Er orðið "samheitalyf" rökrétt myndað? - Væri ekki "jafngildislyf" réttara...?

  

 

lyf.jpg

 

"Samheitalyf er lyf sem er jafngilt og frumlyfið sem það er borið saman við. Það hefur sama virka innihaldsefnið og í sama magni"   

 

Þannig er þessum lyfjum lýst á vef Actavis. Líklega þekkja flestallir nafnið sem þessi lyf hafa, enda er maður nánast alltaf spurður í apótekinu hvort maður sætti sig við að fá samheitalyf í stað þess sem ávísað er.

 

Þetta eru sem sagt lyf sem hafa sömu virkni og frumlyfið, en heita ekki það sama.   Hvernig er þá hægt að kalla þannig lyf samheitalyf?  Það skil ég ekki.   Errm

Samheitalyf um lyf sem alls ekki heita það sama?  Humm...?  

 

Væri ekki réttara að kalla þessa tegund lyfja til dæmis samvirknilyfjafngildislyf, eða eitthvað í þeim dúr ...?  Þetta eru jú lyf sem eru jafngild og hafa sömu virkni.

 

 Skyldi ég vera einn um að finnast orðið "samheitalyf" undarlegt í þessu sambandi?

 

Skilgreining World Health Organization:

"A generic drug is a pharmaceutical product, usually intended to be interchangeable with an innovator product, that is manufactured without a licence from the innovator company and marketed after the expiry date of the patent or other exclusive rights". 

"Generic drug" þýðir beinlínis  "almennt lyf", en það segir ósköp lítið.

 
500px-rod_of_asclepius2_svg.png


mbl.is Byggja fyrir 25 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Takk Ágúst, engu orði er ofaukið hjá þér - segir það sem allir áttu að vita og vissu reyndar innra með sér - að þetta stofnanamál sé endemis bullhugtak

Þorkell Guðnason, 20.9.2013 kl. 22:25

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

þú segir.

Hörður Halldórsson, 21.9.2013 kl. 10:36

3 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Sam-mála þér Ágúst. "Samlyf" hefði dugað

Björn Geir Leifsson, 28.9.2013 kl. 17:58

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Samlyf er gott orð Björn.

Ágúst H Bjarnason, 28.9.2013 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband