Minningar frá sólmyrkvanum 1954 og sólmyrkvinn 2015...

total-solar-elipse-diamondring

 

 

30. júní árið 1954 var almyrkvi á sólu sem sást mjög vel syðst á Suðurlandi, og einna best nærri Dyrhólaey. Þar var almyrkvi, en aðeins deildarmyrkvi í Reykjavík.

Ég var svo lánsamur að fá að fara með frændfólki að Dyrhólaey og njóta atburðarins í einstaklega góðu veðri. Þar var kominn saman fjöldi fólks og þar á meðal fjölmargir útlendingar, því þetta var einn besti staðurinn til að njóta fyrirbærisins.

Við lögðum af stað frá Reykjavík eldsnemma morguns, því drjúgur spölur var til Dyrhólaeyjar og vegurinn auðvitað venjulegur lúinn malarvegur með þvottabrettum. Búist var við almyrkva um hádegisbil svo eins gott var að vera snemma á ferðinni. Ferðin austur gekk vel og vorum við mætt vel tímanlega. Eins og oft var allnokkuð brim við ströndina og upplagt að bregða á leik í fjöruborðinu meðan beðið var almyrkvans. Strákurinn naut þess vel.

Skyndilega mátti sjá smá sneið á jaðar sólar þegar máninn byrjaði að mjaka sér fram fyrir hana. Margir voru með rafsuðugler eða svarta filmu til að deyfa skært sólarljósið og nokkrir með sótaða glerplötu, en vafalítið hafa margir fengið meiri birtu í augun en hollt getur talist.

Smám saman stækkaði skugginn af tunglinu og bráðlega hafði hann næstum hulið alla sólina. Nú dimmdi óðum og fuglarnir í bjarginu þögnuðu. Þessi nótt sem nú skall á um hásumarið kom þeim greinilega á óvart. Spennan óx og allir störðu þögulir til himins.  Nokkru síðar huldi máninn nákvæmlega alla sólina og sást einungis bjartur hringur á himninum. Almyrkvi á sólu. Undrunarhljóð hljómuðu. Almyrkvinn varði ekki lengi. Skyndilega sást ofurskært tindrandi ljós við jaðar tunglsins. Þetta var sólin að gægjast fram. Máninn og sólin mynduðu nú hinn fræga demantshring sem aðeins sést við almyrkva. Enn meiri undrunarhljóð...  (Myndin efst er af svona demantshring).

Smám saman sást meira af sólinni og fuglarnir tóku gleði sína aftur þegar birti. Mannfjöldinn leyndi ekki gleði sinni. Þetta yrði ógleymanlegt.

 

Vafalítið hefur þessi upplifun haft þau áhrif á guttann litla að hann fékk áhuga á himingeimnum, áhuga sem enn er fyrir hendi. Hann hafði orðið vitni að mögnuðum atburði sem allt of fáir fá tækifæri til að upplifa.


Daginn eftir birtist skemmtileg frásögn í Morgunblaðinu:  

   Forsíða
   Framhald á síðu 2



OKM0078941

 

Fólk fylg­ist með al­myrkva við Dyr­hóla­ey í gegn­um svört spjöld árið 1954

Mynd úr Ljós­mynda­safni Ólafs K. Magnús­son­ar / ​Morg­un­blaðsins. Ólaf­ur K. Magnús­son

 

 

 

Ég á ekki neina ljósmynd frá þessum atburði, en nokkrar sem ég hef tekið af öðrum deildarmyrkvum:

 

  

Sólmyrkvi 1999

 

 Myndina tók ég af deildarmyrkvanum 1999. Myndin er tekin í gegn um rafsuðugler.
Meira hér: Sólmyrkvinn að morgni 1. ágúst 2008

 

 

 

solmyrkvi 1 agust 2008 vid Gullfoss

 Deildarmyrkvi á sólu. Myndin tekin 1. ágúst 2008 nærri Gullfossi.
Meira hér: Sólmyrkvinn 2008




venus-transit-ahb-crop

 

Sólmyrkvi? Tja, þetta er reyndar Venus sem skyggir á hluta sólarinnar.
Myndin er tekin 11. júní 2004 klukkan 07:45.
Meira hér: Þverganga Venusar

 

Þverganga Venusar 2012
Þverganga Venusar 5. júní 2012.
Fleiri myndir hér: Myndir frá þvergöngu Venusar
Ekki beinlínis sólmyrkvi :-)

 

--- --- ---

 

Sólmyrkvinn að morgni föstudagsins 20. mars 2015 

Þetta verður ekki almyrkvi eins og árið 1954,
en tunglið mun þó ná að hylja 97% sólskífunnar.


Á Stjörnufræðivefnum eru frábær myndbönd sem sýna vel hvernig sólmyrkvinn
gæti lítið út frá nokkrum stöðum á Íslandi. Hér er eitt þeirra sem á við Reykjavík. 

Meira hér: http://www.stjornufraedi.is/solkerfid/solin/solmyrkvi/solmyrkvi-20.-mars-2015/

 

Sólmyrkvi 20. mars 2015 úr Reykjavík from Stjörnufræðivefurinn on Vimeo.

***

 

Vantar þig sólmyrkvagleraugu?
Stjörnuskoðunarfélagið verður með sólmyrkvagleraugun til sölu í
Smáralind helgina 14.-15. mars.

Gleraugun kosta 500 kr. stykkið og allur ágóði
verður notaður í fleiri fræðsluverkefni.

 

 

Krækjur:


Stjörnufræðivefurinn um sólmyrkvann 2015

Sólmyrkvinn að morgni 1. ágúst 2008.

Sólmyrkvinn í dag. Myndir. (2008)

Tunglmyrkvinn aðfararnótt fimmtudagsins 21. febrúar
 2008

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness

 

 SE2015Mar20T

 

 sun eclipse space

 Jörðin, sólin bak við tunglið og vetrarbrautin

 


mbl.is Einstæð mynd af almyrkva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Skemmtileg frásögn. Ég var í sveit norður í Miðfirði í dal sem heitir vesturárdalur. 12 ára gamall vissi ég ekki hættuna á að horfa beint í sólina og líklega engin af heimilisfólkinu en þarna inn í þessum afdal ríkti ennþá fornöld og til merkis um það þá vorum við að slætti með orf og ljá enda engar vélar á bænum..

Það sem ég man og gleymi aldrei var að við horfðum inn á Tvídægru og það var eins og ég hefði farið í dá en mér leið einkennilega og einhver voru eftirköstin en engin vissi né talaði um þetta og síðan var haldið áfram að slá. Já ég var orðin sláttumaður 12 ára og það skipti máli að vera ekki með rakstrarkonunum.

Valdimar Samúelsson, 16.3.2015 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband