Excel 2007 kann ekki að reikna rétt !

 Excel 2007

Í Business.dk hjá  Berlinske Tidende er grein um Excel 2007. Þar kemur fram að forritið kann ekki að margfalda rétt Wink

Þegar Excel er látið margfalda 850 x 77,1 þá kemur út 100.000 i stað 65.535.

Einnig ætti  10,2 x 6.425 og 40,8 x 1.606,25 að gefa niðurstöðuna 65.535, en forritið kemst að allt annarri niðurstöðu. Hver skyldi hún vera?

 

 Það fylgir sögunni að Excel 2003 kann að reikna rétt.

 Sjá greinina hér.

Bloggarinn prófaði Excel 2007 í sinni tölvu og komst að raun um að þetta er rétt hjá Dönum.

 Heyrst hefur að ákveðinn banki hafi sent viðvörun í gær til starfsfólks vegna málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ætli þetta sé eitthvað tengt því að talan 65535 er tveir í sextánda veldi mínus einn? Sem sagt mjög mikilvæg tala í tölvunarfræðum.

Í  vissum geirum meðal vélbúnaðarframleiðenda hefur tíðkast að tvíveldistölur eru endurskilgreindar sem tíveldistölur. Þannig er kílóbætið í minniskubbum 2^10 bæti, en er 10^3 bæti þegar kemur að hörðum diskum. Munurinn getur orðið allmikill þegar diskar eru stórir, t.d. er 300 gígabæta diskur bara 300000000000 bæti, en 300 gígabæt í minni eru 322122547200 bæti. Mismunurinn er því rúmlega 20 gígabæti.

Elías Halldór Ágústsson, 27.9.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Elías. Líklega er villan tengd tveim í sextánada veldi.

Ef maður prófar að draga einhverja tölu frá vitlausa svarinu (100.000), til dæmis töluna 1, þá kemur út rétt svar!

Sjá úrklippuna hér fyrir neðan. Ranga svarið er í dálk C, -1 í dálk D er lagður við og út kemur í dálk E 65.535 -1 = 65.534 !

100.000 - 1 = 65.534, eða þannig !

Ágúst H Bjarnason, 27.9.2007 kl. 15:04

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Gerist þetta bara við margföldun? Hvernig er með aðrar reikniaðferðir?

Elías Halldór Ágústsson, 27.9.2007 kl. 16:05

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Elías. Ég veit ekkert meira um þetta en þú.

Ágúst H Bjarnason, 27.9.2007 kl. 16:17

5 Smámynd: Einar Indriðason

Þetta ku einungis gerast við 12 mögulegar fleytitölur mjög, mjög, mjög nálægt 65535 og 65536.  Það sem gerist er að það sem er sýnt á skjánnum er í rugli, en cellan sjálf inniheldur rétt gildi.  (Tja... rétt gildi, miðað við hvað fleytitölur geta verið réttar í tölvum, með endanlega mörgum bitum.)

Dæmi:  1/3 er 0.333333333333 ........ (við klárum aldrei að skrifa þessa tölu á tugaformi.)  Á sama hátt eiga tölvur erfitt með að vinna nákvæmlega með vissar fleytitölur, vegna "skorts á nákvæmni".

(Að vísu skal á það bent, að tölvur *gætu* notað aðrar aðferðir við að geyma tölur, t.d. á brota formi, en það er miklu óþjálla og tekur miklu meira pláss.)

Reikniaðferðir sem vísa í svona cellu, munu skila "rétta" gildinu, en ekki "platgildinu" sem er sýnt.

Einar Indriðason, 27.9.2007 kl. 17:28

6 Smámynd: Finnur Kári Pind Jörgensson

Þessi hugbúnaður frá Microsoft er bara vandræðalega lélegur.

T.d. má geta þess að bæði Science og Nature tímaritin taka ekki á móti .docx skjölum sem koma frá Word 2007 því Microsoft virðir enga staðla og stærðfræðin í þessum greinum kemur öll út í rugli. Sjá t.d. http://www.sciencemag.org/about/authors/prep/docx.dtl

Openoffice og LaTeX all the way! 

Finnur Kári Pind Jörgensson, 27.9.2007 kl. 19:55

7 Smámynd: Birna M

Athuglisverð lesning og full ástæða til að skoða þetta mál, ég hef verið að vinna á Excel, bæði 2003 og 2007 og svo Mac excelinn. Sá eini sem hefur valdið mér vandræðum er makkinn, ef ég er að senda excel skjal úr makkanum í windows kemur bara dat skjal og það vantar líka fídusa í forritið í makkanum sem eru í hinum. En mér finnst alveg full ástæða til að taka vara fyrir þessu. Getur ekki líka verið að þetta sé böggur sem þeir eiga eftir að laga, eins og oft er með nýtt forrit og útgáfur?

Birna M, 27.9.2007 kl. 20:10

8 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Einar Indriða segir:Reikniaðferðir sem vísa í svona cellu, munu skila "rétta" gildinu, en ekki "platgildinu" sem er sýnt.

Þetta er ekki rétt. Ef reitur inniheldur þessa röngu niðurstöðu þá mun formúla í öðrum reit sem dregur 1 frá, vissulega sýna 66534, en ef 1 er lagður við þá birtist  100001. Þetta prófaði ég í dag hjá vinnufélaga eftir að hafa lesið þetta á http://eyjan.is/blog/2007/09/25/notendur-finna-reikningsvillu-i-excel-2007/ og google groups þræðinum sem bent er á þar. Hins vegar prófaði ég ekki að leggja 2 við sem skv. þessum spjallþræði gefur rétta niðurstöðu. Þannig að þetta er ekki einföld villa.

Sjá fróðlega grein á http://blog.wolfram.com/2007/09/arithmetic_is_hardto_get_right.html 

Kjartan R Guðmundsson, 27.9.2007 kl. 23:55

9 Smámynd: Einar Indriðason

OpenOffice reiknar þetta rétt.  (Og birtir.)

Krg: prófaðirðu svo að fara í næstu cellu, og leggja 1 aftur við "66543"?  Hvort fékstu 100002 eða 66544?

Einar Indriðason, 28.9.2007 kl. 09:27

10 Smámynd: Kjartan R Guðmundsson

Ég kann ekki að setja inn myndir í þetta moggablogg nema með link

Fyrstu tveir dálkarnir eru tölur. Dálkur C er margfeldi af þessum tölum.

Dálkur D er dec2hex af dálki C. Ef þetta væri einföld display villa ætti þetta alltaf að vera FFFF.

Dlakur E er C -1. Birtist alltaf rétt. 

Dálkur F er E + 1, ath vísar ekki í C, heldur leggur 1 við tölu sem birtist sem 65534. Villa.

Dálkur G er F+1. Ennþá er útkoman vitlaus. 

Dálkur H er G +1. Hér hrekkur þetta í gírinn! 

Ég er ekki með þetta góða forrit sett upp hjá mér, ég keyrði þetta á netinu af síðunni:  http://office.microsoft.com/en-us/products/HA101687261033.aspx

Þetta er síða sem gerir manni kleyft að prófa office 2007. Virkar ekki með Firefox (að sjálfsögðu !) 

Kjartan R Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband