bindingurinn milli alfaltsins(ranglega nefnd tjara)og bindiefnisins er einungis þessi þjöppun .

Jósef Smári Ásmundsson, 22.1.2013 kl. 12:55

3 identicon

Góð kenning, en það sem meira er gott blogg, hef aldrei tekið eftir því áður og ætla að renna yfir eldri færslur enda margt mitt áhugasvið :D

Ari (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 14:43

4 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Blæðingin á sér stað frá staðarskála fram til Axlar í vatnsdal en sá vegur var lagður síðasta sumar.

Ágúst, ef um er að ræða frostdælingu, hvers vegna hafa aðrir vegir í húnaþingum ekki farið svona? Vegurinn eftir Öxl er fínn fyrir utan smit frá hjólbörðum einnig hefur þverárfjallsvegur ekki farið svona né langadalsvegurinn. Einnig eru göturnar á Blönduósi og skagaströnd lausar við vegblæðinguna ef frá er skilið það sem brotnar af bílunum og hjólbörðunum

Brynjar Þór Guðmundsson, 22.1.2013 kl. 15:43

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Brynjar, ég hef ekki hugmynd um hvers vegna vegir annars staðar hafa ekki skemmst á þennan hátt.

Kannski eru þetta einhver mistök sem átt hafa sér stað við lagningu, eða að menn hafi óvart notað óheppileg efni. Einnig þarf að vera til staðar sprunga t.d. í miðjum veginum þar sem vatn nær að seytla niður áður en það frýs. 

Það að þetta gerist núna þegar kalt er, en gerðist ekki s.l. haust  eða s.l. sumar þegar hlýrra var, en þá er bikið væntanlega þynnra og rennur betur, bendir til þess að fyrirbærið sé tengt kulda.  Það þarf þó ítrekaðar hitasveiflur niður fyrir og upp fyrir frostmark til þess að svona "frostdæling" virki. Sé hitinn lengi fyrir ofan eða neðan frostmark, þá eru áhrifin lítil.

Ágúst H Bjarnason, 22.1.2013 kl. 16:17

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef þetta er vegur sem er nýlagður eins og Brynjar bendir á leiðir það líkum að því að um handvömm eða mistök verktakanna sé að ræða.Ég hallast að Malbikunarverktakanum.En ég held að það sé ráð hjá vegagerðinni að leggja í smá vinnu á rannsóknarstofunni en eins fara yfir þetta verk síðastliðið sumar.Hljóta að vera til úttektarskýrslur frá því verkefni.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.1.2013 kl. 16:32

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sæll Ágúst, Þar sem ég bý á Blönduósi ætti ég að vita nokkurn vegin hvernig veðrið er og hefur verið en frá því að haustskotið gekk hér yfir í miðjum réttum í september hefur frost ekki farið úr jörðu, ekki hér niðri bæ og þá væntanlega ekki uppfrá þá heldur(alla veganna ekki þegar ég hef á erindi úr bænum eða upp á sveit). Einnig man ég ekki eftir því að snjó hafi létt fyrr en nú af einhverju gangi.

Ég veit ekki hvað það er sem veldur, ég trúi ekki þeirri skýringu fyrir fimmaura að salt/söndun og/eða naglar hafi haft einhver(teljandi) áhrif þar sem aðeins er að ræða þá vegkafla sem lagðir voru síðasta sumar en aðrir eldri vegir eru heilir og góðir. Hvort sprunga hafi verið í veginum, lélegt efni eða illa lagður vegur má ljóst vera að eitthvað var ekki sem skyldi þegar klæðningin var sett á síðasta sumar, hinsvegar skortir mig vit og þekkingu á málinu til að segja til um það nákvæmlega það var sem klikkar. Annars er þetta ömurlegt ástand sem kórónar verk vegagerðarinnar hér í húnavatnssýslum en ekkert fjármagn er sett í viðgerðir og viðhald vega utan hringvegsins og lítið þar. Ljóst má vera að ríkið(eða vegagerðin) er ekki að fara að setja sér fjármagn hingað vegna þessa og mun því þessi árans vitleysa drekka upp alla þá fjármuni sem setta verða til vegamála til margra ára hér í þessu héraði og aðrir vegir fara úr því að vera slæmir og eyðileggjast sem mun kosta enn meira í viðhaldi

Brynjar Þór Guðmundsson, 22.1.2013 kl. 16:37

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér finnst fyndið þegar svonefndar "séríslenskar aðstæður" í veðurfari eru viðraðar sem orsök á fyrirbæri, sem ekki er vitað að hafi sést í öðrum löndum, sem þó eru með svipað veðurfar og hér er, svo sem Norðurlöndin.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2013 kl. 19:13

9 Smámynd: Jack Daniel's

Ég held að pistlahöfundur sé alveg úti að aka.
Af hverju þá bara þarna?  Af hverju ekki um allt land?

Kanski er skýringana að leita hjá vegagerðinni sjálfri

Sjá nánar.

Jack Daniel's, 22.1.2013 kl. 19:33

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar þessimspotti var lagður þá fannst mér verktakinn ekki vera sannfærandi. Þetta var eins og að bændur í sveitinni hefðu tekið þetta að sér. Tækin voru gömul og mannskapurinn ekkert sérstaklega einkenndur. Fannst þetta allt vera bændur ofan af túni með dráttavélarnar sínar. Allavega var þessi framkvæmd ekki eins og maður á að venjast.

Það væri fróðlegt að fá að vita hver þessi verktaki var ogmhvaða reynslu hann hefur af svona vinnu. Ég er viss um að það svari ýmsum spurningum. Það er ljóst að það er ekki sama hvernig þetta er gert og í þessu tilfelli er þetta örugglega handvömm verktakans eða vinnusvik af einhverju tagi.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2013 kl. 19:40

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Brynjar of Jósef og Jón Steinar:

Takk fyrir athugasemdir ykkar. Ég er smmála ykkur að eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis þegar klæðningin var lögð, eða eins og stendur neðst í pistlinum hér að ofan: "Það er svo annað mál hvers vegna svona mikil olía eða bik er undir klæðningunni. Skýringin á því liggur kannski í því hvernig staðið er að verki þegar klæðningin er lögð."

Það er samt merkilegt að þetta ferli fer skyndilega í gang mörgum mánuðum eftir að klæðningin var lögð, og það samtímis á stóru svæði.

Þessi tilgáta um "frostdælingu" er tilraun leikmanns til að finna skýringu á því. 

Það er auðvitað áhugavert að reyna að finna skýringu á því hvaða ferli setti þessa blæðingu í gang og áreiðanlega gagnlegt að sem flestir leggist á sveifina, bæði leikir og lærðir. Sem betur fer hafa ekki orðið slys á fólki, en tjón á farartækjum er verulegt.

Ágúst H Bjarnason, 22.1.2013 kl. 19:44

12 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk Ágúst.  Hugmyndin um frostdælingu finnst mér fjarri því að vera fráleit.  En grun ástæðan er líklega að einhver var að spara.  En hver, með hverju og hvernig?  Það er spurninginn, hefði Grani lögga sagt.  

Hrólfur Þ Hraundal, 22.1.2013 kl. 23:27

13 identicon

Bindiefnið sem er notað er við klæðningar vítt og breitt um landið er nákvæmlega það sama og notað er í venjulegt malbik á götum Reykjavikur og á umferðaþunga vegi eins og

Keflavíkurveg Vesturlandsveg etc. Munurinn er sá að venjulegt malbik er ca 5cm á þykkt eða 120kg á m2 og hlutfall bindiefnis er 5.5 til 6% steinefni 94%+. Tvö lög af klæðningu

eins og yfirleitt er lögð á nýja þjóðvegi um allt land er ekki nema 2 1/2 cm á þykkt eða 32 kg. Einföld klæðnig til viðhalds yfirlagna er yfirleitt ekki nema ca 16 kg rúmur centimeter á þykkt og hlutfall af

bindiefni tjöru er um eða yfir 10% nauðsynlegt til að líma steinefnakápuna niður sem yfirleitt er 11 til 16mm flokkuð möl.

Bindiefni í venjulegt malbik þarf ekki að þinna út þess er þörf þegar

tjara er notuð í klæðningar tjaran er þynnt út um 7 til 9% með lífolíu sem gerir bikið miklu mýkra . Þarna liggur hundurinn grafinn þetta mýkingarefni gufar ekki upp út fjörunni eins og steinolía

eða terðentína sem fyrr á árum var notuð og bikið nær sinni fyrri hörku eftir eitt til tvö ár þegar leysiefninu eru horfinn,

Lífolíann verður partur af bikinu þannig að það er mjúkt áfram líkast

brauðdegi við 25 til 30 gráðu hita. Mín skoðun er sú að of mikið mjúkt bik sé á þeim stöðum þar sem tjörusmit á sér stað ,Getur verið vegna lélegrar viðloðunar milli steins og tjöru þannig að hluti

af steinefnum tapast eða of mikið sprautað út af tjöru þessi umfram tjara getur ekki farið annað enn upp á yfirborðið eða að steinarnir þrýstist of langt niður í hjólförum undan þunga umferðarinnar

og vegna þess hversu mjúkt bindiefnið er. Á sumrin þegar heitt er í veðri sjá menn gjarnarn svaratar rákir í hjólförum vegna þessa (bindiefnið að þrýstast upp úr klæðningunni) þar sem tjaran

hefur svo littla seigju við sumarhita vöðlast það ekki eins upp á dekk bílana það sem fer á dekkin er fljótt að fara af aftur þegar komið er út af blæðingarköflum og skilur eftir sig spor langar leiðir.

Við viss veðurskilyrði á veturnar í litlum hita er seigjan meiri (samt ekki nóg) og getur límst við volga eða heita hjólbarða ef tjaran er komin upp úr steinefnakápunni . Hleðst þar upp og hrekkur svo af

hjólbörðum í tjöru boltum út og suður . Efnið sem er í þessum klessum er að stærstum hluta hrein tjara steinefnin fylgja ekki með nema að littlu leiti sem ennfremur

stiður þá tilgátu að bíldekkin eru að veiða upp hreina tjöru sem liggur ofan á slitlaginu. Í stutt máli of mikið af mjúkri tjöru versus magn af steinefnum síðan hjálpar salt sandur naglar við ferlið.

Ef öll hluföll eru rétt gott steinefni rétt magn af bindiefnum og framkvæmdir fara fram við góð veðurskilirði verður ekki til ódýrara slitlag eins og reyndin er oftast nær.

Sverrir (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 23:55

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir póstinn Hrólfur og Sverrir.

Að þynna út bikið með olíu sem gufar ekki upp í stað terpentínu sem gufar upp, útskýrir margt. 

Þá er það bara spurningin hvað það var sem vann sem gikkur og hleypti ferlinu af stað nánast samtímis á hundað eða hundruð kílómetra kafla, nokkrum mánuðum eftir að klæðningin var lögð.

Ágúst H Bjarnason, 23.1.2013 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband