Föstudagur, 12. október 2007
Hvers vegna er réttlætiskennd minni misboðið? Svarið nú ágætu bloggarar.
Myndin hér barst mér óvænt úr netheimum. Ekki veit ég hver höfundur myndarinnar er og ekki heldur hvernig hún kom. Hún kom óvænt eins og svo margt annað.
Í gær og í dag er allt mjög undarlegt. Ég veit hreinlega ekki hvaðan á mig stendur veðrið. Skil hvorki upp né niður í því sem er að gerast. Er í lausu lofti.
Margar spurningar hringsnúast í hausnum á mér. Hér eru fáein dæmi sem ég man eftir í augnablikinu. Reyndar ritskoðaði ég listann til þess að fara ekki yfir velsæmismörk.
- Hvað er eiginlega á seyði?
- Hvernig maður er Björn Ingi?
- Eru einhverjir eiginhagsmunir sem liggja að baki?
- Hvaða áhrif hefur þetta á einkavæðingu auðlinda Íslands?
- Hvaða áhrif hefur þetta á ýmislegt annað sem skiptir máli?
- Hvað er að gerast í REI?
- Má vænta tugmilljarða hagnaðar af útrásinni, eða er þetta tómur misskilningur?
- Hefur Dr. Stefán Arnórsson jarðfræðiprófessor rétt fyrir sér varðandi útrásina?
- Hver á símann sem er á myndinni?
- Hvaða glannalega mynd er þetta hér?
- O.s.frv.
- O.s.frv.
Getið þið bloggarar ekki hjálpað mér? Þið megið kommentera eins og ykkur lystir hér fyrir neðan og reyna að skýra út fyrir mér hvað er á seyði. Hjálpið mér að ná áttum.
Gjörið svo vel... Orðið er laust.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Tölvur og tækni, Vísindi og fræði | Breytt 14.10.2007 kl. 11:55 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Undirferli og græðgi eru því miður einkunnarorð margra ´stjórnmálamanna. Að mínu mati eru þarna bæði hefndaraðgerðir og græðgi í gangi. Menn hafa áður floppað á öruggum gróða eins og t.d. Íslensk erfðagreining. Það á alls ekki að einkavæða auðlindir landsins þetta er þá bara eins og kvótakerfið. Við sem lítið eigum af aur, verðum þá sjálfsagt í vatnslausum og rafmagnslausum kofum á elliárum. Guði sé lof að maður er búin að ná miðjum aldri, veit ekki hvert þessi nýja kynslóð fer með okkur, ekki er virðing þeirra nein fyrir eldra fólki og ekki batnar það.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 17:41
Þá er nú Gorinn betri.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.10.2007 kl. 17:42
Ásdís. Þakka þér fyrir athugasemdina. Ég var búinn að leita mér sáluhjálpar á síðu þinni við lestur um þessi mál sem ég á erfitt með að fá botn í. Ég held að ég sé nokkuð sammála því sem þú skrifar, en þætti vænt um að fá andlegan stuðning frá fleirum.
Hvaða Goregeir er í þér Sigurður minn?
Ágúst H Bjarnason, 12.10.2007 kl. 17:51
Mér finnst þessi og aðrar myndir sem ganga um vegna þessa máls ósmekklegar. Skortir alveg húmor fyrir svona
En sumir og kannski margir hafa gaman að þessu.
Kannski er líka mikilvægt að taka háalvarlegt mál eins og þetta með ákvðenum léttleika.
Ég finn til með þessu fólki, fráfarandi meirihluta og fleirum sem flæktir eru í þetta allt Vildi ekki vera í sporum sumra þeirra nú.
Kolbrún Baldursdóttir, 12.10.2007 kl. 20:16
Ég tek undir með þér Ágúst. Þetta er frekar torskilið alltsaman. Þó er nokkuð ljóst að á einhverjum tímapunkti sáu Geysismenn sér leik á borði og pressuðu á stjórnarmenn Orkuveitunnar eða útrásarhlutans þar sem þeir sáu möguleikann á að komast yfir gríðarlega verðmætan samning sem þegar hefur verið opinberaður. Á bak við Geysi er ekki sú þekking og viðskiptavild í orkugeiranum sem Orkuveitan býr yfir.
Þarna átti einfaldlega að hirða ómældan gróða sem liggur í Orkuveitunni.
Þórbergur Torfason, 13.10.2007 kl. 00:56
Ég er nú svo lítill stjórnmálagúrú í mér. held samt að það sé ekki nokkur leið að skilja þetta nema að komast inn í hausinn á þessu liði.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.10.2007 kl. 02:27
Kolbrún. Líklega má líta á svona myndasendingar á netinu sem gálgahúmor. Þegar fólki er alvarlega misboðið hagar það sér ekki endilega skynsamlega. Mynd eins og þessi er auðvitað tvíræð og má líta á hana frá ýmsum sjónarhornum.
Eftir á að hyggja er það spurning hvort það sé smekklegt að nota mynd af síðustu kvöldmáltíðinni í svona tilgangi. Sjálfur tók ég þátt í að gagnrýna notkun myndarinnar í auglýsingaskyni fyrir skömmu. Í hita leikins hættir mönnum til að fara yfir strikið.
Ágúst H Bjarnason, 13.10.2007 kl. 07:31
Þórbergur og Jóna. Sjálfsagt skýrast málin á næstu dögum, en ýmislegt undarlegt hefur verið að koma í ljós eins og alþjóð veit. Ég er hræddur um að það beri þess merki að embættismenn og stjórnmálamenn eru að semja við þrælvana menn úr viðskiptalífinu. Leikurinn hlýtur að vera mjög ójafn. Annar aðilinn gæti leikið sér að hinum eins og köttur að mús, þó ég vilji ekki meina að svo hafi endilega verið. Eins er hraðinn það mikill, að engu líkara er að hægri höndin viti ekki alltaf hvað sú vinstri er að gera.
Ágúst H Bjarnason, 13.10.2007 kl. 07:39
íslensk stjórnmál eru næstum aldrei fyndin, heldur bara sorgleg. ég vorkenni reyndar þessum fráfarandi meirihluta ekki neitt, það voru þau sem byggðu Björn Inga upp og það eru þau sem bera ekki virðingu fyrir einu né neinu sem skiptir í rauninni máli einsog almenni velferð og þjóðarauðlindum.
halkatla, 13.10.2007 kl. 08:25
Þótt Svandís sé vel gerð manneskja (eins og Gísli Marteinn) er ég hræddur um að hún ráði ekki við Alfreð. Ég tel reyndar að ef skrattinn og Alfreð færu á samningafund myndi Alferð hirða af honum helvítið.
Afsakið orðbragðið.
Benedikt Halldórsson, 13.10.2007 kl. 08:57
Í mínum huga eru stjórnarskiptin í borginni, og hvernig staðið var að þeim, ekki aðalatriði málsins. Ég hef mun meiri áhyggjur af því hvað menn hafa verið að bralla bakvið tjöldin og hvað menn enn eru að bralla. Borgarstjórnir eru ekki eilífar. Þær koma og fara, staldra í mesta lagi við í fáein ár. Gjörðir þeirra sem fara með völdin geta þó haft afleiðingar um alla framtíð.
Ágúst H Bjarnason, 13.10.2007 kl. 09:33
Ég tel að nú sé komið að því að aðskilja hafrana og sauðina. Nú verður Svandís að sýna úr hverju hún er gerð. Stendur hún við málssóknina (sem ég lít ekki á að sé beint gegn borgaryfirvöldum hver svo sem þau eru á hverjum tíma, heldur þeim sem boðuðu ólöglega til fundarins), eða bakkar hún út fyrir völdin??? Ég verð nú að játa að mér varð frekar skemmt yfir samlíkingu Benedikts frænda míns af Alfreð og skrattanum, en hvað myndina varðar, þá finnst mér þetta alveg jafn ósmekklegt og auglýsingin frá Símanum um daginn. Boðskapurinn komst þó til skila.
Sigríður Jósefsdóttir, 13.10.2007 kl. 11:20
Hvað þessa mynd varðar, er hún pínulítið stolin hugmynd í hita leiksins. Gaman að sjá hvað hugmyndaflugið og húmorinn eru samstíga.
Fréttir sem ganga fram af manni hrannast upp þessa dagana. Forsíðufrétt í dag, Sigurður Gizzurarson og krónurnar. Getur verið að framsóknargen og fjármunir séu eins og Don Alfredo og andskotinn
Þórbergur Torfason, 13.10.2007 kl. 13:28
Dr. Stefán Arnórsson prófessor í jarðfræði og Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson skólastjóri Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að fjölmargar þjóðir búi yfir þekkingu til að virkja jarðhita. Jarðborunartæknin komi frá olíuiðnaðinum. Ekki sé hægt að tala upp arð af jarðgufuvirkjunum á sama hátt og verð á hlutabréfamörkuðum. Töluverð áhætta og óvissa fylgir slíkum virkjunum og arðurinn oft óviss. Stefán og Ingvar hafa áratuga reynslu í þessum málum og er mark á þeim takandi.
Í aldarþriðjung hefur sá sem þetta ritar unnið við hönnun jarðvarmavirkjana og er því vel kunnugt um þessi mál og getur því ekki með nokkru móti skilið þær væntingar um arðsemi sem hafa verið í fréttunum. Telur það draumóra.
Ágúst H Bjarnason, 14.10.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.