Laugardagur, 25. maí 2013
Hafísútbreiðslan í maí 2013...
Myndin hér að ofan sýnir útbreiðslu hafíss nú þegar líður að lokum maímánaðar. Greinilegt er að myndin nú er allt önnur en í september 2012 þegar útbreiðslan var í lágmarki. Ferillinn fyrir árið 2013 er rauður, en svartur fyrir árið 2012. Í augnablikinu er rauði ferillinn nærri meðaltali áranna 1979-2006 (punktalínan), en í september 2012 var útbreiðsla hafíss sú minnsta sem mælst hefur, a.m.k. síðan mælingar merð gervihnöttum hófust. Hafa verður í huga að myndin sýnir útbreiðslu hafíss en ekki magn, þ.e. ekki er tekið tillit til þykktar íssins.
Hvernig stóð á lítilli útbreiðslu hafíss í september 2012? Á vefsíðu NASA kemur fram að öflug heimskautalægð í ágúst 2012 hafi brotið upp ísinn þannig flýtt fyrir bráðnun hans, en hann var tiltölulega þunnur fyrir.
Smella hér til að sjá myndbandið á vef NASA. Sjá einnig frétt Reuters hér.
Stormurinn skall á 5. ágúst og strax 9. ágúst birtist á vef NASA frétt um storminn þar sem leiddar eru líkur að því að hann geti haft áhrif á útbreiðslu hafíss: "Arctic storms such as this one can have a large impact on the sea ice, causing it to melt rapidly through many mechanisms, such as tearing off large swaths of ice and pushing them to warmer sites, churning the ice and making it slushier, or lifting warmer waters from the depths of the Arctic Ocean". Þetta gekk eftir.
Myndin hér fyrir neðan ætti að uppfærast sjálfkrafa. Fylgist með rauða ferlinum. Það verður fróðlegt að fylgjast með hver þróunin verður í ár. Hver skyldi staðan vera næstkomandi september þegar útbreiðslan verður í lágmarki? Það kemur bara í ljós þegar þar að kemur, fæst orð hafa minnsta ábyrgð...
Stærri beintengd mynd hér.
Næsti ferill sýnir breytingu á heildarflatarmáli hafíss, á suðurhveli + norðurhveli, frá árinu 1979. Stærri beintengd mynd hérá hafíssvef háskólans í Illinois.
Að lokum er ferill sem sýnir stöðuna í dag á hafísnum við Suðurskautslandið. Greinilegt er að útbreiðsla hafíss er þar meiri en í fyrra og meiri en meðaltal áranna 1979-2000.
|
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 22:53 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll. Við fylgjumst með að venju.
Ég hef trú á að við gætum séð nýtt metlágmark í hafísnum nú í lok sumars því hvað sem líður stórlægðum þá er hafísinn orðinn það þunnur og viðkvæmur að hann má varla við neinu. Má líka benda á það sem NASA segir í sömu frétt og þú vísar í:
“Decades ago, a storm of the same magnitude would have been less likely to have as large an impact on the sea ice, because at that time the ice cover was thicker and more expansive.”
Svo má hafa í huga að útbreiðslan í lok maí segir lítið til um framhaldið, samanber stöðuna í fyrra sem sést á línuritunum efst (svarta línan).
Emil Hannes Valgeirsson, 25.5.2013 kl. 16:33
Satt er það Emil, náttúran á það til að vera dyntótt og koma á óvart. Best að bíða bara og fylgjast með.
Það mætti kannski setja upp veðbanka eins og þeir hafa gert í áraraðir í Alaska þar sem menn fylgjast með því og veðja um hvenær Nenana áin ryður ísnum af sér. Þá er sumarið komið hjá þeim.
http://www.alaskadispatch.com/article/20130520/97-year-old-nenana-ice-classic-sets-record-latest-breakup-river-1
Ágúst H Bjarnason, 25.5.2013 kl. 16:50
Sæll Ágúst og þakkir fyrir góða færslu.
Kolefnisklerkar landsins þegja þunnu hljóði yfir auknum hafís við Suðurskautslandið en liggja á bæn um "nýtt metlágmark í hafísnum"(sic) á Norðurskautinu... :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 25.5.2013 kl. 18:49
Hilmar, það veit auðvitað enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Við skulum bara bíða rólegir og láta ekkert koma okkur á óvart...
Ágúst H Bjarnason, 25.5.2013 kl. 19:25
Það þarf ekki að bíða neitt, við vitum afhverju hafísinn er að minnka hratt á síðustu árum og áratugum...hitastig á heimsvísu hefur hækkað vegna aukina gróðurhúsaáhrifa og hafís á Norðuskautinu bráðnar sem svar við þeirri hækkun - ekkert flókið við það í sjálfu sér Ágúst. Þess má geta að það er töluvert langt í að hafísútbreiðslan á Norðuskautinu sé eitthvað í nánd við meðaltalið þegar heildarmyndin er skoðuð, þó svo það megi reyna að skoða eitt og eitt púsl heildarmyndarinnar og spinna út frá því. Um mánaðarmótin apríl/maí í fyrra þá fór hafísútbreiðslan mun nær meðaltalinu en núna, en samt var met slegið í september. Enda rétt að ítreka það sem Ágúst bendir á að útbreiðsla hafísins segir ekki nema hluta af sögunni, enda er hann núna mun þynnri en áður og því mun viðkvæmari fyrir til að mynda veðrum og vindum en áður...
PS. Það er villa í teksta í efsta grafinu - þú lagar það kannski.
Mbk.
Sveinn Atli Gunnarsson
Sveinn Atli Gunnarsson, 25.5.2013 kl. 22:13
Bestu þakkir Sveinn Atli fyrir ábendinguna. Ég er búinn að breyta 13. sept. 2013 í 13. sept. 2012.
Ágúst H Bjarnason, 25.5.2013 kl. 22:53
Staðan nú er svipuð og í fyrra - en þá endaði hafísárið í meti. Líklega verður staðan í september í ár svipuð og árið 2012 - á jörðinni er hnattræn hlýnun af mannavöldum, en ekki hnattræn kólnun..
Höskuldur Búi Jónsson, 27.5.2013 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.