Tunglmyrkvinn laugardaginn 3. mars.

Væntanlega viðrar ekki vel fyrir stjörnuskoðun meðan á tunglmyrkvanum stendur. Það er þó aldrei að vita nema tunglið gægist milli skýja.

Á Stjörnufræðivefnum www.stjornuskodun.is er góð lýsing á tunglmyrkvanum. Þar stendur m.a:

"Þann 3. mars næstkomandi (á laugardagskvöld) verður almyrkvi á tungli. Skuggi jarðar byrjar að færast yfir tunglið kl. 21:30 en sjálfur almyrkvinn hefst klukkan 22:44. Honum lýkur 23:57.

Verði veður hagstætt laugardaginn 3. mars næstkomandi ættu allir stjörnuáhugamenn að líta til himins og verða vitni að glæsilegu sjónarspili. Tunglið gengur þá inn fyrir skugga jarðar og almyrkvi á tungli á sér stað. Almyrkvinn 3. mars er sá eini sem sést frá Íslandi á þessu ári en næsti sýnilegi almyrkvi verður 21. febrúar árið 2008. Almyrkvinn nú er jafnframt sá fyrsti síðan 28. október árið 2004...."

Á Stjörnufræðivefnum er mikill fróðleikur um tunglmyrkvann sem vert er að skoða.

Mjög góð lýsing á tunglmyrkvanum er á bloggsíðu Finns Malmquist.

Myndin hér fyrir neðan er af almyrkvanum 3. mars síðastliðinn. Meira hér.

Ekki er nauðsynlegt að nota stjörnukíki til að fylgjast með myrkvanum, en miklu munar að nota venjulegan handsjónauka.

Hvernig ætli tunglmyrkvinn líti út séð frá tunglinu? Það sést á neðri myndinni, sem er reyndar samsett mynd úr mynd sem tekin var af jörðinni frá tunglinu og mynd af sólmyrkva. Auðvitað er þetta sólmyrkvi sem karlinn í tunglinu sér, því jörðin skyggir á sólina. Meira um þessa mynd á vefsiðunni Astronomical Picture of the Day.
 

Þegar rétt sést í sólina, eins og á myndinni, er talað um demantshring. Nánar hér.

 

Tunglmyrkvi

 Tunglmyrkvi

 

 

tsemoon_Gartstein_f
Karlinn í tunglinu sér sólmyrkva 3. mars

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, þetta eru snilldarmyndir!!! Horfi á tunglið í þessum skrifuðum orðum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hægt verður að fylgjast með myrkvanum í beinni útsendingu á vefnum. Sjá hér

Ágúst H Bjarnason, 2.3.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Saumakonan

vá... ekkert smá flottar myndir...   kem til með að setjast við gluggann með kíki annaðkvöld!

Saumakonan, 3.3.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Núna kl. 17.33 er skýjað er en grillir þó í himininn ... kannski ég geti mundað kíkinn í kvöld ... og líka horft á vefnum. Takk, Ágúst, þú ert snillingur! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 17:33

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Guðríður. Ég verð líka með kíki ef þar rofar til.  Annars kíki ég bara út um stofugluggann upp á Skaga ;-)

Ágúst H Bjarnason, 3.3.2007 kl. 17:52

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Máninn lætur ekki sjá sig þannig að ég fylgist bara með á Netinu. Er ég nörd eða er ég nörd?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 21:53

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það eru fleiri en þú Guðríður nördar og fylgjast með á netinu :-)  Verst hvað það er mikið álag á þessar vefmyndavélar. Stundum sést ekkert. 

Annars sá ég myrkvann í október 2004 frá kofanum mínum sem er um 15km austar eða ofar en Fell, eiginlega efst í uppsveitunum.   Kvöldið byrjaði ekki vel, en skyndilega varð himininn nánast heiðskír. Liturinn á tunglinu var eins og á myndinni, appelsínurauður. Mjög óvenjuleg og falleg sjón. Litbrigðin eiginlega ólýsanleg þegar skugginn færðist yfir mánann.

Ágúst H Bjarnason, 3.3.2007 kl. 22:22

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ohhhh, þetta er svo skemmtilegt. Er með kíkinn mundaðan, og er ekki einusinni að grínast.  Við erum samsafn af ekta nördum, við bloggstrumparnir!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2007 kl. 23:14

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sá ekkert!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband