Murray Gell-Mann. Maðurinn með heilana fimm !

Murray Gell-MannMurray Gell-Mann er ein helsta núlifandi goðsögnin í heimi eðlisfræðinnar. Honum hefur verið lýst sem "manninum með heilana fimm", sem er ekki að undra: Hann hóf nám við hinn þekkta Yale háskóla 15 ára gamall, og lauk doktorsprófi frá MIT  21 árs. Hann talar reiprennandi 13 tungumál, og er sérfræðingur á hinum ólíklegustu sviðum svo sem náttúrusögu, sögulegum málvísindum, fornleifafræði, fuglaskoðun, djúpsálarfæði, fyrir utan fræðin um flókin aðlögunarkerfi. Í eðlisfræðinni, hans aðal sérsviði, hefur hann verið mikill frumkvöðull.  Prófessorinn hefur að sjálfsögðu hlotið Nóbelsverlaunin auk fjölda annarra viðurkenninga. Svona stórmenni hlýtur að hafa frá ýmsu áhugaverðu að segja.

Á vefnum er fyrirlestur sem hann flutti í mars síðastliðnum.  Stórmerkilegur fyrirlestur og mjög áhugaverður.

Í fyrirlestrinum kemur hann víða við, en megininntakið er frjó hugsun, innsæi og hugljómun. Margir kannast við hvernig það er að hrökkva skyndilega upp með lausn á flóknu verkefni, þ.e. fá eins konar hugljómun. Oft eru menn ekkert að hugsa um vandamálið, eru kanski úti að ganga í góða veðrinu, dytta að húsinu, bursta tennur eða hvaðeina. Sumir hrökkva upp um miðja nótt með lausnina nánast tilbúna. Engu er líkara en mannshugurinn starfi að lausn vandans án þess að við höfum hugmynd um og skili verkinu tilbúnu þegar lausnin er fundin.

Þetta er mjög lauslegur inngangur að fyrirlestrinum og segir ekki mikið um innihaldið því víða er komið við. Stundum bregður hann fyrir sig hugtökum úr eðlisfræðinni sem við skiljum kanski ekki vel, en það gerir ekkert til. Maður hlýtur að fyllast lotningu þegar maður skynjar hvernig mannshugurinn starfar og undrast hve afburðagreindir menn geta verið.

Fyrirlesturinn nefnist On Getting Creative Ideas og er hér  á Google-Video. 

Sjálfur fyrirlesturinn er tæpar 40 mínútur, en síðan taka við fyrirspurnir utan úr sal. Alls líklega um 70 mínútur. Kanski ekki alltaf léttmeti, en ekki erfitt að ná inntakinu. Það er allavega forvitnilegt að hlusta aðeins á þenna snilling sem kallaður hefur verið The Man With Five Brains.   Luboš Motl eðlisfræðingur fjallar um fyrirlesturinn hér og lýsir honum lið fyrir lið.

Wikipedia um Murray Gell-Mann Mikill fróðleikur um líf og starf.

Is this the cleverest man in the world? Skemmtileg frásögn.

 

Kannast einhver við það að hafa fengið svona fyrirvaralausa hugljómun eins og prófessorinn lýsir? 

 

 

Kynningin á Google-Video:

Murray Gell-Mann: On Getting Creative Ideas

ABSTRACT:

Murray Gell-Mann is one of the largest living legends in physics. He's also been described ... as The Man With Five Brains, and it's no puzzle why: He was admitted to Yale at 15, got his PhD from MIT at 21 , and is an international advisor on the environment. He speaks 13 languages fluently (at last count), and has expertise in such far-ranging fields as natural history, historical linguistics, archaeology, bird-watching, depth psychology, and the theory of complex adaptive systems.

Oh yeah... he also coined the term "quark," after developing key aspects of the modern theory of quantum physics... for which he earned an unshared Nobel prize in physics in 1969. His ideas revolutionized the world's thinking on elementary particles. In this talk, he gives his thoughts "on getting creative ideas."


Murray Gell-Mann is a Distinguished Fellow of the Santa Fe Institute, and author of the popular science book "The Quark and the Jaguar, Adventures in the Simple and the Complex."

Besides being a Nobel laureate, Professor Gell-Mann has received the Ernest O. Lawrence Memorial Award of the Atomic Energy Commission, the Franklin Medal of the Franklin Institute, the Research Corporation Award, and the John J. Carty medal of the National Academy of Sciences. In 1988 he was listed on the United Nations Environmental Program Roll of Honor for Environmental Achievement (the Global 500). He also shared the 1989 Erice "Science For Peace" Prize. In 1994 he received an honorary Doctorate of Natural Resources from the University of Florida

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þvílík goðsögn þessi maður. Stundum hvarflar að manni að mannkynsins vegna þyrfti sumt fólk að eiga lengra líf en við hin. Það getur látið svo margt gott af snilli sinni leiða fyrir hina sem eru bara ósköp venjulegt fólk.

Marta B Helgadóttir, 9.8.2007 kl. 21:55

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Marta.  Ég komst ekki hjá því að hugsa um hve heimurinn gæti verið miklu betri ef allir notuðu heilann á vitrænan hátt, í stað þess að drepa, limlesta, skemma, og allt hitt sem maður les daglega um í blöðunum.

Þetta er góður og umhugsunarverður punktur hjá þér um mannkynið og þá sem geta breytt heiminum til góðs, en endist ekki aldur til. Svona fólk mætti gjarnan fá að njóta sín lengi og vel.

Ágúst H Bjarnason, 9.8.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gaman að þessari samantekt hjá þér Ágúst. Í vísindalegu starfi er frjó hugsun, innsæi og sérstaklega hugljómun mjög mikilvægt atriði. Þekki nokkra uppfinningamenn og fólk sem hefur gaman að því að skapa og búa til eitthvað nýtt. Maður sér svona glampa í augunum á þeim þegar þeir ræða hugðarefni sín af mikilli ástríðu. Þetta fólk er oft haldið miklum ákafa og því miður oft misskilið af mörgum. Því er það oft á þessum tímapunkti sem skapast togstreita á milli þeirra sem eru á móti og þeirra sem eru með hugmyndinni um það hvort hún nær svo að lifa af.

Ég hef staðið sjálfan mig að því að vera búinn að velta einhverju vandamáli fyrir mér og svo er það lagt til hliðar í ákveðin tíma. En það er eins og að heilinn sé að vinna stöðugt á vandamálinu í undirmeðvitundinni og einn daginn verður hugljómun og þá færist bros yfir andlitið og lausnin er komin.

En annað varðandi uppfinningar og nýsköpun, þá verður sama hugmyndin oft til á mörgum stöðum í heiminum samtímis og oft meira spurning um hver verður fyrstur. Ástæðan er sú að það hafa skapast aðstæður í umhverfinu sem gera þessu fólki kleift að þróa sína hugmynd áfram.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 10.8.2007 kl. 09:32

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér sýnist vera mynd af Beethoven þarna í bakgrunni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.8.2007 kl. 02:28

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Kjartan

Takk fyrir áhugavert innlegg varðandi uppfinningamenn og ákafa þeirra sem getur haft neikvæð áhrif á framhald verksins. Þetta er hárrétt hjá þér og þykist ég hafa orðið var við svona lagað hjá sumum frumkvöðlum.

Ég er nokkuð viss um að mjög margir  hafa orðið fyrir svona hugljómun. Þekki þetta af eigin reynslu. Það er kanski ekki tilviljun að stundum segist fólk "ætla að sofa á þessu".

Sigurður, hvað ætli Beethoven gamli sé að gera þarna í bakgrunninum ? 

Ágúst H Bjarnason, 11.8.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband