Uppvakningar frá Litlu ísöldinni...

 

 

uppvakningur_1203928.jpg

 

Hópur vísindamanna við háskólann í Alberta undir stjórn Catherine La Farge hefur fundið gróður sem fór undir ís fyrir 400 árum meðan á Litlu ísöldinni stóð, og það sem merkilegra er, þeim hefur tekist að vekja gróðurinn til lífs eftir langan svefn. Sjá mynd.

Þyrnirós svaf í eina öld og þótti mikið, en þessar plöntur í fjórar aldir. Um þetta er fjallað í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences, en fréttin hefur farið víða undanfarið, og má m.a. lesa um málið hér á vefsíðu PHYS.ORG.

 

 

 

Fyrir árþúsundi voru jöklar líklega minni en í dag. Ekki var það mannfólkinu að kenna og enginn kvartaði svo vitað sé. Mannlíf og menning blómstraði....

Svo fór að kólna, og kólna...

Meðan á Litlu ísöldinni stóð gengu jöklar fram og lögðu í eyði gróið land og jafnvel bújarðir á Íslandi. Víða um heim.  Einnig gróðurinn sem vísindamönnunum tókst að vekja til lífsins eftir langan þyrnirósarsvefn.  Það hlýtur að hafa verið hrikalegt að horfa upp á jökulinn flæða yfir gróið land. Styrjaldir geisuðu, hungur varð mörgum að aldurtila, sjúkdómar felldu fólk unnvörpum.  
Ekki var það mannfólkinu að kenna, svo mikið er víst. Einhverjir voru þó brenndir á báli fyrir galdra, því auðvitað var þessi óáran þeim að kenna, að minnsta kosti taldi fávís almúginn og yfirvaldið það...

Nú eru jöklar farnir að hopa aftur og það sem huldist ís fyrir nokkrum öldum farið að koma í ljós. Það þykir fjölmörgum hrikalegt upp á að horfa og kenna mannfólkinu um það...


Humm...


Fréttin um þennan gróður sem hefur verið lífgaður við eftir að hafa verið hulinn ís í hálfa þúsöld er auðvitað stórmerkileg, en minnir okkur á að allt er í heiminum hverfult...

 

 

 

 
(Nú svo er það auðvitað nýleg frétt í Nature.
Hver veit nema loðinn uppvakningur úr holdi og blóði sé á leiðinni). 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Alltaf jafn gaman að lesa fróðleik hér á síðunni :)

kv. KP

Kristinn Pétursson, 5.6.2013 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband