Svona blæs Kári um heim allan í dag - prufa sem kannski virkar og kannski ekki...?

 

Hér sést hvernig vindar blása við yfirborð jarðar og í flughæð millilandaflugvéla. Myndirnar ættu að vera nokkurn vegin í rauntíma, en þær uppfærast á 3ja tíma fresti.

Prófið að benda á Ísland með músinni og dragið til hliðar.
Getið þið snúið hnettinum?
Getið þið skoðað þá hlið sem frá okkur snýr?

Prófið einnig að benda á myndina og snúa músarhjólinu.
Breytist stærðin á hnettinum?

Prófið krækjurnar neðst á síðunni.

 

* *

                                                    Vindur við yfirborð jarðar.
                                               Litur í bakgrunni sýnir lofthita.

 

 

 

 

 

* *

 

                   Skotvindur (jet stream) í um það bil 10km (250 hPa) hæð

 

http://earth.nullschool.net/about.html

 

https://www.facebook.com/EarthWindMap

 

 

Þetta er nú ekkert annað en fikt... Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ágúst.  Þetta eru sannarlega skemmtilegar og fróðlegar myndir af vindakerfi jarðar. Mér tókst meira að segja að snúa báðum myndunum á alla kanta.

 Mér varð hugsað til veðurfræðinganna. Það hlýtur að vera erfitt og flókið að spá í þessi flóknu veðurkerfi og merkilegt hvað spárnar eru oft nálægt sanni, stundum nokkra dag fram í tímann.

                      Með góðri kveðju. Þorvaldur Ágústsson.

Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 00:08

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Þorvaldur.   Það er gaman að sjá hvað tölvulíkönin eru orðin öflug, en það duga væntanlega ekki venjulegar borðtölvur fyrir svona lagað  :-).    Svokallaðar ofurtölvur þarf væntanlega fyrir svona nánast rauntímalíkön. Ekki alveg rauntíma, því myndirnar eru uppfærðar á 3ja tíma fresti.

Það getur verið fróðlegt að skruna (zoom) inn á Ísland og stækka það eins og hægt er. Þá kemur í ljóð hve upplausnin er mikil.

Ég var ekki viss um að mér tækist að fella myndirnar inn og þannig að Ísland væri í forgrunni, en það virðist hafa tekist. Kemur einnig vel út á iPad.



Ágúst H Bjarnason, 25.1.2014 kl. 08:49

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll, Ágúst. Þetta eru frábær kort og ég hef verið að fylgjast með þeim undanfarið. Skotvindakortið sýnir t.d. vel stöðuna sem verið hefur undanfarið í Norður-Ameríku þar sem mikil sveigja á skotvindinum liggur upp til Alaska með tilheyrandi vetrarhlýindum þar en síðan liggur straumurinn mjög ákveðið til suðurs og ber með sér kulda niður til Bandaríkjanna.

Þetta ástand hefur síðan fóðrar vel Íslandslægðina sem þó hefur haldið sig fyrir sunnan okkur með hlýindum í Vestur-Evrópu. Við höfum einnig notið góðs af þessu með ríkjandi mildum austanáttum norðan lægðargangsins.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.1.2014 kl. 11:35

4 identicon

Sæll Ágúst.

Flottar myndir.  Nú sé ég af hverju er svona mikil flugumferð hér yfir núna.  nú þarf ég bara að koma þessu inn á favorites hjá mér og segja upp áskrift af Veðurstofunni.

Kveðja  Jóhann Z  Norðfirði. 

Jóhann Zoega (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 12:04

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Emil. Þetta eru mjög skemmtileg og fræðandi kort, og gaman að rýna í þau.

Ég er með kortin á "fastri síðu" sem ég hef fyrst og fremst fyrir sjálfan mig. Þar eru ýmsir beintengdir ferlar af ýmsum gerðum. Vísað er á þessa síðu á vinstri jaðrinum undir "Tenglar" eða "Síður" (Lofthiti-sjávarstaða-hafís-sólvirkni), en einnig má smella hér.

 

Ágúst H Bjarnason, 25.1.2014 kl. 12:44

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er líka hægt að stilla inn hitastig á þessum kortum. En landamæri þyrftu að vera dreginn inn vegna þess að þá væri miklu auðveldara að átta sig á staðháttum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.1.2014 kl. 14:59

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Magnað

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.1.2014 kl. 17:39

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna Sigurður Þór.   Nú sést hitinn sem litur á efri myndinni.

 Ath: Ef smellt er á "earth" neðst í vinstra horni, þá kemur upp stjórnborð.

Ágúst H Bjarnason, 25.1.2014 kl. 17:44

9 identicon

Flott hjá þér Ágúst.

Magnús Kristinsson (IP-tala skráð) 25.1.2014 kl. 18:22

10 Smámynd: Kristinn Pétursson

Frábærar síða og skemmtilegur vefur Ágúst. Þú ert oftar en ekki með mikla fróðleiksmola

Kristinn Pétursson, 25.1.2014 kl. 19:53

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Frábært frændi, vonandi verður hægt að hafa aðgang að þessu áfram eða hvað?

Halldór Jónsson, 26.1.2014 kl. 22:15

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Á vinstri jaðri síðunnar í rammanum "Tenglar" er krækja sem nefnist "Lofthiti-sjávarstaða-hafís-sólvirkni". Þar er þetta geymt ásamt öðru dóti.


http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1308068/

Ágúst H Bjarnason, 26.1.2014 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband