"Má bjóða þér snákaolíu"...?

 

Mikið er dásamlegt að koma heim úr vinnu í dagsbirtunni núna í byrjun mars, og enn dásamlegra verður í vor og sumar þegar bjart verður fram eftir öllu og hægt að njóta hins íslenska sumars langt fram á kvöld. Það kemur svo sannarlega heilsunni í lag eftir langan vetur.

Við þurfum ekki að efast um það að fólki sem vill seinka klukkunni, eða jafnvel flýta henni, nú eða taka upp sumartíma til viðbótar núverandi tíma, eða þá bara seinka klukkunni yfir vetrarmánuðina, gengur gott eitt til.  Sumir vilja að sólin fylgi sem næst gangi sólar og hádegið sé á sínum stað, nema kannski á sumrin, en margir eru þó sannfærðir um að núverandi stilling klukkunnar sé best mið tilliti til ýmissa sjónarmiða. Auðvitað eru ekki allir sammála og Íslendingar kunna það allra þjóða best að vera ósammála.

 

 

Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur skrifaði í Morgunblaðið 25. febrúar:

 

"Má bjóða þér snákaolíu?

 

gulliÍ villta vestinu riðu loddarar um héruð og seldu almenningi snákaolíu, elexír sem gagnast átti við hverju því sem angraði kaupandann, líkamlegu eða andlegu. Urðu sumir sölumannanna þjóðhetjur, eflaust efnaðar, en í nýlegum kúrekamyndum eru þeir ofast túlkaðir sem sérfræðingar í prettum ýmiskonar.

Það virðist mannskepnunni eðlilegt að leita alltaf auðveldustu leiða úr öllum vandamálum og helst að geta skyggnst inn í framtíðina. Menn fara til spákonu, kaupa sér kort hjá stjörnuspekingi og fleira. Á sama hátt vilja menn geta keypt skyndilausnir á öllu því sem þá hrjáir, remedíur hjá hómópötum, vöðvapillur og bætiefni alls konar í dósum, mörg gagnslaus og sum jafnvel skaðleg. Það er meira að segja reynt að pranga inn á krabbameinssjúklinga vitagagnslausum efnum. Snákaolíur nútímans taka á sig ýmsar myndir.

Undanfarin misseri hefur alveg sérstök útgáfa af snákaolíu verið kynnt á Íslandi. Hún á að lækna nánast allt sem nöfnum tjáir að nefna. Það þarf ekki að taka hana inn og hún kostar lítið sem ekkert. Þetta er slík undraolía að hún á ekki bara að lækna nánast alla sálræna kvilla sem hrjá þjóðina, hún á líka að draga verulega úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Ísland er í allt í einu orðið eins og villta vestrið var, þessi undraolía er nefnilega hvergi boðin annars staðar.

Ég á við þá hugmynd að með því einu að breyta stillingu klukkunnar muni geðheilsa þjóðarinnar stórlagast, unglingar hætta að vera syfjaðir og þreyttir á morgnana og við Íslendingar almennt hætta að drolla frameftir á kvöldin. Rökin sem færð eru fyrir þessu má draga saman í eftirfarandi:


a) Skorti á góðum nætursvefni eða svefnleysi fylgja ýmsir kvillar, líkamlegir og andlegir. Ekki efast ég um það.

b) Skortur á værum svefni stafar af misræmi á milli þess hvernig klukkan er stillt á hverjum stað og líkamsklukkunnar. Ég stórefast um það.

c) Brottfall unglinga úr skólum snarminnkar við það eitt að breyta stillingu klukkunnar. Þetta er fráleitt.

d) Nú síðast er því haldið fram að seinkun klukkunnar fækki umferðarslysum. Það er ekki nóg með að þetta sé rangt, heldur er þessu öfugt farið. Konunglega slysavarnafélagið í Bretlandi hefur sýnt fram á að umferðarslysum fjölgar verulega þegar klukkunni er seinkað á haustin.

Bretar eru með sína klukku stillta eins nærri sólargangi og kostur er. Þeir glíma við sömu vandamál tengd svefni og svefnleysi og við. Unglingar eru jafn syfjaðir þar og annars staðar í veröldinni og brottfall álíka. Sama er uppi á teningnum í Danmörku þar sem klukkan er líka stillt nærri sólargangi. Svefnleysi og kvillar tengdir því hafa ekkert með stillingu klukkunnar að gera.

 

Við Íslendingar höfum stundum um fátt að sýsla, sérstaklega í skammdeginu. Þá detta í okkur ýmsar grillur sem stærri þjóðir sýnast að mestu vera lausar við. Engum öðrum hefur dottið í hug að alhæfa svo stórkostlega sem fylgismenn þessarar undarlegu hugmyndar gera þegar þeir halda því fram að breytt stilling klukkunnar sé allra meina bót, virki eins og snákaolía villta vestursins. Það er alvarlegt og ábyrgðarhluti, sérstaklega af fólki innan heilbrigðiskerfisins, að halda því fram og lofa því að þessi eina aðgerð sé slík töfralausn sem talað er um".

 

(Höfundur er deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskólans).
 

--- --- ---

Hvað segir Vísindavefurinn um málið?

Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fengið þannig fleiri birtustundir yfir daginn?

"...Ef klukkunni á Íslandi yrði seinkað um klukkustund frá því sem nú er myndi fjölga talsvert þeim stundum þegar dimmt er á vökutíma. Áhrifin yrðu þau að í Reykjavík mundi dimmum stundum á vökutíma, miðað við að sá tími sé frá kl. 7 á morgnana til kl. 23 á kvöldin, fjölga um 131 stund á ári. Ef miðað er við að vökutími sé kl. 8-24 yrði fjölgun dimmra stunda á vökutíma hins vegar 190 stundir á ári...".
                                                                    www.visindavefur.is/svar.php?id=68760

Ef við töpum 131 til 190 birtustundum á ári við það að seinka klukkunni, hvað er þá unnið ?

 

Jæja, breyting á stillingu klukkunnar er því miður engin alhliða töfralausn frekan en snákaolían... 

             

  

 snake-oil (1)



 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband