Laugardagur, 1. desember 2007
SOHO --- Sólin í návígi
Flestum dettur víst eitthvað annað í hug en blessuð sólin þegar minnst er á SOHO. Í þessum pistli er ekki meiningin að beina augunum að þessu hverfi í Lundúnum, heldur er tilgangurinn að skoða hina sönnu dagstjörnu, eins og sólin kallst í hinum fornu Sólarljóðum
SOHO stendur fyrir Solar and Heliospheric Observatory, en það er gervihnöttur sem komið er fyrir í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, á stað þar sem aðdráttarafl jarðar og sólar eru í jafnvægi. Þetta jafngildir um fjórfaldri fjarlægð tungslsins frá jörðu. Þessi staður, sem kallast Lagrangian Point L1 er mjög sérstakur, því þar er hægt að koma fyrir gervihnetti í þyngdarleysi án þess að hann sé eiginlega á braut umhverfis jörðu, og á stað þar sem er eilíft sólskin. SOHO beinir augum sínum dag og nótt að dagstjörnunni okkar og hefur tekið ótrúlega fallegar myndir. SOHO hefur átt mikinn þátt í að auka þekkingu okkar á sólinni.
Á morgun, 2. desember, mun SOHO fagna 12 ára afmæli sínu.
Á þessari bloggsíðu eru nokkrar fallegar myndir sem SOHO hefur tekið af sólinni. Miklu fleiri myndir eru á heimasíðu SOHO Það er vel þess virði að heimsækja þetta vandaða vefsetur.
Það er með ólíkindum hver ásjóna sólar breytist mikið yfir eina 11 ára sólblettasveiflu.
Sólblettir voru í hámarki um 2001, en eru nú í lágmarki. Myndin er tekin í útfjólubláu ljósi. Sjá nánar hér
Gríðarmiklir sólblossar sjást stundum.
Myndin er samsett úr tveim myndum. Stærri myndin er lík þeirri báu sem er hér fyrir neðan, en hún sýnir gasstreymið frá sólinni eða sólvindinn sem er eins og geislar út frá sólinni, og mikinn sólblossa sem stafar af eins konar sprengingu á yfirborði sólar. Einnig sjást þar nokkrar stjörnur. Til að koma í veg fyrir að myndavélin blindist af skæru sólarljósinu er komið fyrir hringlaga hlíf í miðri linsunni. Lítil hefðbundin SOHO mynd af allri sólinni hefur verið felld inn í miðja myndina til að gefa hugmynd um stærðarhlutföllin.
Þegar svona sólblossar stefna á jörðina sjást oft óvenjumikil norðurljós, jafnvel í suðlægum löndum. 13 mars 1989 urðu miklar rafmagnstruflanir í Kanada af völdum sólgosa. Sjá hér.
Hugsanlegar eru áhrif sólar á veðurfar meiri en margan grunar.
Stundum sjást halastjörnur koma inn í sjónsvið SOHO
Stærð sólar má marka af hvíta hringnum í miðju myndarinnar.
Myndin gefur okkur hugmynd um gríðarlega stærð sólgosa.
McNaught halastjarnan og sólin. (Hafa hljóðið á)
Ítarefni:
Miklu fleiri myndir eru á heimasíðu SOHO
Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára Blogg frá 27. jan 2007
- Úr Sólarljóðum
- Sól ek sá
- sanna dagstjörnu
- drúpa dynheimum í;
- en Heljar grind
- heyrða ek á annan veg
- þjóta þungliga.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni | Breytt 3.12.2007 kl. 11:44 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Frábærar myndir, Ágúst. Og mikið hef ég saknað sólar í dimmum nóvembermánuði.
Sigríður Sigurðardóttir, 1.12.2007 kl. 18:49
Þetta er mjög áhugavert. Takk fyrir forvitnilegan pistil um þetta. Segi það sama og Sigríður hér,sakna hennar sólu svolítið nú í skammdeginu. Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur.
Anna Karlsdóttir, 1.12.2007 kl. 21:26
Sælar Sigríður og Anna.
Sjálfsagt eru það margir sem hafa saknað sólarinnar undanfarið. Ekki er það bara skammdeginu að kenna, heldur hefur veðrið verið frámunalega leiðinlegt með látlausri rigningu og roki. Varla hundi út sigandi
Ágúst H Bjarnason, 1.12.2007 kl. 21:35
Frábærar myndir, gott að fá örlitið ljós inn í skammdegið. Mjög gott framtak hjá þér að vera með fróðleik um himinhvolfið, veitir ekki af að kynna stjörnurnar (þær alvöru, ekki leikarana) fyrir fólki. Bestu þakkir.
Helgi Jónsson, 2.12.2007 kl. 08:21
Skemmtilegt efni á sunnudagsmorgni Gústi, takk fyrir mig!
Haukur Nikulásson, 2.12.2007 kl. 08:43
Sæll Jón Frímann.
Þetta er mjög áhugaverð ábending hjá þér. Menn hafa mikið reynt að spá fyrir um stærð næstu sólsveiflu, þ.e. #24. Menn virðast hreint ekki sammála. Sumir spá mjög öflugri sólsveiflu, aðrir miðlungs og enn aðrir mjög slappri.
Hér fyrir neðan er mynd sem sýnir þessa mismunandi spádóma ýmissa þekktra vísindamanna. Efst er Dikpati með sólblettatölu um 180, næst Hathaway með um 160, Lundstedt spáir um 110, Scatten um 100, Svalgaard um 75, Badalyan um 50 og Clilverd minni en 50. Síðasta sólsveifla #23 var um 120, eins og myndin sýnir. Almennt virðast menn þó nokkuð sammála um að þarnæsta sólsveifla #25 verði mjög slöpp.
Það flækir aðeins málið að menn vita ekki hvort sólsveiflu #23 sé lokið og #24 hafin. Vel getur verið að ég bloggi aðeins um þetta áhugaverða mál á næstunni.
Það verður spennandi að fylgjast með þróun mála á næstu árum, Jón Frímann.
Ágúst H Bjarnason, 5.12.2007 kl. 19:57
Ég rakst á þessar nýju fréttir í morgun:
The Independent: Ray of hope: Can the sun save us from global warming?
Accu Weather: Could Solar Inactivity counteract Global Warming?
Er verið að búast við kólnun vegna minnkandi virkni sólar á næstu árum?
Ágúst H Bjarnason, 7.12.2007 kl. 09:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.