Föstudagur, 28. september 2007
Búrma: Hvar er alþjóðasamfélagið? Hvar eru Sameinuðu þjóðirnar?
Umheimurinn fylgist nú með því hvernig herforingjastjórn í Búrma (Myanmar) beitir valdi til að fangelsa, berja og drepa varnarlaust fólk.
Hvers vegna gerum við vesturlandabúar ekki neitt? Nákvæmlega ekki neitt? Eru atburðirnir of langt í burtu? Kemur þetta okkur ekkert við? Er okkur nákvæmlega sama þar sem við eigum engra hagsmuna að gæta í Búrma?
Við eigum ekki að horfa aðgerðarlaus á það þegar þröngsýnir herforingjar beita illmennsku og hervaldi til að drepa og limlesta samlanda sína.
Nú berast fréttir af því að búið sé að loka netsambandi við landið. Er eitthvað hræðilegt að fara að gerast á næstu dögum?
Sýnum samstöðu! Gerum eitthvað í málinu!
Eitt sem hver og einn getur gert er að vekja athygli á málinu. Hugsanlega ýtir það við þeim emættismönnum okkar sem hafa möguleika á að þrýsta á t.d. Sameinuðu þjóðirnar. Margt smátt gerir eitt stórt. Hver munkur í Búrma hefur lítil áhrif, en þegar þeir koma saman og eru samstíga, þá gerist eitthvað mikið eins og dæmin sanna. Höfum þá sem fyrirmynd.
Þessi síða er tileinkuð hinum hugrökku munkum í Búrma, þess vegna er hún í lit þeirra.
Netsamband við Myanmar rofið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
sýnum samstöðu ! Gerum eitthvað í málinu !
Þetta skrifar þú en kemur ekki með neinar hugmyndir um hvað við getum gert í málinu..
Vesturlönd gera aldrei nett fyrr en eftir dúk og disk sb Darfur í sudan þar sem mun verri atburðir eru að gerast en að einn japanskur blaðamaður hafi verið myrtur af stjórnlausum hermanni og nokkrir látist í óeirðum sem nokkur hundruð þúsund taka þátt í .
Annað sem stoppar Vesturlönd og það er að Kína er mesti áhrifavaldurinn á þessum slóðum og ekki má troða þeim um tær og hafa þeir nú þegar nýtt sér neitunarvald sitt í öryggisráðinu..
En hvað vilt þú gera ?
Óskar Þorkelsson, 28.9.2007 kl. 09:25
Óskar.
Eitt sem hver og einn getur gert er að vekja athygli á málinu. Hugsanlega ýtir það við þeim emættismönnum okkar sem hafa möguleika á að þrýsta á t.d. Sameinuðu þjóðirnar. Þetta getur hver og einn gert. Mín færsla er hugsuð sem slíkt framlag grasrótarinnar.
Dæmi um annað framlag af þessum toga er þessi færsla Katrínar Snæhólm:
Hljóð bæn húsmóður fyrir mannréttindum og frelsi fólksins í Burma
Hver og einn getur reynt að leggja sig fram. Margt smátt gerir eitt stórt. Hver munkur í Búrma hefur lítil áhrif, en þegar þeir koma saman og eru samstíga, þá gerist eitthvað mikið. Höfum þá sem fyrirmynd.
Ágúst H Bjarnason, 28.9.2007 kl. 09:49
Allir vilja að eitthvað sé gert. hinsvegar er það eina sem hægt væri að gera er að vera bein afskipti af innanríkismálum landsins með hernaði. Gallinn er sá að enginn vill vera þessi sem sendir sína menn til þess að deyja fyrir einhverja "útlendinga". það eru engir hagsmunir að verja í Búrma/Myanmar. Þessvegna hafa vesturlönd litínn sem engann áhuga á landinu.
Fannar frá Rifi, 28.9.2007 kl. 11:14
Hver segir að vesturlönd hafi lítinn áhuga á fólkinu í landinu þarna í fjarskanum...sem betur fer er vitund fólks um að við erum öll bræður og systur sem þessa jörð byggjum vaxandi og það skiptir okkur flest máli að það sé ekki verið að murka úr þeim lífið af vanvita grimmum leiðtogum. Og sem betur fer bregðumst við við þó að við vitum ekki í vanmætti okkar hvað við getum gert..þá er það minnsta samt að láta ekki eins og við vitum ekki af þessu ómælda ofbeldi hvort sem það er í Burma eð Dafur og tökum okkur skýra stöðu sem fólk sem stendur gegn hvers kyns ofbeldi í öllum myndum. Hins vegar er nokkuð ljóst að alþjóðasamfélagið og þeir sem hafa verið kosnir til að vera rödd okkar eru ekki með nein ráð heldur.
Og mér finnst asnalegt að tala niður til þeirra sem eru þó að gera sitt til að vekja athygli á því sem betur mætti fara og við ættum kannski frekar að nota orkuna og hugvitið til að sjá hvernig við öll getum orðið að liði. Mín sýn er sú að það þarf verulega hugarfarsbreytingu og nýjan skilning á því sem sameinar mannfólkið í stað þess að ala stöðugt á því sem sundurgreinir. Hið mannlega hjarta slær eins hvar í heimi sem það er staðsett.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 12:31
Efnahagsþvinganir eru nú þegar í gangi og þrýstingur alþjóðasamfélagsins dugar vonandi til að menn láti af þessari vitleysu. Hinsvegar vita herforingjarnir að Kínverjar og hugsanlega Rússar haldi yfir þeim verndarhendi í öryggisráðinu svo að ástandið gæti orðið ljótt.
Steini Bjarna, 28.9.2007 kl. 12:33
Takk fyrir þína skynsamlegu og greinargóðu athugasemd Katrín.
Ágúst H Bjarnason, 28.9.2007 kl. 12:43
Án orða:
Ágúst H Bjarnason, 28.9.2007 kl. 12:44
Ég er ekki að tala niðurtil ykkar. allavega meinti ég það ekki ef einhver hefur skilið það svo. hinsvegar er ég að lýsa köldum raunveruleikanum. Það hafa verið efnahagsþvinganir í áratugi. við sjáum öll hversu mikil áhrif viðskiptabann USA hefur haft á stjórn Kastrós á Kúbu. sama og ekki neitt.
Auðvitað finn ég til þegar sé menn barða niður. þarna er hinsvegar her á ferð. eina sem hann skilur er ofbeldi og átök. herstjórninn er alveg nákvæmlega sama hvort við klæðumst rauðu í dag eða hversu margir þinnmenn og ráðherrar í hinum órafjarlægu verstlönd þinga og álykta. þetta sést best í Súdan. algjört aðgerðarleysi. Rúanda og Súdan eru að endurtaka sig.
Fannar frá Rifi, 28.9.2007 kl. 12:47
Það er virkilega sorglegt það sem er og hefur gerst í Búrma. Alræðisstjórn sem misþyrmir undirsátum sínum er ekkert gleðiefni.
Bláköld staðreyndin er hinsvegar sú að þessi alræðisstjórn hefur kröftugan her sér til varnar. Her sem við Íslendingar getum ekki yfirbugað og ef Utanríkisráðherra fær vilja sínum framgengt, munum ekki geta haft minnstu áhrif á.
Við vitum öll að til að stöðva glæpamenn þarf að yfirbuga þá og handsama. Valdbeiting innanríkis gegn glæpamönnum er lögregluaðgerð, en valdbeiting milli ríkja gegn stórglæpamönnum eins og þessari herforingjastjórn er hernaðaraðgerð. Það er eini eðlismunurinn, stærðargráðan og fjöldi þeirra sem getur misst lífið.
Öryggisráð SÞ gæti komið þessum glæpamönnum frá völdum, en mun það ekki á meðan Alþýðulýðveldið Kína ber hlýjan hug til þeirra og beitir neitunarvaldi gegn öllu slíku.
Við Íslendingar eigum í samstarfi um jarðhita og virkjanir, við fólkið sem styður þessa glæpamenn. Það væri kannski eitt skref að hætta því, annað að hætta viðskiptum við þá og krefjast brottfarar hernámsliðs Kínverja í Tíbet.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 16:00
Ég vil engin afskipti hafa af þessu. Íbúarnir verða að ráða fram úr þessu sjálfir. Það koma erfiðleikatímabil í öllum samfélögum og ég er ekki viss um að erlend afskipti séu endilega til bóta þarna.
Með þessu mæli ég ekki á nokkurn hátt í bætifláka fyrir óvinsæla herforningjastjórn.
Spurningin er bara: Hvert okkar vill fara í fremstu víglínu innrásarhers?
Haukur Nikulásson, 28.9.2007 kl. 16:13
Í tengslum við það um hvað það væri hægt að gera til að reyna að hjálpa alþýðunni í Búrma vil ég benda á eitt atriði.
Það er ljóst að Kína getur haft mikil áhrif á herforingjana í Búrma og það væri líklegast áhrifamest að þrýsta á Kínverjana, ómögulegt er fyrir okkur að þrýsta á herforingjana í Búrma.
Ég heyrði það á BBC WS, að mig minni, í gær að áhrifaríkasta leiðin til að þrýsta á Kína væri fyrir þjóðir heims að neita að senda lið sitt á ólympíuleikana hjá þeim nema að þeir fordæmi aðgerðir herforingjana gegn munkunum í Búrma og öðrum þegnum. Ólympíuleikarnir skipta Kína gríðalegu máli og slík afstafa myndi bíta fast.
Kínverjar og Rússar hafa verið erfiðir í öryggisráði SÞ í tengslum við Búrma. Erfitt er að sjá hvernig væri hægt að tjónka við Rússana en þessi skilaboð til Kínverjana gætu dugað til að breyta einhverju.
Utanríkisráðherrann og ríkisstjórnin myndu vaxa mikið í áliti á alþjóðavísu fyrir að taka slíka afstöðu gæti ég ímyndað mér, allavega myndi hún fá þökk frá mér.
Helgi Eiríkur Eyjólfsson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 17:17
Ætlaði einmitt að legga það sama til og Helgi....Það að neita að senda lið á olympíuleikana í Kína myndi setja verulega mikla pressu á þá. Vonandi að alþjóðasamfélagið geri það..nema að leikarnir skipti þegar upp er staðið meira máli en að stöðva illvirkjana í Burma. Ætla að fylgjast vel með þessu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.9.2007 kl. 19:08
Skynsamlegar fordomalausar umrædur er thad sem tharf. Kvedja fra Oxford.
Ágúst H Bjarnason, 28.9.2007 kl. 21:35
Öryggisráð SÞ er algerlega gagnslaust fyrirbrigði, þannig samansett að það skiptir engu máli hvar í heiminum eitthvað kemur uppá, alltaf er einhver þjóð sem hefur neitunarvald vinveitt viðkomandi landi
Anton Þór Harðarson, 28.9.2007 kl. 22:08
Það er reyndar ekki rétt að Vesturlandaþjóðir hafi ekkert gert. Ein þjóð, Bandaríkin hafa sett algjört viðskiptabann á Burma. Það er hins vegar gagnslaust meðan ESB þjóðir, Kína og fleiri láta sig hafa það að moka peningum í þessa glæpamenn sem eru þarna við völd.
Þó Bandaríkjamenn hafi klúðrað mörgu í alþjóðasamskiptum, sýna þeir þó í þessu máli siðferðilega yfirburði yfir önnur lönd.
Finnur Hrafn Jónsson, 30.9.2007 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.