Hvers vegna virkaði SPOT neyðarsendir konunnar ekki - möguleg skýring...

 

spot2_satellite_network

 

 

Neyðarsendirinn sendir merki til gervihnattar með ákveðnu millibili. Sendiaflið frá þessu litla tæki er lítið, loftnet lítið og gervihnötturinn í mikilli fjarlægð. Þess vegna má litlu muna.

Ekki er ólíklegt að skýlið sem konan leitaði skjóls í hafi verið með bárujárnsþaki sem drepur niður allar sendingar í átt til gervihnattanna. Þetta er nægileg skýring og gæti tækið verið í fullkomnu lagi.

Einnig þarf Geos Spot að ná merkjum frá GPS hnöttunum, en eins og flestir vita þá gengur það oftast illa innanhúss.

Eftir því sem ég best veit þá er sendiaflið frá Spot tækinu 0,4 wött og senditíðnin 1,6 GHz. Notað er gervihnattanetið Globalstar sem samanstendur af 48 hnöttum í 1400 km hæð og á braut með 52 gráðu brautarhalla. 

 

UPPFÆRT 24.2.2015:

Hér fyrir neðan má sjá hvernig braut eins gervihnattarins af 48 í Globalstar netinu liggur langt fyrir sunnan Ísland. Þetta er hnötturinn M095.  Hæð hans yfir sjóndeildarhring er misjöfn eftir því hvar hann er staddur á braut sinni og eftir því hvar nyrsti hluti brautarinnar liggur. Í þessu dæmi er það á bilinu 15° - 38°.  Sjá http://www.n2yo.com/passes/?s=39075 .  Brautir annarra hnatta í kerfinu liggja á sömu slóðum.


Vegna þess hve brautir hnattarins eru langt fyrir sunnan land er hann tiltölulega lágt á himninum og geta fjöll auðveldlega skyggt á hann.  Loftnet SPOT tækisins er stefnuvirkt og er mesti styrkur hornrétt á framhlið þess, þannig að tækið ætti helst að halla á móti suðri til að ná sem bestu merki frá því.

Tækið sendir "blint" til gervihnattarins. Það veit ekki hvort merkið hafi náð til hans, og ljósið sem birtist á tækinu þegar það sendir merki segir eingöngu til um að merkið hafi verið sent. Ljósið merkir ekki að merkið hafi borist til gervihnattarins.   Þetta er því "one-way communication".    Þetta er auðvelt að misskilja.      Viðtækið í tækinu er eingöngu fyrir GPS staðsetningarmerki.

Þrátt fyrir þessar takmarkanir er tækið auðvitað betra en ekkert. Til að auka líkur á að merki berist á áfangastað í fjalllendi er ráðlegt að láta það senda merki sjálfvirkt tiltölulega ört, t.d. á klukkutíma fresti.

Svo þarf að muna eftir að tækið virkar að öllum líkindum ekki innanhúss. Hugsanlega þó ef það er í suðurglugga og hallar móti suðri.

 

Globalstar M095

  spot_messenger_tips

 

91973-spot-gen3-satellite-gps-messenger

 

globalconstel.jpg

Globalstar


mbl.is Konan fannst heil á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Magnús Júlíusson

Það er eitt sem allir notendur Spot á íslandi verða að hafa í huga og það er að norðan við há fjöll eins og Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul er skuggasvæði fyrir þessa þjónustu.  Gervihnettirnir sem tækið notar eru í suður og eru aðeins í um 5-10°. Síðan er hægt að sjá á tækinu hvort það nær að senda boðin eða ekki.  Þetta eru frábær tæki og einmitt mjög sniðugt að geta látið vita af sér þegar allt er í lagi líka.

Skúli Magnús Júlíusson, 23.2.2015 kl. 09:33

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágæt og þörf athugasemd, Ágúst H. Bjarnason þakka þér fyrir. 

Það er ekki öllum gefið að skilja virkni þessara tækja og ekki meðfætt, en vel mögulegt að kenna til gagns sé kennsla í boði á manna máli.  

Þeir sem hafa notað hinar ýmsu gerðir af stuttbylgju og örbylgju stöðvum vita að oft þarf að standa á hól eða undir kletti til að ná sambandi. 

Loftnet sem liggur á borðinu á bakvið kaffikönnuna og skynjar ekki neitt, en vaknar  um leið til lífsins ef það er reyst upp og rétt útfyrir bárujárns eða bíl þakið, getur verið lífsgildi .       

Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2015 kl. 13:41

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

"Síðan er hægt að sjá á tækinu hvort það nær að senda boðin eða ekki"

Og það er akkúrat það sem konan sá.

Birgir Örn Guðjónsson, 23.2.2015 kl. 16:54

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eftir því sem ég best veit þá er tækið ekki tvívirkt. Það tekur ekki við sendingu frá gervihnettinum, þ.e. kvittunarmerki frá gervihnettinum um að merki hafi verið móttekið birtist ekki á tækinu. Ljósin á tækinu segja aðeins til um að merki hafi verið sent til gervihnattarins, en ekki að kvittunarmerki hafi borist þaðan.

Sjá hér: http://www.bestbits.org/spot.htm

"A more elaborate (and expensive) system would have two-way communication with the unit and more indicators on the display, so you could get confirmation that an outgoing message had really been received by the SPOT computers back at headquarters. Such a device would cost a lot more; this SPOT device it transmits "blind," not knowing whether its signal is getting out to the intended targets or not, and relies on multiple attempts to get decent reliability."

 


Ágúst H Bjarnason, 23.2.2015 kl. 17:26

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

„In short, SPOT has to have a very clear view of the sky, which means it should work well on the water. There's also no way of determining if your signal, distress or otherwise, has been received, as SPOT is strictly a one-way device“.

http://www.sailingworld.com/gear/spot-satellite-messenger

Ágúst H Bjarnason, 23.2.2015 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband