Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars

 Victoria gígurinn á Mars

Myndin sýnir Viktoríu gíginn á Mars.
Þessi mynd er reyndar aðeins samþjöppuð úr risastórri panóramamynd sem vísað er á í textanum hér fyrir neðan.

 

Litli fjarstýrði og sólarknúni jeppinn Opportunity hefur verið að aka um reikistjörnuna Mars undanfarin tvö ár. Hann hefur verið að sniglast umhverfis Viktoríu gíginn undanfarna mánuði og fann örugga leið niður í hann. Hann er nú kominn niður í gíginn og er að rannsaka jarðlögin þar (eða segir maður kannski að hann sé að rannsaka marslögin?).

Myndin sem fylgir þessari grein er samsett úr miklum fjölda mynda sem jepplingurinn hefur sent til jarðar. Í hámarks upplausn er útsýnið stórfenglegt, sjá risastóru myndina sem er hér. (Muna eftir að þenja myndina sem birtist út með því að smella á hana).

 

Mars-jeppinn

 

Margur er knár þó hann sé smár. Það er ótrúlegt að þetta litla farartæki skuli hafa verið á ferðalagi um yfirborð Mars í yfir tvö ár við rannsóknarstörf.  Farartækið heitir Opportunity.

Af einhverjum ástæðum vekja mannlausar geimferðir miklu minni athygli en mannaðar, þó svo að árangur þeirra sé miklu meiri.

Um þessar mundir hafa tveir jepplingar, Opportunity og Spirit, ekið um víðáttur Mars á þriðja ár og sent frábærar myndir til jarðar. 

Auðvelt er fyrir áhugasama að fylgjast með þessu feralagi á netinu, en hér fyrir neðan eru nokkrar krækjur til að koma mönnum á sporið.

 

 

Mars sést þessa dagana sem gul stjarna hátt á suðurhimninum fyrir sólarupprás.  Venus er aftur á móti mjög björt á suð-austur himninum.

 


 

Ítarefni:

Mars Exploration Rover Mission

Mars Daily

NASA Photojournal, Mars

NASA Photojournal, Victoria Crater

Dagbók Opportunity jeppans

Dagbók Spirit jeppans 

Frábærar myndir af yfirborði Mars á vefsíðu European Space Agency 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Það er greinilega líf á Mars, a.m.k. gervigreind...

Ragnar Ágústsson, 31.10.2007 kl. 09:24

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Minni á að helsti talsmaður alþjóðlegra samtaka áhugamanna um ferðir til mars kom hingað til lands og í kjölfarið kom hingað nefnd vísindamanna sem valdi svæði í Gjástykki sem væntanlegt æfingasvæði fyrir marsfarana. Þar með er Gjástykkissvæðið komið í flokk með Öskju þar sem tunglfararnir æfðu sig. 

Munurinn er hins vegar sá að enn sem komið er hikað við fyrirætlanir um jarðvarmavirkjanir í Öskju en undirbúningur fyrir jarðvarmavirkjun í Gjástykki er á fullri ferð.  

Ómar Ragnarsson, 31.10.2007 kl. 20:14

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ragnar. Það er gaman til þess að hugsa að víða eru vitvélar með gervigreind að vinna fyrir okkur úti í geimnum við að rannsaka fjarlægar reikistjörnur, tungl þeirra og jafnvel að eltast við halastjörnur. 

Ágúst H Bjarnason, 1.11.2007 kl. 07:43

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ómar, ég man vel eftir því þegar tunglfararnir voru að æfa sig við Öskju. Heitir ekki eitt gil þar Nautagil eftir Astronaut-unum sem voru þar?     Mig minnir að Guðmundur Sigvaldason sé höfundur að því nafni.

Ágúst H Bjarnason, 1.11.2007 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband