Flugvöllur inni í miðri Washington-borg - og London...

 

 

 

 

washington-ronald-regan-international-airport-texti_1217609.jpg

 


Í umræðunni um Reykjavíkurflugvöll kemur oft fram að ekki tíðkist að hafa flugvöll inni í miðri borg.

Í sjálfri Washington-borg er einmitt flugvöllur steinsnar frá miðbænum Þetta er enginn lítill nettur völlur eins og Reykjavíkurflugvöllur, heldur stór flugvöllur, Ronald Reagan Washington National Airport.

Af lengd flugbrautanna (norður-suður brautin er 2100 metrar) má marka hve stutt er frá flugvellinum að Hvíta húsinu. Árið 2011 fóru um 19 milljónir farþega um flugvöllinn. 288.000 flugtök og lendingar.

 Á myndinni hér fyrir neðan má sjá flugvöllinn betur. Á flughlaðinu er fjöldi flugvéla, miklu fleiri en sjást á Keflavíkurflugvelli.  (Smella tvisvar eða þrisvar á myndina til að stækka).

 

washington-ronald-regan-international-airport---crop.jpg

 

 airport.jpg

 

                     --- --- ---

 

 

Þetta var flugvöllurinn í Washington, en hve margir skyldu vita um London City Airport á bökkum Thames í miðbæ Lundúna?

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá glitta í Thames við vinstri jaðar og háhýsin í miðbænum fyrir miðri mynd. 
(Smella tvisvar eða þrisvar á myndina til að stækka).

london_city_airport_zwart.jpg

 

Árið 2012 fóru um 3 milljónir farþega um London City Airport.    Enginn smá flugvöllur í hjarta Lundúna, flugvöllur sem fáir vita um. Verið er að undirbúa stækkun miðað við 120.000 lendingar og flugtök á ári.

 

g150-london-city-airport.jpg

 

                             Þetta er kunnuglegt umhverfi.

 

 bawa318lcy.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Las Vegas flugvöllur er í miðri borgini.

LaGuardia flugvöllur er í miðri borgini.

Og lengi mætti telja.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 11.10.2013 kl. 18:06

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

 Gott að senda kannski borgarstjórninni þetta- þeir virðast ekki hafa farið mikið út fyrir 101

Erla Magna Alexandersdóttir, 11.10.2013 kl. 18:29

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott að vekja athygli á þessu. Ömurlegt að heyra andstæðinga flugvallarins að segja að segja að það sé hræðsluáróður, mikilvægi hans. Og svo þessi rök, að þetta tíðkist ekki í erlendum borgum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2013 kl. 19:45

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Í Bangkok er risaflugvöllur inn í borginni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.10.2013 kl. 20:14

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Svona til að minna á hvar LaGuardia flugvöllur er staðsetur þá er hann í New York um 5 kílómetra frá The Empire State Bulding. Ekki einu sinni 9/11 2001 var nóg til að loka laGuardia flugvelli og ég efast ekkert um að landssvæðið sem flugvöllurinn stendur á er fokdýrt.

Las Vegas McCarran flugvöllur er með mega spilavítisbyggingar hinu megin við götuna, eins og t.d. MGM spilavítið með yfir 5,000 herbergi og svítur, ásamt öllu öðru sem þetta spilavíti hýsir. Ekki dettur neinum í hug að loka McCarran þé svo að lóðirnar mundu seljast á hundruðir miljóna $ USA, svo verðmætt er landið sem flugvöllurinn stendur á.

Svona eitthvað sem andstæðingar ættu að hugsa um áður en þeir heimta lokun Reykjavíkurflugvallar, því þetta er ekki eini flugvöllurinn inni í miðri borg.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 11.10.2013 kl. 20:20

6 identicon

Þetta er náttúrulega hlægilegur samanburður því þetta eru allt flugvellir með mikla notkun og háa nýtingu. Þið getið bókað það að þeim yrði lokað um leið ef farþegafjöldinn væri aðeins um 900 farþegar á dag eins og á Reykjavíkurflugvelli.

Þór Saari (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 21:25

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Viltu ekki bara loka Íslandi Þór Saari?

Magnús Sigurðsson, 11.10.2013 kl. 21:31

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Miðað við fólksfjölda í löndunum þá er notkun Reykjavíkurflugvallar hærri en hjá flestum þessum miðborgaflugvalla og þá sérstaklega London City Airport.

Ekki firsta skiptið sem Þór Saari er ekki sammála meirihluta landsmanna, þess vegna ekkert nýtt að hann er á móti meirihluta landsmanna og Reykvíkinga um Reykjavíkurflugvöll.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 11.10.2013 kl. 21:54

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að þessi maður (Þór Saari) hafi verið þingmaður þjóðarinnar, með svona þankagang í höfðinu. Reykjavíkurflugvöllur er gríðarlega mikilvægur fyrir um fjórðung þjóðarinnar. Það samsvarar því að þessir flugvellir í USA væru gríðarlega mikilvægir fyrir 80 miljón manns.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2013 kl. 22:38

10 identicon

Það sem þessir nefndu flugvellir eiga sameiginlegt en Reykjavíkurflugvöllur ekki, er að þeir hafa rekstrargrundvöll, sem allir græða á, flugrekendur, landeigendur, borg og þjóð. Bara það að flytja Reykjavíkurflugvöll sparar þjóðinni 6.5 milljarða í umferðaslysum. Ansi mörg líf það og þá erum við ekki farin að tala um tekjur af sölu eða leigu á landi. Mjög vönduð skýrsla Samgönguráðherra (Sturla) og borgarstjóra (Vilhjálmur) frá 2007 rekur þetta efni allt mjög greinilega. Þegar menn prísa RVK gleyma þeir því að vegna staðsetningar er hann lokaður fjóra og hálfan mánuð á ári.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 23:49

11 Smámynd: Þorkell Guðnason

Ýmsir pólitíkusar, sem átt hafa erfitt uppdráttar hafa reynt að notæra sér málefni Reykjavíkurflugvallar sem stökkpall. Þór Saari var ekkert alslæmur - svo langt sem hann náði. En ekki rís hann upp fyrir meðalmennskuna með sínum málflutningi hér. Auðvitað verðum við að virða honum það til vorkunnar að vera hvorki fæddur hér á Fjórðungssjúkrahúsi eins og gárungarnir héldu gjarnan fram - né á eyjunni okkar yfirleitt.

Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem hann hefur fóstrað, er meira en svo að það verði mælt á kvarða sem er á færi hans líkra - hvað þá fv. formanns Blindrafélagsins að meðhöndla eða skilja. Farþegafjöldi pr dag er ekki mælikvarði á mikilvægi hans.

Íslenskt samfélag getur ekki þrifist án öflugrar innlendrar flugstarfsemi og Reykjavíkurflugvöllur er grunnstoð hennar og þar með fjöregg þjóðarinnar.

Þorkell Guðnason, 12.10.2013 kl. 00:23

12 identicon

Á svæðinu í kringum Seattle (frá Olympia í suðri til Arlington í norðri, u.þ.b. klst. akstur í hvora átt frá miðborg Seattle) eru ekki færri en 11 flugvellir (auk a.m.k. einnar herstöðvar með tvo flugvelli), reyndar 12 ef maður telur Kenmore Air Harbor við norðurenda Lake Washington með.

Sá stærsti er SeaTac alþjóðaflugvöllurinn (sem þekur líklega álíka landsvæði og miðborg Seattle) og hann er ekki beinlínis í strjálbýli. Skammt frá honum eru Boeing Field (nær Seattle) og Renton Municipal (sem liggur að suðurenda Lake Washington) og það er varla nema um 20 mínútna akstur á milli þeirra. Aðflugið að SeaTac frá norðri er beint yfir nyrðri brautarenda Boeing Field og ekki óalgengt að sjá þotur í aðflugi að þeim báðum í einu.

Hinir eru flestir minni og fyrst og fremst ætlaðir fyrir einkaflug en Paine Field-Snohomish County Airport (við hliðina á Boeing í Everett) er samt býsna stór og flestir eru þeir í eða við þétta byggð.

ÞPJ (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 00:27

13 identicon

Þau innlegg hér að ofan eru jafn ómálefnaleg og endranær eðli málsins samkvæmt sem er að það er ekki verjandi að hafa flugvöll sem afgreiðir bara um 900 manns á dag í miðju borgarlandinu. Sorrí. Hvað mikilvægi hans varðar þá er það einfaldlega ekki sérlega mikið og rekstur hans skiptir sáralitlu máli fyrir Reykjavík. Innanlandsflugið er barn síns tíma og syngur nú sinn svanasöng. Það eina sem getur bjargað því er flutningur til Kefló þar sem bein tenging væri við millilndaflugið þar sem erlendir ferðamenn kæmust beint út á land í stað þess að þurfa alltaf að eyða tíma í Reykjavík.

Þór Saari (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 01:17

14 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þar kom hann með það, litli kallinn Þór...

Að sjálfsögðu skal henda innanlandsfluginu úr borginni ásamt allri þeissi þjónustu sem þessu flugi fylgir. Að ekki sé talað um túristana sem taka þá sitt innanlandsflug beint frá Kef til Ísafjarðar eða eitthvað annað með gjaldeyrinn sinn...

Það er náttúrlega snilldin ein að borgarstjórn ásamt Þór Saari vilja losna við allar þær tekjur sem koma af túristanum...

Alltaf a skjóta sig í fótinn, vel gert Þór...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 12.10.2013 kl. 08:38

15 identicon

Skv. upplýsingum hér að ofan þá fara 3 milljónir á ári um London City flugvöll eða um 8000 á dag.

Skv. Þór Saari þá fara 900 á dag um Reykjavíkurvöll eða um 11% af City.

Ef lóðaverðmæti L. City vallar er 9 sinnum  meira en í Reykjavík þá væri um svipaðan "lóða-"kostnað per lendingu.

Fróðlegt væri að bera saman lóðaverð í miðborg London og svo í Reykjavík!

Hitt er annað mál að ef menn væru ekki alltaf að tala niður Reykjavíkurvöll þá mætti vel auka nýtingu hans.   

Svo er líka það að með því að einblína á Vatnsmýrina sem eina valkostinn til stækkunar Reykjavíkur fyrir utan það að byggja til heiða, þá eru menn að loka boxinu. Hvað þegar búið er að byggja á vallarsvæðinu?  Allt stopp?

Auðvitað á höfuðborgarsvæðið að sameinast og skipuleggja bygðina í átt til Keflavíkur.  Með því að byrja strax á þeirri skipulagningu þá er hægt að stýra eðli byggðarinnar í tíma. En með því að láta reka svona á reiðanum og hugsa bara um Vatnsmýrina þá glatast framtíðartækifæri og óheppileg byggð rís á svæði sem heppilegra hefði verið að nota öðruvísi.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 09:02

16 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað er eina vitið að viðhalda og byggja enn frekar upp þennan giftusamlega flugrekstur allan í Vatnsmýrinni. Þar fyrir utan væri að mínu mati skynsamlegt að lengja A/V brautina til vesturs og einfaldlega setja Suðurgötuna í stokk og að auki gera landfyllingu norður af nýju framlengingu að Ægissíðu, sem gæfi eftirsóknarvert byggingarland þar til margra hluta nýtanlegt, auk þess sem að með þessari framlengingu, þá nýttist Reykjavíkurflugvöllur fullkomlega sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið og "allir ánægðir" - ekki satt?

Jónatan Karlsson, 12.10.2013 kl. 09:32

17 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað er eina vitið að viðhalda og byggja enn frekar upp þennan giftusamlega flugrekstur allan í Vatnsmýrinni. Þar fyrir utan væri að mínu mati skynsamlegt að lengja A/V brautina til vesturs og einfaldlega setja Suðurgötuna í stokk og að auki gera landfyllingu norður af nýju framlengingu að Ægissíðu, sem gæfi eftirsóknarvert byggingarland til margra hluta nýtanlegt, auk þess sem að með þessari framlengingu, þá nýttist Reykjavíkurflugvöllur fullkomlega sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið og "allir ánægðir"

Jónatan Karlsson, 12.10.2013 kl. 09:41

18 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þór Saari, samanburður þinn á fólksfjölda í @ 6 var ekki einungis ómálefnaleg hún var hlægileg.

Magnús Sigurðsson, 12.10.2013 kl. 10:47

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Aths. #10  "...að flytja Reykjavíkurflugvöll sparar þjóðinni 6.5 milljarða í umferðaslysum. Ansi mörg líf það..."

Ég er ekki alveg að skilja þessa röksemdarfærslu. Fækkar umferðarslysum við meiri akstur?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2013 kl. 11:17

20 identicon

#17. Hvað er ómálefnalegt við þann samanburð. Það er nýtingin á mannvirkinu sem skiptir máli ekki hlutfall íbúa á hverju svæði. Með sömu rökum og þið notið ætti að byggja stóra flugvelli fyrir innanlandsflug í öllum bæjum hringinn í kringum landið þar sem nægilega hátt hlutfall íbúana notaði flugið. Nýtingin á Reykjavíkurflugvelli er einfaldlega orðin mjög léleg vegna bættra vegsamgangna og hækkaðs kostnaðar og það verða menn bara að sætta sig við.

#14. Er svo fastur í sömu hlutfallstölum sem skipta ekki máli. Hann er þó með áhugaverðan punkt sem er sá að heppilegasta þróunin er sameining allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og þróun byggðarinnar til suðurs í stað þess að fara upp til fjalla. Stór hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins býr nefnilega nú þegar í innan við hálftíma akstursfjarlægð frá gömlu flugstöðinni á Kefló eða svpaðri fjarlægð og það tekur þá að fara í núverandi flugstöð innanlandsflugsins.

Þór Saari (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 11:28

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í Reykjavík er meðal úrkoma um 730 mm. Í Straumsvík og þar suður af, er meðal úrkoma 1400 mm.

Finnst ykkur ennþá aðlaðandi hugmynd að fara með bygðina lengra suður?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2013 kl. 11:46

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Auk þess er mun vindasamara á þessu svæði með tilheyrandi sjávarseltu. Byggð á þessu svæði er einfaldlega óraunhæf.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2013 kl. 11:51

23 identicon

Þór @ 20.

Áratuga þróun byggðar á stór-Reykjavíkursvæðinu hlýtur að verða í átt til Keflavíkur. Allt skipulag ætti að miðast við að í þá átt fer þungamiðjan.  Ekki að troða æ meiri byggð í kvosina og þar um kring.

Áratuga þróun vel að merkja.  Það er hvað við gerum á meðan sem skiftir höfuðmáli.

Reykjavíkurvöllur verður hér næstu 30 til 40  árin og sömuleiðis verður ekki byggt landspítalabákn í Reykjavík ef eitthvert vit á að vera í mönnum.

Þarna fer byggðaþróunin saman við þróun eiginfjárstöðu íslenska þjóðarbúsins. M.ö.o. við höfum ekki efni á þessari vitleysu næstu áratugina að "færa" flugvöllinn og byggja nýjan landspítala.

Þessi tvö stórmál ættu ekki að vera á dagskrá fyrr en hallar í 2050.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.10.2013 kl. 11:51

24 Smámynd: Þorkell Guðnason

Það eina hlægilega hér er að við skulum eyða orðum á rökþrota fv þingmann.

Nýtingartölur mannvirkis sem er undirstaða þjóðlifs á eylandi sem óbyggilegt væri án flugstarfsemi - er bara einn örlítill þáttur málsins. Flugmenning okkar litla samfélags er sú kjölfesta sem ekki má bresta og verðmæti hennar verður ekki mælt á excel skjali.

Keyptar niðurstöður fortíðar breyta engu um það, að íslenskt samfélag getur ekki þrifist án öflugrar og fjölbreyttrar, innlendrar flugstarfsemi og að Reykjavíkurflugvöllur er og verður grunnstoð hennar og þar með fjöregg þjóðarinnar.

Þorkell Guðnason, 12.10.2013 kl. 13:20

25 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hér er skemmtileg umræða. Samkvæmt henni, þá erum við á meðal fátæklinganna hvað flugvelli varðar. 

En þeir Dagur og Jón sem og Hanna Birna sem óska þessum flugvelli þarna undir Eskihlíðinni ekki velfarnaðar hafa auðvita sínar heimildir til þess. 

En ég hef líka mínar heimildir og það tók mig ein til tvo tíma að komast frá Neskaupstað og upp á Egilstaði á jeppanum mínum, eftir færð og um klukkutíma að fljúga til Reykjavíkur og svo um hálftíma að labba niður á Granda á fund.  Ef vel lukkaðist þá komst ég með  kvöldfluginu í Egilstaði en það tókst ekki alltaf en það er önnur saga.

Hefði þessi völlur ekki verið þarna í Reykjavík miðri, þá hefði okkur landsbyggðar mönnum aldrei verið boðið upp á að leggja fé í rekstur flugvalla með viðskiptum í þeim tilgangi að fá að láta álit okkar í ljós þarna suðurfrá.   

Hanna Birna hafði mitt álit ávissum tíma , en það er að styttast í þeim spottanum.

                                                              

       

Hrólfur Þ Hraundal, 12.10.2013 kl. 14:10

26 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þar sem verið er að gera samanburð við erlenda flugvelli innan þéttbýlis þá er ágætt að hafa raunhæfan samanburð. Hér tek ég Ronald Reagan Washington flugvöll sem dæmi. Almennt er leitast við að setja ekki öll eggin í sömu körfunni þegar kemur að þjóðaröryggi, en hér á Íslandi er öllu hrúgað á sama stað vegna íhalds- og þægindasjónarmiða. Það dytti fáum þjóðum í hug að hafa bæði forseta, ráðherra og alþingismenn á brautarenda alþjóðlegs flugvallar. Hvað gerðist ef Boeing 757 þyrfti að nauðlenda úr norðri þegar það væri þingsetning?

Sumarliði Einar Daðason, 12.10.2013 kl. 14:32

27 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Rvk flugvöllur er ekki notaður sem alþjóðaflugvöllur nema aðrar bjargir séu bannaðar. Á Rvk flugvelli lenda nánast eingöngu Fokker 50 og smárellur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2013 kl. 15:30

28 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Samkvæmt Flugmálastjórn Íslands þá er völlurinn skilgreindur sem alþjóðaflugvöllur (I-flokkur) og varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Í úttekt á flugvellinum (á vegum samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar) segir:

"Reykjavíkurflugvöllur er skilgreindur sem 3C/D því að flugvélar í innanlandsflugi falla undir flokk C en stærri flugvélar í millilandaflugi úr flokki D, svo sem Boeing 757, lenda stöku sinnum á honum."

Sumarliði Einar Daðason, 12.10.2013 kl. 15:46

29 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ronald Reagan flugvöllur er örstutt frá Þinghúsi Bandaríkjaþings og þegar forsetin er með State of the Union ávarpið þá eru allir í þinghúsinu, forseti, varaforseti, allir þingmenn, Hæstaréttardómarar og ráðherrar nema einn ráðherra.

Hvað mundi gerast ef að hryðjuverkamenn mundu ræna flugvél og fljúga í þinghús Bandaríkjaþings? Ekki dettur þeim í hug að láta loka Ronald Reagan flugvelli.

Og þó svo að B 757 þyrfti að nauðlenda á Reykjavíkurflugvelli, þá þarf hún ekkert að fara í gegnum Alþingishúsið þó svo að það sé þingsettning, þetta er nú bara rugl ástæða fyrir lokun Reykjavíkurflugvallar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.10.2013 kl. 16:15

30 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það eru um 4.000 metrar frá norðurenda Ronald Reagan flugvallar að Hvíta húsinu og svipað að þinghúsinu (sem er þó ekki í beinni aðflugslínu við brautina eins og Hvíta húsið).´

Frá norðurenda Reykjavíkurflugvallar að Alþingishúsinu eru aðeins 1.135 metrar í beinni aðflugslínu. Á þessu er töluverður munur - sérstaklega í ljósi þess að umrædd flugbraut í Reykjavík er umtalsvert styttri.

Ég er bara að tala um óhöpp í flugi. (Hryðjuverk er allt annar handleggur og fjarlægð frá flugvelli skiptir þar eflaust ekki höfuðmáli. Í því samhengi eru meiri líkur að alþingismenn hér á landi fái egg í hausinn frekar en flugvél.)

Það er enginn sem ákveður bara að lenda í flugslysi á einhverjum ákveðnum stað við bestu mögulegu aðstæður. Slys eru oftast þannig að þau koma á óvart.

Sumarliði Einar Daðason, 12.10.2013 kl. 16:41

31 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Eitt sem ég gleymdi að minnast á: Ég er enginn talsmaður þess að færa eigi flugvöllinn úr Vatnsmýrinni. Ég er bara að benda á staðreyndir og öryggismál - NS-brautin er sérstaklega óheppileg í því samhengi.

Sumarliði Einar Daðason, 12.10.2013 kl. 16:48

32 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sumarliði "...að hafa bæði forseta, ráðherra og alþingismenn á brautarenda alþjóðlegs flugvallar" væri ekki rétt að færa þessa 64 einstaklinga að teknu tilliti til þjóðaröryggis?

Magnús Sigurðsson, 12.10.2013 kl. 17:41

33 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Magnús, ef engu má breyta varðandi flugvöllinn þá finnst mér eðlilegt að varpa þeirri spurningu fram, eins og þú gerir. Það er fólk sem vinnur við bráðaþjónustu og björgunarstörf sem hefur verið að benda á þetta líka, þó ábendingar þeirra séu ekki aðeins bundnar við alþingisfólkið okkar.

Mér finnst rökréttara að minnka vægi NS-brautar og lengja VA-brautina, t.d. með hugmyndum sem Ómar Ragnarsson og fleiri hafa minnst á.

Sumarliði Einar Daðason, 12.10.2013 kl. 18:46

34 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þetta er rooosalegt Sumarliði. #26

Hvað ef loftsteinn kæmi á þinghúsið við þessar aðstæður?  Eða hjólastell úr B747 sem er að fljúga yfir í 40.000 feta hæð? 

Maður var bara ekki búinn að átta sig á því hve hættulegur staður þinghúsið er. Úffff.  

Benedikt V. Warén, 12.10.2013 kl. 21:00

35 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þór Saari skemmtilega miðlægur í hugsun.  Sér hlutina út úr skráargari þröngra hagsmuna nokkurra borgarbúa.  Áttar sig ekki á mikilvægi þjónustunnar við landsbyggðina, sem er einn veigamesti þátturinn í allri umræðunni, þar sem búið er að koma öllum helstu mennta- og menningarstofnunum í 101 Reykjavík og nágrenni, svo ekki sé minnst á bráðaþjónustu við fárveikt fólk og slasaða af landsbyggðinni.

Í fréttum undan farna daga, máttu menn ekki mæla fyrir æsingi, að þurfa að fara með fárveikan sjúkling frá Borgarspítlanum alla leið niður á Landsspítala, vegna bilunar í sneiðmyndatæki.  Þeir sem í þessu lenntu eiga alla mína samúð, en það sýnir um leið að tíminn skiptir máli og hve umhendis það er, - ekki bara fyrir borgarbúa.  Tíminn skiptir máli að koma einstaklingum undir læknishendur og fullkomnasta stað sem völ er á og það á sem stystum tíma.  Þeir sem halda öðru fram eru bara í annarri vídd og ekki hæfir í rökræður.

350.000 manna samfélag sem hefur efni á tveimur háskólum, íþróttavöllum, skokkbrautum, gömlum úreltum húsum og menningarhúsi á heimsmælikvarða á öllum dýrustu svæðum Reykjavíkur hefur einnig efni á að hafa samgöngur til og frá borginni í lagi.  

Benedikt V. Warén, 12.10.2013 kl. 21:19

36 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég reikna með því Benedikt að þú sért að slá á létta strengi, sem er gott mál.

Það fyndna við þetta er að bæði loftsteinn og hjólastell geta lent á Alþingishúsinu. En við því er lítið að gera hér á jörðu niðri. Hins vegar getum við lágmarkað líkurnar á slysum með réttri skipulagningu á hlutum sem við stjórnum. Þó ég hafi minnst á Alþingi hér á ofan þá er það ekki það eina sem ég er að benda á. Það hafa átt sér stað flugslys við Reykjavíkurflugvöll sem hafa náð út fyrir flugvallarsvæðið.

Þó það verði flug-, sjó- eða bílslys reglulega þá megum við ekki endilega hætta að nota þessi samgöngutæki (né setja alþingismenn í neðanjarðarbyrgi). Það má ekki fara öfganna í hina áttina heldur.

Sumarliði Einar Daðason, 12.10.2013 kl. 21:32

37 Smámynd: Þorkell Guðnason

Ég er hinsvegar ekki að slá á létta strengi Sumarliði:

Lítið þykir mér leggjast fyrir kappann Sumarliða - grafíska hönnuðinn sem ég sé ekki betur en afflytji og bjagi hér hlutföll á fagsviði sínu, til að flytja hræðsluáróður gegn Reykjavíkurflugvelli. Skv opinberum upplýsingum er braut 01/19 á R.R.Washington National Airport 2.094 metrar að lengd en braut 01/19 Reykjavíkurflugvelli 1.567 metrar. Washington brautin er því í raun um 33% lengri - en sýnd um 70% lengir á loftmyndum Sumarliða. Jafnframt dregur hann ályktanir um hlutföll og fjarlægðir frá brautarendum í Washington eins og um jafn langar brautir væri að ræða.

Það sem hér skiptir máli er að Reykjvíkurflugvelli var ákvarðaður staður til frambúðar þar sem hann er, af til þess bærum skipulagsyfirvöldum Reykjavíkur. Þegar það var gert, hafði Alþingishúsið staðið um hálfa öld þar sem það er í dag. Borgaryfirvöld völdu þennan stað úr fjölda svæða sem þá var mögulegt að taka sem flugvallarstæði. Þau svæði voru síðan tekin til annarra nota.

Til að uppfylla drauma allra þálifandi Íslendinga um framþróun flugsamgangna þurfti miðstöð fyrir landflugvélar á hjólum. Draumurinn, þótt virtist fjarlægur, rættist á rúmlega einu ári og mannvirkið var skömmu síðar fært ÍSLENSKU ÞJÓÐINNI að gjöf.

Íslensk flugstarfsemi af öllu tagi á sínar rætur á Reykjavíkurflugvelli og íslenskt nútíma samfélag getur ekki þrifist án öflugrar innlendrar flugstarfsemi. Þar verður enginn einn þáttur tekinn út fyrir sviga, sem það eina sem skipti máli. Augljóslega þrífst hvorki sjúkaflug, innanlandsflug né nein önnur flugstarfsemi án uppeldis nýrra flugmanna, endurnýjunar og viðhalds réttinda þeirra eða skoðana og viðgerða á flugvélum.

Ef Sumarliði telur sig ekki andstæðing Reykjavíkurflugvallar, væri honum meiri sæmd af því að baða sig ekki upp úr sínu óhreina vatni í þessu sviðsljósi.

Þorkell Guðnason, 13.10.2013 kl. 23:28

38 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þessi villa sem Þorkell Guðnason er að benda á er rétt - en ég gerði hana ekki viljandi. Ég tók ekki eftir því að "Scale Legend" breyttist í pixlum (sjálfvirkt) í Google Maps þaðan sem ég tók myndirnar. Á skjánum sem ég er með þá færðist "Vertical bar" til hliðar um nokkra pixla en talan hélt áfram að vera 200 m þannig að þetta fór framhjá mér. Ég vil þakka Þorkeli fyrir að benda á þetta.

Ég biðst afsökunar á þessu og er að leiðrétta útskýringarnar. Set inn nýja mynd á eftir þar sem þetta er leiðrétt.

En kjarni málsins breytist ekkert og ég er ekki andstæðingur flugvallarins né í einhverjum hagsmunahópi sem berst gegn honum.

Sumarliði Einar Daðason, 14.10.2013 kl. 13:20

39 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góði bezti hættu þessari fásinnu Sumarliði, tunglið fer ekkert að rekast á Alþingishúsið þó svo að það sé þingsettning.

Eins og ég hef bent á þá hefur flugvél verið flogið í Ríkisbyggingu í nágerni Washington D.C. og ekki er talað um að loka Ronald Reagan flugvelli.

Það hefur aldrei verið flugvél sem hefur lent á Alþingishúsinu við lendingar á Reykjavíkurflugvelli hvorki þegar þingsrtning er að gerast eða ekki.

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 14.10.2013 kl. 13:55

40 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Jóhann, ég held að það séu hverfandi líkur á því að tunglið rekist á Alþingishúsið í miðri þingsetningu. En þú hefur kannski sambönd við geimvísindastofnunina í Houston fyrst þú ert að minnast á þetta ... 

Sumarliði Einar Daðason, 14.10.2013 kl. 14:27

41 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gott að þú ert farinn að sjá þessa vitleysu sem þú berð fram og sérð hversu hjákátlegt þetta er hjá þér Sumarliði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.10.2013 kl. 14:41

42 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hér kemur loftmyndin leiðrétt fyrir Washington.

Í loftmyndinni sem ég setti inn áður, þá hafði skalinn á Washington skolast til án þess að ég varð þess var. Washington loftmyndin er tekin úr Google Earth Pro en Reykjavík úr Google Maps.

Til samanburðar má benda á að NS-braut Keflavíkurflugvallar er um 3km eða næstum tvöfalt lengri en NS-braut Reykjavíkurflugvallar.

Sumarliði Einar Daðason, 14.10.2013 kl. 15:57

43 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hér kemur loftmyndin leiðrétt fyrir Washington - ath. fyrri færsla vísar í ranga mynd!

Í loftmyndinni sem ég setti inn áður, þá hafði skalinn á Washington skolast til án þess að ég varð þess var. Washington loftmyndin er tekin úr Google Earth Pro en Reykjavík úr Google Maps.

Til samanburðar má benda á að NS-braut Keflavíkurflugvallar er um 3km eða næstum tvöfalt lengri en NS-braut Reykjavíkurflugvallar.

Sumarliði Einar Daðason, 14.10.2013 kl. 15:59

44 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Jóhann, hvað af þessu er fásinna og hjákátlegt hjá mér?

Þetta með ruglinginn á skalanum fyrir Washington hefur verið leiðrétt en það breytir ekki staðreyndum varðandi Reykjavíkurflugvöll!

Sumarliði Einar Daðason, 14.10.2013 kl. 16:02

45 Smámynd: Þorkell Guðnason

Sumarliði - ég ítreka að ég var alls ekki að slá á létta strengi.

Og það er alveg rétt hjá þér að ruglið í þér BREYTIR EKKI STAÐREYNDUM VARÐANDI REYKJAVÍKURFLUGVÖLL.

Það var nefnilega fleira í mínu innleggi sem ég hvet þig til að taka MJÖG alvarlega - einkum þó þetta:

"Ef Sumarliði telur sig ekki andstæðing Reykjavíkurflugvallar, væri honum meiri sæmd af því að baða sig ekki upp úr sínu óhreina vatni í þessu sviðsljósi"

Með því á ég við að óþörf og ástæðulaus gagnrýni þín á aðstæður umhverfis flugvöllinn eru einungis vatn á myllu þeirra sem sjá þar ekkert nema byggingalóðir.

Ég hef fyllilega efni á að leggja hér orð í belg hvað ógn og öryggi varðar, því líklega er ekkert hús sem stendur meiri "ógn" af yfirflugi og tilvist vallarins, heldur en mitt. Við það hefur mín fjölskylda búið í meira en hálfa öld og vill hvergi annarsstaðar vera - og óskar ekki umhyggju þinnar.

Þar sem þú heldur áfram að velta þér upp úr skrautmyndum þínum, í stað þess að pakka saman og láta gott heita, þrátt fyrir að hafa orðið - big time - á í messunni,

ætla ég að ítreka þær STAÐREYNDIR sem þú kaust að skauta framhjá:

Það sem hér skiptir máli er að Reykjvíkurflugvelli var ákvarðaður staður til frambúðar þar sem hann er, af til þess bærum skipulagsyfirvöldum Reykjavíkur. Þegar það var gert, hafði Alþingishúsið staðið um hálfa öld þar sem það er í dag. Borgaryfirvöld völdu þennan stað úr fjölda svæða sem þá var mögulegt að taka sem flugvallarstæði. Þau svæði voru síðan tekin til annarra nota.

Rökstuðningur: hér eru hlekkir á fréttagrein úr Mbl frá 10. marz 1940 (mánuði FYRIR hernám Íslands):

http://timarit.is/files/12228054.pdf og http://timarit.is/files/12228065.pdf

Til að uppfylla drauma allra þálifandi Íslendinga um framþróun flugsamgangna þurfti miðstöð fyrir landflugvélar á hjólum. Draumurinn, þótt virtist fjarlægur, rættist á rúmlega einu ári og mannvirkið var skömmu síðar fært ÍSLENSKU ÞJÓÐINNI að gjöf.

Íslensk flugstarfsemi af öllu tagi á sínar rætur á Reykjavíkurflugvelli og íslenskt nútíma samfélag getur ekki þrifist án öflugrar innlendrar flugstarfsemi. Þar verður enginn einn þáttur tekinn út fyrir sviga, sem það eina sem skipti máli. Augljóslega þrífst hvorki sjúkaflug, innanlandsflug né nein önnur flugstarfsemi án uppeldis nýrra flugmanna, endurnýjunar og viðhalds réttinda þeirra eða skoðana og viðgerða á flugvélum.

Gerðu það nú Sumarliði fyrir sjálfan þig og okkur sem viljum verja þetta fjöregg þjóðarinnar - að hætta.

Þorkell Guðnason, 14.10.2013 kl. 17:03

46 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég tel það af hinu góða að svona mál séu rædd af skynsemi og með rökum. Ég hef ekki verið að halda neinu fram sem er ósatt varðandi Reykjavíkurflugvöll. Þó fólk sé ekki sammála eða vilji ritskoða hvað aðrir hafa fram að færa - þá er óþarfi að blanda tilfinningum í þetta eða persónutengja hlutina.

Ef ég væri að ala á ótta um möguleg slys í kringum Reykjavíkurflugvöll og vildi nota "tilfinningaklám" þá myndi ég eflaust birta úrklippur og myndir af slysum sem hafa átt sér stað á Reykjavíkurflugvelli og í kringum hann. Jafnvel birta lista af flugslysum í þéttbýlum á og við flugvelli út um allan heim.

Hafi ég sært einhvern með að benda á þessar staðreyndir með NS-brautina í REK þá biðst ég velvirðingar á því. Ég ætlaði alls ekki að særa neinn.

Sumarliði Einar Daðason, 14.10.2013 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband