Deilt um keisarans skegg: Skekkjureikningar og loftslagsmálin...

 

 

Smávegis um keisarans skegg: Þegar bloggarinn var í menntaskóla og síðar háskóla var ávallt lögð mikil áhersla á að nemendur framkvæmdu skekkjumat og skekkjureikninga og gerðu grein fyrir óvissumörkum. Það þarf að taka tillit til nákvæmni þeirra mælitækja sem notuð hafa verið, og atriða eins og aflestrarskekkju o.fl.  Mat á skekkjuvöldum getur verið dálítið flókið stundum og þurfa menn að vera gagnrýnir, heiðarlegir og skilja hvað þeir eru að fást við.  Gera þarf greinarmun á tilviljanakenndum skekkjum og kerfisbundnum. Nota þarf réttar viðurkenndar aðferðir við skekkjumat og úrvinnslu.  Allt hefur þetta áhrif á gæði mæligagnanna og niðurstöður, og er nauðsynlegt að gera grein fyrir slíku þegar mæligögn eru birt. Því miður virðist það þó vera orðin algjör undantekning. Í menntaskóla og háskóla fengu menn eðlisfræðiskýrslurnar í hausinn aftur ef réttir skekkjumatsreikningar voru ekki framkvæmdir og niðurstöður túlkaðar samkvæmt því.

Það er nauðsynlegt að vita og setja fram óvissubilið eða skekkjumörkin ásamt mæligögnum. Þetta verður alltaf að gera þegar vísindagögn eru birt, því annars eru þau markleysa.

Smá dæmi: Hugsum okkur tvær færslur í gagnagrunninum fyrir hitafrávik:   

0,3°  +/- 0,1   og   0,4°  +/-0,1. 

Fyrra gildið getur þá verið einhvers staðar á bilinu 0,2° til 0,4° og seinna gildið á bilinu 0,3° til 0,5° vegna óvissumarkanna.

  • Getum við fullyrt að munurinn á þessum tveim færslum sé 0,1 gráða?
  • Getum við verið sannfærðir án alls vafa um að fyrra gildið sé í raun minna en hið síðara?  Skarast ekki þessar tvær færslur á bilinu 0,3 til 0,4?
  • Gæti verið að "rétt" gildi í fyrra tilvikinu hafi til dæmis í raun verið 0,36  í stað 0,3 og seinna gildið 0,34 í stað 0,4? Óvissumörkin banna það ekki. En er ekki 0,36 stærra en 0,34?  Stærra gildið reyndist í raun minna !

Hugsum okkur enn annað dæmi og aftur  tvær færslur í gagnagrunninum fyrir hitafrávik:
0,31°  +/- 0,1   og   0,32°  +/-0,1

Hér munar aðeins 1/100 úr gráðu en óvissan er tíu sinnum meiri eða 1/10 úr gráðu.  Hver heilvita maður sér að þetta er markleysa, en samt birta menn svona gögn og draga ályktanir. Ótrúlegt en satt. Það er auðvitað í hæsta máta óvísindalegt.

Skoðum nú gamla ferilinn hjá bresku veðurstofunni Met Office, þar sem menn kunna til verka og sýna hitaferla á réttan hátt með óvissumörkum.  (Við erum eingöngu að skoða framsetninguna á myndinni og því skiptir ekki máli þó hún sé ársgömul,  - smella á mynd til að stækka):

hadcrut4_annual_global-1
Breska veðurstofan Met Office: Hnattrænar breytingar á hita frá 1850 til 2013. Síðustu áratugir 19. aldar tilheyra Litlu ísöldinni svokölluðu. Þetta er árs gamall ferill, en við erum eingöngu að nota hann sem dæmi um góða framsetningu.
Takið eftir grönnu strikunum sem ganga upp og niður úr hverjum mælipunkti. Þau tákna óvissubil þess punkts. Lengst til hægri er óvissubilið +/-0,1, en lengst til vinstri +/-0,2.

Við sjáum að skekkjumörk ársmeðaltala síðustu ára eru +/-0,1 en nokkrar mælingar frá 19. öld eru með tvöfalt víðari skekkjumörkum, eða +/-0,2°.  Þetta er ekki óeðlilegt. Framsetningin er til fyrirmyndar.

Þrátt fyrir þessa óvissu leyfa margir sér kinnroðalaust að bera saman meðalhita ára þar sem munurinn er aðeins 0.01°, eða tífalt minni en óvissumörkin. Auðvitað ættu menn að vera aðeins rjóðir og feimnir  þegar þeir ræða málin á þessum nótum, að minnsta kosti ef þeir kunna sín fræði.  Þeim sem ekki skilja hvað liggur að baki svona tölum er vorkun og hlýtur að fyrirgefast embarassed


NASA GISS 2014 average
Á þessari mynd eru engin skekkjumörk eða óvissumörk sýnd.

 

Fréttir um heitasta árið og skeggbroddar keisarans:
Fréttir um að nýliðið ár hafa sumar hverjar verið þessu marki brenndar sem lýst hefur verið hér að ofan, þ.e. óvísindalegar og því erfitt að taka mark á þeim.

Sem betur fer kom út mun skýrsla eða frétt 14. janúar frá Berkley-Earth um sama mál, og þar eru málin rædd af skynsemi:
Sjá http://static.berkeleyearth.org/memos/Global-Warming-2014-Berkeley-Earth-Newsletter.pdf

Þar er þessi tafla sem sýnir „topp tíu árin“:

Röð,  Ár,  Frávik, Óvissumörk

1)  2014  0.596  +/- 0.049   (eða +/-0,05)
2)  2010  0.586  +/- 0.045
3)  2005  0.585  +/- 0.047
4)  2007  0.541  +/- 0.044
5)  2006  0.533  +/- 0.046
6)  2013  0.517  +/- 0.046
7)  2009  0.517  +/- 0.044
8)  2002  0.516  +/- 0.048
9)  1998  0.512  +/- 0.048
10) 2003  0.501  +/- 0.048

Eins og við sjáum, þá er munurinn milli áranna 2014 og 2010 ekki mikill, eða 0,596 – 0,586=0,01 gráða Celcius.  Óvissumörkin eru aftur á móti +/-0,05 fyrir hvort árið um sig, eða 5 sinnum meiri en hitamunurinn.  

Reyndar er það svo, að samkvæmt viðurkenndum aðferðum við skekkjumatsreikning skal leggja saman óvissumörkin þegar mismunur á tveim mælistærðum er fundinn. Þannig er rétt að skrifa niðurstöðuna á samanburði þessara tveggja ára:
Mismunur í hitafráviki frá meðalhita milli áranna 2014 og 2010 er  0,01°C +/- 0,1

Óvissan er sem sagt tíu sinnum meiri en mismunurinn.

(Uppfært 21. janúar 2014: Helgi Sigvaldason verkfræðingur, sem er mjög vel að sér í tölfræði og kenndi bloggaranum fyrir löngu við HÍ, hafði samband og benti á að ég væri aðeins ónákvæmur. Helgi skrifaði meðal annars:
"Tilefni þess, að ég sendi þér línu, er að ég er ekki sáttur við meðhöndlun þína þ. 18.1.2014 á skekkjufrávikum mismunar tveggja stærða. Þar leggjast saman kvaðröt (variances) frávikanna, þannig að þau margfaldast með 1,4 (kvaðratrót af 2), en ekki með 2 (að sjálfsögðu smáatriði, sem breytir ekki þínum ályktunum).  
Sem sagt, skekkjufrávikin eru heldur víð í mínu dæmi. Að öðru leyti kvaðst Helgi vera sammála efasemdarmanninum.    Bestu þakkir Helgi fyrir ábendinguna.  Ég læt upphaflega texta minn standa, en bið menn að hafa í huga ábendingu Helga, þó svo það hafi ekki mikil áhrif á niðurstöðu pælinganna).

 

Munurinn á árunum 2010 og 2005 er ennþá minni, eða nánast enginn (0,001 gráða eða 1/1000 úr gráðu).

Þetta er ástæðan fyrir því að í skýrslunni frá Berkley stendur eftirfarandi (Þeir nota reyndar skekkjumörkin +/-0,05 í stað +/-0,1 sem breytir ekki niðurstöðunni):

„Discussion:
Numerically, our best estimate for the global temperature of 2014 puts it slightly above  (by 0.01 C) that of the next warmest year (2010) but by much less than the margin of  uncertainty (0.05 C).  Therefore it is impossible to conclude from our analysis which of  2014, 2010, or 2005 was actually the warmest year.

The margin of uncertainty we achieved was remarkably small (0.05 C with 95%  confidence).   This was achieved this, in part, by the inclusion of data from over 30,000  temperature stations, and by the use of optiized statistical methods. Even so, the  highest year could not be distinguished. That is, of course, an indication that the Earth s  average temperature for the last decade has changed very little.  Note that the ten  warmest years all occur since 1998“.

 

Sem sagt:  Ekki er hægt að segja að árið 2014 hafi verið það hlýjasta því munurinn á árunum 2014, 2010 og 2005 er tölfræðilega ómarktækur. Samkvæmt þessu eru þessi þrjú ár tölfræðilega jafn hlý og skipa saman efsta sætið. Meðalhiti jarðar hefur breyst mjög lítið síðasta áratug.

Sjá um Berkley-Earth verkefnið hér: http://www.berkeleyearth.org

 

Niðurstaða um keisarans skegg: það verður að fara ósköp varlega þegar meðalhiti tveggja ára er borinn saman. Við verðum að gæta þess að fullyrða ekki of mikið og hafa fyrirvara á því sem við segjum eða skrifum og vísa í skekkjumörk. Við megum ekki vera að deila um keisarans litlu skeggbrodda eins og jafnvel NASA varð á að gera í nýlegri frétt á síðu þeirra, og virðist sem þeir hafi gleymt því sem þeir lærðu í framhaldsskóla um skekkjumat og framsetningu mæligagna.

 

Smá æfing: Hver er munurinn á 1. árinu og 10. árinu í Berkley-Earth töflunni? Prófum:
0,596 - 0,501 = 0,095 +/-0,1
Munurinn á hlýjasta og kaldasta árinu er því sem næst 0,1° +/-0,1.   

 

Ítarefni:

>>Nasa climate scientists: We said 2014 was the warmest year on record... but we are only 38% sure we were right<<  embarassed

 

Um skekkjumat í mælingum:

Góður texti frá Menntaskólanum á Akureyri (Word skjal).

National Physical Laboratory: A Beginner&#39;s Guide to Uncertainty of Measurement 

 

 

 

 --- --- ---

Uppfært 21. janúar 2014:

Þessi mynd er úr Berkley-Earth fréttablaðinu sem fjallað var um hér að ofan.  Þar má sjá óvissumörkin eða skekkjumörkin (error-bars) sem daufar lóðréttar línur við hvern hinna rauðu punkta. Neðri myndin er stækkuð úrklippa sem sýnir síðustu ár.

 berkley-earth_1850-2014_error_bars.png

berkley-earth_1850-2014_error_bars-crop.png

 uncertainty.jpg


mbl.is Jörðin hlýnar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir þarfa ábendingu, Ágúst. Fólk valhoppar líka yfir niðurstöður UNFCCC SÞ-hópsins þegar kemur að þessum þætti, þar sem flestir lesa aðeins jórtraða útdrætti. En skýrslurnar segja núna allar Level of confidence. Oft er það "low", t.d. um hitun á Norður- Atlantshafi (líka vestri hlutinn). Samt eru áætlanir og aðgerðir ákveðnar út frá því.

Ívar Pálsson, 18.1.2015 kl. 14:00

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ys og þys út af engu...

Hér sjáum við svart á hvítu að NASA telur aðeins 38% líkur á að 2014 hafi verið hlýjasta árið. NOAA telur það tæplega helmingslíkur. Hvaða írafár var þetta eiginlega í fjölmiðlum?

Hvað hefðu þessir spekingar sagt hefði árið 2014 reynst 1/100 úr gráðu kaldara en 2010 í stað þess að vera 1/100 úr gráðu hlýrra (þó aðeins með 38% vissu). Hefðu þeir farið að tala um yfirvofandi ísöld?

Sjá  http://www.ncdc.noaa.gov/sotc/briefings/201501.pdf


Ágúst H Bjarnason, 18.1.2015 kl. 21:30

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þetta eru undarleg röksemdarfærsla hjá þér Ágúst - er ekki í lagi að segja satt og rétt frá eins og þessar fréttatilkynningar gera?

Samkvæmt gagnasöfnum NOAA og NASA var 2014 heitasta árið frá upphafi. Óvissan er jöfn í báðar áttir - þ.e. það er líka möguleiki á að árið hafi verið heitara.

Taflan sem þú sýnir hér í athugasemd númer 2 sýnir að líkurnar eru langmestar á að 2014 sé heitasta árið - samkvæmt NOAA þá eru næstum þrisvar sinnum meiri líkur á því að 2014 sé heitasta árið heldur en 2010 og næstum fjórum sinnum líklegra en árið 2005. Vissan er síðan minni hjá NASA.

Svo má spyrja sig, svona af því að þú skrifar stundum um kólnandi Jörð hér á þessari bloggsíðu. Hvar er kólnunin í þessum tölum?

Höskuldur Búi Jónsson, 19.1.2015 kl. 15:04

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Höskuldur.

Þessi pistill fjallar ekki um kólnun og ekki um hlýnun.  Hann fjallar um meðhöndlun gagna, skekkjumat, o.fl. sem fram kemur í pistlinum.  Þetta lærði ég vel á sínum tíma og hef allgóðan skilning á. Reyndar hef ég stundum þurft að grípa til þessara fræða í starfi.

Varðandi hlýnun eða kólnun þá vona ég innilega að það kólni ekki, og þar erum við víst sammála Höskuldur. Hvað verður í framtíðinni hef ég einfaldlega ekki hugmynd um og þróunin það sem af er þessari öld segir mér nákvæmlega ekkert...   Sjái einhverjir eitthvað úr þessu þá mega þeir deila um keisarans skegg ef þeir hafa ánægju af því.  Mér finnast slíkar deilur hálf kjánalegar. 

Ég fagna hverju sumri (og ári) sem er hlýtt og gott, og vona að þetta ár verði okkur vinum vors og blóma hagstætt.

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2015 kl. 15:35

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fyrirgefðu Höskuldur, ég gleymdi því að þú varst líka að ræða um töfluna í athugasemd #2 hér fyrir ofan.

Þessi tafla er fengin að láni úr skjalinu NOAA/NASA Annual Global Analysis for 2014 sem er hér: http://www.ncdc.noaa.gov/sotc/briefings/201501.pdf

probability_2014_500w_1253100.jpg

Hvað skyldu þessar prósentutölur tákna. Látum NOAA svara því.

Í skjalinu Global Analysis - Annual 2014 frá NOAA sem er hér: http://www.ncdc.noaa.gov/sotc/global/2014/13

eru þessar tilvísanir:

Supplemental Information

          Ef við smellum á þá efstu, Probabilities related to 2014&#39;s historical ranking, þá birtist vefsíðan Global Analysis - Annual 2014 --- Calculating the Probability of Rankings for 2014

          Þar stendur í byrjun:
          Evaluating the temperature of the entire planet has an inherent level of uncertainty. The reported global
          value is not an exact measurement; instead it is the central value within some range of possible values. The size of this range depends on the method used to evaluate the global temperature anomaly, the number and placement of the stations used in the analysis, and so on. Because of this, NCDC provides values that describe the range of this uncertainty, or simply "range", of each month&#39;s, season&#39;s or year&#39;s global temperature anomaly. These values are provided as plus/minus values. For example, the 2014 temperature anomaly was reported as "0.69°C above the 20th century average, ±0.09°C.". This may be written in shorthand as "+0.69°C ±0.09°C". Scientists, statisticians and mathematicians have several terms for this concept, such as "precision", "margin of error" or "confidence interval.

          The plus/minus numbers, which are presented in the data tables of the monthly and annual Global State of the Climate reports, indicate the range of uncertainty (or "range") of the reported global temperature anomaly. For example, a reported global value of +0.69°C ±0.09°C indicates that the most likely value is 0.69°C warmer than the long-term average, but, conservatively, one can be confident that it falls somewhere between 0.60°C and 0.78°C above the long-term average. More technically, it is 95% likely that the value falls within this range. The chance of the actual value being at or beyond the range on the warm side is 2.5% (one in forty chance). Likewise, the chance of the actual value being at or beyond the cool end of the range is 2.5% (one in forty chance).

          Using a Monte Carlo approach (Arguez et al, 2013), NCDC considered the known uncertainty of the global land and ocean annual temperature in the 2014 annual ranking. Taking into account the uncertainty and assuming all years (1880-2014) in the time series are independent, the chance of 2014 being

            • Warmest year on record: 48.0%  

              • One of the five warmest years: 90.4%

                • One of the 10 warmest years: 99.2%

                  • One of the 20 warmest years: 100.0%

                    • Warmer than the 20th century average: 100.0%

                      • Warmer than the 1981-2010 average: 100.0%

                      NCDC follows these conventions to categorize the confidence associated with assertions made with respect to ranks used in the report:

                      probability_1253101.jpg

                      Reference

                      Arguez, A., T.R. Karl, M.F. Squires, and R.S. Vose, 2013: Uncertainty in annual rankings from NOAA&#146;s global temperature time series. Geophysical Research Letters40, 5965&#150;5969,doi:10.1002/2013GL057999

                      Sem sagt:

                      33.3% - 50%       "more unlikely than likely"

                      (Áherslubreytingar bloggarans).

                      Nú getum við notað túlkun NOAA á því hvað  probability of warmest year 48% þýðir. Við getum kannski líka tekið okkur bessaleyfi og notað þessa skilgreiningu á  probability of warmest year 38% hjá NASA.

                      More unlikely than likely, er víst merking  48% probability of warmest year og 38% probability of warmest year

                      (Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það).

                      Ef við viljum, þá getum við skoðað þetta á annan hátt með hjálp rökfræðinnar:

                       

                      Fullyrt er:

                      According to NOAA the probability that 2014 was the warmest year is 48%.
                      According to NASA the probability that 2014 was the warmest year is 38%.

                      Við getum snúið þessum fullyrðingum við og skrifað:

                      According to NOAA the probability that a different year than 2014 was the warmest year is 52%.
                      According to NASA the probability that a different year than 2014 was the warmest year is 62%.

                      Svo má draga þetta saman með hjálp töflu NOAA hér að ofan og skrifa:

                      It is more likely than not that the warmest year was a different one than 2014
                      ---

                      QED

                      Ég hef sosum ekki skoðun á þessu. Þetta er beint og óbeint svar NOAA við spurningunni.

                      Ágúst H Bjarnason, 19.1.2015 kl. 18:51

                      6 Smámynd: Halldór Jónsson

                      Takk fyrir þetta frændi. Þú svarar því sem þurfti að svara.

                      Það er bara næsta víst að gróðurhúsasöfnuðurinn heyrir þetta ekki og heldur áfram að vaða í sinni villu og svíma. En það má ekki láta hjá líða að andæfa.

                      Halldór Jónsson, 19.1.2015 kl. 22:58

                      7 Smámynd: Geir Ágústsson

                      Takk fyrir fræðandi pistil. Það er gott að einhverjir eru með fæturnar á jörðinni á meðan blaðamenn gleypa það í sig sem þeim finnst hljóma fréttnæmast. Varla væri fyrirsögnin "Hitastig nokkuð stöðug seinustu 10 ár, óþarfi að lesa lengra" mjög söluvænleg. 

                      Geir Ágústsson, 20.1.2015 kl. 11:33

                      8 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

                      Ágúst, takk fyrir þessa samantekt. Mér dettur í hug að ef 2014 hefði verið 0,01 gráðu kaldari en 2010 þá hefði það verið "hitunarsinnar" (eða hvað maður á nú að kalla okkur) sem hefðu fjasað um skekkjumörk.

                      Ég er einnig sammála þér að efsta línuritið er vandað mjög og það er skemmtilegt að sjá hversu miklar sveiflur hafa verið í gegnum tíðina. Reynadr skera síðustu 15 ár eða svo sig úr hvað þetta varðar - sveiflur frá ári til árs talsvert minni en oftast áður, og bláa línan svo gott sem flöt, sem ég finn ekki á neinu öðru 10 ára tímabili á línuritinu.

                      Ég giska á að bláa línan sé 5 ára meðaltal, reiknað tvö ár til hvorrar hliðar. Ætli bláa línan væri ekki að taka stefnuna uppávið ef 2014 væri bætt í safnið? Ekki að það skipti neinu sérstöku máli. Persónulega sé ég ekki annað en hratt hlýnandi hnött þegar ég skoða svona línurit, en aðrir virðast sjá eitthvað allt annað.

                      Brynjólfur Þorvarðsson, 20.1.2015 kl. 14:10

                      9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

                      Sæll Brynjólfur.

                      Er ekki bláa línan ársmeðaltal?

                      "The red bars show the global annual average near surface temperature anomalies from 1850 on. The error bars show the 95% confidence intervals on the annual averages. The thick blue line shows the annual values after smoothing with a 21 point binomial filter. The dashed portion of the smoothed line indicates where it is influenced by the treatment of the end points. The thin blue lines show the 95% confidence intervals on the smoothed curve.

                      The data for the global time series is available from the data page"

                       

                      Líkega koma gögn fyrir desember frá MetOffice á allra næstu dögum og þá má sjá hvernig árið 2014 kom út hjá þeim.  Þessi mynd verður því væntanlega uppfærð innan skamms hér:  http://www.metoffice.gov.uk/hadobs/hadcrut4/diagnostics.html

                      Svo verður auðvitað spennandi að fylgjast með þróuninni á næstu árum.  Vonandi fer kúrfan ekki niðurávið.  Þá verð ég ánægður.

                      -

                      Hafi einhver áhuga, þá var þetta fréttablað Ole Humlum að koma út rétt áðan: http://www.climate4you.com/Text/Climate4you_December_2014.pdf

                       

                       

                      Ágúst H Bjarnason, 20.1.2015 kl. 14:53

                      10 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

                      Hvað segja tölfræðingar um þetta?
                      https://tamino.wordpress.com/2015/01/20/its-the-trend-stupid-3/

                      Höskuldur Búi Jónsson, 21.1.2015 kl. 15:32

                      11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

                      Takk fyrir krækjuna Höskuldur.  Þetta er óneitanlega spennandi og áhugavert verður að fylgjast með framvindunni næstu ár. Kannski er þetta eins og handboltaleikurinn milli Íslendinga og Frakka í gærkvöldi. Mikil spenna allan tíman og var útilokað að spá fyrir um leikslokin...


                      Ágúst H Bjarnason, 21.1.2015 kl. 18:47

                      12 Smámynd: Halldór Jónsson

                       Sæll frændi

                      Ole Humlum segist ekki sjá hlýnun frá 2002 til 2014 eftir sínum gröfum. Hitabreytingar virðast ganga í bylgjum eins og flest í heimi hér.

                      Verðbréfamarkaðirnir sveiflast gjarnan í mynd þess sem kallast Elliott bylgjur sen þær eru samsettar úr fyrstu, annari og svo þriðju bylgju upp eða niður, og þar sem önnur bylgja upp er stærst. Hverri bylgja fylgir eitthvað bakslag og annarri bylgju fylgir oft bakslag sem nemur helmingi af henni sjálfri og svo kemur þriðja bylgja sem nær hæsta gildinu af heikldarferlinu.Fjórðu bylgja kemur svo í hina áttina og svo fimmtu í sömu átt en þær tvær síðustu eru einskonar fjörbrot miðað við hinar. Maður getur númerað þær 0-1-2-3-4-5-6-7-8 Kauphallarverð virist fylgja þessu oftar en ekki hvort heldur er til skamms tíma eða lengri.Þar sem þetta skilgreinir mannlega hegðun á maður varla von á þessu í náttúrunni eins og hitasveiflum. En ég hef ekki horft eftir þessu ennþá. En til dæmis Fibonacci tölurnar virðast samt lýsa ýmsu í náttúrunni eins og fjölda krónublaða oþh. svo maður veit ekki. En maðurinn er hluti af náttúrunni líka.

                      Halldór Jónsson, 22.1.2015 kl. 08:25

                      13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

                      Sæll frændi.

                      Þessar hugleiðingar þínar minna mig á gamalt fikt.

                      Fyrir langalöngu var ég að dunda mér í tölvunni. Það var árið 2003. Þá birtist þessi texti á skjánum:


                      Öldur aldanna

                      Sjaldan er ein báran stök

                      - einnig í veðurfari?

                      Byrjunin er svona:

                      Flestir hafa staðið á sjávarströnd og fylgst með briminu. Öldurnar koma æðandi að ströndinni, en misstórar. Stundum litlar, þær fara vaxandi, en síðan minnkandi aftur. Sjaldan er ein báran stök, sögðu karlarnir þegar þeir voru að lenda bátum sínum í briminu. Þeir kunnu lag á þessu og töldu öldurnar eftir að sú stóra kom, ...1,2,3,..., og vissu þannig hvenær best væri að renna bátnum gegn um brimgarðinn upp í fjöruna. Hvernig stóð á þessu vissu þeir ekki, en þeir kunnu að notfæra sér það.  - Sjaldan er ein báran stök, ... 1,2,3,... og nú er lag!

                      Sveiflur í veðurfari, sem ná yfir áratugi og aldir, eru vel þekktar. Þegar grannt er skoðað haga þær sér ekki ósvipað briminu á ströndinni. Það koma góðir áratugir og slæmir, verulega góðir og verulega slæmir. Í hitafari aldanna síðustu þúsaldir sjást nokkuð reglulegar sveiflur, ekki ósvipað og í öldunum við ströndina. Öldugangur aldanna.  Í hitafarinu er sveiflutíminn nokkrir áratugir, aldir eða jafnvel þúsaldir, en á ströndinni nokkrar sekúndur. Getur verið að hægt sé að nota aðferð gömlu karlanna til að spá fyrir um veðurfar næstu alda, þ.e. með því að finna taktinn í öldugangi hitafarsins?  Jafnvel þó við vitum ekki gjörla orsakasamhengið, ekki frekar en gömlu karlarnir.     Verður brátt hægt að hætta að telja  ...1,2,3.., og  fullyrða með nokkurri vissu um veðurfar framtíðarinnar?

                      Stórt er spurt,  en verður fátt um svör?    Sjáum til!


                      Hugsanlega er svarið já, og hugsanlega er menn farið að gruna orsakasamhengið. Um það fjalla þessar hugleiðingar...."

                      ...

                      Í textanum er einnig fjallað um mann sem grúskaði mikið í gömlum hitaferlum og leitaði að Fibonacci mynstri í þeim. Hann kallaði það leit að gullinsniði, enda er gullinsnið og Fibonacci talnaröðin af sama meiði.

                      Þetta var nú bara leikaraskapur hjá mér og fikt:

                      http://www.agust.net/framtid-2/

                      Ágúst H Bjarnason, 22.1.2015 kl. 09:04

                      14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

                      Góð grein eftir Matt Ridley http://en.wikipedia.org/wiki/Matt_Ridley

                      My life as a climate lukewarmer

                      http://www.rationaloptimist.com/blog/my-life-as-a-climate-lukewarmer.aspx 

                      The polarisation of the climate debate has gone too far

                      I am a climate lukewarmer. That means I think recent global warming is real, mostly man-made and will continue but I no longer think it is likely to be dangerous and I think its slow and erratic progress so far is what we should expect in the future. That last year was the warmest yet, in some data sets, but only by a smidgen more than 2005, is precisely in line with such lukewarm thinking.

                      This view annoys some sceptics who think all climate change is natural or imaginary, but it is even more infuriating to most publicly funded scientists and politicians, who insist climate change is a big risk. My middle-of-the-road position is considered not just wrong, but disgraceful, shameful, verging on scandalous. I am subjected to torrents of online abuse for holding it, very little of it from sceptics.

                      I was even kept off the shortlist for a part-time, unpaid public-sector appointment in a field unrelated to climate because of having this view, or so the headhunter thought. In the climate debate, paying obeisance to climate scaremongering is about as mandatory for a public appointment, or public funding, as being a Protestant was in 18th-century England.

                      Kind friends send me news almost weekly of whole blog posts devoted to nothing but analysing my intellectual and personal inadequacies, always in relation to my views on climate. Writing about climate change is a small part of my life but, to judge by some of the stuff that gets written about me, writing about me is a large part of the life of some of the more obsessive climate commentators. It&#146;s all a bit strange. Why is this debate so fractious?

                      Rather than attack my arguments, my critics like to attack my motives...

                      Meira...

                      http://www.rationaloptimist.com/blog/my-life-as-a-climate-lukewarmer.aspx

                      Ágúst H Bjarnason, 22.1.2015 kl. 13:50

                      Bæta við athugasemd

                      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                      Höfundur

                      Ágúst H Bjarnason
                      Ágúst H Bjarnason

                      Verkfr. hjá Verkís.
                      agbjarn-hjá-gmail.com

                      Audiatur et altera pars

                      Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

                      Um bloggið

                      Ginnungagap

                      Ýmislegt

                      Loftslag

                      Click to get your own widget

                      Teljari

                      free counters

                      Álverð

                      http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

                      Sólin í dag:

                      (Smella á mynd)

                      .

                      Olíuverðið í dag:

                      Heimsóknir

                      Flettingar

                      • Í dag (21.1.): 0
                      • Sl. sólarhring: 7
                      • Sl. viku: 59
                      • Frá upphafi: 0

                      Annað

                      • Innlit í dag: 0
                      • Innlit sl. viku: 39
                      • Gestir í dag: 0
                      • IP-tölur í dag: 0

                      Uppfært á 3 mín. fresti.
                      Skýringar

                      Eldri færslur

                      Jan. 2025
                      S M Þ M F F L
                            1 2 3 4
                      5 6 7 8 9 10 11
                      12 13 14 15 16 17 18
                      19 20 21 22 23 24 25
                      26 27 28 29 30 31  

                      Innskráning

                      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                      Hafðu samband