Furðulegt ferðalag flöskuskeyta...

 

Flöskuskeytin tvö hafa undanfarnar vikur ferðast suður meðfram ísjaðrinum við austurströnd Grænlands í miklum vindi og sjógangi.  Fyrir sunnan Grænland snérist þeim hugur og tóku stefnuna til austurs.   Þau hafa staðist þessa þolraun og senda enn skeyti um gervihnetti með nákvæmum staðsetningarupplýsingum.

Þau hafa nú ferðast rúmlega um 3.400 kílómetra síðan þau voru sjósett fyrir rúmum tveim mánuðum fyrir sunnan Reykjanesvita.

Hvert munu þau nú halda?  Veður er síbreytilegt og erfitt að spá, en það gerir ferðalagið æsispennandi.       Það er engu líkara en þau hafi heimþrá og stefni aftur til Íslands.  smile

Hægt er að nota músina til að færa kortið til og skruna inn á flöskuskeytin til að sjá þau betur. Með því að smella á merkið sem líkist blöðru má kalla fram upplýsingar um nákvæma stöðu flöskunnar og fleira.

Efst til hægri á kortinu er hægt að merkja við og kalla fram Rekspá sem sýnir okkur hvar líklegt er að flöskuskeytið verði eftir fáeina daga. Rekspáin tekur tillit til sjávarstrauma og veðurs.


 

Spennan vex með degi hverjum...  Skoðið nánar á þessum vefsíðum:

Vefsíða Ævars vísindamanns:

http://krakkaruv.is/floskuskeyti

 

Upplýsingasíða Verkís:

www.verkis.is/gps

 

Bloggsíða með fjölda mynda og kortum:

agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2163995

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það vantar upplýsingar í þessa skemmtilegu tilraun hvenær þessi flöskuskeyti voru sett niður. 

Valdimar Samúelsson, 13.3.2016 kl. 12:35

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Valdimar.   Flöskuskeytunum var var varpað í sjóinn úr þyrlu skammt fyrir sunnan Reykjanesvita 20. janúar síðastliðinn.

Sjá: http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2163995/

Ágúst H Bjarnason, 13.3.2016 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband