Hnattrænn hiti fellur hratt - El Niño lokið...

 

 

UAH_LT_1979_thru_June_2016_v6

 

Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum að hnattrænn lofthiti hækkaði hratt á haustmánuðum og urðu margir slegnir ótta. Hitinn náði hámarki um síðustu áramót og hefur síðan fallið mjög hratt.

Þessi hitatoppur stafaði af fyrirbæri í Kyrrahafinu sem kallast El-Niño, eða jólabarnið. Heitur sjór losar varma í lofthjúpinn, hann hlýnar en sjórinn kólnar. Yfirleitt tekur við fyrirbæri sem kallast La-Niña þegar kaldari sjór kælir loftið.

Þetta er mikil einföldun. Sjá góðar skýringar Trausta Jónssonar á fyrirbærinu hér.

Árið 1998 var óvenju öflugt El-Niño fyrirbæri sem orsakaði hitatoppinn sem sést á miðri myndinni. Í framhaldi tók við La-Niña og orsakaði það lægri lofthita í 2-3 ár eins og einnig sést á myndinni.

Hitatoppurinn sem nú er að ganga niður reis ívið hærra en toppurinn 1998, og ef að líkum lætur munum við á næstu árum sjá La-Niña kólun svipaða og við upplifðum í byrjun aldarinnar. Munurinn á 1998 og 2016 toppunum er væntanlega á mörkum þess að vera tölfræðilega marktækur.

 

Verður árið 2016 hlýrra en árið 2015?

Hugsanlega, en það mun varla muna miklu.

Verður árið 2017 hlýrra en árið 2016?

Það er ólíklegt vegna La-Niña sem mun þá væntanlega hafa tekið við. Líklega verður árið 2017 öllu svalara en 2016. Sama er að segja um árið 2018 ...

 

Hvað tekur svo við eftir að La-Nina lýkur?

 - Hækkandi hiti?
 - Lækkandi hiti?
 - Kyrrstaða?

Enginn veit svarið. Sumir telja að það muni halda áfram að hlýna hægt og rólega vegna aukins styrks koltvísýrings í loftinu, aðrir að nú muni taka að kólna vegna minnkandi sólvirkni og sveiflna í hafinu, og enn aðrir gera ráð fyrir meira og minna kyrrstöðu...    Kannski það verði bara sambland af þessu öllu?

 

Hafi einhverjum ekki litist á blikuna þegar hitinn hækkaði hratt fyrir rúmu hálfu ári, þá getur hinn sami andað rólega núna :-) 

 

(Þess má geta innan sviga  að hitatoppurinn 1997/1998 varð líklega kveikjan að vefsíðu bloggarans "Er jörðin að hitna - ekki er allt sem sýnist" sem sett var á vefinn í febrúar 1998. Síðan hefur ekki verið uppfærð í meira en áratug, en er á langlegudeild hér). 

 

Það er rétt að minna á að þessi pistill fjallar ekki um hlýnun af mannavöldum,

heldur sveiflur í náttúrunni.

 

 

Myndin efst á siðunni:

Hnattrænn lofthiti til loka júnimánaðar samkvæmt gervihnattamælingum og úrvinnslu UAH.

Heimild: Dr. Roy Spencer.

Blái ferillinn er mánaðagildi.   Rauði ferillinn er 13 mánaða meðaltal.

 

 

Önnur framsetning:

UAH MSU

Hnattrænn lofthiti til loka júnimánaðar samkvæmt gervihnattamælingum og úrvinnslu UAH.

Heimild: www.climate4you.com.  Undirsíða: Global Temperature.

Granni ferillinn er mánaðagildi.   Gildi ferillinn er 37 mánaða meðaltal.

(Ritarinn bætti við nokkrum strikum til þæginda).

 

 

RSS MSU

Hnattrænn lofthiti til loka júnimánaðar samkvæmt gervihnattamælingum og úrvinnslu RSS

Heimild: www.climate4you.com.   Undirsíða: Global Temperature.


Granni ferillinn er mánaðagildi.   Gildi ferillinn er 37 mánaða meðaltal.

(Ritarinn bætti við nokkrum strikum til þæginda).

 

Rétt er að minna á að þessi pistill fjallar ekki um hnatthlýnun af mannavöldum, heldur eðlilegar sveiflur í náttúrunni. 

 

nino3_4

Yfirborðshiti sjávar í Kyrrahafinu þar sem El-Niño á sér stað.

Beintengdur ferill frá Áströlsku veðurstofunni.

Sjá hér

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvernig yrði línuritið ef að við skoðuðum bara meðalhitann á íslandi frá 1979-2016?

Jón Þórhallsson, 11.7.2016 kl. 10:14

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég veit ekki svarið, en er nokkuð viss um að Trausti Jónsson lumi á því.  Áhrif El-Niño eru varla mikil hér á landi gæti ég trúað. 

Ágúst H Bjarnason, 11.7.2016 kl. 11:08

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það gæti verið fróðlegt ef að Trausti myndi sýna okkur samanburðin á meðalhitanum á Íslandi og svo á heimsvísu í sama línuritinu frá 1979 í 2016.

Jón Þórhallsson, 11.7.2016 kl. 11:36

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 Þakka góða greinagerð. Þetta er góð spurning hjá Jóni Þ en það er undarlegt að vísindamenn vinna út frá því að jörðin sé eitt veðurkerfi já og hafið líka.Ég held að Ástralir séu hættir eða voru ekki alveg að samþykkja með að taka þátt í þessum leik.

Valdimar Samúelsson, 11.7.2016 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband