Dornier farþegaflugvél í villtum dansi yfir Reykjavík 1986

Á flugsýningunni 1986 sýndi Dornier farþegaflugvél ótrúlegar æfingar yfir Reykjavíkurflugvelli.  Fór bakfallslykkju, veltu (loop & roll) o.fl., og það með dautt á öðrum hreyflinum Whistling

Sjá kvikmynd frá þessu ógleymanlega flugi. Ómar Ragnarsson er kynnir. 

Hefðir þú viljað vera farþegi um borð í flugvélinni? Grin

Svona sýningaratriði væru tæplega leyfð í dag, en á þessum tíma mátti gera allt sem ekki var beinlínis bannað...

 





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Reyndar munaði mjög litlu að þetta atriði færi illa

Einar Þór Strand, 3.11.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Ár & síð

Eins gott þeir reyndu þetta ekki á Dash.

Ár & síð, 3.11.2007 kl. 17:40

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað áttu við Einar Þór? Var það þarna, þegar hún sunkaði í hvarf við flugskýlið?  Hann teflir greinilega djarft þarna en mér virðist hann hafa fullkomna stjórn.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2007 kl. 20:00

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu að ef ég hefði verið um borð væri ég dauð úr hræðslu.  Er ekki flugbesta kona landsins. Er þó alveg til í 6 sæta eftir hálfa vodka.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2007 kl. 00:20

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég man vel eftir flugsýningunni.    Var rétt við gamla flugturninn.  

Á vefsíðunni http://www.hugi.is/flug/articles.php?page=view&contentId=312910 stendur:

Lokið er við að búa til myndband um flugsýninguna sem haldin var á Reykjavíkurflugvelli þann 23 ágúst 1986 og verður frumsýning að Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 8 nóvember n.k. kl. 19:30.
Allir flugmenn og gestir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir, en eftir sýninguna verða veitingar og spjall að hætti flugmanna.

Stærsta flugsýning á Íslandi
Þessi flugsýning er sú stærsta sem haldin hefur verið hér, yfir 70 flugvélar sýndu, þar af um 25 herflugvélar. Um 40 íslenskir flugmenn tóku þátt í sýningunni, sem nú fá loksins tækifæri til að sjá sýninguna í heild.
Á sýningunni voru flugvélar frá öllum íslensku flugrekendunum; Flugleiðum, Arnarflugi, Landhelgisgæzlunni, Flugmálastjórn og Landgræðslunni, en einnig erlendar herflugvélar frá Keflavík, Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi.
Flugvél bresku konungsfjölskyldunnar og sýningarflugvél frá Dornier voru í gestahlutverki.
15.000 áhorfendur komu á flugvöllinn þennan dag, sem lengi verður í minnum hafður.
Ómar Ragnarsson tók viðtal við Þorstein Jónsson, sem rifjaði upp atburði frá einni fyrstu flugsýningu sem haldin var í Reykjavík árið 1946, en Þorsteinn tók þátt í þeirri sýningu.

Myndbandið
Myndbandið er sett saman af Stefáni Sæmundssyni og er efnið unnið að hluta úr þætti Ómars Ragnarssonar og svo upptöku sjónvarpsins sem kom í leitirnar nýlega, en efnið er sýnt með góðfúslegu leyfi þeirra.
Baldur Sveinsson tók saman ýmsan fróðleik og lýsir atriðum sýningarinnar sem er um 70 mínútur að lengd.

Ágúst H Bjarnason, 5.11.2007 kl. 09:24

6 Smámynd: Sturla Snorrason

Sæll Ágúst.

Hvað verður um flug og flugáhugann ef við missum flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?

Hversu margir hafa lært að fljúga út á það að hafa flugið fyrir augunum dagsdaglega?

Eða fáum við bara Pólska flugmenn?

Er lausnin á midborg.blog.is?

Sturla Snorrason, 6.11.2007 kl. 00:23

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sturla.

Ég hef alltaf verið hlynntur því að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni, enda alinn upp þar skammt frá.  Flytji hann til Keflavíkur, þá er sjálfsagt að flytja þangað einnig ýmsar ríkisstofnanir, hátæknisjúkrahúsið o.fl. vegna þeirra utanbæjarmanna sem þurfa að nota þjónustuna.

Nú, svo má hugsa sér að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og ofangreindar stofnanir áfram í Reykjavík, hugsanlega í nýjum miðbæjarkjarna á og við Geirsnefið eins og þú leggur til á bloggsíðu þinni midborg.blog.is 

Ágúst H Bjarnason, 6.11.2007 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband