Laugardagur, 10. nóvember 2007
Hvar er þekking Orkuveitunnar/REI sem er metin á 10 milljarða?
Fyrsta jarðvarmavirkjunin til framleiðslu á rafmagni sem Piero Ginori Conti prins fann upp á og gangsetti í Larderello dalnum á Ítalíu árið 1904. Fullvaxin virkjun var síðan reist þar árið 1911.
Í dalnum er nú framleidd meiri orka með jarðvarma en á öllu Íslandi.
Undanfarið hafa Reykjavík Energy Invest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) verið mikið í fréttunum vegna útrásarinnar á sviði jarvarmavirkjanna. REI er eins og allir vita dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og hefur þekking þeirra verið metin á hvorki meira né minna en tíu milljarða króna. Fjölmargir súpa hveljur af undrun og fá dollaraglampa í augun, þar á meðal stjórnmálamenn, en aðrir sem eru jarbundnari vita að þessi þekking er ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til staðar innanhúss hjá OR/REI.
Mest öll þessi þekking er aftur á móti til staðar hjá öðrum fyrirtækjum, þ.e. þeim verkfræðistofum sem hannað hafa íslensk jarðvarmaorkuver þ.e. Kröfluvirkjun, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, Svartsengisvirkjanir og Reykjanesvirkjun, svo og hjá Íslenskum Orkurannsóknum (ÍSOR). Af þessum virkjunum er Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun í eigu OR. Á verkfræðistofunum er þessi þekking til staðar, en aðeins í takmörkuðum mæli innanhúss hjá OR og REI. Auðvitað eru ágætir verkfræðingar og jarðvísindamenn hjá OR sem koma að undirbúningi nýrra virkjana, en fjöldi þeirra er aðeins brot af þeim fjölda sem hefur komið að hönnun virkjana OR og myndi vega lítið í útrás á erlendri grund.
Hvar er þessi þekking sem metin er á 10.000.000.000 kr.? Hjá OR/REI eða hjá íslenskum verkfræðistofunum? Svarið er: Þekkingin er fyrst og fremst hjá verkfræðistofunum og ÍSOR. Segjum t.d. 10% hjá orkuveitunni og 90% hjá ráðgjöfum hennar. Hvort hún sé tíu milljarða króna virði er svo allt annað mál, en í heimi fjármálanna er ýmislegt ofvaxið skilningi jarbundinna manna.
Erum við íslendingar stærstir og bestir á sviði jarðvarmavirkjana? Margir virðast telja að svo sé. Raunin er allt önnur. Við erum hvorki bestir né í fararbroddi, en vissulega meðal hinna bestu. Við erum fjarri því að vera stærstir. Okkar sérþekking liggur m.a. í því að beisla saltan jarðsjó eins og í Svartsengi og á Reykjanesi þar sem jarðhitasvæðin eru einna erfiðust hér á landi og jafnvel þó víðar sé leitað. Þar hefur Hitaveitu Suðurnesja tekist mjög vel til með dyggri aðstoð íslenskra verkfræðistofa og ÍSOR. Bloggarinn hefur komið að hönnun jarðvarmavirkjana á Íslandi og erlendis í þrjá áratugi og vill því ekki gera lítið úr reynslu okkar íslenskra tækni- og jarðvísindamanna, nema síður sé, en telur sig þekkja smávegis til málsins fyrir bragðið.
Á þessari síðu eru fáeinar myndir sem sýna jarðgufuvirkjanir erlendis. Þær eru fjölmargar víða um heim eins og sést á neðstu myndinni. Ekki bara á Íslandi. Vissulega erum við færir, en það eru hinir fjölmörgu starfsbræður okkar um víða veröld einnig.
Íslenskar verkfræði- og jarðfræðistofur búa yfir gríðarmikilli reynslu á virkjun jarðvarma sem nær yfir nokkra áratugi. Starfsmenn þeirra hafa verið djarfir og útsjónarsamir við hönnun jarðvarmavirkjana og tekist að ná góðum tökum á tækninni og þekkja mjög vel vandamál sem upp koma, m.a. vegna tæringa og útfellinga. Hjá orkuveitunum eru stafsmenn sem búa yfir mikilli reynslu varðandi rekstur jarðvarmavirkjana sem er fyrst og fremst dýrmæt fyrir viðkomandi orkuveitu. Þar starfa einnig nokkrir verkfræðingar og jarðvísindamenn með mjög góða reynslu og yfirsýn, en þeir eru fáir. Allir þessir aðilar hafa verið mjög störfum hlaðnir undanfarið og hafa vart tíma til að líta upp úr þeim verkefnum sem bíða hér á landi. Hvort er viturlegra að nýta þessa þekkingu eins og hingað til í því skyni að nýta íslenskar náttúruauðlindir Íslendingum til hagsbóta, eða flytja hana úr landi útlendingum til örlítils hagræðis?
Við verðum fyrst og fremst að vera raunsæ.
Ítalskir jarðgufumenn að störfum við að beisla jarðvarmann í Larderello árið 1911
Larderello svæðið í dag þar sem framleidd er meiri raforka með jarðvarma en á öllu íslandi.
Wairakei jarðhitasvæðið á Nýja Sjálandi
Ein af 20 virkjunum á Geysis svæðinu í Bandaríkjunum.
Hatchobaru jarðgufuorkuverið í Japan
Jarðvarmavirkjanir eru víða um heim
Ítarefni:
Jarðhitaháskóli Sameinuðu þjóðanna
Verktækni blað verkfræðinga og tæknifræðinga; sjá leiðarann "Hvaða þekkingu á að selja" sem fjallar um sama mál og hér.
Introduction to Geothermal Energy - Slide Show
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Ég hef einmitt verið að bíða eftir að einhver froðari mér tæki að sér það gustuk að leggja jarðbundið mat á þetta innantóma hæp. Vissi ekki betur en að allar okkar virkjanir hafi verið byggðar undir eftirliti og ráðgjöf frá löndum, sem hafa dýpri hefð og vísindaþekkingu í þessum málum. ÞAð er auðvitað verið að hæpa upp verðmiðann í anda decode forðum til að geta hámarkað veðmátt þessarar núverandi sameignar. Menn eru nú að leita að dyrum og dyngjum með hjálp alþjóðabankans að byggja upp veð fyrir billjónarblöðrunni, sem hér er í skammtímaskuldbindingum, svona ef vaxtastigi skyldi súnka og spekúlantarnir vilja innkalla kröfurnar. Vatnalögin miðuðu að slíkri eignafærslu líka. Fleira hefur verið "einka"vætt hér, sem fólk áttar sig ekki á t.d. vegagerð believe it or not.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2007 kl. 19:05
Loksins sagði einhver með vit á málinu eitthvað um þetta.
Púkinn, 10.11.2007 kl. 20:41
´Þakka góða grein, sem er upplýsandi og sýnir hversu við allmenningur er illa upplýstur um mál sem skipta máli. Það er umhugsunarvert að enginn blaðamaður né ráðamaður í raforkumálum, skuli hafa fjallað um þetta mál á vitrænan hátt.
Ein spurning til þín sem mér þætti vænt um þú svarðir mér, en hún er hve hátt orkunýtingarhlutfall er í Jarðgufuvirkunum hér á landi.? sem framl. rafmagn, og svo einning ef nýtist kælivatn eins og á Nesjavöllum og Svartseingi?
Eg spyr um þetta vegna þess að ég hef álitið að orkunýtinginn væri afar lág, og jafnvel á mörkunum að við gætum kallast orkusóðar.
kv. h.
haraldurhar, 10.11.2007 kl. 22:18
Takk fyrir afskaplega fræðandi og gott innlegg í þessa umræðu sem hefur átt sér varðandi GGE og REI. Þetta staðfestir bara það sem að ég hef haldið. Það er engin innistæða fyrir þessari svokölluðu útrás í formi þess að við höfum einhverja þekkingu og mannafla umfram aðra í þessum efnum. Þetta er klárlega Matador örfárra einstaklinga sem tala upp verðmæti þessara fyrirtækja sjálfum sér til framdráttar.
Mér finnst að þetta innlegg þitt ætti að komast áfram í fjölmiðla svo gott sem það er.
kv. Eggert
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 23:23
Sæll Ágúst. Þökk fyrir góða grein. Í öllu málæðinu um GGE. og REI er löngu tímabært að komið sé á framfæri upplýsingum um tækniþekkingu Íslendinga í samanburði við aðrar þjóðir, sem hafa stundað rannsóknir á jarðvarma og virkjað hann, sumar löngu á undan Íslendingum eins og þú bendir á. Skora á þig að skrifa grein um þetta í blöðin.
Það er ekki nóg að útrásarmennirnir og fjölmiðlar tali bara um verðmæti félagsins og hugsanlegan ofsagróða, þeir þurfa að upplýsa þjóðina um undirstöðuna.
Kveðja, Þorvaldur Ágústsson.
Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 01:41
Takk fyrir samantektina. Var að vísu búinn að læra eitthvað um það hversu framsýnir og leiðandi Ítalirnir hefðu verið í Leiðsöguskólanum en ekki að þetta væri svona útbreidd og notuð þekking sem raun ber vitni.
En svo að ég spyrji líka:
1) Hvert er nýtingarhlutfallið bæði á rafmagni og heitu vatni sem hægt er að nýta frá svona orkuveri?
2) Nú skilst mér að það sé að auki verið að nota nýjan rafal í Hellisheiðarvirkjun sem keyrir á mun minni þrýsting en í öðrum virkjunum, er sú tækni að skila einhverju aukalega?
3) Einnig væri gaman að fá að vita hvort að það sé ekki að koma einhver ný tækni sem hækkar nýtingarhlutfallið betur?
4) Eru til minni rafalar eða færanlegar einingar sem gætu farið beint á borholuna svo að það þyrfti ekki að leggja allar þessar stóru röralagnir?
5) Eru mikil töp við að flytja gufuorkuna langar leiðir að virkjuninni sjálfri?
6) Hefur þéttleiki, aldur bergs, vatn í bergi og fl. ekki mikil áhrif á hversu mikil gufa getur komið upp úr svona borholu?
7) Hverjar eru meðaltalstölur fyrir einna borholu, orkan í MW, vatnsmagn, aukaefni, þrýstingur, bordýpt, borbreidd, bortími, líftími, þrýstingur sem fall af líftíma, hitastig m.m.?
8) Með hverju eru svona borholur fóðraðar og hver er endingartíminn á því efni sem notað er?
9) Er eitthvað um að dælt sé niður köldu vatni í svona holur sem verður síðan að gufu eða þá að affallsvatninu sé dælt niður aftur og endurnýtt og þannig búin til hringrás?
Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.11.2007 kl. 08:07
Sæll Ágúst og kærar þakkir fyrir þetta fróðlega innlegg. Þessu þarft þú að koma í eitthvert dagblaðanna eða ljósvakamiðlana.
Þórir Kjartansson, 11.11.2007 kl. 09:28
Það er ágætt að sjá þetta innlegg. Það er alltaf traustvekjandi þegar þekking kemur þokkalega heim og saman við heilbrigða skynsemi. Ætli það væri ekki besti kosturinn hjá OR að leggja meira fé í verkfræðimenntun í landinu. Það skilar sér nokkuð örugglega með tímanum og er áhættulaust.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 10:36
Þetta er mjög gott innlegg í að koma REI málinu niður á jörðina.
Ég er nú nokkuð oft sammála þér og er einnig efasemdamaður um að hægt sé að skýra allar breytingar á hitastigi jarðar út frá útblæstri koltvísýrings. Ég óttast hins vegar að það mál sé of langt gengið og ekki sé hægt að fá vitræna umræðu um það á næstunni. Ég heyrði t.d. á BBC viðtal við hvorki meira né minna en við umhverfissálfræðing sem vildi að mannkynið næði á ný betri tengslum við móður jörð til þess að mögulegt væri að tækla loftslagsmálin.
Sigurjón Þórðarson, 11.11.2007 kl. 11:29
Takk fyrir þetta innlegg Ágúst. Ég hafði heyrt þessar vangaveltur út um allt frá góðu fólki sem hafði lært í háskólum erlendis og var að benda mér á hversu margir hefðu sérhæft sig í þessu í stærri löndum hlutfallslega miðað við okkur.
Ég er sammála að það má alls ekki gera lítið úr þeirri þekkingu sem við höfum, en hún er ekki einn samanbundinn pakki. Það er líklega þess vegna sem málið verður svona flókið. En raunsæið vantar eins og þú segir, okkur vantar að draga væntingarnar á raunsærra stig. Það er mikil áhætta í þessu, mjög mikil, og mér finnst sú lína vera sérstaklega áberandi hjá stjórnmálamönnum sem er mjög óábyrgt. Öll þessi þekking hefur verið kostuð af samfélaginu í heild og við eigum að fara varlega með að spila með hana.
kær kveðja
Þorbjörg Helga
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, 11.11.2007 kl. 12:38
Ég þakka fyrir allar athugasemdirnar sem hafa borist. Þar eru jafnvel fjölmargar spurningar sem ég skal reyna að svara eftir bestu getu á næstunni, en þar sem mitt svið er rafmagnsverkfræði þarf ég að leita í smiðju til kollega minna varðandi ýmislegt sem spurt er um.
Áður en ég geri það vil ég árétta að hjá orkuveitunum er auðvitað til mikil reynsla og þekking sem er vissulega mjög verðmæt.
Sjálfur þekki ég best til HS og get fullyrt að starfsmenn þeirra eru einstaklega fróðir um allt sem varðar jarðvarmavirkjanir og búa yfir gríðarmikilli reynslu. Milli þeirra og ráðgjafanna er mjög náið samband og má segja að saman myndi þeir mjög gott teymi. Margir hafa starfað saman um áratuga skeið og ríkir mikið traust og trúnaður milli aðila drifinn áfram af sameiginlegum áhuga á að vinna sem best, og byggja á þeirri reynslu sem safnast hefur í sameiginlegan reynslubrunn á löngum tíma. Eingöngu með slíkri samvinnu er hægt að ná langt. Vissulega gæti slík samvinna nýst mjög vel þegar farið er í verkefni erlendis. Á því er ekki vafi. Kjarni málsins í pistli mínum var að benda á að það eru fyrst og fremst ráðgjafar orkuveitanna sem hafa unnið að hönnun, en það er auðvitað í mjög náinni samvinnu við eigandann.
Svo þurfa menn auðvitað fyrst og fremst að vera raunsæir og skilja áhættuna sem felst í hugsanlegri útrás og gera sér grein fyrir hvað aðrir hafa verið að gera á þessu sviði, jafnvel lengur en við. Menn þurfa einnig að grea sér grein fyrir að tæplega er hægt að reikna með skjótfengnum gróða.
Ágúst H Bjarnason, 11.11.2007 kl. 13:11
Blessaður Ágúst.
Takk fyrir þetta innlegg sem er fróðlegt og fjölmiðlar hefðu átt að taka inn í umræðuna. Það er alveg rétt hjá þér að íslendingar eru ekkert einir um þessa þekkingu á virkjun jarðvarma.
En þó virðist sem þú og aðrir hér hafi miskilið hvernig þetta 10 milljarða goodwill OR í samrunaferli þess og GGE var samansett. Mér sýnist að það hafi samanstaðið af þremur þáttum. Forgang á tækniþekkingu OR, að OR afsalaði sér erlendum verkefnum til REI og REI mætti nýta sér nafn og virkjanir OR í auglýsingaskyni. Ef þetta var einskis virði eins og má lesa úr orðum þínum og annara hér má segja að hákarlarnir í FL group og Atorku hafi nú farið halloka fyrir OR mönnum sem voru þá selja þeim 10 milljarða fyrir ekki neitt.
Og þá má nú segja að blessaðir pólitíkusarnir bæði í fyrrum meirihluta og þeim núverandi hafi gert í buxurnar sínar með því að rústa þessari sameiningu REI og GGE. Það væri allavega ekki amalegt fyrir borgarbúa að eiga 10 milljarða sem kostaði þá ekki neitt.
Og Þorbjörg Helga, ég held að REI - GGE málið sé nú ekki flókið. Pólitíska laumuspilið, valdabröltið hjá ykkur borgarfulltrúum já var kannski flókið eða kannski súrrealískt. En hitt var einfalt. Það var reynt að búa til fyrirtæki sem átti að vera í 60-70%% eigu einkaðila sem átti að vera leiðandi í útrás íslendinga í orkugeiranum. Áhætta OR fólst í því að 10 milljarða goodwill sem það lagði inn í fyrirtækið gufaði upp án nokkurs peningalegs taps ef að REI yrði gjaldþrota. Í dag er staðan sú að það verður engin samruni, REI þarf að standa við skuldbindingar sínar víða um heim og útilit er fyrir að OR þurfi að leggja 15-20 milljarða inn í fyrirtækið. Er þetta raunsæið hjá ykkur í sexmenningaklíkunni?
Halkion (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 13:22
Í Viðskiptablaðinu 19. október 2007 var mjög fróðleg grein eftir Ólaf Teit Guðnason. Greinin nefnist "Sérþekking eða Sjálfsblekking". Þar er vitnað til m.a. Stefáns Arnórssonar prófessors, Ólafs Flóvenz forstjóra ÍSOR, Ásgeirs Margeirssonar forstjóra Geysir Green Energy, Friðriks Sophussonar forstjóra Landsvirkjunar og Ingvars Birgis Friðleifssonar skólastjóra Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna.
Í greininni segir m.a:
"Sú mynd hefur verið dregin upp að Íslendingar búi yfir sérþekkingu á sviði jarðhita sem sé einstök í heiminum. Sérfræðingar segja að þetta sé ekki rétt og sumir ganga svo langt aö segja að samkeppnisforskot Íslendinga á þessu sviði sé nákvæmlega ekki neitt. Margar þjóðir framleiða miklu meiri raforku með jarðhita en við. Forstjóri Geysis Green Energy segir að forskot Íslendinga felist meðal annars í viðskipta og fjármálaþekkingu".
Því miður hef ég ekki fundið þessa ágætu grein á netinu.
Ágúst H Bjarnason, 11.11.2007 kl. 15:14
Ég var búin að heyra ávæning af þessu en engan veginn svona vel útfært. Þakka kærlega fyrir. Að vetralagi í heimsóknum á Ítalíu hef ég alltaf furðað mig á afhverju þeir nota ekki jarðhita til upphitunar húsa, var sagt að það rækist á við hagsmuni sterkra aðila í fjármálaheiminum. Vissi ekki að þeir hefðu verið frumkvöðlar á þessu sviði.
Væri annars ekki rétt að senda þetta blogg rakleiðis til iðnaðarráðherra?
María Kristjánsdóttir, 11.11.2007 kl. 15:57
Takk fyrir þetta frændi, BRAVÓ fytrir þér sem oft áður. loksins koma staðreyndir málsins fram. Ég hef verið að reyna af veikum mætti að impra á þessu atriði með verkfræðistofurnar okkar en þarna koma upplýsingar sem um munar frá manni sem talar af reynslunni. Þetta bara slær botninn úr drambstunnunni sem þessir herrar haf setið í og látið meta til peninga fyrir sig sjálfa. Alvarlegra er að þeir hafa komið ráðamönnum okkar til að lifa í sjálfsblekkingu um það að þeir og þeirra vit sé eitthvað úníkum í heiminum. Og nota þetta um leið til að einkavæða orkulindirnar fyrir sig og oligarkana eins og fiskinn í sjónum.
Halldór Jónsson, 12.11.2007 kl. 01:57
Frábær pistill Ágúst. Ég ætla að "linka" í hana úr mínu bloggi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2007 kl. 02:34
Ég vil vekja athygli á leiðaranum í síðasta Verktækni (blað verkfræðinga og tæknifræðinga) sem nefnist "Hvaða þekkingu á að selja". Þar fjallar Sigrún S. Hafstein ritstjóri blaðsins um aðkomu ráðgjafaverkfræðinga og ÍSOR að hönnun jarðvarmavirkjana OR. Sjá hér: http://www.vfi.is/vtf/utg/8%20tbl.pdf
Ágúst H Bjarnason, 12.11.2007 kl. 06:50
Flott grein! :)
María Björg Ágústsdóttir, 12.11.2007 kl. 12:27
Ágæt grein og vel unninn. Þú hefur greinilega sankað að þér þekkingu um þessi mál.
Jón Björnsson (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 14:33
Leyfi mér að benda á fróðlegar umræður í framhaldi af þessari ágætu samantekt ÁHB: http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=102495
Pascal (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 09:00
Sæll Pascal. Þakka þér kærlega fyrir ábendinguna um umræðurnar á málefnin.com. Mjög fróðlegt. Greinilegt að þar skrifa margir sem þekkja vel til málsins.
Ágúst H Bjarnason, 13.11.2007 kl. 09:38
Sjá kynningu Bjarna Ármannssonar og Hannesar Smárasonar sem Jónínu Ben var sent í ttölvupósti:
Nafnlaus tölvupóstur frá fjárfestafundinum leynilega í London með Hannesi Smárasyni og Bjarna Ármannssyni um orkugróða framtíðarinnar með samruna REI og GGE.Kaera Jonina,
Tu auglystir a bloggi tinu um hvad var sagt i London.
I vidhengi serdu kynningu sem var haldinn i London. tessir adilar reikna med at REI verdi um 400 milljarda virdi eftir cirka 18 manudi og tvi ljost at teir sem kaupa bref i dag munu sitja a ansi mognudum peningum.
keep up the good work.
Með þessum tölvupósti fylgdi þetta viðhengi sem sýnir í hvaða blekkingarleik þessir útrásarorku.... eru.
Þvílík glanskynning og er í raun innistæða fyrir loforðunum ?
Lofað er 400 milljarða virðisaukningu bréfanna á 18 mánuðum. Þetta minnir um margt á fyrri yfirlýsingar FL Group og Baugsmanna um hagnað þeirra á fjárfestingum. Vandinn sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir núna, hinsvegar, er að þessir áhættuleikarar eru að selja eigur okkar.
Sjáið á viðhenginu hver framtíð Íslands er í framleiðslu á orku, umfram það sem hún er í dag t.d. Svo sýna þeir möguleika sína í að selja orku víða um heiminn. Er ekki kominn tími til þess að breyta um lyf ?
Samþykktu Guðlaugur Þór og Vilhjálmur virkilega þessa kynningu GGE í London ? Eru Kaupþingsmenn, forsetinn og iðnaðarráðherra meðvitaðir um loforð GGE ? Ekki vissi ég hver þau voru fyrr en ég fékk þennan nafnlausa tölvupóst.
Hér kemur kynningin fræga í London:
Fundur GGE í London
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2007 kl. 00:20
Langaði bara að segja hæ, allt of langt síðan ég hef kíkt inn hjá þér. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:18
Það var lagleg sniðglíman hjá Geysir Green sem þeir beittu á gamla meirihlutann í Reykjavík . Gáfu OR 10 milljarða goodwill hlutafé í REI. Forystumennirnir urðu svo hrifnir að þeir virtust ekki taka eftir því, að Geysir Green hefði áður skrifað hjá sér samstofna upphæð í heimanmund fyrir hátt í sömu upphæð. Þannig var rausnarskapurinn hjá þeim Hannesi og Jóni Ásgeiri var eitthvað minni en mest var um talað þegar mest lá á að klára dílinn. Það munaði ekki um það hjá þeim grængeysismönnum að kynna sig í útlöndum sem handhafa auðlindanna og þekkingarinnar.Þeir kunna það þessir !
Þurfa ekki einkavæðingarsinnar í yngri deild Heimdallar og Viðskiptaráði Íslands að fara að átta sig á því að allsherjar Baugs- og Bónusarvæðing þjóðfélagsins er ekki endilega sú niðurstaða sem þeir sáu fyrir sér um framtíðarþjóðfélagið. Átta sig á því að kvótakerfi og sérleyfi á auðlindum Íslands samrímast ekki frjálshyggju. Átta sig á því, að íslenzka réttar-ogskattkerfið er löngu hætt að ráða við útrásarrisana þó það eigi sæmilega allskostar við smælingjana.
Hvar eru annars horfnir góðhestar ? Hvar skyldu gamlir hlutabréfadollarar frá Luxemburg annars vera ?
Halldór Jónsson, 15.11.2007 kl. 23:41
Ég get mælt með þessari bók við þá sem vilja kynna sér málið nánar. Þar er ýmsum spurningum sem brenna á vörum manna svarað.
Jarðhitabók - Eðli og nýting auðlindar
Guðmundur Pálmason
Jarðhitabók Guðmundar Pálmasonar er í senn fræðirit og menningarsöguleg heimild við hæfi fróðleiksfúsra lesenda. Rakin er framvinda jarðhitarannsókna hér á landi og sagt frá þeim er ruddu þar braut. Fjallað er um uppruna og eðli jarðhitans, vinnslu hans og margvísleg not af honum í íslensku þjóðlífi.
Lagt er mat á það hversu varanleg auðlind jarðhitinn sé. Þá er vikið að áhrifum nýtingar á umhverfið og rætt um nauðsynlega vernd jarðhitafyrirbæra. Loks er annáll ýmissa atburða sem tengjast rannsóknum og nýtingu jarðhita allt frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.
Höfundur veitir lesendum fræðilega sýn á þá miklu auðsuppsprettu sem jarðhitinn er og skýrir efnið með fjölda dæma, teikninga og ljósmynda. Þetta er grundvallarrit um eðli jarðhita og nýtingu hans hér á landi.
Höfundurinn vann m.a. að rannsóknum á gerð jarðskorpunnar undir Íslandi. Þær skýrðu megindrætti í jarðskorpu landsins og gliðnunarbeltum landrekshryggja og öfluðu honum víðtækrar viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Undir forustu hans urðu miklar framfarir í rannsóknum og nýtingu jarðhita hér á landi sem gerðu Jarðhitadeildina að einu fremsta þekkingarsetri heims á sviði jarðhitarannsókna. Með störfum sínum öðlaðist Guðmundur einstæða heildarsýn á eðli og nýtingu jarðhita sem hann miðlar lesendum í skýru máli í þessari bók.
Sjá nánar hér. Bókin var á sínumtíma tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Ágúst H Bjarnason, 18.11.2007 kl. 08:45
Takk kærlega fyrir. Það er ekki sama blogg og blogg.
Kári Harðarson, 20.11.2007 kl. 15:00
Takk fyrir þessa frábæru samantekt. Hef verið að velta því fyrir mér hvar verðmætin liggja. Úttektin þín varpar skýru ljósi á þetta. Hef einnig heyrt því kastað að landinn kunni ekki enn að skábora. Þurfi að fá menn frá Baker & Huges.
Hagbarður, 22.11.2007 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.