Þriðjudagur, 29. október 2013
Vistvæn fjarstýranleg sýndar-síldargirðing í mynni Kolgrafarfjarðar í stað varanlegrar lokunar...
Hvað í ósköpunum er sýndar-síldargirðing? Engin furða að spurt sé, en svarið er hér fyrir neðan. ... Sérfræðingar Verkís hafa lýst áhuga á að kanna möguleika á að hindra síldargöngu undir brúna við Kolgrafafjörð með eins konar sýndar-síldargirðingu, eða virtual herring fence eins og enska nafnið á hugmyndinni er. Yrði slík sýndarsíldargirðing gerð með til dæmis rafstraumi, ljósgeislum, loftbólum eða hljóðbylgjum og staðsett framan við brúna yfir Kolgrafarfjörð. Hægt yrði að fjarstýra búnaðinum og kveikja á honum handvirkt eða sjálfvirkt. Með sýndargirðingu er ekki átt við efnislega girðingu úr vírneti eða slíku sem myndi draga úr eðlilegum göngum annarra sjávardýra og vatnaskiptum. Þessi sýndar-síldargirðing, eins og við köllum fyrirbærið, en nánast ósýnileg girðing sem sendir út ákveðið munstur rafmagns-púlsa, en notar einnig, ef með þarf, til frekari áherslu straum loftbólna, ljósmerkja og hljóðmerkja. Miklu ódýrari og vistvænni lausn en að loka firðinum varanlega með stálþili eða jarðvegi. Það voru nokkrir áhugasamir reynsluboltar á ýmsum sviðum hjá Verkís sem komu saman skömmu eftir innrás síldarinnar í Kolgrafarfjörð síðastliðinn vetur og gerðu drög að frumhönnun svona kerfis. Hjá fyrirtækinu hefur verið unnið að rannsóknar- og þróunarverkefnum af svipuðum toga, svo sem fiskiteljara fyrir árfarvegi, laxagirðingum sem nota rafpúlsa, öldumælum í höfnum, sjávarfallavirkjunum og fleiru, auk hefðbundinnar verkfræði. Hjá Verkís starfa um 350 sérfræðingar á ýmsum sviðum, þar með talið verkfræði, dýravistfræði, fiskifræði, ljóstækni og hljóðtækni. Verkís hélt í fyrra upp á 80 ára afmæli sitt, og er því lang elsta íslenska verkfræðistofan. Verkís sótti meðal annars um rannsóknarstyrk frá Vegagerðinni í febrúar síðastliðinn, en var því miður hafnað. Hugsanlega var hugmyndinni ekki nægilega vel lýst í umsókninni, en notast var við til þess gert eyðublað sem leyfir aðeins fáeinar línur fyrir lýsingu á verkefni. Ef til vill hefur mönnum þótt hugmyndir reynsluboltanna áhugasömu hjá Verkís of framandi, en við teljum enn að þessi lausn geti, ef vel tekst til, orðið mun vistvænni og miklu ódýrari en varanlegt stálþil eða jarðvegsstífla, eins og m.a. hefur verið rætt um undanfarið. Upphæðin sem sótt var um nam þó ekki hærri upphæð en helmingi af því sem hreinsun dauðrar síldar kostaði í einn dag. Til stóð að vinna að frekari könnun og hönnun á vormánuðum, gera tilraunir síðastliðið sumar og vera tilbúnir með lausn fyrir veturinn sem nú er að ganga í garð.
|
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:37 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
En er ekki fjörðurinn það mengaður að nauðsynlegt sé að loka honum varanlega þar til grúturinn hefur eyðst á náttúrulegan hátt? Og svo er það spurning hvort ekki eigi að setja á hvalavakt í öllum Breiðafirði og skjóta þá strax og þeirra verður vart. Síldin gengur ekki inn á grunnsævi að ástæðulausu. BBC hefur rannsakað veiðar hvala og þær sýndu að hvalirnir kunna að veiða sér til matar. Þeir eru ekki að leika sér í síldartorfunum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2013 kl. 19:26
Það eru núna veiðiskip um allan Breiðafjörð að eltast við síldina, er ekki alveg eins hægt að nota tæknina til að beina síldinni í risa nót sem væri staðsett þarna og dæla henni jafnóðum upp og vinna hana á staðnum? Þá þyrfti ekki allan þennan flota þarna sem er að lenda í því að taka niðri á grynningum og svo fyrir utan allan olíukostnaðinn sem hlýst af þessum eltingaleik.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.10.2013 kl. 20:18
Sæll, Ágúst;
Hugmyndin um sýndargirðingu til að hemja fisk innan marka er engan veginn ný. Ég minnist þess fyrir 40 árum í tímum hjá prófessor Jens Balchen í sjálfvirkni (Automatikk) á NTH (Norges Tekniske Högskole) í Þrándheimi, að hann sagði okkur stúdentunum frá því, að hann væri að þróa aðferð til að loka af norskum firði, þar sem fiskeldi var stundað, með rafmagnsgirðingu. Ég þykist vita, að Norðmenn hafi þróað þessa hugmynd alla leið til verkframkvæmdar og rekstrar.
Með góðri kveðju /
Bjarni Jónsson, 29.10.2013 kl. 21:07
Sæll Bjarni
Rétt er það að þetta hefur verið gert erlendis, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þetta er því alls ekki ný tækni. Við settum eitt sinn upp rafmagnsgirðingu í árfarvegi til að hafa stjórn á fiski, og eini munurinn á því og Kolgrafarfirði er að þar var um að ræða ferskt vatn en ekki salt, og mun styttri vegalengdir.
Einn þáttur í okkar áætlun var að kanna hvað hefði verið gert erlendis og hver reynslan væri. Við teljum að þetta sé bæði mun ódýrari leið og vistvænni en að loka firðinum varanlega, og reiknuðum með að þessi girðing væri að jafnaði höfð opin, en hægt að loka henni fyrirvaralaust með fjarstýringu ef á þyrfti að halda. Þetta væri því lítið inngrip í náttúruna.
Með kveðju og takk fyrir innlitið
Ágúst H Bjarnason, 29.10.2013 kl. 21:46
Það er áreiðanlega hægt að leita í smiðju Norðmanna í þessum efnum, hjá NTNU, Institutt for Kybernetikk, og SINTEF í Þrándheimi. Þetta verkefni mætti nota sem stökkpall til hagsbóta fyrir íslenzkt fiskeldi, sem ég held, að muni vaxa gríðarlega fiskur um hrygg á þessum áratugi.
Rafmagnsgirðing til að varna fiski inngöngu í Kolgrafarfjörð liggur alveg beint við og kostar aðeins brot af því, sem framkvæmd ýmissa annarra hugmynda mundi kosta. Neikvæð áhrif eru vart merkjanleg.
Með góðri kveðju /
Bjarni Jónsson, 29.10.2013 kl. 22:08
Sæll aftur Bjarni
Bestu þakkir fyrir áhugann og upplýsingarnar.
Við höfum haldið nokkra hugarflugs eða brain-storm fundi um málið þar sem hefur verið varpað fram hugmyndum og rifjað upp hvað við höfum gert í svipuðum dúr. Við njótum þess að meðal starfsmanna eru m.a. doktor í dýravistfræði og fiskifræðingur, einnig sérfræðingar í ljóstækni og hljóðtækni eins og minnst var á í pistlinum, auk mikils fjölda á öllum sviðum verkfræðinnar. Við höfum því reynt að einblína ekki á lausnina með rafmagnsgirðingu, þó vissulega sé það reynd tækni. Það er áríðandi að skoða málið vel og því fengur í ábendingum eins og þínum hér að ofan.
Ágúst H Bjarnason, 30.10.2013 kl. 07:42
Góð hugmynd og verðug.
Valdimar Samúelsson, 30.10.2013 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.