Upphaf geimaldar 1957. Spútnik 50 ára í dag 4. október

Sputnik-1

 

Fyrir réttum 50 árum, 4. október 1957, skutu Rússa á loft litlum gervihnetti sem þeir kölluðu Spútnik. Spútnik þýðir "ferðafélagi".  Óhætt er að segja að þá hafi heimurinn breyst og aldrei orðið samur síðan. Kapphlaupið um geiminn var hafið. Geimskotið varð til þess að NASA var stofnað  1958.

Mikil skelfing greip um sig í Bandaríkjunum, en geimskotið kom öllum í opna skjöldu. Ljóst var að Rússar réðu yfir eldflaug sem borið gat kjarnorkusprengju heimsálfa á milli. Ekki er að undra að Bandaríkjamenn tóku atburðinn mjög alvarlega og lögðu mikið fé í rannsókir og tilraunir með eldflaugar.

Rússar höfðu ótvíræða forystu í geimferðum í mörg ár. Meðal annars sendu Þeir fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Bandaríkjamenn fóru þó að saxa á forskotið. Kennedy hét því árið 1961 að maður yrði sendur til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Við þar var staðið eins og allir vita. 

Ég man vel eftir þessum tíma og hve ég var spenntur.  Fór út í garð eldsnemma morguns og sá Spútnik svifa yfir himininn eins og stjörnu sem var á fleygiferð beint fyrir ofan. Atburðurinn greyptist í minni stráksins unga. Man þetta nánast eins og það hefði gerst í gær.

Aðeins mánuði síðar sendu Rússar annan gervihnött á loft, Spútnik 2.  Nú með hundinn Laiku innanborðs.  

 

 

Krækjur:

Vefsíða NASA í tilefni afmælisins

Spútnik 50 ára, grein eftir Óla Tynes 

Astronomy Picture of the Day 

Mynd af geimskotinu 

Grein í New York Times

Sonur Krústjoffs rifjar upp atburðinn

Svona hljómaði útsendingin frá Spútnik 

The True Story of Laika the Dog 

Sergey Korolyov, aðalhönnuður geimferðaáætlunar Sovétríkjanna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var nú reyndar 25. maí 1961 sem Kennedy ákvað að Bandaríkjamenn ættu að stefna á tunglið - hann var myrtur 1963!

Annars mjög áhugaverðir tenglar sem þú ert með þarna!

Gulli (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 18:45

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þarna var ég bara eins árs svo ég misssti af þessu, en himingeimurinn hefur alltaf heillað mig rosalega.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2007 kl. 19:21

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Gulli.  Ég skil ekkert í þessari vitleysu .   Ég laga þetta strax.

Sjá annars hér á vef BBC 1961: Kennedy pledges man on Moon

Ágúst H Bjarnason, 4.10.2007 kl. 19:29

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég man þennan spútnik líka eins og það hefði gerst í gær og var 10 ára. Fáar fréttir hafa náð athygli heimsins jafn rækilega. Það fór einhver bylgja um heiminn sem varla hefur aftur átt sér stað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.10.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband