Föstudagur, 17. janúar 2014
Gömul tré binda meira og meira af koltvísýringi eftir því sem þau eldast...
"Gömul tré binda meira og meiraEkki virðist rétt að tré hætti að mestu að binda kolefni þegar þau eldast"Þannig hefst frétt á vefsíðu Skógræktar ríkisins í dag 17. janúar. Vitnað er til greinar í vísindatímaritinu Nature sem nefist "Rate of tree carbon accumulation increases continuously with tree size" og lesa má hér. Fréttin á vefsíðu skógræktarinnar heldur áfram: Vísindafólkið notaði rannsóknargögn frá sex heimsálfum og niðurstöður þess eru byggðar á mælingum á hátt í 700.000 einstökum trjám. Elstu mælingarnar voru gerðar fyrir meira en áttatíu árum. Rannsóknin hefði ekki verið möguleg nema vegna þess hversu víða eru til mælingar á trjávexti sem gerðar hafa verið á löngum tíma. Óvenjulega mikill vöxtur sumra trjátegunda er ekki bundinn við fáeinar tegundir risatrjáa eins og ástralskan tröllagúmvið (Eucalyptus regnans), eða rauðviðurinn stórvaxni (Sequoia sempervirens). Þvert á móti virðist hraður vöxtur gamalla trjáa vera reglan frekar en hitt hjá trjátegundum og stærstu tré geta þyngst um meira en 600 kíló á ári. Í greininni í Science er þessu líkt við það að vöxtur okkar mannanna héldi áfram að aukast eftir gelgjuskeiðið í stað þess að á honum hægði. Þá myndi meðalmanneskja vega hálft tonn um miðjan aldur og vel ríflega eitt tonn þegar hún færi á eftirlaun. Meðal rannsókna sem þessi stóra alþjóðlega rannsókn var byggð á eru nefndar athuganir sem ná allt aftur til áranna eftir 1930 og gerðar voru við Kyrrahafsströnd Norður-Ameríku. Þar var mældur vöxtur á tegundum eins og degli eða dögglingsvið, marþöll, sitkagreni, risalífvið og hvítþin. Annað dæmi er rannsókn sem gerð var í Kamerún árið 1996 þar sem mældur var vöxtur trjáa af tæplega 500 tegundum. Höfundar greinarinnar í Nature taka fram að jafnvel þótt þetta eigi við um sjálf trén þýði það ekki að vöxtur skógar aukist stöðugt eftir því sem skógurinn eldist. Á endanum taki tré að deyja sem sé hluti af eðlilegri hringrás byggingar- og næringarefna í skóginum. Við það hægir auðvitað á bindingu kolefnis. Nánar má lesa um þetta í tímaritinu Nature á slóðinni http://www.nature.com/nature/journal/vaop/ncurrent/full/nature12914.html Frétt um þetta birtist í vísindafréttaritinu Science Daily http://www.sciencedaily.com/releases/2014/01/140115132740.htm"
Fréttin á vefsíðu Skógræktar ríkisins www.skogur.is
Myndin er tekin í Richmond Park í úthverfi London síðastliðinn nóvember, en þar er einmitt gamall fallegur skógur á 955 hektara landi. Stækka má myndina með því að þrísmella á hana. |
Nature 16. janúar 2014
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Menntun og skóli, Umhverfismál | Breytt 18.1.2014 kl. 08:46 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll, Ágúst;
Þáttur skógræktar í kolefnisjafnvægi Íslands hefur of lítið verið í umræðunni, en þarna eru miklir möguleikar, því að málmiðnaðurinn á Íslandi þarf við til sinnar starfsemi, sem þarf a.m.k. 100 km2 lands til að rækta á, og gott verð fæst fyrir viðinn, hvort sem um er að ræða spírur eða kurl.
Með góðri kveðju /
Bjarni Jónsson, 18.1.2014 kl. 13:21
Eins og Ágúst gerir hér er yfirleitt talað um að „binda“ koldíoxíð í staðinn fyrir að tala um „upptöku“ þess. Réttara væri að benda á að þessi binding er í rauninni sú að jurtir (og þörungar og sumar bakteríur) breyta koldíoxíði í lifandi vef, lífmassa. Kolefnið, sem er sjálfur kjarninn og undirstaðan í öllum lifandi vefjum kemur nefnilega úr koldíoxíði, líka kolefnið í vefjum „umhverfisverndarsinnana“, sem blása koldíoxíði út í gufuhvolfið í hvert sinn sem þeir hefja upp raust sína um vonsku þessa undraefnis.
Það er líka merkilegt í allri þessari umræðu er alltaf talað um „losun“ koldíoxíðs, en aldrei um hve mikið jurtalífið á landi og í höfunum tekur til sín og breytir í lífmassa. Þetta er alegert undirstöðuatriði í allri þessari „umræðu“ en virðist ekki vekja áhuga „vísindamanna“ sem tekið hafa gróðurhúsatrú.
Þegar jörðin var ung fyrir eitthvað um 4000 milljón árum var koldíoxíð yfir 20% gufuhvolfsins og þá, sem nú spúðu eldfjöll og hverir nýju koldíoxíði út ofansjávar og neðan eins og verið hefur síðan. Ef ekki væri jurtalífið væri ástandið hér svipað og á Venusi. Bakteríur og síðan jurtir hafa beinlínis „étið“ nánast allt þetta koldíoxíð úr gufuhvolfinu og breytt í súrefni. Raunar hefur mikið af þessu súrefni farið til að oxídera járn og fleiri frumefni, en það er samt um 21% gufuhvolfsins. Strax á fyrstu ármilljörðum lífsins var jurtalífið búið að éta svo mikið koldíoxíð að þegar kom fram á tíma risaeðlanna var magn þess orðið svipað og nú, eða ca. 0.040%.
Upptaka jurtalífsins er sem fyrr sagði undirstöðuatriði í allri „umræðu“ um koldíoxíð, en af einhverjum ástæðum virðist enginn hafa áhuga á því nema þá þessir menn sem Ágúst vitnar hér til.
Vilhjálmur Eyþórsson, 18.1.2014 kl. 20:18
Bjarni.
Það var einmitt góð grein í Morgunblaðinu í gær 18/1 um skógrækt fyrir stóriðjuna. Ég leyfi mér að nappa henni:
"Möguleikar í iðnviðarræktun á Íslandi
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Stór markaður er fyrir kurlaðan trjávið á Íslandi og útlit er fyrir að hann stækki á næstu árum ef áform um stóriðju við Húsavík og í Helguvík ganga eftir. Enn sem komið er getur skógrækt hér á landi aðeins annað broti af eftirspurninni eftir iðnviði af þessu tagi.
Stærsti kaupandi viðarsins hér á landi er járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga. Fyrirtækið skrifaði undir samning til tíu ára við Skógrækt ríkisins árið 2012 um kaup á viðarkurli. Fer nú stærsti hluti þess sem grisjað er hér á landi til verksmiðjunnar.
Að sögn Þorbergs Hjalta Jónssonar, skógfræðings hjá Skógræktinni, eru skógarnir á Íslandi þó ekki stærri en svo að þeir sjá aðeins fyrir um 5% af eftirspurn Elkem. Hluti viðarins sem þar sé notaður sé úrgangstimbur frá Sorpu en langstærsti hlutinn sé fluttur inn frá Kanada.
Kollegi hans hjá Skógræktinni, Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri Þjóðskóga, segir engu að síður að magnið sem sé selt sé mun meira en áður hafi verið grisjað á Íslandi. Skógræktin vilji gjarnan sjá fyrir eins miklu af eftirspurninni og hægt sé og Elkem vilji kaupa meira héðan.
Horft til ræktunar á ösp
Eins og er þarf verksmiðjan á Grundartanga um 30.000 tonn af viðarkurli á ári hverju. Verði kísilmálmverksmiðjur þýska fyrirtækisins PCC á Bakka og Torsil í Helguvík að veruleika margfaldast eftirspurnin eftir kurlinu hér á landi.
Íslensk skógrækt á núverandi forsendum stendur ekki undir mikilli framleiðsluaukningu að sögn Þorbergs skógfræðings. Um 7-10 þúsund hektara af iðnviðarskógi þarf til að sjá Elkem fyrir kurli. Til samanburðar er náttúrulegi birkiskógurinn á Hallormsstað um 400 hektarar.
Hins vegar segir Þorbergur að nægt landsvæði og tækniþekking sé til staðar í landinu til þess að bæta í.
Í því samhengi lítur Skógræktin helst til iðnviðarræktunar á ösp til að anna eftirspurninni. Árið 1991 hófst gróðursetning á 85 hektara tilraunaskógi á Sandlækjamýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í þessum tilgangi.
»Við horfum mikið til þessa módels, ræktun iðnviðar með hraðvaxtartegundum í stuttum lotum til þess að anna þessari eftirspurn innanlands. Auðvitað er það markmið okkar í íslenskri skógrækt að frekar en að iðnaður hér sé að skapa störf og rækta skóga erlendis þá færum við það hingað til landsins,« segir Þröstur.
Ágætisverð fæst fyrir afurðina og þar af leiðandi segir Þröstur það vera fjárfestingarmöguleika fyrir landeigendur að rækta upp skóg á landi sínu. Ef allrar hagkvæmni sé gætt dugi framleiðslan fyrir kostnaði og hún skapi störf.
Þorbergur bendir á að aukning skógræktar sé að hluta til pólitískt álitaefni.
»Arðsemigreining bendir til að þetta sé ágætisfjárfesting en það er meira pólitísk spurning hvort menn vilja fara út í þetta. Við erum að tala um tvöfalda, þrefalda eða fjórfalda skógrækt bara til að anna eftirspurninni sem er í landinu í dag. Ef við tölum um nýju verksmiðjurnar þarf mikið meira. Þetta er eiginlega helst spurning um landnýtingarstefnu,« segir hann".
Ágúst H Bjarnason, 19.1.2014 kl. 07:56
Vilhjálmur. Við megum auðvitað ekki vanmeta þetta efni í lofthjúpnum sem er undirstaða alls lífs á jörðinni. Ef ekki væri CO2 í lofthjúpnum, þá værum við ekki hér.
Ágúst H Bjarnason, 19.1.2014 kl. 08:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.