Vetrarsólstöður og hafísinn...

 

 

icynews_display.jpg

 

 

 

 Það hefur komið vísindamönnum á óvart að rúmmál hafíss í lok sumars í ár var 50% meira en á sama tíma í fyrra.  Það er til viðbótar því að útbreiðsla íssins var rúmlega 50% meiri. Þetta er samkvæmt nýrri frétt á BBC. Hafísinn er því við þokkalega heilsu, en sem betur fer ekki mjög nærgöngull hér við land.  Við skulum vona að svo verði áfram.

 

_48209615_46390440_cryosat466-1.gif

 Þykkt hafíss hefur verið mæld með Cryosat-2 gervihnettinum.

 

 

 

Það má auðvitað ekki gleyma því að hafísinn á norðurhveli (ekki suðurhveli) hefur minnkað mikið á undanförnum árum. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála á næstu árum.

 

---

 

Í dag eru vetrarsólstöður og sólin lægst á lofti. 

Á morgun fer daginn að lengja aftur, fyrst um eitt lítið hænufet,
svo verða hænufetin tvö, svo þrjú ...

... og áður en varir fer sólin að boða komu vorsins...

fugl-3.jpg

 Mynd ÁHB

---

 

 

 

 Þess má geta að hafís á suðurhveli hefur aldrei verið meiri frá upphafi mælinga, eins og hann mældist í september, og heildarmagn hafíss á jarðarkringlunni er nú nokkuð yfir meðaltali eins og sjá má á ferlunum hér neðar á síðunni.

 

 

 

 icecover_current

 Útbreiðsla hafíss á norðurhveli um vetrarsólstöður.

Svarti ferillinn er fyrir árið 2013.

http://ocean.dmi.dk/arctic/plots/icecover/icecover_current.png

 

 

 antarctic_sea_ice_extent_2013_day_351_1981-2010

 Útbreiðsla hafíss á suðurhveli um vetrarsólstöður.

Rauði ferillinn er fyrir árið 2013. 

 

Global Sea Ice Area

 Heildarútbreiðsla hafíss samanlagt á norður- og suðurhveli.

Takið eftir rauða ferlinum í horninu neðst til hægri.

http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/IMAGES/global.daily.ice.area.withtrend.jpg 

 

image45

 Heildarflatarmál hafíss samanlagt á norður- og suðurhveli.

Árið sem er að líða er lengst til hægri.

Mesti hafís á hnattræna vísu síðan árið 1988.

 http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/timeseries.global.anom.1979-2008

 

 

 Hafíssíða Veðurstofunnar

The Cryosphere Today


 

Myndin efst á síðunni er fengin að láni hér.

 

 anchristmastree_390336

Gleðileg Jól

 

 

 

 

Landsins forni fjandi:

"1695.    Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing,

norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál

og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga

og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan

80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af

Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann

skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".

 

Þór Jakobsson: Um hafís fyrir Suðurlandi

 
 
Á þessum tíma var sólin í miklum dvala sem kallast Maunder lágmarkið.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2013 kl. 22:22

2 identicon

Pólitísku gervivísindin gerðu sannarlega ekki ráð fyrir þessu. Minni á að Nóbelsverðlaunahafinn og hnatthlýnunaragentinn Al Gore hélt því blákalt fram fyrir fimm árum síðan að Norður-heimskautið yrði íslaust árið 2013!

> http://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=MsioIw4bvzI

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.12.2013 kl. 22:46

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Galileo er mættur. ("Hún snýst nú samt")

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.12.2013 kl. 01:49

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Jafna sig ?

Ágúst H Bjarnason, 29.12.2013 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband