Lítil þota hraðamæld

Fyrir nokkrum árum voru menn að fljúga lítilli þotu á Tungubökkum í Mosfellsdal. Þotan er ekki stór, en samt er hún knúin alvöru þotuhreyfli eða túrbínu sem snýst um 120.000 snúninga á mínútu. Flugmaðurinn stendur á jörðu niðri.

Bloggarinn tók þessa stuttu mynd á litla Canon vasamyndavél, þannig að myndgæðin eru ekkert til að hrósa sér af. Okkur lék forvitni á að kanna hve hratt þotan flygi í láréttu flugi svo undirritaður fórnaði GPS tækinu sínu. Niðurstaðan, sem kemur á óvart, sést í lok myndarinnar.

Menn geta rétt ímyndað sér þá leikni sem þarf til að hafa stjórn á svona grip.

Hafið hljóðið á ! 

 

 Myndbandið er frá 2003

 Tungubakkar-2006

Hér er önnur lítil þota öllu fullkomnari. Myndin er tekin á á Arnarvelli sumarið 2006.  Þetta er falleg smíði. 

Almargar myndir frá Tungubökkum 2006 eru hér  Þar eru einnig nokkrar myndir sem teknar eru við opnum nýs flugvallar á Suðurnesjum, þ.e. Arnarvallar við Seltjörn.

Hér eru nokkrar myndir teknar í Cosford á Englandi sumarið 2005.  Þar mátti meðal annars sjá líkan af Concord fljúga. Eins og sjá má þá eru þetta raunverulegar flugvélar í smækkaðri mynd. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Hrafnkell.

Ekki veit ég hvað svona flygildi kostar. Gæti trúað að þotan kosti svipað og vélsleði....    Það þarf töluverða æfingu til að fljúga flugvél utanfrá, enda er það miklu erfiðara en þegar flugmaðurinn situr fremst í vélinni. Sem dæmi má nefna, að við aðflug snúa halla- og hliðarstýri öfugt. Við aðflug á hvolfi snýr hæðarstýrið einnig öfugt, en hliðarstýrið rétt . Um leið og brunað er framhjá í "low-pass" snúast stýrin við í höndunum á flugmanninum !   

Eins gott að reflexarnir séu í lagi þegar flogið er low-pass á hvolfi í nokkurra metar hæð.   

Ágúst H Bjarnason, 19.10.2007 kl. 17:56

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Magnað!   Veistu hvað þessar þotur hafa langt flugþol eða stóran eldsneytistank?  Sennilega bara örfáar mínútur?  Ég googlaði hreyfilinn (Simjet 1700 AES) og komst að því að þessi græja vegur bara 1.3 kg og gefur tælplega 8 kg (75N) thrust...og eyðir bara 260 ml á mínútu (full throttle)...ótrúleg græja.

Róbert Björnsson, 19.10.2007 kl. 20:52

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Róbert

Það fer eftir stærð módelsins hve eldsneytistankurinn getur verið stór. Svona mótor með tveggja lítra eldsneytistank gæti gengið rúmlega 7 mínútur á hámarkssnúningi.  Fimm mínútna flug er þá hæfilegt.  Yfirleitt er flugmaðurinn búinn að fá nóg eftir að hafa flogið svona vél, þó ekki sé nema í fáeinar mínútur. Það tekur á.

Hér eru ýmsar upplýsingar um þotur og þotuhreyfla.  Þar má m.a. sjá einn mótor með 392N (40kg) thrust!

 Hér er svo vídeó Concord módeli á flugi ásamt fylgdarþotum.. 

Ágúst H Bjarnason, 19.10.2007 kl. 22:05

4 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Ágúst!

ÞETTA ER MAGNAÐ! Rosalega

Sveinn Hjörtur , 19.10.2007 kl. 23:01

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sveinn Hjörtur.   Ef þetta er magnað, hvað finnst þér þá um Airbus A380

Ágúst H Bjarnason, 19.10.2007 kl. 23:10

6 identicon

Mig langar i airbus a380!

En svona i alvoru, er ekkert haegt ad skella videovel inni thetta og horfa i gegnum hana?

thad myndi gerbreyta ollu.

Svo skella paintball byssuna a thetta og tha vaeri loks haegt ad hefja alvoru loftarasir.

hermann (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 14:23

7 identicon

Mér er fyrirmunað að skilja hvernig mennskur maður getur haft stjórn á þessu, magnað tæki!

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 16:20

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Flottar og skemmtilegar myndir Gústi, takk!

Haukur Nikulásson, 22.10.2007 kl. 11:17

9 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Rosaleg græja! 

Hér er skemmtileg klippa af kraftmesta "fjöldaframleidda" bíl í heimi í keppni við Eurofigher.

http://www.youtube.com/watch?v=tYhd_N01fLg 

Ragnar Ágústsson, 31.10.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband