Í dag er hálf öld liðin frá páskahretinu mikla 1963 - Annað á leiðinni...?

 

 

 

mispill_copy.png

 

Ekki er laust við að þessa dagana sé nokkur uggur í brjósti skógræktarmanna og annarra sem unna gróðri og góðu mannlífi, en nú er að skella á kuldahret sömu ættar og fyrir nákvæmlega 50 árum, en þá urðu tré víða um land fyrir miklum skaða.

Það var 9. apríl 1963 þegar gerði mjög óvenjulegt hret eftir langvarandi hlýindi. Tré  á Suðurlandi drápust unnvörpum, einkum síberíulerki, sitkabastarður og alaskaösp. Hitinn féll þá á nokkrum klukkustundum um því sem næst 20 gráður, úr góðum vorhita í hörkufrost.

Tveim árum seinna eða um 1965 hófst síðan kalt tímabil sem gengur undir nafninu hafísárin eða kalárin, og stóð það næstum óslitið í tvo áratugi.

Nú hafa verið langvarandi hlýindi eins og árið 1963, en vonandi verður hretið ekki mjög slæmt. Gróður er farinn að taka við sér, brum á trjám farin að þrútna og sum tré jafnvel farin að laufgast eins og mispillinn á myndinni hér efst á síðunni. Myndin var tekin s.l. sunnudag.

Það er ekki bara gróðurinn sem getur skaðast, fuglar og önnur dýr gætu verið í hættu. Við skulum því vona að hretið verði hvorki slæmt né langvinnt.

 


 

 

kalskemmdir-2.jpg

 Kalskemmdir í túni

 

Við á sunnanverðu landinu höfum notið blíðunnar undanfarnar vikur og vel það. Sama er ekki að segja um alla landshluta, því á norðanverðu landinu hafa verið snjóþyngsli og víða hefur klaki lagst yfir tún. Þá er mikil hætta á að tún kali og allt gras drepist. Það er ófögur sjón og mikið tjón fyrir ábúendur.

 

Ísland er harðbýlt og náttúran er ekki alltaf eins mjúkhent eins og hún hefur verið síðustu áratugi.   Það þarf ekki nema litla breytingu á hitastigi til að allt fari úr skorðum.  Vonandi verða næstu ár áfram mild.

 

 

 

vedurkort_fostudag_12_april_copy.jpg
 
Hitaspá fyrir n.k. föstudagsmorgun

 

 

 

 Blogg Trausta Jónssonar í dag:  Býsna kalt - vonandi ekki svo hvasst.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Væri athyglisvert að sjá hnattræna hitatölu það sem af er ári. Ótrúlega kalt á norðurhveli, alla leið til Afríku. Hvernig væri ástandið ef ekki væru blessuð gróðurhúsaáhrifin?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.4.2013 kl. 15:11

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Gunnar.

Þú getur séð alla helstu hitaferla hér: http://www.climate4you.com/GlobalTemperatures.htm

Það er ekki að sjá að hnattræni hitinn hafi breyst meira en venjulega.  

Ágúst H Bjarnason, 9.4.2013 kl. 15:34

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gamla túnfótarsýnin, að dæma hnattræna hitann út frá einstökum hlutum jarðar. Hvað áhlaupið 1963 varðar man ég vel áhlaupið 1963 þar sem ekki var aðeins slegið met í hitafalli á skömmum tíma, heldur fylgdi líka með norðan stormur. Það er ekki að sjá að í líkingu við það sé í aðsigi nú.

Ómar Ragnarsson, 9.4.2013 kl. 23:41

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já, það er dálítið skrýtið að það skuli hafa verið haldið áfram með lerki sem aðal plöntu í gróðursetningu á nytjaskógi, næstu 20-30 árin eftir þetta fræga hret eða svo, eins og það þolir illa frost eftir "laufgun".

Blátoppinn tók ég úr garðinum hér fyrir austan í fyrra, þá var hann búinn að fara mjög illa 2 ár í röð í maíhretum og aðeins minna illa árin þar á undan. Ákvað að prófa logalauf í staðin, fróðlegt að sjá hvernig það spjarar sig. Glæsitoppinum virðist vera skít sama um skíta hret, enda seinni til en blátoppurinn.

Sindri Karl Sigurðsson, 9.4.2013 kl. 23:58

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ómar, fyrir viku leit spáin ekki vel út.     Þetta virðist ætla að verða tiltölulega  meinlaust núna og vonandi sleppur gróðurinn að mestu við skaða.

Ágúst H Bjarnason, 10.4.2013 kl. 07:11

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú snemma á fimmtudagsmorgni (11/4) er frostið í Garðabænum um 8 gráður og svipað í uppsveitunum. 

Ágúst H Bjarnason, 11.4.2013 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband