Flöskuskeytin tvö hafa nú ferðast yfir 10.000 kílómetra...

 

 Floskuskeyti 8okt2016

  

 

Flöskuskeytin tvö hafa undanfarna mánuði ferðast frá Íslandi áleiðis til Grænlands og síðan suður meðfram ísjaðrinum við austurströnd Grænlands í miklum vindi og sjógangi.  Fyrir sunnan Grænland snérist þeim hugur og tóku stefnuna til austurs og norðurs langleiðina að Íslandi. Aftur snérist þeim hugur og héldu nú áleiðis til Grænlands, suður með austurströndinni og norður með vesturströndinni fram hjá hinni fornu byggð norrænna manna. Síðan héldu þau áleiðis til Vínlands, en fengu ekki góðan byr... Eftir að hafa þvælst um í hafinu vestan Grænlands í nokkurn tíma tóku þau stefnuna hratt í suðaustur... 

Flöskuskeytin hafa nú ferðast rúmlega 10.000 kílómetra síðan þau voru sjósett í janúar fyrir sunnan Reykjanesvita. Flöskuskeytin hafa staðist þessa þolraun og senda enn skeyti um gervihnetti með nákvæmum staðsetningarupplýsingum.

Myndin neðst á síðunni er beintengd við líkanið sem sýnir hvar flöskuskeytin eru stödd. Með því að smella á blöðrurnar er hægt að kalla fram upplýsingaglugga eins og er á efstu myndinni. Með músarbendlinum er hægt að færa kortið.

 

Hvert munu flöskuskeytin nú halda?  Veður er síbreytilegt og erfitt að spá, en það gerir ferðalagið æsispennandi. Flöskurnar rista grunnt og eru því áhrif frá vindi meiri en frá hafstraumum.  

Hve lengi munu rafhlöðurnar endast?  Þegar flöskuskeytin voru sjósett í janúar var gert ráð fyrir að þau yrðu ekki marga mánuði í hafi áður en þau næðu landi. Einnig voru hönnuðir ekki sannfærðir um að vel gengi að ná merkjum frá þeim um gervihnetti, því loftnetin í flöskunum verða ávallt að snúa upp. (Sjá hér). Þess vegna var búnaðurinn stilltur þannig að send eru sex skeyti á sólarhring, en þannig er endingartíminn um það bil eitt ár. Það fer þó eftir ýmsu.  Í ljós hefur komið að búnaðurinn hefur unnið fullkomlega og varla nokkuð skeyti misfarist þrátt fyrir að þau hafi stundum lent í gríðarlegum öldugangi.  Eftir á að hyggja hefði verið viturlegra að stilla á eitt skeyti á sólarhring og ná þannig nokkurrra ára endingu á rafhlöðum cool



"Orðatiltækið „lengi tekur sjórinn við“ er vel þekkt en það var almenn trú manna að hafið, þetta gríðarlega flæmi sem þekur um 70% af yfirborði jarðar, gæti endalaust tekið við úrgangi okkar mannfólksins..."

Þannig hefst góður pistill á Vísindavefnum sem nefnist "Hverjir eru helstu mengunarvaldar hafsins og hvaða áhrif hafa þeir á lífverur sjávar?".  Sjá hér.  Þessi tilraun með flöskuskeytin sýnir okkur hve lengi alls konar dót og rusl getur verið að þvælast um í hafinu. Það getur verið á reki svo árum skiptir, og sumt kemur ef til vill aldrei að landi heldur hringsnýst í einhverju vinda- og straumakerfi... 

 

 

Skoðið nánar á þessum vefsíðum:

Vefsíða Ævars vísindamanns:

http://krakkaruv.is/floskuskeyti

 

Upplýsingasíða Verkís:

www.verkis.is/gps

 

Bloggsíða með fjölda mynda og kortum:

agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2163995

 

 

 

 

 

 

 

 Beintengd mynd sem sýnir hvar flöskuskeytin eru stödd núna.

Prófið að draga til kortið með músinni og nota músarhjólið.

 

 

 

Líkan sem sýnir vindakerfið akkúrat núna.

http://earth.nullschool.net

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband