Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Tvær áhugaverðar kvikmyndir um loftslagsbreytingar.

Viðvörun: Myndir þessar eru á skjön við víðteknar skoðanir manna um hnatthitun.  Mjög fordómafullu fólki gæti brugðið. Skynsamir munu þó taka efninu fagnandi, enda efnið vel fram sett af færum vísindamönnum sem ekki verður frýjað vits. 

Hér fyrir neðan eru tvær kvikmyndir um hnatthitun. Doomsday Called Off og Climate Catastrophe Cancelled. Báðar sýna þær aðra hlið á málinu en við erum vön að heyra um í fréttunum. Vissulega mjög áhugaverðar og ættu ekki að stuða neinn, eins og myndin The Great Global Warming Swindle virðist hafa gert.

-

Fyrri myndin nefnist Doomsday Called Off, eða Heimsendir afturkallaður. Myndina gerði Lars Mortensen hjá TV-Produktion of Denmark í samvi nnu við DR1 árið 2004. Hún var sýnd í nóvember 2005 hjá CBC í Kanada. Í byrjun myndarinnar er fjallað um boranir í ís Grænlandsjökul til að ransaka veðurfar fyrri alda, rætt er við danskan vísindamann og augnablik má sjá Sigfúsi Johnsen bregða fyrir. Síðan er farið um víða veröld, rætt við loftslagsfræðinga, stjarneðlisfræðinga, haffræðing, o.s.frv.

Umfjöllun um myndina er hér hjá NewsBusters. 

Torrent hér.

Doomsday Called Off

 

Kynning af vefsíðu CBC: http://www.cbc.ca/documentaries/doomsday.html 

Sunday November 27, 2005 at 7pm ET on CBC Newsworld

In this eye-opening documentary viewers will discover how the most respected researchers from all over the world explode the doom and gloom of global warming.

Humans stand accused of having set off a global climate catastrophe by increasing the amount of carbon dioxide in the atmosphere.

The prophecy of doom is clear and media pass on the message uncritically.

Now serious criticism has arisen from a number of heavyweight independent scientists. They argue that most of the climatic change we have seen is due to natural variations.

They also state that if CO2 is to play a role at all - it will be minuscule and not catastrophic!

This story presents a series of unbiased scientists as our witnesses.
We will hear their eloquent criticism of the IPCC conclusions illustrated by coverage of their research work.

 

Myndin er varðveitt á YouTube og er í fimm hlutum. Hér fyrir neðan eru þessi fimm myndskeið:

 

Myndskeið 1 af 5

 

Myndskeið 2 af 5

 

Myndskeið 3 af 5

Myndskeið 4 af 5

 

Myndskeið 5 af 5

 

 

 

*** Önnur kvikmynd ***

 

Næsta mynd er gerð af kanadískum félagskap sem kallast Friends of Science eða Vísindavinir.  Sjá vefsíðu þeirra http://www.friendsofscience.org .   Umfjöllun um myndina er hér hjá NewsBusters

 

Climate Catastrophe Cancelled

 

Kynning á myndinni af vefsíðu Vísindavina:

http://www.friendsofscience.org  

 

 

Climate Catastrophe Cancelled: What you're not being told about the science of climate change

At a news conference held in Ottawa, some of North America’s foremost climate experts provided evidence demonstrating that the science underlying the Kyoto Protocol is seriously flawed; a problem that continues to be ignored by the Canadian government. Scientists called on the Canadian government to delay implementation of the Kyoto Protocol until a thorough, public review of the current state of climate science has been conducted by climate experts. Such an analysis has never been organized in Canada despite repeated requests from independent, non-governmental climate scientists.

Carleton University Professor Tim Patterson (Paleoclimatologist) explains the crucial importance of properly evaluating the merit of Canada's climate change plans: “It is no exaggeration to say that in the eight years since the Kyoto Protocol was introduced there has been a revolution in climate science. If, back in the mid-nineties, we knew what we know today about climate, Kyoto would not exist because we would have concluded it was not necessary.”

Contrary to claims that the science of climate change has been settled, the causes of the past century’s modest warming is highly contested in the climate science community. The climate experts presenting in the video demonstrate that science is quickly diverging away from the hypothesis that the human release of greenhouse gases, specifically carbon dioxide, is having a significant impact on global climate. “There is absolutely no convincing scientific evidence that human-produced greenhouse gases are driving global climate change”, stated climatologist, Dr. Tim Ball. He added that the Canadian government’s plan to designate carbon dioxide as a “toxic” under CEPA is irresponsible and without scientific merit. “Carbon dioxide is a staff of life, plain and simple. It makes up less than 4% of greenhouse gases and it is not a toxic.”

IPCC assertions about the unprecedented nature of the past century's warming, or the widespread beliefs that we are experiencing an increase in extreme weather, accelerated sea level rise and unusual warming in polar regions are also shown in the video to be wholly without merit.

The idea for the video was initiated by the Friends of Science Society, a registered not-for-profit group of geologists, environmental scientists and concerned citizens, “in an effort to make the science of climate change available and understandable to the general public”, stated Dr. Doug Leahey, President of Friends of Science Society.

 

Myndin er skoðuð með myndskoðara sem er væntanlega í tölvunni þinni.   Það getur verið ráð að vista skrárnar á diskinn í tölvunni, ef internettengingin er hæg. Prófið þó fyrst að skoða myndirnar í rauntíma með því einfaldlega að smella á viðeigandi krækju.

 

"Climate Catastrophe Cancelled: What You're Not Being Told About the Science of Climate Change"

Part 1 (4:20 minutes)
Windows Media (4.76MB)   |   Quicktime (9.52MB)

Part 2 (6:21 minutes)
Windows Media (16.3MB)   |   Quicktime (14.2MB)

Part 3 (3:26 minutes)
Windows Media (7.82MB)   |   Quicktime (7.59MB)

Part 4 (5:10 minutes)
Windows Media (12.4MB)   |   Quicktime (11.4MB)

Part 5 (5:02 minutes)
Windows Media (5.45MB)   |   Quicktime (11MB)

 

 

 

 

 *** *** ***

Það er mikilvægt að skoða málið frá öllum hliðum og loka ekki augum, eyrum og munni eins og apakettirnir hér fyrir neðan.  Hugsandi fólk hlýtur að vilja skoða allar hliðar hnatthlýnunarkenningarinnar og hlusta á vísindamenn sem hafa aðra skoðun en yfirleitt er matreidd fyrir okkur af fjölmiðlum. Hvaðan þeir fá uppskriftina er svo annað mál. 

Skoðið, hlustið og ræðið málin!

 

 

Þakka þér fyrir komuna, og fyrir að hafa kynnt þér efni vefsíðunnar. Þú ert ekki einn þeirra sem ekkert vilja fræðast um málið. Vonandi hefur þú haft nokkurt gagn af lestrinum.

 

"Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gang,
og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus.
Hafa svo hvorirtveggju nokkuð að iðja"

Árni Magnússon handritasafnari 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk Gústi fyrir að deila þessu með okkur. Þetta er áhugavert efni og vekur mann til umhugsunar hvað maðurinn eigi að gera miklar ráðstafanir út frá þeim rannsóknum sem fram eru komnar. Það eina sem virðist alveg ljóst er að hiti á jörðinni hefur bæði verið meiri og minni en nú er.

Haukur Nikulásson, 12.4.2007 kl. 08:04

2 Smámynd: Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Mjög athyglisvert. HHG

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, 12.4.2007 kl. 13:16

3 Smámynd: Georg Birgisson

Að þú skulir leyfa þér að hafa aðra skoðun en þá sem er "samþykkt" af fjöldanum. Það var reyndar áhugaverð fræðslumynd í sjónvarpinu fyrir nokkru síðan sem fjallaðu um það sem mig minnir að væri kallað "Global dimming" en sú kenning gengur út á að mengunin dragi úr því magni sólarljóss sem nær til jarðar og lækki þar með hitann. Þessu til stuðning var vísað í mælingar á styrk sólarljóss.

Það sem var athyglivert var að í þættinum kom fram að þeir sem settu fram þessa kenningu urðu fyrir harðr gagrýni frá þeim sem halda fram kenningum um hitnun sem leiddi til þess að global dimming kenningin var aðlöguð til að hún stangaðist ekki á við global warming.

Hvor kenningin sem er réttari og hver sem sannleikurinn er þá er ég sannfærður um að mengun umhverfisins er hið versta mál og maðurinn þarf að ná tökum á henni.  Ef global warming kenningin gefur ríkisstjórnum þá réttlætingu sem þarf til að knýja fram minni mengun þá er það í sjálfu sér góð niðurstaða en það er samt varasamt að láta tilganginn helga meðalið um of.

Georg Birgisson, 12.4.2007 kl. 14:07

4 Smámynd: Georg Birgisson

Global dimming aftur

http://www.bbc.co.uk/sn/tvradio/programmes/horizon/dimming_prog_summary.shtml

http://en.wikipedia.org/wiki/Global_dimming

Hér eru settar fram athugsemdir við global warming kenninguna en þetta breytir þó ekki þeirri skoðun að mengun er neikvæð.

Georg Birgisson, 12.4.2007 kl. 14:24

5 identicon

Já það getur verið betra að hugleiða málin áður en er framkvæmt. Ef hlýnun er eitthvað sem við getum ekkert gert við þá ættum við frekar að fara að undirbúa okkur undir að bregðast við henni. Núna er viðurkennda skoðunin sú að hún sé okkur að kenna og það er ekkert gert til að undirbúa okkur fyrir hana heldur einungis að reyna að koma í veg fyrir hana.

Málin eru ekki alltaf hugsuð í gegn. Hér eru tvö skemmtileg dæmi:

Toyota Prius er góður fyrir umhverfið (þó að hann eyði meira en bíll með díselvél). Sjáum hvað Príusinn er að gera fyrir umhverfið:

http://www.mailonsunday.co.uk/pages/live/articles/news/news.html?in_article_id=417227&in_page_id=1770

Við vitum að hvarfakútar minnka mengun og eru góðir fyrir umhverfið (þó að bílar með hvarfakút eyði meira og mengi meira í stuttum ferðum) enda er skylt að hafa svoleiðis í bílunum. Sjáum hvað þeir hafa góð áhrif:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/6528853.stm


Og svo mætti lengi telja.


Einar (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 18:12

6 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Hver man ekki eftir Kúariðufárinu upp úr 2000. "Fræðimenn" töldu að sprenging yrði tilfellum eftir fimm til sjö ár en þá höfðu 47 manns drepist. Öll notkun kjötmjöls hefur verið bönnuð síðan.  Miljónum tonna af verðmætum proteinum hent  og litlu mátti muna að allt fiskimjöl yrði bannað líka, svona til öryggis. Ein af afleiðingunum voru þær að bændur tóku líf sitt í þúsundavís þegar markaðirnir hrundu vegna þessarar vitleysu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.4.2007 kl. 18:26

7 identicon

Sæll Ágúst.

Það ætti ekki að fara framhjá neinum sem nenna að lesa mitt blogg að mín skoðun er sú að mengun sé sannanlega einn af stærstu þáttunum í að breyta veðurfari á jörðinni. Að sjálfsögðu eru aðrir orsakaþættir og þessar myndir ásamt mörgu öðru eru einfaldlega staðfesting á því.

Ég skil samt ekki af hverju menn sem telja allar aðrar ástæður séu hinar einu og sönnu fyrir hlýnun, eru svona á móti því að eitthvað sé gert í mengunarmálum. Menn eiga á líta á þetta sem tækifæri, ekki sem ógnun. Nýir og vistvænni bílar menga ekki bara minna, þeir eru betri fyrir buddu almennings, eyða minna, og spara þannig gjaldeyri. Það sama má segja um orkuver og iðnað. Tækifæri okkar íslendinga liggur einmitt í þessari umbreytingu í skoðunum almennings, það þykir ekki lengur vera sæmandi að vera umhverfissóði. Þekking á jarðhita og vatnsafli eru okkar framlag, bæði hér heima og í öðrum löndum. Ef grátkórinn gegn loftslagsvá, með peningum frá olíuiðnaðinum, nær að berja niður þessa nýju þróun þá verður lítið úr okkar möguleikum á næstu árum í að selja þekkingu og tækni. Þarf væntanlega ekki að lýsa skoðunum mínu á hvað gerist í framhaldinu þegar menn að lokum standa frammi fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga eftir 100 ár eða svo.

Kveðja

Jóhann 

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 08:42

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jóhann

Eiginlega ætlaði ég mér að halda mig að mestu til hlés í þessum umræðum og láta nægja að vísa á þessar kvikmyndir sem ég rakst á nýlega.

Fyrir tæpum áratug (1998) reyndi ég að setja mig sæmilega inn í þessi mál og þá varð vefsíðan Er jörðin að hitna - Ekki er allt sem sýnist til. Þetta er alllöng vefsíða sem heldur áfram á nokkrum undirsíðum.
Í kaflanum "§15. Lausn gátunnar í sjónmáli?...", sem er á forsíðu vefsíðunnar, eru niðurstöður pælinga minna fyrir síðustu aldamót.

Þar stendur m.a.:
1. Einföld samantekt á orsakavöldum meintrar hnatthitunar:
Hækkun hita lofthjúpsins frá 1860 er talin vera um 0,6°C, á sama tíma og CO2 hefur aukist frá 0,028 í 0,036%, eða um 29%.
Orsakavaldar eru þessir:
— Náttúrulegar sveiflur í sólinni: u.þ.b. 0,25°C
— Mæliskekkja ýmiskonar: u.þ.b. 0,1°C
— Af völdum aukins CO2 um 29%: u.þ.b. 0,25°C

Eiginlega er ég enn á sömu skoðun og ég var á þessum tíma.


Í þessum sama kafla stendur einnig:
4. Er aukið magn CO2 í andrúmsloftinu hættulegt?:
CO2 er hvorki eitur né mengun. Aukið magn þess hefur mjög hagstæð áhrif á vöxt gróðurs jarðar. Þá er eftir spurningin stóra: Ef hækkun lofthita reynist verða innan við 1°C miðað við tvöföldun á CO2, er þá nokkuð að óttast? Þetta er aðeins um 3% af náttúrulegum gróðurhúsaáhrifum. Er ekki allur hræðsluáróður óþarfur? Svari nú hver fyrir sig.


(Ath. Vefsíðunni hefur ekki verið sinnt lengi og því margar krækjur óvirkar).

Svo var það hin vefsíðan mín (frá 2003), sem fjallar um loftslagsbreytingar sem ekki eru af mannavöldum: Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari?


---

Ég er hjartanlega sammála þér varðandi tækifærin sem liggja m.a. í nýtingu jarðhitans. Þar er ég á heimavelli, enda hef ég fengist við slíkt í rúma þrjá áratugi og komið að hönnun jarðvarmavirkjana, bæði hér á landi og erlendis.

Bestu kveðjur
Ágúst

Ágúst H Bjarnason, 13.4.2007 kl. 09:14

9 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Jóhann

Ég held að menn séu alveg sammála um að mengun er víða mikil og það þarf að sporna gegn henni en þá á að vinna að því á réttum forsendum, með réttar upplýsingar að vopni.

Ég lít ekki  það sem tækifæri að fá fólk til að breyta öðruvísi með lygum eða vafasömum upplýsingum

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 13.4.2007 kl. 23:44

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er athyglisverða við þessa mynd (Climate Catastrophe Cancelled (2005)) er að flestir sérfræðingarnir sem fram koma eru tengdir í tvennum samtökum í Kanada. Þessi samtök eru Friends Of Sience og NRSP (Natural Resource Stewardship Project). Þessi samtök hafa ekki viljað gefa upp hvaðan þeir fá sín fjárframlög, þó að ýmislegt bendi til að olíufélög komi þar að, m.a. ExxonMobil. T.d. er Sallie Baliunas (sem kemur nokkrum sinnum fram í myndinni), tengd 9 samtökum sem hafa fengið framlög frá ExxonMobil. 

http://www.desmogblog.com/node/1242 

Þessar tengingar verða að teljast vafasamar. Ég treysti t.d. betur orðum Sylvie Joussaume (einn mikilvægasti vísindamaður heims á sviði hnattlægra umhverfisrannsókna) þegar hún segir í viðtali í Speglinum á Rás 2 þann 11. apríl að hún telji að breytingar á sólinni skýri aðeins um 10 % af hlýnun jarðar. Enda sé um afar flókið samspil að ræða. 

Þetta flókna samspil sem um ræðir, er það flókið að það munu alltaf einhverjir vera til, sem efast um að samspilið sé eins og lýst er. Það er náttúrulega bara gott að efast. Enda vinna þúsundir vísindamanna að rannsókn þessara mála. Það að nokkrir "sérfræðingar" (eins og í þessari mynd) sem tilheyra sömu klúbbunum séu á öðru máli og reyni að setja það fram í mynd, það haggar ekki því að þúsundir vísindamanna eru á annari skoðun.

Annars finnst mér plottið í þessari mynd ansi líkt plottinu í The Great Global Warming Swindel, það eru líka nokkrir "sérfræðingar", sem koma fram í báðum myndunum. M.a. Tim Ball og Ian Clark. Þess má geta að Friends Of Science koma að framleiðslu myndarinnar, og er því erfitt að vera óhlutdrægur þar. Ef að farið er inn á heimasíðu Friends Of Science, þá er myndin The Great Global Warming Swindel auglýst þar, ætli þeir hafi ekki komið að framleiðslu hennar einnig?

Það sem ég er að segja með þessu er að mér finnst trúverðugleiki myndarinnar ekki mikill, vegna tengsla við olíubransan og innbyrðistengsla nánast allra sem koma fram í henni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 00:40

11 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Þekktur íslenskur umhverfissinni, Ómar Ragnarssson fékk miljóna fjárstyrk frá Landsvirkjun. Andri Snær Magnason annar þekktur umhverfissinni fékk fjárstyrk frá Álverinu í Straumsvík (bjartsýnisverðlaunin). Enginn hefur séð ástæðu til að véfengja heilindi þessara manna, enda ekki ástæða til. Það sem skiptir máli, er það sem þessir menn hafa efnislega fram að færa. Síðan geta menn verið sammála eða ósammála eftir atvikum.

Pólitíkusar hafa dælt peningum í rannsóknir á áhrifum CO2 á hitastig jarðar alveg frá dögum Margrétar Thatcher. Pólitíkusar hafa markmið ekkert síður en einkageirinn. Thatcher t.d. vildi nota kjarnorku og losna við kolanámumenn. Einkageirinn hefur mjög lítið komið að rannsóknum á loftslagi en er alveg til í að hagnast hvort sem er á hlýnun eða kólnun. Nefna má Enron sem var helsti stuðningsaðili viðskipta með kolefniskvóta.

Það sem skiptir máli er hvort rannsóknaniðurstöðurnar séu trúverðugar eða ekki. Ekki hver fjármagnar.

Finnur Hrafn Jónsson, 17.4.2007 kl. 23:06

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Var að horfa á hina myndina (Doomsday Called Off). Þessi mynd er vandaðri en hin. En þarna kemur m.a. eitt andlit úr hini myndinni fram og það er Sallie Baliunas, sem m.a. tengist samtökum sem hafa fengið framlög frá ExxonMobil. David Legates er einnig tengdur ExxonMobil samkvæmt Union of Concerned Scientists. En sá sem mér þótti gaman að hlusta á í þættinum og fannst koma fram með eitthvað nýtt var John Christy. Hann er virtur vísindamaður og hefur gert margar athuganir á hitastigi í lofthjúpnum. Mér fannst hann koma fram með hugmyndir sem að hann setti fram á skýran hátt. T.d. talaði hann um hvernig hann taldi að borgarmyndun hefði meiri áhrif á athuganirnar en fram væri haldið. Það var áhugavert að hlusta á hann. Ég rakst svo á grein þar sem þessi áhrif borgarhitastigs eru skýrð, dæmi nú hver fyrir sig.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.4.2007 kl. 00:00

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Finnur

Ég er sammála þér með að rannsóknarniðurstöðurnar verða að vera trúverðugar og í sjálfu sér skiftir ekki máli hvaðan fjármagnið kemur. En það sker í augu hversu margir, sérstaklega í Climate Catastrophe Cancelled eru tengdir NRSP og Friends of Science, sem eru samtök sem að m.a. olíufyrirtæki styrkja.

Persónulega, þá finnst mér margt af því sem kemur fram í þessum myndum ekki trúverðugt. En það er bara mitt mat. Þér er velkomið að vera ósammála mér, enda skoðanafrelsi hér á Íslandi. Ég hef mínar efasemdir og þú þínar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 18.4.2007 kl. 00:23

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Á vefsíðu, sem ég uppfærði síðast í september 1998, er fjallað um stjarneðlisfræðingana Dr. Sallie Baliunas og Dr. Willie Soon sem bæði koma fram í myndinni. Um það leyti skiptist ég á nokkrum tölvupóstum við þau eftir að hafa lesið greinar um breytilegar sólstjörnur, þ.e. fjarlægar sólir sem eru svipaðar okkar sól og virðast vera með breytilega sólsveiflu eins og okkar. Ég hef ekki uppfært þessa vefsíðu lengi, þannig að margar krækjur eru dauðar.

Sjá:

Er jörðin að hitna?
Ekki er allt sem sýnist.
Áhrif sólar á veðurfar.

Áhrif sólar hafa verið þekkt lengi, og valda merkjanlegum sveiflum í veðurfari.
Kafli 2 af 8

http://www.rt.is/ahb/sol/sol-sollblettir.htm

Þar stendur m.a.:
...
"Önnur grein í S&T....
Sallie Baliunas Ph.D. og Willie Soon Ph.D. eru virtir vísindamenn við Harward-Smitsonian Center for Astrophysics og Mount Wilson Institute. Þau skrifuðu mjög góða grein í Sky & Telescope des. '96. Greinin nefnist "The Sun-Climate Connection (Are our star's 11-year sunspot cycle and other variables taking the earth's climate along for a ride?)".

Í greininni fjalla vísindamennirnir um samspil sólar og veðurfars eins og best er vitað um þau mál í dag. Fram kemur að meðaltími milli hámarka fjölda sólbletta er 11 ár, en í reynd er tíminn á bilinu 8-15 ár. Einnig má greina um 80-90 ára sveiflur (Gleissberg cycle) og jafnvel 2200 ára sveiflur. Það er því fjarri sanni að skin sólar sé stöðugt. Fjallað er um hvernig tekist hefur að áætla virkni sólar fyrr á tímum með hjálp mælinga á samsætum (ísótópunum) kolefnis-14 og beryllium-10, sem finna má m.a. í árhringjum gamalla trjáa og í ískjörnum sem fengnir hafa verið með því að bora í jökla og á Suðurskautinu. Einnig er fjallað um rannsóknir sem gerðar hafa verið með litrófsmælingum á öðrum fjarlægum sólum, og sýna þær mælingar svipaða hegðun og hjá okkar sól....."

---

Willie Wei-Hock Soon skrifaði fyrir nokkrum árum ásamt Steven Yaskell áhugaverða bók sem nefnist The Maunder Minimum and the Variable Sun-Earth Connection. Ég keypti þessa bók þegar hún kom út, en áður hafði ég skipst á nokkrum tölvupóstum við Willie. Það kom mér skemmtilega á óvart hve fróður hann var um íslenska vísindamenn, enda hafði hann viðað að sér miklu efni um veðurfar á Íslandi fyrr á öldum. Nokkrir virtir vísindamenn hrósa bókinni hér: http://www.worldscibooks.com/physics/5199.html   Fæst hjá Amazon http://www.amazon.com/Maunder-Minimum-Variable-Sun-Earth-Connection/dp/9812382755

Baliunas og Soon eru virtir vísindamenn á sínu sviði, sem er stjarneðlisfræði. Líklega er það vegna þekkingar þeirra á sólinni og öðrum sólstjörnum sem þau hafa beint augum sínum að samspili breytinga í sólinni og veðurfari á jörðinni.

Það er alveg með ólíkindum hvernig menn reyna að beita ærumeiðingum og "ad hominem" rökvillu - árásum á vísindamenn sem eru að rannsaka hvaða náttúrulegu sveiflur það eru sem hafa áhrif á veðurfarsbreytingar. Það er reyndar svo komið að vísindamenn nenna varla lengur að standa í þessu og hugsa sem svo að það sé tilgangslaust að vera að deila um þessi mál; náttúran hafi sinn gang og hlustar ekkert á deilur okkar mannanna, hún les ekki blaðagreinar og enn síður tölvukóðann í öllum hermilíkönunum sem eiga að líkja eftir duttlungum hennar. Eitt er víst, tíminn mun leiða það í ljós hver hefur rétt fyrir sér í þessum málum, en vonandi kemur sá tími einhvern tíman að homo sapiens hafi nægilegt vit í kollinum til að ræða saman á málefnalegum grunni og hætta fáránlegum ærumeiðingum. Slíkt ber aðeins vott um vanþroska.

"The essence of science is that it is self-correcting" er haft eftir hinum heimsþekkta vísindamanni Dr. Carl Sagan. Það á örugglega vel við í loftslagsfræðunum.

Það er sjálfsagt að kynna sér málin frá öllum hliðum. Bannað að trúa, því þetta eru vísindi en ekki trúarbrögð.

Ágúst H Bjarnason, 18.4.2007 kl. 05:58

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ragnar

Gleðilegt sumar. 

Ég er sammála þér að mörgu leiti. Það þarf að rannsaka og læra. Það er verkefni sem mun aldrei stoppa. Ef að maður skoðar það sem vísindamenn (flestir) segja um hlýnunina, þá er það, að það eru sterkar líkur á að loftslagsbreytingar séu af mannavöldum. Það eru vísindamenn frá öllum heimshornum sem eru á þeirri skoðun. Og þess vegna finnst mér að það verði að vanda virkilega til, við gerð mynda eins og hér eru nefndar að ofan. Og mér finnst einfaldlega ekki að þessar myndir séu vandaðar, því miður. Ég hef verið að skoða margt af því sem kom fram í myndunum, undanfarna daga, og ég hef ekki fundið neitt, sem kemur fram í þessum myndum sem ekki er hægt að færa rök á móti eða beinlínis mótsegja, enn þá.

Ætla að benda á heimasíðu Danmarks Meteorologiske Institut, sem góða síðu með margskonar upplýsingum um loftslagsbreytingar, módel og fleira. Þar er einnig að finna mjög gott viðtal við Eigil Kaas prófessor á DMI, mæli sterklega með því.

Sveinn Atli Gunnarsson, 19.4.2007 kl. 22:20

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það verður búið að brenna alla olíu eftir 40 ár, svo hvað eru menn að fárast?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2007 kl. 20:11

17 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Jón Steinar Ragnarsson: !965 var sagt að olían sem til væri mundi

endast í 10 til 15 ár. Svo hækkuðu olíufurstar verðið upp úr öllu valdi

og þá fóru allir að bora, meira að segja normenn.Nú veit engin hversu

mikil olía er til. Það er ekki óhugsandi að olía úr Íshafinu streymi til

vestfjarða. Af hverju heldurðu að menn vilja reisa olíuhreinsun á þeim

stað, ættli þeir, sem þar ráða, standi ekki betur að vígi þegar þar að

kemur.

Leifur Þorsteinsson, 23.4.2007 kl. 15:45

18 identicon

Ég nennti nú ekki að lesa þessi komment öll í þaula. Þetta er svolítið mikið. Ég á líka eftir að skoða myndirnar, geri það í góðu tómi.

Ég tek hins vegar eftir í hvert einasta skipti sem þessi umræða kemur upp, að efasemdamenn um að hlýnunin sé af mannavöldum, eða að heimsendir sé í vændum, eru stöðugt sakaðir um það viðhorf að við eigum ekkert að gera í mengunarmálum. Ég held ég hafi aldrei heyrt nokkurn mann halda því fram. Auðvitað eru allir sammála um að betra væri að hjóla í vinnuna en að taka bílinn og kannski þurfum við ekki svona mikinn þungaiðnað. Það breytir því hins vegar ekki að ályktanir af starfi vísindamanna verða að vera ábyrgar. Efasemdirnar eru einkum fólgnar í því að það eru líka til gögn sem benda til annars en það sem viðtekin trúa er í þessu máli; það hlýtur að mega benda á þau gögn án þess að vera talinn trúvillingur. 

Hér er ein mikilvæg ástæða fyrir því að þetta þarf allt að skoðað. Þegar því er haldið fram að við getum ekki haft flugvöll á lönguskerjum vegna þess að sjávarborðið er að hækka svona ískyggilega, þá fjandakornið skal það vera satt. Það er auðvitað mikilvægt að allir kostir í álitamálum fái að njóta sannmælis svo að raunhæf kostnaðar og nytjagreining geti átt sér stað. Ef hækkun sjávarborðsins reynist vera álíka satt og hamfaraspáin í kringum ósonlagið fyrir um áratug væri búið að útiloka eitt þjarkefnið fyrir pólítíkusa og við værum einu skrefi nær lausn á málinu. Ef flugvallarmálið er of viðkvæmt, þá gæti hugsanlega byggð á eyjunum í breiðafirði líka komið til álita. Hugsanlega erum við þar að missa af verðmætu landi til að byggja á vegna ranghugmynda.

Röng vísindi geta verið kostnaðarsöm og þess vegna er mjög ábyrgðarlaust að afskrifa sjónarmið vegna þess að okkur er sagt að meirihluti vísindamanna sé á öðru máli. Vísindi eru ekki lýðræðislegt ferli. Hún leitast við að finna hið sanna um heiminn.

Baldur Heiðar Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 01:23

19 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Feykilega góð mynd, Doomsday Called Off. Áhugaverð sú staðreynd að þótt það hlýnaði um 10 gráður á jörðinni myndi íshellan ekki bráðna á Suðurskautinu. Frostið færi úr 50 í 40.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.4.2007 kl. 14:32

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurgeir

Svo hefur verið að kólna á Suðurskautslandinu undanfarna áratugi, nema við Suðurskauts-skagann sem nær langt til norðurs.

Sjá t.d. þessa síðu frá NASA Earth Observatory:
http://earthobservatory.nasa.gov/Newsroom/NewImages/images.php3?img_id=17257

Eða hér:
Guess what? Antarctica's getting colder, not warmer
http://www.csmonitor.com/2002/0118/p02s01-usgn.html

Hvað veldur?

Ágúst H Bjarnason, 26.4.2007 kl. 15:12

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

...Hvað veldur?

Hvað í ósköpunum veldur því að undanfarna áratugi hefur kólnað á Suðurskautslandinu, þrátt fyrir að kenningar um hlýnun af völdum CO2 segi fyrir um að það eigi að hlýna mest á heimskautasvæðum?

Henrik Svensmark hefur sett fram snjalla og auðskilda tilgátu. Sjá Byltingarkennd kenning dansks vísindamanns skekur vísindaheiminn.... .   Neðst á síðunni er einmitt fjallað um það fyrirbæri að þegar hlýnar á norðurhveli jarðar, þá kólnar á Suðurskautslandinu, og öfugt.

Henrik Svensmark

Ágúst H Bjarnason, 26.4.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband