Halastjarnan Holmes sem sést hefur undanfarið

 Halastjarnan Holmes

Líklega hafa ekki margir Íslendingar komið auga á halastjörnuna Holmes sem enn má sjá á himinhvolfinu. Veðrið hefur verið með eindæmum leiðinlegt og hentað illa fyrir stjörnuskoðun, ljósmengun truflar, og svo er halastjarnan Holmes halalaus séð frá jörðinni. Bloggarinn sá hana þó 18 nóvember þar sem hún var í stjörnumerkinu Perseus hátt á norð-austur himninum. Hún líktist frekar litlum skýjahnoðra á stærð við tunglið en halastjörnu. Hún sást ekki með berum augum vegna ljósmengunar, en nokkuð vel með handsjónauka (Canon 15x50-Image Stabilizer).

Í sjónaukanum leit halastjarnan út nokkurn vegin eins og sést á myndinni, sem tekin er sama dag en fengin að láni á netinu. Myndin er þó öllu skarpari en sú sem sást með handsjónaukanum.

Halastjarnan Holmes er um margt óvenjuleg. Til dæmis jókst birtustig henna skyndilega milljónfalt 24. október, öllum að óvörum. 

 

Ítarefni:

 
Comet Holmes from the Hubble Space Telescope,  Astronomical Picture of the Day  

Halastjarna á himni skín, bloggpistill 

Halastjarnan McNaught kveður með stæl, bloggpistill

Betlehemsstjarnan, grein eftir Þorstein Sæmundsson. (Í tilefni þess að Jólin nálgast).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Það væri áhugavert að vita hversu margir jarðarbúar hafa aldrei séð stjörnubjartan himinn. Það er eflaust einhverjar miljónir sem aldrei hafa farið út fyrir svið ljósmengunar.

Flott mynd

Ragnar Ágústsson, 28.11.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það hefur oft verið fínt veður upp á síðkastið, t.d. í dag. Getur ekki verið að hún skelli á jörðinni?

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.11.2007 kl. 15:22

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ragnar. Því miður eru það margir sem varla hafa séð stjörnubjartan himinn, heldur aðeins björtustu stjörnur. Það er engu líkt að standa undir nánast kolsvörtum himni þar sem Vetrarbrautin sést greinilega, og jafnvel má sjá með berum augum móta fyrir Andromeda stjörnuþokunni.  Hér er smávegis fjallað um ljósmengun.

Ágúst H Bjarnason, 28.11.2007 kl. 17:44

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ragnar Örn og Sigurður:  Innbyrðis afstaða sólar, jarðar og halastjörnunnar gæti verið eins og á myndinni. Halastjörnur hafa oft tvo hala, annan fallega bláann gerðan úr rafgasi (Ion tail), en hann sést yfirleitt ekki nema á ljósmyndum. Þessi hali stefnir beint frá sólinni. Hvíti halinn (Dust tail), sem oft sést með berum augum, stefnir líka frá sólinn, en er oft aðeins sveigður þar sem hann er gerður úr rykögnum sem eru þyngri en rafgasið. Rykagnirnar ferðast því á braut um sólu sem fjær henni en braut halastjörnunnar og umferðartíminn því lengri.

Ef braut halastjörnunnar er eins og á myndinni, þá getum við sagt að hún stefni hausnum að okkur og halanum frá okkur, án þess þó að vera á leiðinni til okkar. 

Myndin er fengin að láni hér.   Þar er góð skýring á fyrirbærinu.

Ágúst H Bjarnason, 28.11.2007 kl. 18:05

5 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Talandi um ljósmengun, þá var ég fyrir skömmu staddur í Danmörku og heimsótti þar fólk sem býr skammt fra Hróarskeldu, en þó nógu langt frá þéttbýlinu að þau njóta myrkursins og geta skoðað stjörnubjartan himininn. Einu tækifærin sem maður hefur hér til að skoða himininn er að keyra eitthvað út í buskann og stoppa á fáförnum vegi og standa þar og góna út í loftið.

Gísli Sigurðsson, 28.11.2007 kl. 22:48

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er fátt eins tignarlegt eins og stjörnubjartur himinn. Takk fyrir góðar kveðjur.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband