Sunnudagur, 14. október 2007
Doris Lessing hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels.
Viðtal við Doris Lessing í RÚV vakti svo sannarlega áhuga minn á að kynnast henni nánar, og varð til þess að ég fór að lesa mér til um höfundinn. Í viðtalinu kom hún fram sem einstaklega hógvær, greindarleg og elskuleg 87 ára kona, sem eiginlega virkaði mun yngri. Það var greinilega stutt í prakkarann. Önnur ástæða, og ekki síðri, er að ég hef tekið þátt í svokölluðum Leshring hér á blogginu en Leshringurinn, þar sem nokkrar umræður spunnust um Lessing, hefur náð að kveikja áhuga hjá mér og fleiri bloggurum á lestri góðra bóka. Nú á haustmánuðum hafa verið lesnar bækur eftir Milan Kundera, Þorvald Þorsteinsson og Braga Ólafsson.
Við lestur minn um viðburðarríkt líf Doris Lessing varð ég margs vísari. Nú skil ég betur hvað liggur að baki skrifum hennar og hvað hefur mótað hana í æsku.
Líf hennar hefur verið ævintýri líkast. Hún hefur búið í Persíu (nú Íran), Rhódesíu (nú Zimbabwe), Suður Afríku og London. Mikill bókaormur í æsku. Gekk tvisvar í kommúnistaflokk, bæði í Rhódesíu og London, en yfirgaf hann endanlega þegar hún sá hvernig hann var í reynd í Sovétríkjunum. Tvígift þriggja barna móðir sem hefur upplifað miklar breytingar í heimsmálunum. Höfundur um 50 titla.
Viðhorf hennar til lífsins og tilverunnar finnst mér mjög áhugavert og féll vel. Hún virðist eiga auðvelt með að hrista upp í fólki. Tilsvör hennar við spurningum oft hnyttin, og eru það enn þrátt fyrir háan aldur. Hún byrjar daginn á að fara á fætur klukkan fimm til að gefa fuglunum við tjörn sem er nærri húsi hennar áður en hún sest við skrifborðið klukkan níu. Á erfitt með að láta verk úr hendi falla.
Hún fæddist 1919 við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Faðirinn var var mikið fatlaður og bitur vegna stríðsins, en móðirin mjög drífandi og fluttist með fjölskylduna milli landa í þeirri von að skapa þeim tækifæri. Æska hennar var því mjög erfið á köflum, blanda af miklum sársauka og nokkurri ánægju, eins og segir á vefsíðu hennar. Móðir hennar var mjög ákveðin og setti börnum sínum strangar lífsreglur. Doris var sett í nokkurs konar trúboðsskóla þar sem nunnurnar hræddu hana með sögum um helvíti og fordæmingu. Hún hefur skýrt frá því að einsemdin á afskekktum bóndabænum hafi orðið til að auðga ímyndunaraflið. Þar var oft á tíðum lítið annað hægt að gera en að láta hugann reika. Hún segir að svo geti vel verið að góðir rithöfundar hafi margir einmitt átt hamingjusnauða æsku. Skáldsögur hennar eru sjálfsævisögulegar og byggja margar á reynslu hennar í Afríku. Það er ljóst að lífið þar hefur mótað æsku hennar verulega og ritstörf síðar á ævinni.
Hún segir einhversstaðar að hún hafi verið verið mjög þvermóðskufull í æsku og mest notað þrjú orð "I will not!". Hún var mikill bókaormur og las ýmsar bækur sem börn voru ekki vön að lesa, sumar nánast "fullorðinsbækur". Krókurinn beygðist snemma hjá henni, því hún skrifaði leikrit (einþáttung) aðeins 10 ára gömul þar sem söguhetjurnar voru konungar úr ritverkum Shakespears! Hún fluttist að heiman aðeins 15 ára gömul til að losna undan ströngum aga móðurinnar og byrjaði þá að skrifa sögur sem hún seldi tímariti í Suður Afríku. Skólagöngu hennar lauk þegar hún var 13 ára, en hún hefur viðað að sér gríðarlegum fróðleik með lestri og sjálfsnámi.
Vefsíðan http://www.dorislessing.org er mjög góð og auðvelt að gleyma bæði stað og stund þegar farið er þar inn. Þar má hlusta á viðtöl, hlusta á brot úr upplestri, lesa viðtöl í ýmsum tímaritum, lesa umsagnir um bækur o.fl. Vel þess virði að koma þar við.
Líklega hafa verið þýddar um 8 bækur eftir Doris Lessing á Íslensku.
Í Leshringnum, sem ég minntist á í upphafi pistilsins, lásum við bókina Lífið er annars staðar, eftir Milan Kundera. Ævi hans á yngri árum var mjög litrík og mótaði hann mjög sem rithöfund. Óneitanlega fór ég að bera Kundera og Lessing saman í huganum og þóttist skynja eitthvað sameiginlegt. Þó eru bækur þeirra ekkert líkar og fjalla um mjög ólík málefni. Samt er kannski eitthvað í eðli þeirra beggja sem mér hugnast vel, eitthvað sem erfitt er að koma orðum að. Líklega er það erfið og margslungin æska sem hefur mótað báða þessa höfunda á sérstakan hátt.
Krækjur:
Doris Lessing - A Retrospective. Mjög áhugaverður vefur helgaður skáldinu.
Viðtal við Doris Lessing í sjónvarpi RÚV.
"Doris Lessing Reflects on World Change" Viðtal í Washington Post.
"More is Lessing" Viðtal í The Standard.
"Flipping through her golden notebook At 86, Doris Lessing reflects on fiction, world war, feminism and the '60s" Viðtal í San Francisco Chronicle.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Góður pistill Ágúst.
Viðmót skáldkonunnar sem birtsit í viðtalinu hjá RÚV heillaði mig alveg gjörsamlega, tilgerðarlaus, hógvær, hnyttin - næstum beinskeytt í tilsvörum og geislandi greind og góðmennska.
Hún sagðist hafa fengið verðlaunin mjaltakona ársins á sínum yngri árum og þau hafi verið þau merkustu sem henni hafi hlotnast. Með því er hún væntanlega að votta virðingu sína fyrir vinnandi fólki.
Marta B Helgadóttir, 14.10.2007 kl. 12:04
Takk fyrir Marta. VIðtalið í RÚV hefur greinilega náð að heilla fleiri en mig. Hún er yndisleg kona.
Ég er sannfærður um að ef ég hefði ekki tekið þátt í Leshringnum, sem ég lít öðrum þræði á sem gott námskeið, hefði þetta allt saman farið fram hjá mér. Rétt eins og flestar fréttir í fjölmiðlunum gera þessa dagana.
Ágúst H Bjarnason, 14.10.2007 kl. 12:09
Þakka þér fyrir mjög góða samantekt! Þótt að gaman hefði verið að heyra um hvernig hún fletti ofan af snobbliðinu í bókaútgáfu. Hún tók upp á því að skrifa undir dulnefninu Jane Somers, en útgáfufyrirtækið sem venjulega gaf út bækur hennar hafnaði þeim höfundi.
Ef einhverjir muna eftir Gregor Gysi, DDR tækifærissinna með meiru, er kannski hægt að minna á, að mamma hans, Irene, var systir Gottfrieds Lessing fyrrum eiginmanns Dorisar, sem myrtur var í Úganda ári 1979, þegar hann var sendiherra Austur-Þýskalands þar.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 14.10.2007 kl. 12:31
Ég hef ekki leið neitt eftir Lessing en áhuginn er vakinn og ég hef verið að lesa mér til um hana síðustu daga. Vonandi verður áhugi fyrir því hjá Leshópnum að taka fyrir verk eftir hana þó síðar verði , það á eftir að koma í ljós.
Marta B Helgadóttir, 14.10.2007 kl. 13:50
Þakka þér fyrir mjög fróðlegar athugasemdir Vilhjálmur Örn.
Ágúst H Bjarnason, 14.10.2007 kl. 16:46
Hér eru nokkrar bækur eftir Lesssing sem gefnar hafa verið út á Íslensku. Ég hef grun um að það vanti 1-2 bækur í listann.
1985 Minningar einnar sem eftir lifði.
(Memoirs of a Survivor 1974).
Þýðandi: Hjörtur Pálsson.
1988 Dagbók góðrar grannkonu.
(The diary of a good neighbour 1983).
Þýðandi: Þuríður Baxter.
1990 Grasið syngur.
(The grass is singing 1950).
Þýðandi: Birgir Sigurðsson.
1990 Marta Quest.
(Martha Quest 1952)
Þýðandi: Birgir Sigurðsson.
1991 Í góðu hjónabandi.
(A proper marriage 1954).
Þýðandi: Fríða Á Sigurðardóttir.
1992 Veðraþytur.
(A ripple from the storm 1958).
Þýðandi: Hjörtur Pálsson.
Ágúst H Bjarnason, 14.10.2007 kl. 17:16
Líklega eru bækurnar sem komið hafa út sjö talsins. Þessa vantaði í listann hér fyrir ofan.
Sumarið fyrir myrkur.
(The Summer Before the Dark 1983 256 síður)
Helga Guðmundsdóttir þýddi.
Kom út árið 1989
Ágúst H Bjarnason, 3.11.2007 kl. 07:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.