Kann einhver skil á þessum undarlegheitum...?

 

reykjavik
 
Hvers vegna lætur myndin svona?   Hoppar upp og niður...
Hvað kom eiginlega fyrir hana?



Þetta er reyndar samsett mynd úr tveim öðrum sem aðgengilegar eru á netinu, en báðar sýna meðalhita í Reykjavík, og reyndar yfir sama tímabil !

Hvernig í ósköpunum má það vera?

Hvað gerðist eiginlega?

 

 

Smellið á krækjurnar sem eru fyrir neðan myndirnar, þá sést að hitaferlarnir eru báðir ættaðir frá NASA og báðir í sama gagnabanka. Önnur er þó aðeins eldri.

 

   Eldri útgáfan (nokkuð rétt):

reykjavik-giss-eldri.gif

  http://data.giss.nasa.gov/cgi-bin/gistemp/show_station.cgi?id=620040300000&dt=1&ds=2

 

    Síðasta útgáfan:

reykjavik-giss-yngri.gif
 
Eins og sjá má á krækjunni, þá er þetta útgáfa númer 14. Sífellt eru að koma fram nýjar leiðréttingar. 

 

 

Til hægðarauka eru báðir ferlarnir teiknaðir á sama blað, en með smá útjöfnum til að fletja út árlegar sveiflur gera þá læsilegri.        Hummm...   Eitthvað er þetta meira en lítið undarlegt.

   Samanburður á útgáfunum frá 2011 og 2013:

Báðir ferlarnir

 

Hvor ferillinn er réttari, sá eldri eða sá nýrri?

Skoðum ferilinn sem er á vef Veðurstofunnar. Takið eftir gráa ferlinum sem er ársmeðalhiti og berið saman við ferlana frá NASA GISS:

 

Hitafar í Reykjavík
 
 
Skýringar við mynd á vef Veðurstofunnar: "Hitafar í Reykjavík 1866 til 2009 (grár ferill). Rauði ferillinn sýnir 10-ára keðjumeðaltöl en sá græni 30-ára keðjumeðaltöl. Taka ber eftir því að hér eru gildi keðjumeðaltalanna sett á endaár tímabilsins en ekki á ár nærri miðju tímabilsins eins og algengast er í myndum af keðjumeðaltölum (samanber myndirnar síðar í þessum texta)".

 

Mikið rétt, eldri ferillinn á vef NASA GISS er sá rétti.

 

Það er deginum ljósara að NASA GISS hefur fiktað svo um munar í hitamælingum Veðurstofu Íslands.

En hve mikið er þetta fikt eða "leiðrétting"?    Það má sjá á næstu mynd sem sýnir mismuninn á þessum tveim ferlum:

 

nasa_giss_leidretting.gif

 Þetta eru ekki neinar smá "leiðréttingar". "Leiðréttingin er næstum 2 gráður þar sem hún er mest.

 

Ja hérna hér....      Hér sést það svart á hvítu.   NASA GISS heldur því blákalt fram að hitamælingar Veðurstofu Íslands frá miðri síðustu öld séu arfavitlausar.

 

(Síðustu útgáfu er hægt að nálgast hér GISS Surface Temperature Analysis og skrifa Reykjavik í gluggann). 

 

Hvers vegna er verið að leiðrétta söguna?  Hvers vegna má ekki sjást hve hlýtt var um miðja síðustu öld?   Hvers vegna?

 

Eru starfsmenn Veðurstofu Íslands sáttir við svona misþyrmingu  mæligagna af opinberri stofnun í Bandaríkjunum?

 

          Pólitík eða vísindi?                         Eða er bloggarinn að misskilja eitthvað?

http://stevengoddard.wordpress.com/2014/04/13/climategate-scientists-getting-rid-of-the-1940s-temperature-spike-in-the-arctic/

http://notalotofpeopleknowthat.wordpress.com/2014/04/04/cooling-the-past-in-iceland/

 

Með von um að vorið sé á næsta leiti þrátt fyrir hvíta páskahelgi

Gleðilega   Páska

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Takk fyrir þessa einkar áhugaverðu samantekt, Ágúst. Tímabilið frá 1930-1960 var nokkuð hlýtt hér á landi, ef ég man rétt, og miklu hlýrra en tímabilið frá 1960-1990. Síðan hefur eðlilega farið hlýnandi og bláa línan frá 2013 rímar mjög illa við þann raunveruleika sem þeir hafa lifað sem fæddir eru fyrir 1930.....

Gleðilega Páska!

Ómar Bjarki Smárason, 17.4.2014 kl. 12:14

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ekkert kemur á óvart þegar „loftslagsvísindamenn“ eru annars vegar, en einn sá allra háværasti þeirra, stjarneðlisfræðingurinn James Hansen var helsta málpípa loftslagsdeildar NASA þar til fyrir skömmu. Tilgangurinn helgar jú meðalið? Er það ekki?

Vilhjálmur Eyþórsson, 17.4.2014 kl. 12:15

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll, Ágúst úr því þú spyrð hvort einhver kunni skil á þessum undarlegheitum þá finnst mér finnst nú eiginlega nauðsynlegt að vísa í fyrri færslu þína um þetta mál frá 2012, en þar neðst í athugasemdum er nokkuð ítarlegt svar frá Dr. Halldóri Björnssyni hjá Veðursstofunni sem varpar einhverju ljósi á þetta.

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1218545/

Emil Hannes Valgeirsson, 17.4.2014 kl. 13:07

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sendi Trausti Jónsson þeim ekki athugasemdir á sínum tíma? Einhvers staðar kom það fram en ég man ekki hvar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2014 kl. 13:08

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Maður verður alltaf jafn hissa á þessu þegar maður rekst á þessa ferla sem búið er að misþyrma á þennan háttt.  Þetta er ekki bara einstakt tilvik sem gert er í ógáti, heldur endurtekið aftur og aftur. Það eru auðvitað fleiri stöðvar en Reykjavík sem hafa orðið fyrir barðinu á þessu. Annað slagið rekst maður á umfjöllun um þessi mál.  Ég minnist þess að á erlendum bloggsíðum var stundum vitnað til bréfaskrifta við Trausta um málið.

Sjá umfjöllun hér: GHCN Temperature Adjustments Affect 40% Of The Arctic

http://notalotofpeopleknowthat.wordpress.com/2012/03/11/ghcn-temperature-adjustments-affect-40-of-the-arctic/

Þar stendur m.a: "Trausti Jonsson, a senior climatologist at the Iceland Met Office, has already confirmed that he sees no reason for the adjustments in Iceland and that they themselves have already made any adjustments necessary due to station moves etc before sending the data onto GHCN".

Ágúst H Bjarnason, 17.4.2014 kl. 13:53

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sjá:
Iceland’s “Sea Ice Years” Disappear In GHCN Adjustments

http://notalotofpeopleknowthat.wordpress.com/2012/01/28/icelands-sea-ice-years-disappear-in-ghcn-adjustments/

Data Tampering: GISS Caught Red-Handed Manipulating Data To Produce Arctic Climate History Revision

http://notrickszone.com/2012/03/01/data-tamperin-giss-caught-red-handed-manipulaing-data-to-produce-arctic-climate-history-revision/

Ágúst H Bjarnason, 17.4.2014 kl. 14:04

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Cooling The Past In Iceland

 http://notalotofpeopleknowthat.wordpress.com/2014/04/04/cooling-the-past-in-iceland/

Hér vitnar Paul Homewood í okkar ágæta Trausta, en væntanlega hafa þeir átt í bréfaskriftum:

"The sea ice years were very real and many scientific papers have been written about them, see here. The cold also had a serious impact on Iceland’s economy, as Trausti Jonsson, the senior meteorologist at the Iceland Met Office attests:" 

“In 1965 there was a real and very sudden climatic change in Iceland (deterioration). It was larger in the north than in the south and affected both the agriculture and fishing – and therefore also the whole of society with soaring unemployment rates and a 50% devaluation of the local currency.  It is very sad if this significant climatic change is being interpreted as an observation error and adjusted out of existence.

I have been working for more than 25 years in the field of historical climatology and have been guilty of eager overadjustments in the past as well as other data handling crimes. But as I have lived through these sudden large climatic shifts I know that they are very real.”

Eiginlega segir þetta allt sem segja þarf...

Ágúst H Bjarnason, 17.4.2014 kl. 14:16

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

“In 1965 there was a real and very sudden climatic change in Iceland (deterioration). It was larger in the north than in the south and affected both the agriculture and fishing – and therefore also the whole of society with soaring unemployment rates and a 50% devaluation of the local currency. 

Það er kannski líka ýmislegt annað en hlýnandi veðurfar sem veldur skaða! En stöðugt veðurfar eftir beinni línu er ekki til hér á landi. - Vá, rétt með naumindum að ég þorði fyrir mitt litla líf að koma með þessa athugasemd!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.4.2014 kl. 14:28

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þessi skekkja og fleiri virðast þó ekki skipta neinu höfuðmáli varðandi heildarmyndina, þó skemmtilegra sé auðvitað að hafa tölurnar réttar alls staðar. Samanber að óháðar rannsóknir annarra aðila staðfesta hina hnattrænu hlýnun- sjá t.d. rannsókn Berkeley Earth Surface Temperature (BEST) efst á þessari síðu: Að efast um BEST

Höskuldur Búi Jónsson, 17.4.2014 kl. 18:14

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er samála þér Höskuldur að þetta fikt hefur lítil áhrif á heildarmyndina, enda ber hitaferlum nokkuð vel saman.

Mér er aftur á móti ómögulegt að skilja hvers vegna þeir hjá NASA eru að skemma þessi mæligögn, frá Reykjavík og fleiri stöðum, alveg að ástæðulausu.  Gögnin frá Veðurstofu Íslands eru væntanlega meðal þeirra traustustu sem þekkjast og þar eru vinnubrögð vönduð.


Ágúst H Bjarnason, 17.4.2014 kl. 18:49

11 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mæli með að lesendur lesi vel athugasemd Halldórs Björnssonar, sem hann gerði við svipaða færslu hjá Ágústi í janúar 2012, sjá hér. Þar segir Halldór m.a. í síðustu athugasemdinni (sett inn af Ágústi):

Að lokum er rétt að taka fram að lagfæringar VÍ á mæliröðinni fyrir Reykjavík eru á engan hátt endanlegur sannleikur um þróun meðalhita þar. Hinsvegar er ljóst að staðsetning mælisins upp á þaki Landsímahússins var óheppileg, þar mældist kerfisbundið meiri hiti en á nálægum stöðvum. Vegna þessa er full ástæða til að til að leiðrétta mæliröðina, en vel er hugsanlegt að leiðréttingin (um 0.4°C) sé full mikil. Þessi leiðrétting kann að verða endurskoðuð síðar. Slíkt hefði þó óveruleg áhrif á langtímaleitni lofthita í Reykjavík (og engin á hnattrænt meðaltal).

Að lokum óska ég öllum gleðilegra Páska :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.4.2014 kl. 23:23

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sveinn:  Þetta er væntanlega allt rétt sem Halldór skrifaði.

En, það er þá auðvitað hlutverk Veðurstofu Íslands, sem þekkir best allra hvað gera þarf vegna staðsetningar mælisins, að framkvæma þær leiðréttingar, en ekki einhverra hjá NASA.

Auk þess, ef við berum saman VÍ ferilinn og NASA útgáfuna, þá sjáum við að "leiðrétting" NASA getur ekki átt við um staðsetningu mælisins á þaki Landsímahússins. Ef svo væri, þá væri leiðréttingin nokkurn vegin stöðug yfir það tímabil sem  mælirinn er uppi á þaki, en ekki eins rosalega sveiflukennd eins og mismunurinn á ferlunum gefur til kynna. Hvers vegna er t.d. þessi gríðarlega leiðrétting fyrir ca árið 1940?

Ágúst H Bjarnason, 18.4.2014 kl. 07:16

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Att "svalka" Island (Að "kæla" Ísland) nefnist pistill á sænskri vefsíðu.
Sjá: http://www.klimatupplysningen.se/2013/12/17/att-svalka-island/

Þar má sjá hitaferla sem teiknaðir eru eftir gögnum frá Veðurstofu Íslands. Þeir eru fyrir Akureyri, Grímsstaði, Hæl, Raufarhöfn, Reykjavík, Stórhöfða, Stykkishólm og Teigarhorn.

Allir sýna þessir ferlar að hlýtt hefur verið um miðja síðustu öld. Reyndar er lögun ferlanna nánast eins, nema að þeir eru að sjálfsögðu hliðraðir eftir meðalhita viðkomandi svæðis.

Á þessari sænsku síðu má einnig sjá hvernig NASA hefur misþyrmt mæligögnum Veðurstofunnar. Ekki er nóg með að ferlarnir hafi verið "leiðréttir", mest um miðja síðustu öld, heldur hefur hluta mæligagna beinlínis verið hent þannig að sumir ferlarnir eru orðnir ansi götóttir.

Ýmislegt fleira fróðlegt er á sænsku vefsíðunni, Að kæla Ísland, sem vert er að skoða.

Ein mynd af nokkrum af vefsíðunni:


fig1
Fig 1 – 10-årsmedelvärden för ett antal väderstationer på Island enligt vedur.is *

Aðrar myndir á síðunni sýna hvað gerist eftir meðhöndlun NASA GISS.




Ágúst H Bjarnason, 18.4.2014 kl. 07:53

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Vitneskja Veðurstofunnar um þessar leiðréttingar GISS kemur í ljós í tölvupósti Trausta til Paul Homewood (afrit til Halldórs) sem birtur er hér í víðlesnum gestapistli Paul Homewood.

Paul Homewood heldur úti sínni eigin bloggsíðu hér: Not a Lot of People Know That.

Paul Homewood spyr: a) Were the Iceland Met Office aware that these adjustments are being made?
Trausti svarar: No we were not aware of this.
 
Paul spyr: b) Has the Met Office been advised of the reasons for them?
Trausti svarar: No, but we are asking for the reasons.

Paul spyr: c) Does the Met Office accept that their own temperature data is in error, and that the corrections applied by GHCN are both valid and of the correct value? If so, why?
Trausti svarar: The GHCN “corrections” are grossly in error in the case of Reykjavik but not quite as bad for the other stations. But we will have a better look. We do not accept these “corrections”.


Paul spyr: d) Does the Met Office intend to modify their own temperature records in line with GHCN?
Trausti svarar: No.

No changes have been made in the Stykkisholmur series since about 1970, the Reykjavík and Akureyri series that I sent you have been slightly adjusted for major relocations and changes in observing hours. Because of the observing hour changes, values that where published before 1924 in Reykjavík and before 1928 in Akureyri  are not compatible with the later calculation practices. For other stations in Iceland values published before 1956 are incompatible with later values except at stations that observed 8 times per day (but the differences are usually small). The linked paper outlines these problems (in English):

http://www.vedur.is/media/vedurstofan/utgafa/greinargerdir/1995/Climatological1960.pdf

The monthly publication Vedrattan 1924 to 1997 (in Icelandic) is available at:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=278&lang=is&navsel=666

and earlier data (in Icelandic and Danish – with a summary in French) at:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=240&lang=is&navsel=666

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=241&lang=is&navsel=666

Monthly data from all stations from 1961 onwards :

http://www.vedur.is/Medaltalstoflur-txt/Manadargildi.html

Best wishes,
Trausti J.


Þar sem þessi tölvusamskipti voru birt í heild sinni á mjög víðlesinni vefsíðu af Paul Homewood sem var í samskiptum við Trausta, er tæplega óviðeigandi að afrita þau hér á bloggsíðu sem fáir lesa.
Ég vona að Trausti sé mér sammála, en bið hann forláts ef svo er ekki :-)

---

Sjá lista yfir stöðvar með "leiðréttum" mælingum á vefsíðu Paul Homewood. Hann er nokkuð langur:

http://notalotofpeopleknowthat.wordpress.com/2012/03/11/ghcn-temperature-adjustments-affect-40-of-the-arctic/

Ágúst H Bjarnason, 18.4.2014 kl. 08:31

15 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Tvær athygsliverðar greinar.

GISS/NASA MANIPULATION OF TEMPERATURE DATAWibjörn Karlén, professor em. member of the Royal Swedish Academy of Sciences: http://www.geoclimate.se/articles/20131107_GISS_Wibjorn_Karlen.pdf

 

Refuting IPCC's claims on climate change, by showing how science basis has been used in an inappropriate way Antonio Sese:  http://plazamoyua.files.wordpress.com/2013/10/refuting-ipccs-claims-on-climate-change.pdf

 

Hólmsteinn Jónasson, 18.4.2014 kl. 15:12

16 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Efsta mynin er animated gif. Hún er tvær myndir, sem mynda einskonar teiknimynd, en þar sem það eru bara tvær myndir þá blikkar þetta bara.

Þú getur smíðað þér þína eigin gif með t.d. þessu: http://gifmaker.me/

Ásgrímur Hartmannsson, 18.4.2014 kl. 17:28

17 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Hvernig stendur á því að þessar fréttir koma mér ekki á óvart? Kannski er það vegna þess að af og til síðustu 10-12 ár hef ég verið að lesa fréttir að misþyrmingum ýmissa loftslagsvísindamanna á gögnum sem passa ekki við líkön þeirra.

Einnig rifjaðist upp fyrir mér, að fyrir nokkrum árum var lekið frumkóða forrita á netið sem einmitt er notaður í úrvinnslu veðurmælinga hjá einni af þessum stofnunum sem IPCC loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna byggir á í sínum skýrslum. Þar sem ég er tölvunarfræðingur með áratuga reynslu af hugbúnaðargerð kíkti ég á kóðann. Mér blöskraði alveg það sem ég sá. Fyrsta árs nemi í tölvunarfræði kæmist aldrei upp með að skila verkefnum jafn illa forrituðum. Traust mitt á þessari úrvinnslu er því alveg í lágmarki.

Finnur Hrafn Jónsson, 19.4.2014 kl. 00:15

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Finnur, þessar "leiðréttingar" eru svo undarlegar og fáránlegar að maður veltir því fyrir sér hvort þær séu gerðar sjálfvirkt með "illa forrituðum kóða" eða kannski eru það illa forritaðir kjánar sem gera þetta. Mér finnst það varla geti verið að einhverjar skynsamar verur standi í þessu. 

Ágúst H Bjarnason, 20.4.2014 kl. 06:43

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir fróðlegar ábendingar Hólmsteinn.

Ágúst H Bjarnason, 20.4.2014 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband